Tíminn - 28.05.1964, Qupperneq 2

Tíminn - 28.05.1964, Qupperneq 2
Miðvikudagur, 27. maí. NTB-Stokkhólmi. — Á morg- un hefjast umræður í sænska þinginu um afskipti sænsku stjórnarinnar af Wennerström málinu, og er taiið, að það verði hörðustu stjórnmáladeii- ur landsins um árabil. NTB-Vientiane. — Herlið hlut lausra í Laos hefur yfirgefið bæinn Muong Kheung, um 25 km fyrir norðan Krukkusléttu, vegna framrásar Pathet Lao- kommúnista. Hlutlausir náðu bænum á sitt vald s. L mánu- dag. NTB-New York. — Apartheid- nefnd Sameinuðu þjóðanna ráð lagði Öryggisráðinu í dag að hefja efnahagslegar refsiað- gerðir gegn Suður-Afríku. NTB-Nicosíu. — Brezkur her- maður í liði Sameinuðu þjóð- anna á Kýpur hefur játað að hafa framið hryðjuverk og flutt vopn til tyrkneskra manna, sagði Kýpurstjórn í dag. Málið er í rannsókn. NTB-Vínarborg. — Leiðtogi al- banskra kommúnista, Enver Hoxha, sagði í dag, að Krúst- joff’' fórsætisráðherra væri mesti og skítugasti svikarinn í sögu lcommúnismans. NTB-Berlín. — Ulbricht, leið- togi a-þýzkra kommúnista, lagði til í dag, að skipuð skyldi nefnd til þess að ræða aukna samvinnu milii Austur- og Vest ur-Þýzkalands í framtíðinni. NTB-Aberdeen. — Rúmlcga 100 hafa veikzt af taugaveiki- bróður í bænum Aberdeen i Skotlandi síðustu dagana. NTB-Amman. — Fornleifafræð ingar, sem vinna við gröft í bænum Dotman fyrir norðan Jerúsalem, hafa fundið um 2.400 hluti í gröf, sem talin er vera um 3.000 ára gömul.. Dot man var mikill bær á dögum Abrahams, fsaks og Jakobs. NTB-Bonn. — Elizabeth Englandsdrottning og hertog- inn af Edinburgh koma í opin- bera heimsókn tii»Vestur-Þýzka lands í maí 1965. NTB-Durban. — Fyrrverandi hæstaréttardcmari í Suðuv- Afríku, hinn 73 ára gamli Francis N. Broome, sagði í ræðu í dag, að hugmyndir manna um jafnrétti kynþátt- anna og um mannréttindi væru algjörlega rangar. NTB-Washington. — Johnson Bandaríkjaforseti tók í dag á móti forseta írlands, Eamon dc Valera, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum. NTB-London. — Flokksþingi bre7.ka Verkamannaflokksin= verður frestað þar til eftir kosn ingarnar í haust- NTB-London. — Sovétríkin sendu í dag áskorun til Bret- lands um að fallast á að hald in yrði ný alþjóðleg ráðstefna um hlutleysi Kambodsíu. Katanga logar enn á ný NTB-Elisabethville, 27. maí Uppreisnarmenn undir stjórn Pierre Muelele, sem er róttækur Lumumba-sinni, hafa náð á silt vald tveim bæjum í Norður-Kat- anga, Albertville og Baudouin- ville, og bendir allt til þess að Stöðugir fundir EJ-Reykjavík, 27. maí Viðræðufundur milli samninga- nefndar 24 verkalýðsfélaga á Norð ur- og Austurlandi og fulltrúa vinnuveitenda hófst í kvöld kl. 8,30 og var honum ólokið, þegar blaðið fór í prentun. Sáttasemjari hefur haldið fund með þessum aðilum bæði nótt og dag undanfarið og mun aðallcga fjallað um ýmsar breytingar á samningunum sjálfum, en ekki um beinar kauphækkanir, enda verð- ur ekki hægt að segja til um þær Skógræktarferð Árnesingafélags Ámesingafélagið í Reykjavík fer í sína árlegu skógræktarferð til gróðursetningar á Þingvöllum og í Áshildarmýri á laugardaginn. Lagt verður af stað frá Búnað- arfélagshúsinu kl. 14. Stjóm fé- lagsins væntir þess að félagar fjöl- menni í ferð þessa, sem jafnframt er kynningar- og skemmtiferð um átthagana. Þeir sem ætla að taka þátt í ferðinni eru vinsamlegast beðnir að láta vita fyrir föstudags kvöld í síma 24737 eða 15354, og í þessum $ímum er jafnframt hægt að fá allar hánari upplýsingar um ferðina. SEINNISLÁTTUR FB-Reykjavík, 27. maí Á sunnudaginn sögðum við frá tilraunum á Hvanneyri, sem sýnt höfðu fram á, að seinni sláttur gæti verið hættulegur, ef of seint væri slegið á haustin, og túnin fengju ekki að búa sig undir vet- urinn. Nú befur sá leiði misskiln ingur slæðzt inn hjá ýmsum, að alls ekki megi slá nema einu sinni á sumri, og seinni sláttur sem slíkur sé óleyfilegur, ef ekki eigi að eyðileggja túnin, eða nýrækt- irnar, sem hættast er við kali á veturna. Við viljum því enn einu sinni benda á að búvísindamenn- imir íslenzku hafa ekkert á móti seinni slætti, ef ekki er slegið of seint á haustin, eins og greinilega kom fram í greininni. Trésmíða- vélasýning HF-Reykjavík 27. maí WMW-Export, útflutningsfyrir- tæki fyrir trésmíðavélar í Berlín heidur þessa dagana sýningu hér á ýmsum trésmíðavélum í vélasal Ilúsasmiðjunnar við Súðavog. — S.l. ár hefur mikið af þessum vél- um verið flutt til landsins, en á sýningunni eru um 20 véiar af ýmsum nýjustu gerðum. Þessar austur-þýzku vélar eru tiltölulega ódýrar og hefur feng izt af þeim góð reynsla. Nýjustu vélarnar eru útbúnar ýmsum tækninýjungum og miklar örygg- isráðstafanir eru viðhafðar á þeim í septemberlok er fyrirhugað að halda aðra sýningu, sem verð- umfangsmeiri og sýndar verða þá stærri vélar. Framhald á 15. siðu. fyrr en niðurstöður viðræðna rík- isstjórnarinnar og Alþýðusam- bands íslands liggja fyrir. þeir hafi hertekið bæina án þess að hleypa af einu einasta skoti. Albertville er höfuðborg Norður- Katanga. Forseti Norður-Katanga, Jason Sendwe, og ráðherrar hans hafa verið handteknir af uppreisnar- mönnum og eru í ströngu varðhaldi í aðalstöð uppreisnar- manna. Michel Kitenta er eini ráðherrann, sem sloppið hefur við handtöku, en hann dvaldi í Elisa- bethville. Yfirmaður Kongóhersins í Elisa bethville hefur fengið skipun um að láta herlið sitt vera við öllu búið. Einnig skulu allir útlend- ingar, sem fara til Albertville, rannsakaðir nákvæmlega. Ekki er enn vitað, hversu marg- ir uppreisnarmennirnir eru, en þessi þróun mála í Norður-Kat- anga hefur vakið alvarlegar áhyggj ur í Elisabethville og hefur ríkis- stjómin rætt málið á aukafund- um í uág. Gera við „milljóna“-blakkirnar Þær eru mikiS þarfaþing kraft- blakkirnar, sem nú eru komnar á svo mörg íslenzku fiskiskipanna, og margar eru þær milljónir sem þær hafa dregið í þjóðarbúlð. Tímlnn lelt í dag inn hjá Vélsmiðjunni Þrym h. f. í Borgartúnl 25, en þar eru einmitt farið yfir og gert vlð flestar kraftblakkirnar sem til eru hér á landi. Þeir hjá Þrym bjuggust við að taka i gegn um áttatíu blakkir fyrir síldveiðarnar i sumar, og veitti ekki af að gera við þær margar hverjar, ef köstin yrðu stór hjá síldarbátunum. Á myndinni sést hlutl af kraftblökk- unum sem hér eru í viðgerð, og þeirra á meðal er ,,milljónablökk- in1' af Sigurpáll lengst tll vlnstri. Mennirnir á myndinni eru f. v. Ant on Guðmundsson, verkstjórl, og eig- endurnir Jóhannes Eiríksson og Björn Gíslason. Þriðji elgandinn Jón Bergsson var fjarverandi þegar myndin var tekin. (Tímamynd-KJ). 100 þús. kr. nafnlaus gjöf Heimflissjóði taugaveiklaðra barna bar&t rétt fyrir hvítasunn- una 100 þúsund króna gjöf frá lijónum, sem óska að láta nafna sinna ekki getið. Stjórn Heimilis- sjóðs þakkar þessa stórmannlegu gjöf. Einnig síðastliðið ár bárust Heim ilissjóði margar stórar gjafir, og eru nú í sjóði 555 þúsund krónur. Heitir sjóðsstjórn á góðviljað fólk að leggja saman og fylla milljón- ina fyrir áramót, en milljón telst nú sú lágmarksupphæð, að fært sé að byrja byggingu. Dropinn fyllir mælinn. Ef margir leggja fram skerf sinn eftir efnum og ástæðum, næst markið fljótt. Sjóður þessi var stofnaður fyr- ir 3 árum. Forseti íslands stað- festi skipulagsskrá hans 28. febr. 1961. Ríkisendurskoðandi annast endurskoðun sjóðsreikninga. iMarkmið sjóðsins er að reisa lækningastöð fyrir taugaveikluð börn, sem þarfnast sérfræðilegrar I Auk hans eru í sjóðstjórn dr. meðferðar. Matthías Jónasson, form., Jónas Gjaldkeri sjóðsins er séra Ing- B. Jónsson, fræðslustjóri og Sig- ólfur Ástmarsson biskupsritari. I urjón Björnsson sálfræðingur. SNYRTISTOFAISÖGU Fiskileiðangur Á tímabilinu 15. apríl til 20. maí var farinn á vegum Fiskideild ar þorsk- og síldax-merkingaleið- angur á v.b. Auðbjörgu RE 266. Merktir voru 648 þorskar úr nót, og er slíkt nýmæli við þorskmerk- ingar. Þá voru einnig merktar í leiðangrinum 5300 síldar. Leiðangursstjóri var Sverrir Guðmundsson, starfsmaður Fiski- deildar, en skipstjóri á Auðbjörgu er Ásmundur Jakobsson. (Frá Fiskideild) Nú hefur verið opnuð í Hótel Sögu ný hand-, fót- og andlits- snyrtingastofa. Stofa þessi er búin öllum fullkomnustu tækjum, en henni veitir forstöðu Fjóla Gunn- laugsdóttir Þarna verður opið dag lega frá klukkan 9—6, og þá bæði fyrir konur og karla. Á stofunni vinnur einnig Sól- veig Theódórsdóttir, sem aðallega mun annast hand- og andlitssnyrt ingu. Sérgrein Fjólu er aftur á móti fótaaðgerð og fótsnyrting. Fjarlægir hún m. a. líkþorn, lag ar niðurgrónar neglur og fleira. Til þess notar hún fullkomin og góð tæki, og eru þessar aðgerðir alveg sársaukalausar. Sólveig tekur einnig að sér að fjarlægja vörtur, eyða hárum og brúnum flekkjum af hörundinu. þá gefur hún „maska“, hreinsar BLAÐAMENN ALMENNUR FUNDUR í Blaðamannafélagi íslands verður haldinn næstkomandi miðvikudag ki. 2.30 í Naustinu uppi. Dag- skrá: 1. Codex Ethicus. 2- Kosn- ing pressuballsnefndar og laga- nefndar. 3. Önnur mál. húðina og nuddar. Allt á þetta við jafnt um karla sem konur. Báðar eru konurnar vel menntaðar i sinni grein. Fjóla frá skóla í Kaup mannahöfn og Sólveig frá Svíþjóð. Þessi nýja snyrtistofa er mjög vistleg og þægileg, en hún er á neðstu hæð Hótel Sögu, við hlið hinnar nýju gufubaðstofu. Er geng ið inn um aðal-inngang hótelsins. Er ekki að efa að hin nýja stofa á eftir að njóta vinsælda, enda er boðið þarna upp á allt það bezta, sem þarf að tilheyra slíkri stofn- un. Tíma er hægt að panta í síma 23166. RÁÐSTEFNAN Á AKUREYRI Þeir, sem ætla norður tii Akur- eyrar á verkalýðsráðstefnuna, þurfa sem fyrst að tryggja sér farseðla með bflnum, sem fer frá Tjarnargötu 26 kl. 10 f.h. á föstu- fiag. Komið verður aftur frá Ak- ureyrj aðfaranótt mánudags. — Allair upplýsingar er hægt að fá á skifstofu flokksins í Reykjavík símum 160 66 og 19613. 2 T í M I N N, fimmfudaglnn, 28. mal 1964.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.