Tíminn - 22.04.1964, Side 9

Tíminn - 22.04.1964, Side 9
 Á BESSASTÖÐUM í GÆR: Jón Pétor Slgvaldason sendlherra Kanada á íslandl afhendlr forseta ís- lands trúnaðarbréf sltt að vlðstöddum utanrlklsráðherra. (L|ósm.: P. Thomsen). FYRSTI VESTUR-ÍSLENZKI SENDIHERRANN k ISLANDI JÓN PÉTUR Sigvaldason af- henti í gær forseta íslands skil- ríki sín sem sendiherra Kanada á íslandi, og sem nafnið bend\r til, er maðurinn af fslenzku bergi brotinn, sem heldur ekxi leynir sér, þegar við hann er rætt. Er ég barði að dyrum hans á Hótel Sögu í gær, kom hann brosandi til dyra, heilsaði á íslenzku og bauð að ganga í bæinn, rétt eins og hver ann- ar íslenzkur bóndi sem ekM er furða, því að hann er af þing- eyskum bændum kominn í báð- ar ættir og uppalinn í „is- lenzkri“ sveit inni á sléttum Kanada, þar sem faðir hans bió búi frá unga aldri og fram á níræðisaldur, en þá tóku synir hans við. Þessa minnist Jón Pétur með stolti, og þó átti annað fyrir honum að hggja en halda á frasn að yrkja hveitíakra föður síns, því að hann varð fyrstur manna af íslenzkum ættum til að gerast sendiherra Kanada- stjórnar. Það gerðist fyrir rúm- um þrem árum, er hann var skipaður sendiherra Kanada > fjærstu Austurlöndum, nánar tiltekið í Indónesiu og gegndi hann því embætti þangað til nú í ársbyrjun, að hann var skipað- ur sendiherra Kanada í Noregi Rætt m JÓN PÉTUR SIGVALDASON, sem um tíma var eftirlitsmaður kanadiskra sendiráða um víSa veröld. og á fslandi með aðsetri í Oslo. En áður átti hann um tuttugu ára feril í utanríkisþjónusta lands síns og naut sífellt meiri virðingar, var um tíma eftirlits maður kanadiskra sendiráða um víða veröld og ferðaðist i þeim erindum um allar álfur heims. Faðir hans var Einar Sig- valdason, sem fæddist fyrir tæpum hundrað árum að Lóma tjörn í Höfðahverfi í Þingeyjar- sýslu, en íluttist til Vestur- heims 1888, kynntist þar is- lenzkri stúlku, sem var sýsl- ungi hans, Kristínu Guðnadótt- ur frá Ytri-Neslöndum við Mý- vatn, sem fór vestur 1893, gengu þau í hjónaband og hófu búskap skammt frá Baldur i Argyle-byggð í Manitoba, þar sem þau bjuggu alla tíð. Þau eignuðust fjóra syni, sem allir eru á lífi. Elztur er Jón Pétur sendiherra, nýlega sextugur. — Tveir eru bændur í Argyle, Þór- hallur og Aðalsteinn, en Ingólf ur húsasmiður. Móðir þeirra dó fyrir tæpum tuttugu árum, en faðir þeirra lifði fram um 1950, þó kominn nokkuð á níræðis- aldur. Þegar við Jón Pétur höfðum heilsazt og hann hafði ávarpað mig á íslenzku, baðst hann þeg- ar afsökunar á íslenzku sinni, sem gerðist engin þörf, en hann kvaðst ekld hafa átt þess kost í svo mörg ár að tala is- lenzku, og „blessaður leiðréttu mig, ef við eigum að reyna að tala saman á íslenzku" bætíi hann við. — Hver var aðdragandinn að því, að þú réðst í utanríkis- þjónustu heimalands þíns? — Fyrst var ég skólakennari, eftir að ég fór úr foreldrahás- um, þá var ég sautján ára. Eftir það átti ég ekki heima í sveit- inni, þar sem ég ólst upp. — Seinna fór ég í háskólann í Manitoba og lauk þaðan prófi. Svo kom striðið, og þá fór ég í flugherinn, var sendur til London 1942, og á næstsíðasta ári stríðsins, nú fyrir réttum tuttugu árum, kom ég hingað til íslands í fyrsta sinn, en þá sem flughermaður og hafði hér Framhald á 13. s!8u. Fjörugar umræSur á sjónvarpsfundi S túden taráísins KB— Reykjavík 21. aprfl Málfundanefnd Stúdentaráðs Há- skóla ísflands gekkst fyrir almenn- um umræðufundi um Keflavíkur- sjónvairpi'ð í samkomuhúsinu Sig- túni á mánudagskvöldið. Frum- mæiendur voru fjórir og að máli þeirra loknu fóru fram frjálsar umræður og tóku þar allmargir til máls. Fundurinn var sæmilega sóttur og stóð þar tfl nokkuð fram yfir miðnætti. Fyrsti frummælandi, Þórhallur Vilmundarson prófessor flutti all- langa ræðu og gerði þar grein fyr- ir áskorun þeirri sem sextíu al- þingiskjósendur sendu Alþingi fyr- ir nokkrum vikum og mörgum hef ur verið tíðrætt um síðan. Benti hann á ástæður þeirra til afskipta af málinu sem væru m.a. þær, að smáþjóð hlyti að vera hætta búin af stöðugum og áleitnum menn- ingaráhrifum úr einum stað, frá einni erlendri þjóð. Með. starf- xækslu sjónvarpsstöðvar á Kefla- víkurflugvelli, sem næði til mikils hluta landsmanna, hefðu Banda- ríkjamenn einokunaraðstöðu á starfrækslu áhrifamesta fjölmiðl- unartækis nútímans, sem hlyti að hafa ósegjanleg áhrif á mótun við- horfa og menningar þeirra íslend- inga, sem sætu við sjónvarpstæk- in sjö tíma á dag. Þórhallur rakti nokkuð sögu sjónvarpsmálsins, og benti meðal annars á það, að þeg- ar leyfður var rekstur sjónvarps- stöðvarinnar á sínum tíma hafi það leyfi verið bundið því skil- yrð| að stöðin næði ekki til Reykja víkur. Þegar stöðin var stækkuð fyrir tveimur árum hafi fylgis- menn þeirrar stækkunar á alþingi, þar á meðal utanríkisráðherra. lagt á það áherzlu, að stækkunin væri óveruleg og myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á móttökuskil- yrði í Reykjavík. Þá hefði því einnig verið haldið á loft, að stækkunin væri nauðsynleg, vegna þess, að aflminni stöðvar en Kefla vikurstöðin er nú, væru ekki fáan- legar. Þórhallur benti á, að reynsl- an hefði rækilega afsannað fyrri staðhæfinguna og hvað síðara atriðið snerti, þá væru - margar sjónvarpsstöðvar starfræktar í bandarískum herstöðvum sem væru aflminni en Keflavíkurstöð- Frá fundi Stúdentaráðslns I Slgtúnl I fyrrakvöld. TÍMINN, mlðvikudaglnn 22. aprll 1964 — (Timamynd-GE.) in. Það væri því fjarstæða að minni stöðvar væru ekki til. Las hann upp alllangan lista yfir banda rískar herstöðvasjónvarpsstöðvar í þessu sambandi og kom þar í ljós að stöðin í Keflavík er til muna aflmest þeirra stöðva, sem Banda- ríkin starfrækja í herstöðvum sínum við Norður-Atlandshaf. Vignir Guðmundsson, blaðamað ur og stjórnarmeðlimur í nýstofn- uðu félagi áhugamanna um sjón- varp var annar frummælandi. Hann kvað bandaríska sjónvarpið ekki fela í sér neina hættu fyrir íslenzka menningu, þeir sem slíku héldu fram hlytu að fyrirlíta ís- ienzka menningu, og það að banna Keflavíkursjónvarpið, væri svipað og ef mönnum væri bannað að drekka skozkt viskí, af því að viskí væri ekki búið til I landinu! Hann kvað sextíumenningana vilja koma á einræði sínu í land- inu, þar sem þeir notuðu svipu til að berja landsmenn til hlýðni. Þá skýrði hann frá því, að félag áhugamanna um sjónvarp hefði gert fyrirspurn vegna fréttar í Tímanum síðast liðinn sunnudag, þar sem sagt er að til hafi staðið lokun stöðvarinnar, og fengið þau svör, að slíkt yrði ekki gert. Ekki skýrði hann þó frá því, hvaða að- ili hefði veitt þau svör, og fékkst ekki til að svara því, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli síðar á fundinum. Þriðji framsögumaður var Vé- steinn Ólason, stud. mag. og tók hann mjög í sama streng og próf- essor Þórhallur. Fjórði og síðasti framsögumað- ur, Jón E. Ragnarsson stud. jur., var hins vegar frekar fylgjandi því að sjónvarpsreksturinn yrði leyfð- ur áfram, en þó kvaðst hann sam- mála þvi að einokun erlendrar þjóðar á þessu sviði væri til van- sæmdar íslendingum. Að ræðum framsögumanna lokn um tóku til máls Sigurður A. Magn ússon blaðamaður, Björn Teits- son, stud. mag. Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson, stud. jur., Hall- dór Blöndal, blaðamaður, Jóhann Hannesson prófessor, Auðólfur Gunnarsson stud. med. formaður Stúdentaráðs, Sigurður Líndal, borgardómari, Ómar Ragnarsson, Hörður Bergmann, Einar Björns son frá Mýnesi og Jón Bjarnason. Tóku þessir ræðumenn flestir í streng með sextíumenningunum og töldu sjónvarpið hættulegt ís- lenzkri menningu og vansæmandi íslendingum sem sjálfstæðri menn- ingarþjóð. f fundarlok var borin fram til- laga til fundarályktunar um mót- mæli við rekstur bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar og áskorun til alþingis um að aðgerðir verði gerð ar til að takmarka rekstur hennar við herstöðina eina. Þessi tillaga fékkst ekki borin upp, þar eð fundi þessum var ekki ætlað að vera annað en umræðufundur og fundarboðendur töldu hann ekki ætlaðan til ályktanagerða. Var tillögunni því breytt í áskorun frá fundargestum og rituðu allflestir þeirra undir hana, áður en þeir hurfu af fundi. 9 )

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.