Tíminn - 24.03.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.03.1964, Blaðsíða 15
STEINAR GUÐMUNDSSON Framhald a! ö sí£u Um rösklega tvo áratugi átti fg samvinnu og samstarf við Guð niund föður Steinars, og kynntist honum vel. — Ekki vorum við ætíð sammála en fáum mönnum hef ég kynnzt, sem ég á eins góð- ar minningar um og Guðmund Jónsson frá Narfeyri. Hann var gáfaður og þrekmikill foringi þeirra, er við skarðan hlut bjuggu í þjóðlífinu og góður drengur í hverri raun. Systkini Steinars voru öll nem endur mínir í Stykkishólmi. Þau voru öll sérstæð að gáfum og mannkostum og hafa hvert um sig reynzt í lífsbaráttunni góðir full- trúar sinna ágætu foreldra. — Eg vil votta þeim systkinum og bðrum nánum aðstandendum Stein ars mína innilegustu samúð við frá fall hans, sem öllum kom að óvör um, er hann var á sínum beztu roanndómsárum. Stefán Jónsson. SIGURJÓN ÞÓRARINSSON Framhald af 6 síðu athugull og tillögugóður. — Fór sér að engu óðslega og rökstuddi mál sitt vel og vildi af einlægni draga saman mismunandi sjónar- mið til farsælla málaloka. Slíkir menn verða minnisstæðir, þó þeir hverfi af sjónarsviðinu og skilja eftir þakklæti og hlýju t hugum samferðamannanna. Hann vildi Kaupfélagi Héraðs- búa vel og hafði heilbrigðan metn- að fyrir vexti þess og viðgangi, það kom oft berlega í ljós og einkum er á reyndi. Og nú þegar Sigurjón er allur, vildi ég með þessum fáu orðum, færa honum þakkir okkar nán- ustu samstarfsmanna hins við fé- l&gið, fyrir störf hans þar og ágæt kynni. Nokkur síðustu árin, var Sigur jón oddviti sveitar sinnár, mér eru ekki persónulega kunn þau stprf hans heima fyrir, en ég. þyk ist vita að hann murii hafa rækt þau af alúð og samvizkusemi, sem öll sín störf. Og á hinum sameigin- legu oddvitafundum, hinna 10 hreppa Fljótsdalshéraðs, sem ár- lega eru haldnir, einn eða fleiri á ári, kom hann fram af sama góð- viljanum og samvinnulipurðinni sem annars staðar. Vissulega mun þessi fámenni hópur, sakna þessa heilsteypta og góða drengs og minnast samstarfsins með þakk- læti. Góðar óskir og einlægar samúð- aikveðjur, sendi ég eftirlifandi konu Sigurjóns, Guðnýju Vil- hjálmsdóttur, systur hans Þóru og fðstursyni Stefáni Jónassyni. Friðrik Jónsson. FREMUR FRAMLIÐNIR Framhald af 16. síðu. Á leiðinni heim spurði ég Sálarrannsóknamenn nokkuð um, hvað fram hefði komið á fundinum og hvaða skýringar þeir hefðu að gefa á fyrirbær- unum á Saurum. Hafsteinn miðill varðist allra fregna, kvaðst ekkert segja fyrr en eftir helgina og þá aðeins í samráði við síra Svein Víking. Síra Sveinn sagði mér hins vegar, að tilgangur fararinnar hefði verið tvíþættur: í fyrsta lagi sá að reyna að kanna af eigin raun, hvað væri að ger- ast á Saurum, og í öðru lagi að reyna, ef unnt væri, að hafa þau áhrif á það, sem þessum fyrirbærum ylli, að þeim kynni að létta. Ekki kvaðst síra Sveinn vilja fullyrða, að þeir félagar hefðu komizt að nein- um ákveðnum niðurstöðum nó heldur að þeir hefðu komið reimleikanum af, kvaðst aðeins vona að heimsóknin hefði ekki gert illt verra. Ég spurði, hvort nokkuð það hefði komið fram á fundinum, sem benti til þess að atburðir siðustu daga stæðu í sámbandi við ákveðnar per- sónur. Síra Sveinn kvaðst að svo stöddu ekkert vilja um það segja, á fundinum hefði ýmis legt komið fram eins og allt- af á miðllsfundum og hann hefði hripað hjá sér það helzta af því, sem þar hefði gerzt, en hann vildi ekki fullyrða að neitt af því mætti setja í sam band við atburðina á Saurum. Yfirleitt voru svör Sálarrann sóknamanna við spurningum mínum heldur loðin og fleyg- uð fyrirvörum og athugasemd- um. Þó skildist mér, að við heimsóknina hefðu þeir feng- ið ákveðinn grun um ástæður undranna og hafi góða von um að þeim hafi tekizt að koma þeim fyrir, jafnvel þó að þeir vilji ekkert fullyrða um það að svo komnu máli. En síra Sveinn kvað líklegt að skýrsla um þessi fyrirbrigði yrði tekin saman á vegúm fé- lagsins og síðan ef til vill birt í, Morgni, málgagni félagsins. Á þessu stigi málsins kvaðst hanii hins vegar ekki vilja kveða fastara að, orði en svo, að líkur bentu tií', að framlífs fólk væri þarna að verki, það væri að minnsta kosti senni- legra heldur en að um jarð- skjálfta væri að ræða. Á Ákravelli beið okkar Lóan og til Reykjavíkur var haldið laust eftir miðnætti. Farþegarn ir voru átta eins og áður seg- ir, en þó lék sá grunur á að þeir kynnu að vera fleiri. Á leiðinni norður höfðu bæði Hafsteinn og Helgi orðið var- ir við margt fólk, sem slóst í för með okkur lengri eða skemmri veg. Kona hafði kom ið í flugvélina yfir Melstað og fylgt hópnum langt norður á Skagaströnd, og á leiðinni út að Saurum hafði stundum ver- ið allmanpmargt í bílunum. Og skömmu áður en kom til Reykjavíkur reyndust við manntal vera a. m. k. fjórir í vélinnij- sem ekki stóðu á skrám og ekki voru sýnilegir óskyggnum mönnum. Ég hringdi í síra Svein aft- ur í dag, mánudag, út af því, að dagblaðið Vísir lætur liggja að því í fyrirsögn, að atburð- irnir á Saurum séu af manna- völdum. Hann kvað ekki hægt eftir stutta komu til bæjarihs að fullyrða, að svo gæti ekki verið, én éinskis hefði hann örðið var, er benti í þá átt og þætti sér það ekki sennilegt. Hið líklegasta væri, að þarna væru hulin öfl að verki. Ekki vildi hann þó fullyrða, að miðils fundurinn nyrðra hefði leitt eitthvað ákveðið í Ijós, enda hefðu aðstæður þar að mörgu leyti verið örðugar. Hins veg- ar myndi verða haldinn nýr miðilsfundur í Reykjavík í sam bandi við þetta mál, og ef það þætti nauðsynlegt, myndi Sál- arrannsóknafélagið að sjálf- sögðu halda aftur norður með miðil, en ekki kvað síra Sveinn þó líklegt að tii þess þyrfti að koma að öllu óbreyttu. ÞRÍR CITROEN Framhald af 16. síðu. (sprengii-ými 1201—1600 rúmsm.) komst lengst Fíat 1100, annar varð Consul Corsair og þriðji Skoda Öktavía Combi. f fjórða flokki (sprengirými 1601—2000 rúm.sm. komst Citroen ID 19 lengst, þá Volvo Amason og þriðji varð Volvo PV 544. Og í fimmta og síðasta flokknum komst lengst á fimm lítrum Rambler American, þá Mercury Comet og þriðji varð Ford Falcon. Keppni þessi var haldin á veg um VIKUNNAR, og fór í alla staði hið bezta fram. Eftirlitsmað ur var í hverjum bíl, og blöndung ar bílanna skoðaðir fyrir og eftir keppni. Bíllinn sem lengst komst her númerið E-328 og ökumaður var Oddur Gíslason. LANDBÚNAÐUR Framhald af 1. síðu. 1. Fundurinn mótmælir því, sem algjörri fjarstæðu, að landbúnað- hrinn sé og hafi verið hemill á hagvöxt þjóðarinnar. 2. Fundurinn telur, að á undau- iörnum árum hafi framleiðni land- búnaðarins stóraukizt og í vissum greinum landbúnaðarins (sauðfjár- rækt, heyframleiðslu og gróður húsarækt) hafi nú þegar' náðst jafnfætisaðstaða við landbúnað grannþjóðanna. 3. Fundurinn telur mjög aðkail andi að stórauka fóðuröflun land búnaðarins með aukinni og fjöt- breyttari ræktun og að auka og bæta beitar- og afréttarlönd lands ins. 4. Fundurinn telur mjög aðkall- andi, að aukin verði markaðskönn un ísl. landbúnaðarvara og m. a. leitað eftir samningum um sölu umframafurða til langs tíma. 5. Aðkallandi er að auka og bæta aðstöðu til tæknibúnaðar í landbúnaðinum, sem grundvallist á auknum tilraunum og rannsókn um. Sérstaklega bendir fundurinn á nauðsyn rannsókna, er lúta að byggingu gripahúsa og tæknibún aði þeirra. 6. Það er mikilvægt fyrir ís- lenzkan landbúnað, að gerð verði athugun á skipulagningu byggðav- innar, og hvort hugsanlegt vævi að taka upp í tilraunaskyni stærri búrekstur með frjálsu samrekstv- arsniði. 7. Að lokum vill fundurinn færa hinum ýmsu stofnunum landbúnað arins þakkir fyrir ötula baráttu fyr ir velgengni landbúnaðarins, ea jafnfraimt skorar fundurinn á þess ar stofrianir að hvika hvergi í aframhaldandi baráttu fyrir bætt um hag landbúnaðarins og um leið betri og ódýrari búvörufram- leiðslu. Það er eitt stærsta sjálf- stæðisfnál þjóðarinnar." 45 stig. SÍ Mirren er nú í þriðja rieðsta sæti með 23 stig — en þó ekki í fallhættu, þar sem East Stirling hefur aðeins 10 og Queen og South 15. ú VÍDAVANGI að ráða. Það á ekki að horfa í að verja verulegu fjármagni í því sambandi til þess að stuðla að lifsnauðsynlegri byggða- þróun, sem fleiri og fleiri sjá að þarf að verða, ef þjóðin ætlar að byggja þetta land og lifa hér sjálfstæð og óháð fram i vegis. — Og hvenær á að ! kryfja þessi mál til mergjar og marka stefnuna, ef ekki þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarð anir um iðnaðaruppbygginguna í landinu? WIZLOK Framhald af 1. sí8u. 4—5 metra munur er á flóði og fjöru á þessum slóðum, svo búast má við, að mikill sjór renni inn í togarann á flóði. Komið var með fimmtu dæluna austur í gær, og var enn haldið á íram að reyna að þurrka togaranr FJjAÐAMANNAFÉLAGIÐ Framhald af 16. síSu. Kristjánsson og Þorbjörn Guð- mundsson og endurskoðandi líf- eyrissjóðs Ásgeir Ihgólfsson. í launamálanefnd félagsins vöru kjörnir Árhi Gunnarsson Tómas Karlsson, Ásgeir Ingólfs son, Björgvin Guðmundsson og Sigurður Friðþjófsson. Þá var á fundinum kjörin laganefnd til endrirskoðunar á lögum félagsins og skipa hana þeir Indriði G. Þor- steinsson, Þorsteinn Thórárérisen og Þorbjörn Guðmuridsson. Endur skoðehdur félágsins voru kjörnir þeir Hallur Símonarson og Ás- geir Ingólfsson. HANDRITIN Framhald af 1. síðu. „Deilurnar um íslenzku handrit in hafa blossað upp að nýju hér í l'anmörku. Berlingske Tidende. málgagn íhaldsmanna skrifar um málið í forystugrein í dag og segir þar m. a.: „Nú, þegar kosn ingar til þjóðþings nálgast, kem- ui á ný til umræðu mál, sem marg in deila um af mikilli tilfinningu: Afhending íslenzku handritanna." Því næst er skýrt frá atkvæða greiðslunni í þjóðþinginu fyrir þremur árum og rætt um með- höndlun málsins eftir næstu kosn ingar. Segir blaðið, að af fs- lands hálfu sé talið, að eftir vá einungis formsatriði, þ. e. fram kvæmd samþykktar meirihluta þjóðþingsins í júní 1961. Síðan segir: „Andstæðingar af- hendingarinnar vona, að sá frest ur, sem 60 þjóðþingsmenn knúðu fram við afgreiðslu málsins fyrir þrem árum, hafi gert það að verkum, að afhending handrit- anan verði tekin upp að nýju og þá á öðrum grundvelli. Þjóðar atkvæðagreiðslan í sambandi við jarðlögin hefur skapað bjartsýni meðal andstæðinga afhendingar- innar.“ Síðan er bent á hugsan legar kröfur frá Noregi og Svíþjóð, cf íslendingum verði afhent hand ritin, og að lokum skrifar Berl- ingske Tidende: „Þegar svo bætist við, að ýmis vandamál í sambandj við viðgerð og ljósmyndun hand- ritanna eru enn óleyst, og verða ckki leyst í bráð, verðum við að ætla, að málið sé langt frá því að vera svo einfalt og langt á veg komið, sem margir stuðningsmenn afhendingarinnar halda. En hvað sem gerist, þá verðum við að minnsta kosti að vona að öll eínstök atriði þessa máls verði vel yfirveguð á ný og að nýja þjóð- þingið afgreiði málið ekki í slík- um flýti sem núverandi þing gerði.“ í Berlingske Aftenavis var for- áðugrein á laugardaginn með yf- irskriftinni: „Nýtt stUð um ís- Ienzku handritin að hef jast, meivi hlutinn gegn afhendingu." Síðan segir: „Nú þegar má fullyrða, að eftir þjóðþingskosningarnar muni hefjast nýjar deilur um afhend- ingu íslenzku handritanna, sein ennþá eru í dönskum söfnuin“ Því næst segir blaðið frá lögun um um skiptingu íslerizku haridrit anna milli íslands og Danmörku, þar sem ákveðið er, að ^ mikiU meirihluti þeirra fari til fslands, samþykkt laganna í Þjóðþinginu og því næst mótmælum 60 þing manna og kröfu þeirra um frest- un málsins. Helveg Petersen, kennslumála- ráðherra, sem hefur með handritin að gera, segir í viðtali við Beri,- ingske Aftenavis: „Lögin veroo lögð fyrir þjóðþingið þegar eftir kosningarnar, og ef ný stjórn nær völdum, þá verða núverandi stjórnarflokkar að gera það.“ Johannes Bröndum-Nielsen, fyrr um formaður Árna-Magnússonar- stofnunarinnar, lagði á laugardag inn fram nýja tillögu, sem norræn- ir vísindamenn hafa samið. Er þar lagt til, að í stað þess að af- henda þau íslendingum verði komið á samnorrænu vísindalegu ráði, sem fái yfirstjórn handrita- safnanna í öllum Norðurlöndunum. Skoðun þessi er rökstutt m. a. með því, að búast megi við kröfu frá Norðmönnum til sumra þeirra handrita, sem fslendingar vilja fá afhent. Um þessa tillögu sagði Bröndum-Nielsen: „Þessi hugmynd hefur verið mikið rædd. Við eig- um ekki við samnorrænan eignar rétt, heldur samnorræna visinda- lega stofnun, eins konar hlutlaust ráð eða nefnd, sem fengi umsjóna rétt yfir söfnunum, bæði hér og í hinum Norðurlöndunum." Brönd- um-Nielsen bendir einnig á rök dr. jur. Poul Andersens gegn afhend ingunni, þar sem hann bendir rn. a. á, að um brot á eignaréttinum sé að ræða. ÞAKKARÁVÖRP ... _____ . . ... ■ Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Öllu því góða fólki, sem mundi eftir mér þennan dag, þakka ég af alhug. Guð blessi ykkur öll. Árni Jónsson Alúðarþakkir til vina minna, er mundu eftir mér á sextugsafmæli mínu 20. marz 1964. Lifið heil. Geir Guðmundsson frá Lundi. Mágkona mín og systir okkar, Júlíana Jónsdóttir Mófellsstöðum, Skorradal, verSur jarösett frá Hvanneyrarkirkju, miðvikudaginn 25. marz kl. 2 e. h. GUSfinna Sigurðardóttir og systuf. F-F'- ''-kar og fósturfaðir Nathanael Mósesson, kaupmaður frá Þingeyri, andaðist 23. marz. Fyrir hónd aðstandenda, Viggó Nathanaelsson. Innlegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð vlð - 'ergarför Jónasar Stefánssonar frá Syðrl-Skál Kristrún Jónsdóttir og fjölskylda, Húsavik. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlutfeknin.qu við andlát og útför eiginmanns mins Ársæls Jónssonar. Sérstaklega viljum við þakka Böðvari Pálssyni og félögum hans úr Karlakór Keflavikur. Ragnheiður Guðnadóttir, börn og tengdabörn. 15 TÍMIN'N, þriðjudaginn 24. marz 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.