Tíminn - 22.04.1964, Qupperneq 13
Regnklæði
Síldarpils
Sjóstakkar
Svuntur
Oi fi.
Mikill afsláttur gefinn
Vopni
Aðalstræti 16
(við hliðina á bílasölunni)
TIL SÖLU
2ja herb. kjallaraíbúð við Gunn
arsbraut, Sér inngangur, sér
hitaveita.
2ja herb. íbúðir við Langholts-
veg og Blomvallagötu.
3ja herb. efri hæð í steinhúsi
við Bragagötu. 1. veðr. laus.
Góð kjör.
3ja herb. nýleg • jarðhæð vxð
Álfheima, 90 ferm., Vönduð
harðviðarinnrétting. Allt sér
3ja herb. kjallaraíbúð í Skerja-
firði. Allt sér, ný standsett.
Góð kjör.
3ja herb. kjallaraíbúð við
Laugateig.
3ja herb. risíbúð við Sigtún,
Lindargötu og Laugaveg..
4ra herb. hæð við Laugateig.
Sér inngangur. Sér hitaveita.
5 herb. ný og glæsileg Ibúð í
vesturborginni.
5 herb. nýleg hæð við Rauða-
læk..
Luxus efri hæð í Laugarásnum
Raðhús við Ásgarð.
Ódýrar íbúðir 2ja—5 herb. við
Suðurlandsbraut, Shellveg,
Þverveg, Fálkagötu.
IIEFI KAUPANDA
að öllum stærðum íbúða í
borginni með miklar útborg-
anir.
Kópavogur:
HÚSEIGN f KÓPAVOGI:
Lúxushæð, 4 herb. næstum
fullgerð með 1 herb. og fl.
í kjallara.
2ja herb. íbúð, eða stórt vinnu-
pláss í smíðum í kjallara. —
Selst með hæðinni eða sér.
2ja herb. mjög vönduð íbúð við
Ásbraut.
5 herb. nýleg íbúð við Hlíðar-
veg. Sér hiti. Þvottahús á
hæðinni. Svalir, bílskúr.
6 herb. glæsileg endaíbúð við
Ásbraut, 130 ferm. Sér þvotta
hús á hæðinni. Selst^ í smíð-
um með sameign utan og inn
anhúss fullfrágenginni.
Glæsilegt einbýlishús við Mel-
gerði. Fokhelt með bílskúr.
Fokheld hæð við Álfhólsveg,
125 ferm.
Byggingarlóð við Álfhólsveg.
Byrjunarframkvæmdir við
Austurgerði.
Til kaups óskast í Kópavogi
með góðum útborgunum:
2ja herb. íbúð, helzt við Hlíð-
arveg.
2ja—3ja herb. íbúð í smíðum.
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir og
4ra herb. og 2ja herb. íbúð í
sama húsi.
AIMENNA
FASTEIGN ASAL&H
iindargata^sTmh^iibo
H3ALMTYR PETURSSON
SENDIHERRANN
Framhald at 9. siðu.
aðeins tveggja vikna dvöl. Árið
eftir stríð gekk ég í utanríkis-
þjónustuna, og þar hef ég starf
að síðan 1946.
— Er það ekki algengara að
löglærðir menn séu valdir í
sendiherraembætti en menn
með þína menntun?
— Því er ekki þannig varið
með mitt heimaland. Eftir stríð
ið stofnaði Kanada sendiráð í
svo mörgum löndum heims, og
menn voru valdir úr ýmsum
stéttum til starfa í utanríkis-
deildum landsins úti um heim.
Það voru lögfræðingar, hag-
RAMMAGERÐIN
GRETTISGÖTU 54
S í M 1-1 9 1 O 8
Málverk
Vatnslifamyndir
Ljósmyndir
litaðar, af flestum
kaupstöðum landsins
Biblsumyndir
Hinar vinsælu, löngu
gangamy^dir
Rammar
— kúpt gler
flestar stærðir.
FASTEIGHASALA
KÓPAVOGS
TIL SÖLU f REYKJAVÍK:
5 herb. íbúð við Miðtún, sér
hitaveita. 1. veðréttur laus.
5 herb. hæð í Kleppsholti. Allt
sér. Glæsilegt útsýni.
3ja herb. íbúð við Kaplaskjóls-
veg.
TIL SÖLU í KÓPAVOGI:
5 herb. einbýlishús við Álf-
hólsveg.
2ja herb. íbúðir við Ásbraut og
Víðihvamm.
6 herb. einbýlishús við Borgar-
holtsbraut og Víghólastíg.
f siníðum, 5 og G herb. hæðir,
allt sér — og einbýlishús
bæði í austur- og vesturbæ.
Fokhelt einbýlishús við Lindar-
flöt.
6 herb. hús í smíðum í Hrauns-
holti.
A kvöldin, simi 40641
Til sölu
A.G.A.-eldavél og kolakynt-
ur miðstöðvarketill í góðu
lagi. Selst ódýrt. — Upp-
lýsingar á Skarði í Land-
sveit. Sími um Meiri-
Tungu.
fræðingar, viðskiptamenn og
þeir, sem unnið höfðu að
fræðslumálum. Við vorum all-
ir látnir ganga undir sérstakt
próf, og engir nema þeir sem
stóðust það, voru ráðnir í utan-
ríkisþjónustuna. Ég var fyrst
gerður að sendiráðsritara í
London, seinna var ég kvaddur
heim til starfa í utanríkisráðu-
neytinu í Ottawa. Svo var ég
gerður út af örkinni til staría
í sendiráðina í Pakistan, síðan
varð ég eins konar heimshorna
flakkari, var gerður að eftirlits
manni með kanadisku sendiráð-
unum úti utn allan heim, feið-
aðist einkum um Afríku og As-
íu, og nokkuð um Suður-Ame-
riku, auk þess sem ég heimsótti
þá flest lönd Evrópu. En í ár?-
lok 1960 settist ég nokkuð um
kyrrt, þegar ég var gerður að
sendiherra í Indónesíu. Og nú
er mér það mikið gleðiefni að
vera orðinn sendiherra í ætt-
landi mínu, fslandi, þó að em-'
bættisskrifstofan sé í Noregi.
— Áttu hér einhverja ætt-
ingja og kunningja frá fornu
fari?
— Hér á landi á ég víst margt
ættfólk, meðal þess er forseta-
frúin Dóra Þórhallsdóttir, við
erum þremenningar, og við Ei-
rfkur arkitekt Einarsson erum
líka þremenningar, og ótal
fleiri eru hér frændur mínir. —
Svo þykir mér skemmtilegt, að
ræðismaður Kanada á fslandi,
Hallgrímur Hallgrímsson, er
gamall skólabróðir minn. Við
ólumst upp í sömu sveit, í Arg-
yle, því að þar var faðir hans,
séra Friðrik Hallgrímsson, —
prestur í meira en tuttugu ár,
eða þangað til hann varð dóm-
kirkjuprestur hér i Reykjavík.
Hann bæði skírði og fermdi
mig. Ég hef haft litlar spumir
af skólabræðrum mínum frá
Argyle, nema Hallgrími, og það
varð fagnaðarfundur, þegar við
hittumst hér nú.
— En eru ekki þó nokkriy
menri af íslenzkum ættúm, 'sem
gegnt hafa háum embættum í
Kanada?
— Jú, þeir eru nokkuð marL’-
ir, sumir orðíð þingmenn og ráð
herrar í fylkisstjórnum lands-
ins, einkum í Manitoba og vest-
urfylkjunum, Hjálmar Berg-
mann og Valdimar Líndal urðu
fyrstir íslenzkir dómarar 1 Mani
toba, Joseph Thorsson varð
dómsmálaráðherra fyrst og lét
nýlega af starfi sem forseti fjár
málaréttarins í Ottawa
af því að • hann var orð-
inn 75 ára. En hann er samt
enn svo sprækur, að mánudag-
inn eftir að hann lét af embæt.ti
opnaði hann sína eigin lögfræfi
skrifstofu og starfar af fullu
fjöri hálfáttræður.
— Var mikið um íslenzkt fé-
lagslif í Argyle á uppvaxtarár-
rnn þínum þar?..
— Þá var þar mikið til ís-
lenzk byggð og margir landnem
anna enn á lífi. Pabbi var einn
af stofnendum lestrarfélagsins
í þorpinu Baldur, cg það var
einmitt stofnað á heirnili pabba
á fyrsta búskaparári foreldra
minna. Þar varð til mjög gott
íslenzkt bókasafn og mikið not-
að. Ég las mikið sögur og-
kvæði á unglingsárunum, fyrst
ísl.sögurnar og Njála er ein
af mínum eftirlætissögum, mér
þótti mikið koma til þeirra rfn
anna Gunnars á Hliðarenda og
Njáls á Bergþórshvoli. Mikið
las ég kvæði Matthíasar Joch-
umssonar, las þau aftur og aft-
ur. Og þá voru nú þjóðsögum-
ar, ekki sízt draugasögurnar, þó
að ég yrði oft myrkfælinn, ef
ég þurfti að fara einn út á vetr
arkvöldum. En pabbi ag
mamma yoru bæð; ákaflega
bókhneigð og var það mikið
metnaðarmál, að við bræðum-
TÍMINN, miðvikudaginn 22. apríl 1964 —
minNing
r
Thorvald Olafsson
Hinn 13. marz s. 1. andaðist
Thorvald Ólafsson, Austurbrún 2
hér í borg. Hann var starfsmað-
ur hjá Timburverzlun Árna Jóns-
sonar um 8 ára skeið, trúr og sam
vizkusamur maður, þótt heilsa
hans væri þannig, að læknir hans
bannaði honum að vinna sér erf-
itt þar eð hann hafði of háan
blóðþrýsting og var veill fyrir
hjarta. Hann hafði enda orð á því
við mig, að hann mætti ekki sam-
kvæmt læknisráði vinna eins mik-
'ið og hann gerði. En allt kom
fyrir ekki, því að hann hélt alltaf
áfram að vinna. Ég hafði oft orð
á því við hann, að hann ætti ekki
að vinna svona mikið, heldur velja
sér léttari vihnu. Þá svaraði hann
því, að annaðhvort ynni hann
eins og manni sæmdi eða hætti
alveg að vinna. En nú vil ég
segja það við þig, Thorvald minn,
að afköst þín voru eigi minni en
þeirra, sem yngri voru.
Þessi vinnufélagi minn var
fæddur 15. janúar 1893 á Vopna-
firði. Til Reykjavíkur fluttist
hann árið 1952 og gerðist þá
starfsmaður hjá Timburverzlun
Árna Jónssonar og gegndi
því starfi til dauðadags.
Ég minnist þess, að þú Thor-
vald minn, sagðir mér þann 13.
marz frá fyrstu barnaskólaárum
þínum, og að kennari þinn hefðí
verið Sigurður Heiðdal. Þegar ég
sagði þér, að hann væri kunningi
minn, þá baðst þú mig að skila
kærri k*eðju til þeirra hjóna. En
sárt þótti mér að verða að segja
þeim andlát þitt um leið og ég
skilaði kveðjunni. Þetta gerðist
einmitt 13.. marz skömmu eftir
hádegi, er við vorum að vinna
saman og þú varst svo glaður og
léttur í anda og kvaðst ætla að
fara á spilakvöld og dans þá um
kvöldið. í En þú kvaðst aldrei
neyta vins eða tóbaks en gætir
þó skemmt þér mjög prýðilega.
En þetta varð þitt síðasta skemmti
kvöld. Eftir tvo eða þrjá dansa
féllst þú fram á hendur þínar,
örendur. Þetta var sæll dauðdagi,
að fara með hjartað fullt af gleði
og ró yfir landamærin.
Ég vil hér með fyrir hönd fram-
kvæmdastjóra og forstjóra fyrir-
tækisins, sem þú vannst hjá, svo
og allra samstarfsmanna þinna,
þakka þér, Thorvald minn, allar
ánægjulegar samverustundir, og
kveðjum við þig hinztu kveðju
og óskum að 'guðs englar svífi
með þína ódauðlegu sál inn á
sælúlönd eilífðarinnar.
Friður sé með þér.
Vinnufélagl.
ir kynntumst sem bezt íslenzk-
um bókmenntum og drykkjum
í okkur íslenzka menningu eftir
því sem föng voru á. Þau voru
miklir íslendingar alla sína
löngu ævi.
— Er konan þín íslenzk?
— Nei, henni kynntist ég 1
Englandi, hún fæddist í Vínar-
borg, heitir Olga, átti enska
móður og austurrískan föður.
Við eigum eirtn son, sem heitir
Georg Einar, hann gengur á
gagnfræðaskóla í Ottawa, og ég
býst við því, að hann kosni til
okkar í Oslo í sumarleyfinu, og
vona ég einnig að ég geti kom-
ið með hann hingað seint í sum-
ar til að sýna honum feðra-
landið.
ÁSTASJÁLFSALI
Framhald af 8 síðu.
sé hægt að fara í kringum þetta
ákvæði með því að hengja sjálf
salana inn í skúmaskotum. Enn
fremur að sjálfsalamir verði
fjarlægðir, ef þeir verða settir
upp í ieyfisleysi.
Og nú er eftir að vita, hvort
yfirvöldin leyfa Becher að
setja upp kassana sína. Danir
eru sem kunnugt er fremur um
burðarlyndir í þessum efnum.
Til dæmis þrífst vændi hvergi
á Norðurlöndum jafn opinskátt
og í Kaupmannahöfn. Þeir sem
skoða sig um á Vesturbrú að
kvöldlagi, komast varla hjá því
að reka augun í „trække“-bíl-
ana, sem lóna í þvergötunum.
Þetta eru sendiferðabílar með
rúm aftur í. Viðskiptavinimir
hoppa inn um afturdymar og
bíllinn skutlast á afvikinn stað
þar sem afgreiðsla fer fram. í
mörgum löndum er lögreglan
á hnotskóg eftir svona bílum,
en í þvergötunum kringum
Vesturbrú er ekki annað að sjá
en verðir laganna láti þetta af-
skiptalaust.
Annað mál er það, hvort
Becher forstjóri kemst upp með
sjálfsala sína, og má gera ráð
fyrir, að eitthvað fari að kreppa
að starfsemi hans fyrst blöð
in eru farin að hnýsast í hana.
Raunar virðist hann hvergi
smeykur að láta hafa við sig
blaðaviðtal, og ekki er komið
á dagínn, hvort starfsemi hans
heyrir til milligöngu um vændi,
eða hvort hún byggist einungis
á því að „redda“ körlum og kon
um sem bæði vilja hafa skyndi
brullaup. Þarf ekki mikið hug
myndaflug til að gizka á, að
menn sleppi vart með 15 króna
þátttökugjald og Becher fái ein
hverja aðra skildinga fyrir að
snatta í þessu. —Sjálfur segir
hann í viðtalinu, að bátsferð
imar og sjálfsalamíí séu að
eins hluti af starfsemi „aka
demíunnar", en útskýrir það
ekki nánar.
í hljómleikasal
Willy Burkhard (1905—1955)
yfir sex texta úr Davíðssálm-
um. Einkar geðfellt verk, þar
sem öllu er haldið innan vé-
banda hófsemi, án þess þó að
á vanti stígandi og lífrænar
tónlínur.
Fmmflutningur þessa verks,
sem er síður en svo vanda-
laus, var eðlilegur og víða
ágætur. Góð hljómskilyrði
Landakotskirkju settu sinn
svip á þennan samsöng, enda
höfuðatriði að slík séu fyrir
hendi, þegar um er að ræða
tónlist sem þessa.
Söngstjórn Ingólfs Guð-
brandssonar hefur á sér vissan
menningarbrag, sem hann veld
ur nú orðið það vel, að flest
blæbrigði í söng kórsins eru
eðlileg og laus við þvingun.
Efnisskráin ,var mjög vel
samsett og verkin áheyrendum
til stórrar uppbyggingar.
Unnur Arnórsdóttir.
AFMÆLI
Framhald aí 9. sfðu.
„Orðstír deyr aldrei, hveim sér
hann góðan getur.“
Hljómur þeirrar setningar úr
lífsspeki okkar ættfeðra yfirgnæfir
aðrar raddir í eyrum þeirra er bezt
þekkja Karl frá Bóndastöðum og
íramkalla í hugum virðingu og ein-
læga þökk.
Við þessi áfangaskil ævi hans
biður sérhver þeirra honum — og
skylduliði hans öllu — blessunar
um alla fratntíð.
Ingvar Guðjónsson,
Dölum.
(Gréin þessi hefur af vangá legiS
hjá blaðinu á aðra viku).
13