Tíminn - 22.04.1964, Side 7

Tíminn - 22.04.1964, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Hélgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stuttur frestur Um síSastliðna helgi héldu fulltrúar verkalýðsfélaga á Norður og Austurlandi ráðstefnu, þar sem ákveðið var að félögin myndi eina sameiginlega samninganefnd, sem afli sér umboðs til verkfallsboðunar strax og núgildandi samningar renna út 20. maí næstkomandi, ef ekki hefur tekizt að ná samkomulagi um nýja samninga fyrir þann tíma. Sést á þessu, að ekki er nem^i tæpur mánuður þang- að til stórfelld verkfallalda getur hafizt hér að nýju. Hér er því stuttur frestur, sem fyrst og fremst stafar af því, að undanfarnir mánuðir hafa ekki verið notaðir til samninga, eins og Framsóknarmenn hafa lagt til. Miklu skiptir, að þessi tími verði því notaður vel og binda ménn ekki sízt vonir í þeim efnum við þau tilmæli stjórnar Alþýðusambands íslands, að ríkisstjórn- in hefji viðræður við launþegasamtökin um þessi mál. Enginn getur láð verkafólki, þótt það beri fram kröf- ur um kjarabætur, eins og ástatt er. Það fékk nokkra kauphækkun í desember til að vega gegn þeim verð- hækkunum, sem þá voru orðnar. Síðan hefur dýrtíð-. in aukizt svo mjög, að þessi kauphækkun er að mestu horfin. Öfugþróun þessara mála á undanförnum árum má bezt ráða af því, að síðan í marz 1960 hefur dagkaup verkamanna aðeins hækkað um 55% meðan vísitala verðlags og þjónustu hefur hækkað um 84%. Hitt er svo annað mál, að mörg atvinnufyrirtæki, einkum á sviði útflutningsframleiðslunnar, geta illa risið undir miklum kauphækkunum. Hér verður því ríkisstjórnin að koma til sögunnar. Með breyttri stjórnarstefnu má bæta bæði hlut atvinnuveg- anna og launþeganna, svo að kjör þeirra síðarnefndu geti batnað, án þess að atvinnuvegunum sé ofþyngt. Vaxtalækkun og aukið lánsfé, myndi mjög bæta hlut útflutningsframleiðslunnar, og skapa getu til að greiða hærra kaup. Sama gildir um lækkun tolla á vélum og efni til útflutningsframleiðsluhnar, en kísilgúrmálið hef- ur nýlega varpað ljósi á hve óeðlilega háir þessir tollar eru. Ef ríkisstjórnin skilaði svo aftur með einum eða öðrum hætti þeim 300 millj. kr., sem hún lagði óþarf- lega á landsmenn með hækkún söluskattsins, gæti það mjög greitt fyrir kjarabótum. Þetta mætti gera með ýmsum hætti. Ríkisstjórnin hefur þannig mikla möguleika til að leysa þessi mál giftusamlega, ef vilji er fyrir hendi. Hér verð- ur að láta fastheldnina á ranga stjórnarstefnu víkja fyrir þeirri höfuðnauðsyn, að vinnufriðurinn sé tryggð- ur og láglaunafólk fái kjarabætur, sem vel eru mögu- legar, ef rétt er á málum haldið. Mikíl meinsemd Einar Ágústsson upplýsti það í umræðum á Alþingi í í fyrradag, að frysta spariféð í Seðlabankanum næmi nú orðið 785 milljónum krórna. Það er þessi frysting, sem nú er einn aðalmeinvaldur íslenzkra efnahagsmála. Vegna hennar búa búa atvinnu- fyrirtækin við stórfelldan lánsfjárskort og veldur það margsvíslegum truflunum í starfi þeirra. Þessi frysting leikur viðskiptabankana einnig mjög grálega. Vegna hennar geta þeir ekki haldið uppi eðli- legri lánastarfsemi. Menn fara því krókaleiðir til að ná sér í lánsfé utan við bankana. En samt finnst ríkisstjórninni ekki nóg aðgert. Fryst- ing skal verða enn meiri. Meðan svona er stjórnað, stefnir ekki nema í eina átt. Ferrantimáliö er Home örðugt Ferranti græddi 63% á samningi við flugmálaráðuneytið NÝTT MÁL er komið til sög- unnar í Bretíandi, sem getur orðið íhaldsflokknum þurigt í skauti í kosningabaráttunni, ijema forsætisráðherranum tak- ist að halda sérstaklega vel á því. Þetta mál er í fáum orðum sagt þannig vaxið, að fyrir nokkrum misserum, samdi flug- málaráðuneytið við fyrirtækið Ferranti Limited um smíði vissrar tölu flugskeyta, sem gefið hefur verið nafnið Blood- hound. Samið var um, að fyr- irtækið fengi 11 millj. sterlings- punda fyrir þetta, og var þá reiknað með því, að hagnaður þess yrði ekki öllu meiri en 7%. Nú er hins vegar upplýst, 'að smíði þessara skeyta hefur ekki kostað fyrirtækið nema 6.848 millj. sterlingspunda, og hagnaður þess hefur því orðið 4.252 millj. sterlingspund eða um 63%. Þessum hagnaði vill félagið ekki að neinu leyti skila aftur þótt farið hafi verið fram á það, né taka tillit til þess í nýjum samningum, sem stjórnin hefur viljað gera við það um önnur verk. AF HÁLFU ríkisstjórnarinn- ar er það fært fram til afsök- unar fyrir þessum óhagstæða samningi, að hann hafi verið byggður á útreikningum, sem hafi verið gerður af föstum starfsmönnum í flugmálaráðu- neytinu og eingöngu vinna að slíkum útreikningum fyrir ráðu neytið. Enginn kunningsskap- ur, persónulegur eða pólitísk- ur, hafi hér komið til greina. Hér sé eingöngu um að ræða mistök embættismanna. Þá benda stjórnarsinnar mjög á það, að það hafi verið stjórnin sjálf, sem varð fyrst til að upp- lýsa þetta mál og gert það meira að segja heyrum kunn- ugt áður en blöðin fengu nokkra nasasjón af því. Ætlun stjórnarinnar með þessu er bersýnilega sú, að láta málið gleymast. Stjórnarand- staðan er hins vegar á öðru máli. ÞAÐ ER hins vegar enn ekki fullljóst, hvernig Wilson, sem nú ræður mestu um málflutn- ing stjórnarandstöðunnar, hyggst taka á málinu. Fyrir Verkamannaflokkinn er það veruleg freisting að gera flug- málaráðherrann að skotmarki. Flugmálaráðherrann er Julian Arnery, sem er tengdasonur Macmillans og var einn af helztu fylgismönnum Homes lávarðar, er barizt var um það á síðastl. hausti, hver ætti að verða eftirmaður Mácmillans sem forsætisráðherra. Vegna tengsia sinna við Macmillan og Home, er Amery talsvert um- deildur í íhaldsflokknum, og getur það gert árás á hann meira freistandi. Hins vegar gæti sú árás misheppnazt, ef Amery tækist að sýna, að hann hefði ekki nálægt þessu máli komið, og samkvæmt starfs- venjunni heyrði slík samnings- gerð ekki beint undir ráðherr- ann, heldur væri ábyrgð hans eingöngu formlegs eðlis. Þá getur það einnig verið freistandi fyrir Verkamanna- flokkinn að fá það rannsakað, hvort einn af þingmönnum íhaldsflokksins, sem er ná- tengdur Ferranti-fyrirtækinu, hafi nokkuð nálægt þessu máli •komið. Hann var um skeið að- stoðarráðherra í flugmálaráðu- neytinu, en hefur nú hætt því starfi og mun ekki heldur gefa kost á sér til þingmennsku aftur. Þingmaður þessi, Basil de Ferranti er bróðir fram- kvæmdastjóra Ferrantifyrir- tækisins. ÝMSAR líkur benda til þess, að Wilson muni velja þann kost að gera málið ekki að beinu persónulegu árásarmáli. Hann muni hins vegar stefna að því að fá það rætt í þinginu og upplýst frá öllum hliðum. Komi það fram í þessum um- ræðum, að Amery verði ekki beint áfelldur fyrir samning- inn af pólitískum eða persónu- Amery legum ástæðum, muni Wilson segja, að málið sé dæmi um þá stirðnuðu skrifstofu- mennsku, er jafnan fylgi langri valdasetu eins og sama flokks. Þetta sýni, að það þurfi nýtt loft og nýjan anda inn á stjórn- arskrifstofurnar til þess að hressa upp á störfiri þar. Þar sé þörf víðtækra endurbóta og endurskipulagningar, sem að- einS ný ríkisstjórn geti gert. Ekki er ósennilegt, að slíkur málflutningur Wilsons geti fundið góðan jarðveg, þar sem sú skoðun hefur jafnan átt imikið fylgi í Bretlandi, að nauðsynlegt sé að skipta um ríkisstjórnir öðru hvoru. EINS OG áður hefur verið sagt frá, hefur stjórnin nú end- anlega ákveðið að láta þing- kosningarnar ekki fara fram , j fyrr en í haust. Þessi ákvörðun er vafalítið byggð á því, að stjórninni var ljóst, að hún myndi tapa á kosningunum, ef þær færu fram nú. Hún hefur því frestað þeim til hausts í von um, að hlutirnir breytist henni í hag á þeim tíma. T.d. gerir hún sér vonir um, að efnahagsaðstaðan batni heldur á þessum mánuðum, og bendir ýmisiegt til að svo geti orðið. En stjórnin má þá ekki heldur á þeim tíma fá mörg Ferranti- mál, sem ýta undir þá skoðun, að heppilegt sé að breyta tíl Þrátt fyrir þessar vonir stjórn- arinnar, virðist sú trú samt styrkjast, að Verkamannaflokk- urinn muni vinna kosningarn- ar Þetta sést kannske ekki sízt á því, að ýmis stórfyrirtæki, sem eru að hefja meiriháttar framsvæmdir, leita nú að sögn meira til Wilsons en stjórnar- innar eftir fréttum um, hvaða stjórnaraðgerða megi vænta í framtíðinni, er geti haft áhrif á framkvæmdir þeirra. Þ.Þ. T í M I N N , miðvikudaginn 22. apríl 1964 — z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.