Tíminn - 22.04.1964, Síða 14
CLEMENTINE
KONA CHURCHILLS
hvíldin hefur haft mjög mikil á-
hrif tfl hins betra á forsætisráð-
herrann."
f hverju veikindi hans voru
raunverulega fólgin, var enn hald-
ið leyndu.
Einum mánuði síðar sást hann
á almannafæri aftur ásamt Cle-
mentine, þegar hann ók frá Chart-
well til Chequers, en þar ætlaði
hann að dvelja um hálfsmánaðar-
tíma. Þá var ekki á honum að sjá
nein merki eftir slagið.
Það var óþarft að fara til Che-
quers. Þetta var gert af ásettu
ráði, og vildi Winston aðeins sýna,
að hann væri í fullu fjöri og til í
stórræðin á ný.
Þegar mannfjöldinn hópaðist í
kringum hann til að fagna honum,
glotti hann við tönn, gerði V-merk
ið með fingrunum, veifaði vindl-
inum, og þegar fagnaðarlætin
jukust, sneri hann sér við og leit
Ijómandi augum framan í konuna
sína, sem sat við hlið hans.
í október, sama ár, fékk hann
sitt mikilvægasta hlutve^k eftir að
hann veiktist. En það var , að tala
til 3000 fulltrúa á hinu mikla
íhaldsþingi I Margate.
„Hvernig líður Winnie?“ spurðu
allir, og allir biðu eftir svari.
„Hér er hann!“ hrópaði John
Warde, fundarstjórinn, um leið
og hann horfði til annarrar hliðar.
Eftirvæntingin var geysileg. Og
þá birtust Winnie og Clemmie á
ræðupallinum fyrir framan þá.
Winston var ef til vill heldur hæg-
ari í fasi, vegna fótarins, en hug-
ur hans var jafn skarpur og skjót-
ráður og áður.
Harkan, staðfestan, gamla fas-
ið og fyndnin var þarna komið
ljóslifandi.
Hann minntist aðeins óbeint á
sjúkdóma, um leið og hánn tók
upp skjalabunka og sagði: „Það er
ekki alltaf gott að þurfa að at-
huga hjartsláttinn og hitann.‘“
„En þetta þarf stundum að ger-
ast:“, bætti hann við og opnaði
munninn, til að sýna að hann vissi
hvernig íara ætti að því, „en það
er ekkert varið í að láta það verða
að vana.“
Þessi fimmtíu mínútna ræða
hans þarna var enn sigur fyrir
hann. Og ennfremur fyrir stolta,
brosandi eiginkonu hans, sem sat
fyrir aftan hann á ræðupallinum.
Það var ekki fyrr en nær tveim-
ur árum síðar, sem sannleikurinn
um veikindi hans árið 1953 varð
opinberlega kunnugur.
í febrúar 1958 fékk hann
lungnabólgu og brjósthimnubólgu
aftur. Þá var hann með útgefanda
sínum, hr. Emery Reeves í Roque-
brune, Cap Martin. Clementine las
blóm í görðum Villa la Pausa, sem
er undir hlíðarrótum Alpanna í
um þriggja mílna fjarlægð vestur
af Monte Carlo. Um leið og hún
kom með blómin inn í íbúð þeirra
var það fyrsta, sem hann sagði, þó
að veikur væri: „Mig langar til að
mála þau.“
Clementine varaði hann við:
, Ekki strax“.
„Sannaðu til,“ sagði hann. „Ég
verð kominn út með penslana, áð-
ur en ykkur grunar."
Clementine las fyrir honum
nokkur þeirra þúsunda símskeyta,
sem óskuðu honum góðs bata. Þau
bárust hvaðanæva úr heiminum.
Sem vænta mátti, leið ekki á
löngu fyrr en hann bað um, að sér
yrði hagrætt þannig í rúminu, að
hann gæti setið uppréttur og virt
fyrir sér útsýnið út á Miðjarðar-
hafið út um gluggann á svefnher-
berginu og um leið lesið fyrir við-
skiptabréf. Þannig sat hann svo og
las fyrir með gleraugun á nefinu.
Þegar Winston kom til hússins
í janúar til að geta málað þar í
frístundum sínum, var Clementine
í fyrstu ekki í för með honum. Á
meðan hún hafði ekki gát á hon-
um, mátti sjá Winston ganga um
í síðum frakka, og inni á veit-
íngahúsunum við ströndina snæð-
andi steiktan humar og drekkandi
sterkt kaffi Á sinni ágætu
frönsku pantaði hann einnig
koníak með kaffinu. En nú var
hann sjúkur.
Þegar Moran læknir hans kom
frá Lundúnum sagði hann: „Kæri
Winston, mér er sagt, að þú hafir
enn einu sinni gengið fram af
þér.“
„Hvað þá?“ þrumaði Winston.
„Með því að mála blóm?“
En þegar Clementine kom,
skipti fljótlega sköpum, enda var
hún sú eina, er eitthvað gat tjónk-
að við hann. Ákveðin á svip færði
hún honum lyfið, sem hann hafði
hingað til neitað að taka inn. Og
auðvitað tók hann það.
Að nokkrum dögum liðnum,
gaf hún honum leyfi til að sitja
við gluggann, þar sem hann hafði
verið „þægur og góður“. Þar gat
hann svo setið og horft á sólar-
geislana leika í öldum hafsins.
Með nautakjötinu og salatinu, sem
hann snæddi í rúminu, leyfði hún
hounm að drekka kampavínsglas,
og á eftir fékk hann koníaksstaup
og vindii. Þetta hefði ef til vill
ekki verið beinlínis hollasta
sjúkrafæðan fyrir aðra, en nú var
það Winston Churchill, sem um
var að ræða.
Eftir kvöldverð kom hún hon-
um einnig á óvart með því að láta
flytja inn plötuspilara að rúmi
hans og síðan hlustuðu þau á Mo-
zart og Brahms í klukkutíma.
Þremur vikum síðar var hann
orðinn það frískur, að hann gat
fengið sér göngu í garðinum um-
hverfis húsið. Við og við settust
hann á litinn kjaftastól, sem hún
hafði meðferðis í þeim tilgangi.
Nokkrum dögum síðar mátti sjá
hann snæða á veitingahúsi uppi í
hlíðinni, ög var þetta í fyrsta sinn,
sem hann kom út á meðal fólks,
eftir að hann hafði veikzt. Inni í
þessu hlýja, sólbjarta veitinga-
húsi, ruddi Winston í sig forrétti
•með aspargus, steiktri lambssíðu
ásamt baunum, og með þessu
drakk hann hvítvín, síðan gerði
hann skil rjómaís, koníaki og stór-
um vindli.
Gestir og þjónar ljómuðu, og
sama var að segja um Clementine.
Winston var orðinn eins og
hann átti að sér.
Rúmlega mánuði síðar, á degi
heilags Georgs, ók Winston frá
64
Chartwell til síns ánnars heimilis,
neðri málstofunnar. Það voru
meira en fjórir mánúðir síðan
hann var þar síðast, og Clemem
tine fylgdi honum í tilefni þessa.
Hún sat í sínu vanalega sæti á
áheyrendastúkunum, þegar þing-
mennirnir tóku á móti leiðtoga
sínum.
Winston gekk hægt, og var sem
hann ætti bágt með að stíga eðli-
lega í fæturna, til sætis síns í
horninu fyrir neðan hirðráðsbekk-
inn.
Gleðihróp heyrðust frá þing-
mönnunum . Hvarvetna var bros-
að til hans eða kinkað kolli vin-
gjarnlega. Allra augu hvíldu á
honum, þegar hann settist niður.
Hann virtist fölari og grennri en
áður, en hann var kominn þangað
sem hann átti heima.
Árum saman hafði lífið í West-
minster byggzt á heilsufari Win-
stons. „Winston er með kvef“.
Hjarta Neðri málstofunnar hætti
að slá um stundarsakir í hvert
sinn sem þessi tilkynning var gef-
in út. En þegar hann snéri aftur,
hress og endurnærður, dró þingið
andann Léttara. Jafnvel heyrnar-
tækið, sem Clementine og hinn
gamli vinur hans Bernard Baruch
höfðu fengið hann til að nota,
áiitu þingmennirnir ekki nein
merki um hrörnun. Þetta áhald
var sett á endann á litlu priki, sem
ieit út eins pg blýantur, og í með-
ferð hatis^hafði það sömu diplóm-
atísku áhrifin og lonjettur þær, er
hefðardömur notuðu fyrrum.
Hann setti tækið mjög samvizku-
samlega upp að eyranu til að sýna
að hann vildi ekki missa af neinu
orði, sem mælt var. Eða þá, að
hann lét það síga af ásettu ráði.
Atkvæðagreiðsla átti að fara
fram. En það þýddi að ganga
þurfti inn í atkvæðaherbergin —
22
••
DAUÐINN I KJOLFARINU
MAURI SARIOLA
— Epigrammes, svaraði Jaatin
en.
Lindkvist hrukkaðl ennið. —
Þýðir það ekki skopvísa eða eitt-
hvað þess háttar. Það væri gaman
að vita, hvers konar merkingu
matreiðslumenn leggja í það orð.
Jaatinen kímdi. — Eftir því
sem ég bezt veit, þá er það bein-
laus lambsbringa, skorin í smá-
bita og síðan velt upp úr brauð-
mylsnu og steikt.
— Einmitt. — Sýslufulltrúinn
kinkaði kolli í viðurkenningar-
skyni. — Þér voruð ekki lengi að
svara. Mig fer að gruna að þér
séuð — eða að minnsta kosti
hafið verið — mikill heimslystar-
maður. Að minnsta kosti eruð þér
vel heima í leyndardómum mat-
gerðarlistarinnar.
Jaatinen lét lofið sem vind um
eyrun þjóta. Hann hleypti brún-
um og sagði síðan hægt: — Þýðir
ekki epigramm eitthvað fleira en
aðeins stutt skopkvæði ....
— Það er vel til.
— Upphafleg merking orðsins
er víst fyrirsögn. Yfirskrift, til-
cinkun eða eitthvað þess háttar.
Nokkuð, sem lesa má meðal ann-
ars á ... hm ...
— Áhverju?
■— Á legsteinum. — Jaatinen
hóstaði vandræðalega. — Hvaðan
úr fjáranum kom mér þessi hug-
mynd einmitt nú?
Lindkvist gaf tómu sæti frú
Latvala hornauga. — Þegar haft
er í huga, hvað gerzt hefur undan
farinn sólarhring, er ekki
að furða þótt slíkar hugsanir
skjóti upp kollinum.
Jaatinen hnerraði. Um leið var
heiti rétturinn framreiddur.
Hann var lystugur að sjá, en þeir
félagar virtu hann fyrir sér af
tortryggni.
Lindkvist fitjaði jafnvel upp á
trýnið. Samt sem áður snæddu
þeir, en Lindkvist ákvað með
sjálfum sér, að hann skyldi áreið-
anlega rnuna eftir hvað epigram
mes væri og láta hjá líða að panta
sér þann rétt, ef hann rækist á
hann síðar á matseðli einhvers
veitingahússins.
Að heita réttinum loknum
fengu þeir kaffi. Það var sterkt
og gott og hressti þá, Lindkvist
kveikti sér í sígarettu og sagði
hægt:
— Og nú? Það er ekkert vit í
að loka sig inni í þröngum klef-
anum. Það er ekki hundi út sig-
andi. Og í reyksalnum safnast
áreiðanlega allar kjaftatífur um
borð saman til að þvaðra um það,
sem gerzt hefur í dag.
Jaatinen virti fyrir sér and-
litin í matsalnum, sjálfumglöð og
ánægjuleg.
— Það er rétt, sagði hann.
— Við skulum fara á barinn?
stakk Lindkvist upp á og lagði
áherzlu á orðin. — Það er miklu
viðkunnanlegri staður. Og ef til
vill rólegra, þar sem dýrkendur
Bakkusar gamla virðast vera í
miklum minnihluta hér um borð.
Og það væri annars gott að geta
fengið að tala við yður í næði.
Þeir litu hálfvandræðalega hvor
á annan, en litu svo báðir undan.
— Við skulum gera það, svaraði
Jaatinen og dró seiminn. — Það
er sennilega betra að tala út um
hlutina, en brjóta heilann enda-
laust hvor í sínu lagi um sama
hlutinn.
Lindkvist greiddi fyrir drykkj-
arföngin, sem ekki fylgdu með
matnum, og þeir risu á fætur.
Þeim varð þó ekki að von sinni.
Barinn var þéttsetinn, þegar þeir
komu inn. Og af ýmsum orðum,
sem náðu eyrum þeírra, mátti
ráða, að þar væru einnig atburðir
síðustu klukkustunda til umræðu.
Það var einnig litið forvitnis-
lega á þá Lindkvist og Jaatinen,
enda hafði fólk veitt því athygli,
að þeir höfðu verið í kunningja-
hópi horfnu konunnar.
— Hvíta hrossið, sagði Lind-
kvist við brynninn. •— Sódavatn
og ís. Tvö glös.
Jaatinen yppti öxlum með upp-
gjafarsvip. Lindkvist virtist hafa
gleymt, að heilsa hans var ekki
eins og bezt yrði kosið, og með
sjálfum sér var Jaatinen bara
ánægður yfir því. Gott viskí hafði
freistað hans, og þar sem hann
var ekki sjálfur tilneyddur að taka
ákvörðun, þaggaði hann niður
rödd samvizkunnar, blíðlega en
ákveðið.
Læknir Jaatinens hafði sagt
honum nýlega, að sérhvert áfeng-
isglas, sem inn fyrir varir hans
kæmi, væri sama og nagli í lík-
kistu hans, en hann sá viskímjöð-
inh renna í glasið og fann fínan
reykjarþefinn kitla innan nasa-
holurnar, hugsaði hann með sér,
að það skipti varla miklu máli,
hvort það væri einum naglanum
fleira eða færri í líkkistunni, þeg-
ar maður væri dauður á annað
borð.
— Skál, sagði Lindkvist og lyfti
glasinu, þegar þeir höfðu fundið
sér sæti við hornborð, þar sem
enginn var fyrir.
— Cheerio! — Jaatinen bragð-
aði á veig sinni og byrjaði að
leita í vösum sínum., — Það væri
gott, að fá sér dálítinn aukavindil
þótt að vísu dagskammtinum sé
lokið. Viljið þér einnig?
— Nei, þakka yður fyrir, ég
held ég haldi mér að sígarettun-
um.
— Ég vildi gjarnan fá að bjóða
upp á einn. Þér borguðuð drykkj-
arföngin.
Lindkvist bandaði frá sér með
hendinni. — Látið það liggja á
milli hluta. Viskíið er ódýrt hér
um borð. Hreinn sparnaður, eins
og Latvala vinur okkar orðaði
það.
Nafn Latvala minnti þá á konu
hans. Hvorugur mælti orð drykk-
langa stúnd. Jaatinen sneri glasi
sínu í greip sinni og rifjaði upp
þá atburði, sem gerzt höfðu, þenn
an dag.
Skipstjórinn hafði haft sam-
band við útgerðina til þess að fá
þaðan nánari fyrimæli. Svarið var
stutt og laggott: Haldið áfram
ferðlnni. Þott skipun þessi virtist
í fljótu bragði hranaleg og aug-
sýnilega gefin af fjárhagsástæð-
um, þá var hún einnig skynsam-
leg. Að snúa skipinu við til að
svipast um eftir einum farþega,
sem hafði fallið fyrir borð fyrir
allmörgum klukkutímum væri að-
eins tímaeyðsla og til óþæginda
fyrir aðra farþega skipsins. Hvað
sem öðru leið væri vonlaust að
bjarga frú Latvala. Skip og bátar.
sem höfðu verið í nánd við þann
stað, þar sem óhappið hafði gerzt
höfðu gert sitt bezta, en tilkynn-
ingar þeirra voru allar á sömu
leið: Hvorki tangur né tetur hafði
fundizt af konunni.
Það voru sára lítil líkindi á því,
að frú Latvala væri enn í tölu
lifenda. Satt að segja voru allir
sannfærðir um, að hún væri
drukknuð, þótt að vísu enginn
kynni við að færa það í tal við
Latvala, sem enn virtist ekki úr-
kola vonar. Dimmur og þungur
svipur hans gerði öðrum þungt í
skapi, og sá litli hópur, sem hafði
umgengizt frú Latvala um borð,
varð niðurdregnari með hverjum
tíma, sem leið. Samræðurnar voru
stirðar og flestir kusu helzt að
sitja þegjandi.
— Hvað eruð þér að hugsa um?
Jaatinen vaknaði til veruleik-
ans við spurningu Lindkvists.
Hann hikaði um stund og fálm-
aði um glas sitt. Síðan skotraði
hann augunum framan f Lind-
kvist.
— Ef til vill um hið sama og
þér.
Lindkvist brosti biturlega. —
Þér eruð sem sagt að hugsa um
óhappið, sem vildi til i nótt.
— Einmitt. Óhappið . . .
Rödd hans varð háðsleg, þegar
hann notaði orðið „óhapp".
— Eigum við að vera hrein-
skilnir? sagði Lindkvist.
Jaatinen kinkaði aðeins kolll
en hann var- ákveðinn á svip og
14
T í M I N N, miðvikudaglnn 22. aprfl 1964