Tíminn - 24.03.1964, Side 2

Tíminn - 24.03.1964, Side 2
MÁNUDAGUR, 23. Marz. NTB-Pnompenh. — Suðuir-Víét nam og'Kambodsíja urðu í dag ásátt um, að fresta viðræðum sínum um landamæradcilur ríkjanna. NTB-Ánkara. — U Tant, fram- kvæmdastjóri SÞ, hefur beðið finnska sendiherrann í Svíþjóð, Sakari Tuomija, um að taka að sér starfið sem sáttascmjari á Kýpur. — Smáskærur urðu á Kýpuf í dag, en énginn lét líf- ið. NTB-Coiombo. — Illutlausu ríkin verða að taka stefnu sína til endurskoðunar í ljósi batn- andi sambúðar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna — sagði frú Bandaranaika, forsætisráðherra Ceylon, í dag á uhdirbúnings ráðstefnu hlutlausra ríkja. NTB-Alger. — Fulltrúar Kína á fundi Samvinnuráðs Afríku- og Asiuríkja réðust í dag harð- lega á stefnu Sovétríkjanna, Vesturveldanna og hlutlausra ríkja. NTB-Brussel. — Landbúnaðar ráðherra EBE-landanna komu saman til fundar í dag til að ræða Mansholt-áætlunina um sameigihlegt verðlag á korn- vörum. NTB-Stokkhólmi. — Réttar- höldin yfir sænska stórnjósnar anum Stig Wennerström hefj- ast 9—10. apríl n.k. Miklar öryggisráðstafanir verða gerð- ar í sambandi við þau. NTB-Saigon. — 12 manns létu Iífið í Saigon í dag þegar hryðjuverkamenn kommúnista settu sprengju undir strætis- vagn. Meðal hinna látnu voru 6 böm. NTB-New Delhi. — Utm 120 manns hafa látizt í trúarbragða deilunum í Indlandi síðustu daga. NTB-Strassbourg. — Ráðherra- nefnd Efnahagsbandalagsins mun nú taka afstöðu til Kreppu áætlunarinnair, sem gerð er í því skyni að vinna bug á mjög vaxandi verðbólgu innan banda lagsins. NTB-New York. — Malcolm X, öfgasamur negraleiðtogi í Bandaríkjunum, ætlar að stofna Þjóðernisflokk eða Þjóð ernisher Svertingja. NTB-Osló. — Forseti ráðgjafa þings Evrópuráðsins, Pierre Pflimlin kcmur til Noregs í opinbera heimsókn 7. — 8. april. NTB-Little Rock. — Negrabörn í Litle Roce í Arkansas fara ekki í skólana frá og með 6. april n.k. til þess að mótmáela kynþáttamisréttinu. Margir létust í kynþáttaóeirðunum í Little Rock 1957. Dr. Kaissonui. forseti Viðskiptamálaráðstefnu SÞ, sagði í ræðu sinni í dag: MISMUNUR Á UFSKJÖRUM ER OR- SÖK HINNAR ALÞJÓÐLEGU SPENNU NTB-GENEVE, 23. marz. f dag var sett í Geneve í Sviss viðskiptamálaráðstefna Sameinuðu þjóðanna og er hún stærsti alþjóðlegi fundurinn um verzlunarmál, sem nokkru sinni hefur verið haldinn. Rúmlega 1.500 fulltrúar frá 122 löndum sitja ráðstefnuna, sem U Thant, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðahna, setti. í dag. Dr. Abdel Manein AI Kaissouni, fjár- málaráðherra Arabíska Sambandslýðveldisins, var einróma kjörinn forseti ráðstefnunnar. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ lagði fram í setningarræðu sinni áskorun til allra ríkja innan SÞ að gera hvað þau gætu til þess að leysa fjárhagsleg vandamál þjóða í milli. Ef þetta yrði ekki gert, þá mættu þjóðir heimsins búast við, að baráttan fyrir friði væri unnin fyrir gíg. Hann sagði að hlutfallið í verzluninni milli iðnaðarríkjanna og vanþróaðra ríkja hefði versnað svo mjög, að næsta lítið yrði úr hjálp einstakra landa eða alþjóðlegra stofnana til vanþróaðra landa. — Þetta hefúr skapað þörf fyrir, að hafa mark- aðsöflin á sínu valdi, en þau hafa til þéssa getað unnið gegn stefnu ríkisstjórnanna — sagði U Thant. — Genfarráðstefiian á að leggja grundvöllinn að. og ryðja braut fyrir nýja stéfnu í viðskiptamál- um fyrir vanþróuð riki og jafn- framt gera sér gréin fyrir, hvaða leiðir skal farið við framkvæmd þeirrar stefnu. Ráðstefnan mun tæpast geta gert meira en að láta þjóðum iðnaðarlandanna og van- þróuðu landanna í hendur grund vallaratriði þeirrar stefnu, sem gera skal viðskipti að raunveru- legu tæki í þjónustu fjárhagslegr ar þróunar og skapa þannig vel- ferð og frið fyrir komandi kyn- slóðir — sagði U Thant. Að lokinni setningarræðu U Thants Var dr. Abdel Manein A1 Kaissouni, fjármálaráðherra Ara- bíska Sambandslýðveldisins, ein- róma kjörinn forseti ráðstefnunn ar. Dr. Kaissouni sagði í ræðu sinni, að ekki væri nægilegt, að hindra, að íbúar jarðarinnar dæju úr hungri, heldur væri nauðsyn- legt að hjálpa mönnunum til þess að Iifa á betri hátt. Hann lagði áherzlu á, að vaxandi misræmi á lífskjörum iðnaðarlandanna og vanþróaðra landa væri ein aðalor- sök þeirrar spennu, sem ríkir á alþjóðavettvangi. Hann benti á, að sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna hafi reiknað út, að hallinn á greiðslujöfnuði vanþróaðra landa muni verða 70 milljarðar dollara árið 1970, og taldi nauð- synlegt að koma á fót alþjóðlegri stofnun fyrir verzlunina, því að 21 KOM AF HRAUNINU % BARA 4 AFTUR BROTUGIR FB-Reykjavík, 23. marz. Félagið Vernd hefur nú starfað. i um 5 ár, en á síðasta ári hafði! það afskipti af 193 einstaklingum [ óg veitti 24 heimilum aðstoð á’| árinú. Vistheimili Verndar að Stýrimannastíg 9 gistu 67 einstakl ingar á sama tíma, en skrifstofa félagsins sá um afgreiðslu á 2263 málum skjóstæðinga sinna á árimi, en fangahjálpin er kjarninn í öllu starfi Verndar. Á fundi stjórnar Verndar með blaðamönnum í dag, var lögð sér- stök áherzla á það, að gefnu til- efni að 21. júlí s. 1. hefðu 17 menn komið til Verndar frá Litla- j Hrauni, en þann dag höfðu þeir j verið náðaðir í sambandi við Skál | lioltshátíðina. Nokkru síðan komu 4 í viðbót, sem einnig höfðu verið náðaðir og losnað út frá Litla- Hrauni komið til Verndar, en að- eins 4 þessarra manna hefðu korn- izt undir manna hendur að nýju. Aðalfundur Verndar var haldinn 25. febr. s. 1., en þá flutti Þóra Einarsdóttir formaður félagsins skýrslu um störf þess. Kjörinn h/afði verið á árinu 3 manna frarn Hvæmdanefnd til þess að annast ýmis dagleg viðfangsefni, en auk henanr er Skúli Þórðarson einn að alstarfsmaður félagsins. Hann ann ast ferðir í fangelsin og umsjón og fyrirgreiðslu fyrir skjólstæðinga Verndar og fjölskyldur þeirra eins og nægt er Útbreiðslumál sám takanna, umsjón vistheimilis, spjaldskrár og innheimtu og út- gáfu ársrits annast Þóra Einars- dóttir, en ágóði af ársritinu Vernd, sem er nýútkomið rennur til starfsemi Verndar. Þar að auki fékk Vernd 210 þús. kr. styrk frá ríkinu og 60 þús. kr. frá borgar sjóði Reykjavikur s. 1. ár. Aðrar tekjur eru styrkur nokkurra bæjar félaga og gjafir félagsmanna og annarra velunnara. Stjórn Verndar telur æskilegt sam starf milli hjálpar- og líknarstofu ana, sem hefðu sömu mál á stefnu- skrá sinni, og í því satnbandi fóru fram 2 fundir á árinu. Annar var haldinn í samráði við Skúla Tóm asson framfærslufulltrúa og sátu hann forystumenn ýmissa hjálp- arfélaga, og var samþykkt að fara þess á leit við borgarráð, að það beitti sér fyrir nánara sam- starfi þessáa aðila til hagræðis og sparnaðar. Þá var haldinn fundur, boðaður af Sveini Ragnarssyni, og á fundinum flutti fulltrúi Verndar tillögu um sérstakt náttskýli fyrir lieimilisleysingja og að einnig yrði komið upp stóru mötuneyti og vist heimili í Reykjavík, þar sem ein staklingar getið fengið fæði og j húsnæði og notið réttrar aðhlynn ! ingar og meðferðar. Að jafnaði hafa 15 manns dval izt á vistheimilinu að Stýrimanna- stíg 9 um lengri eða skemmri tíma,, auk annarra, sem fá inni nótt og j nótt, og eru þeir, sem koma úr \ fangelsum og leita til Verndar á-! vallt látnir sitja fyrir um heimilis vist. Þórður Guðmundsson hefur verið húsvörður heimilisins í 1 ár. annars væri ekki hægt að fram- kvæma þær samþykktir, sem ráð- stefnan myndi gera. Að loknum setningarræðunum voru kjörnir formenn fimm að- alnefnda, sem ræða munu ýmis vandamál og leggja fram skýrsl- ur sínar seinna á ráðstefnunni. Viðskiptaráðstefna Sþ mun standa til 15. júní og aðalumræð- urnar taka 2—3 vikur. Dagskrá ráðstefnunnar er í níu liðum og á meðal annars að ræða þróun heimsviðskiptanna, vandamálin í sambandi við útflutning hrávara frá vanþróuðu löndunum og leið- ir til'þess að bæta samgöngurnar í þessum löndum. Auk þess verð- ur rætt um hvernig auka skal heimsviðskiptin og um fjárhags- legar hindranir ýmissa verzlunar- samsteypa. Jarðhiti í Eyjum? SK-Vestmannaeyjum, 23. marz. í dag kom Norðurlandsborinn, sem nú borar hér eftir vatni í Eyjum niður á heit jarðlög. Bor- holan, sem er í Hlíðarbrekkum sunnan við Skipahella um 20 metrum fyrir ofan sjávarmál, er nú orðin 240 metra djúp. Þegar borað er, er dælt vatni niður í borholuna, er flytur lausu jarð- efnin síðan upp á yfirborðið. f Aag mældist þetta vatn vera 25 gráðu heitt og gizka menn á, að botn borholunnar muni vera um 40 gráðu heitur. Ekki hefur orðið vart við neitt vatn enn. — Ekki hefur verið vitað um jarðhita í Eyjurn fyrr, en á nokkrum stöð- um í Eyjunum munu vera kaldavermsl. Borunin hefur geng ið heldur erfiðlega, berglög sprungin og Iaus, en búizt er við að betur gangi, þegar dýpra kem ur. Hlé verður gert á boruninni nú um hátíðina. ösluðu um. (Ljósm. Tíminn-GE) VEÐRABREYTINGAR í GÆR FB-Reykjavik, 23. marz. Veðrið hér á landi skiptist al- gerlega í tvö horn í dag. Austan Eyjafjalla var sunnan átt og hlý- indi og rigning á öllu Suðurlandi og Austfjörðum. Bjartviðri fyrir norðan og hitinn var frá 6—9 stig um. Vestan lands var suðvestan átt og krapaél og kaldast 1 stig í Búðardal, Hvallátrum og á Hæli í Hreppum. Veðurspáin næstu tvo sólar- hringa hljóðar upp á útsynning og éljagang sunnan og vestan lands en bjartviðri fyrir norðan og austan. Klukkan 17 í dag var yfirleitt 6—9 stiga hiti fyrir norðan, t. d. var þá 9 stiga hiti á Akureyri og á Siglunesi. Á sam.a tíma voru aðeins 3 stig hér í Reykjavík og krapaél í nánd. Búizt var við vægu frosti í nótt og hægum út- synningi vestan lands. 8 TÍM4NN, þriðjudaginn 24. marz 1964 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.