Tíminn - 28.05.1964, Síða 3

Tíminn - 28.05.1964, Síða 3
L rrarr? OG HEIMAN Fyrir miðjum sai hanga fánar Frakklands og íslands, en á milli þeirra sér í mynd Mayers af leiðangurssfjór- anum Paul Gaimard. Þar fyrir neðan sérprentun á „Þú stóðst á tindi Hekl hám", sem Jónas Hallgríms- son orti tii hans. Einnig er sérprentun á kvæði frá fslendingum i Höfn, sem héldu hinum franska vísinda- manni veizlu. Óvíst er um höfund þess kvæðis, en átitilblaði stendur: „Heimboð frá Frans til Fróns. Til herra Páls Gaimard frá ungum íslenzkum bókmennta-iðkendum í Kaupmannahöfn þann lóda Janúari 1839." TfMA-mynd-GB. Frá Frans til Fróns Hinn mikli bókasafnari Gunnar Hall efnir til einstæðrar sýning- ar í Bogasalnum þessa dagana, sýningar á rúmlega tvö hundru'ð steinprentuðum myndum úr ís- landsleiðangri Paul Gaimard ár- ið 1836. Hefur Gunnar safnað þes,s um myndum með aðstoð fornbóka sala og myndakaupmanna í ýms- um löndum, og hefur það tekið hann mörg ár að eignast safnið allt. Nú hefur hann ákveðið að selja myndirnar og kosta þær eitt þúsund 'krónur hver allar nema mannamyndirnar, sem kosta þrjú þúsund krónur. Sýndi Gunnar blaðamönnum safnið daginn fyrir opnun, og gerir hann svofellda grein fyrir myndunum: „Öldum saman sóttu franskir sjómenn frá Bretagne og ýmsum bæjuim á Frakklands strönd norð- an skagans á seglskútum sínum fiskimið norður undir íslands strendur. Hafa margir þeirra bor ið beinin hér.. Höfðu þessir menn margvísleg skipti við íslendinga fyrr og síðar. Það mun hafa verið snemma, sem franska stjórnin sendi her- skip hingað til lands á sumrin til eftirlits og aðstoðar við fiskimenn ina frönsku, enda hefur svo haldizt til skamms tíma. Sumarið 1833 sendi franska stjórnin „La Lilloise" hingað í slíkuim erindum. Hafði skipið reynt að komast til Grænlands, en orðið frá að hverfa vegna hafísa. Aðra tilraun átti að gera til a'ð komast þangað, og um miðjan ágúst sást til skipsins út af Vest- fjörðum, en síðan hefur ekki til þess spurzt. Stjórn Frakklands lét sér mjög annt um að leita skipsins og áhafn arinnar og sendi skip hingað næsta ár í því skyni, en án árang urst. Sumarið eftir, 1835, kom bingað „La Recherche" og leitaði í ísnum en árangurslaust. Á skipi þesu var jarðfræðingur, að nafi Louis Eugéne Robert. Auk þeirrn Xavier Marmier, sem síðar var gerður að meðlimi frönsku aka demíunnar. Með bókum sínura „Lettres sur l‘Islande“, „Historic de L‘Islande“ og „Littérature Is- landaise" jók hann mjög þekkingu manna á meginlandi Evrópu á sígildum bókmenntum íslendinga. Meðan „La Recherche" var á ferðum sínum hér við land og til Grænlands, urðu þeir Gaimard og Robert eftir í Reykjavík og ferð- [ uðust um landið. Á þessu ferða- lagi söfnuðu þeir alls konar nátt úrugripum, sem þeir eftir heim- | komuna sýndu í Paris. Vakti þessi sýning svo altnenna athygli, að Gaimard tókst að fá frönsku stjórn ina til þess að 1 eggja af moikum geysistór framlög til vísindaleið- angurs til íslands, sem í og með átti að leita að „La Lilloise” og áhöfn hennar. Þegar þetta gerðist, var Lúðvík Filippus konungur í Frakklandi, og mun aldrei hvonki fyrr né síðar, hafa verið lagt eins ríflega til íslandsleiðangurs, eins og að þessu sinni. Til þessa leið- angurs var ekkert sparað. Þegar leiðangurinn kom hingað 1836, tóku landsmenn honum með kostum og kynjum. Hann vakti fádæma athygli og jafnframt að- dáun. Ekki sízt vegna þess, hve hann fór fram með mikilli rausn og leiðangursmenn voru alúðleg ir við landsmenn, sem voru litlu góðu vanir í þeim efnum. Mark- verðir leiðangrar höfðu aldrei korn ið hingað aðrir en Sir Joseph Banks og Sir Georges Stuart Mac kenzies. Þótt gott leiddi af þeim báðum, voru þeir miklu fyrirferð arminni og langtum óglæsilegri. Þegar leiðangur Gaimards kom hingað voru íslendingar búnir að koma auga á hverja þýðingu hann gæti haft fyrir ísland og óbeinlín is fyrir sjálfstæði þess. Júlibylt- ingin í Frakklandi 1830 kom hreyf ingu á íslendinga til þess að afla sér sjálfstjórnar, sern leiddi af sér endurreisn Alþingis. Það er engum efa undirorpið, að leiðang ur þessi var íslendingum mikill styrkur, að landi þeirra var slík- ur gaumur gefinn, sem leiðangur þessi bar vott um. Árið 1842 birtist sá hluti Gaim- ards-leiðangursins, sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Eru það tvö bindi í gríðarstóru arkar- broti er nefnast „Atlas-Historiq- ue“. Eru í því riti 150 mynda- spjöld með steinprentuðum mynd um af ýmsutn stöðum og mann- virkjum hér á landi, sem og ýms- um þjóðháttum vorum, en örfáar myndanna eru frá Grænlandi. Sam tímis kom út þriðja bindið með Framhald á 13. síðu. I Reykjavík: uste Mayer. Götuhús, grasbýli og víjrjóta. Myndin er eftir Aug- Á yÍDAVANGI Verðtrygging sparifjár Vísir segir í gær: „Hugmyndin um verðtrygg- ingu sparifjár vekur æ meiiri athygli hér á landi. Sú leið er talin eitt áhrifaríkasta ráðig í baráttunni við verðbó'lguna." Þessu fylgiir svo langur pistill um ágæti verðtryggiivgarinnar og í niðurlagi hans- segir: „Ölafur Björnsson bar fyriir nokkrum árum fram þings- ályktunartillögu um má'lið og rannsókn hefur fairið fram á því nú þegar. Væri fróðlegt að heyra opinberlega, hverjar nið- urstöðuir hennar hafa verið.“ Blaðamennska Vísis Það er rétt hjá Vísi, að hug- myndin um verðtryggingu sparifjár hefur vakið mikla at- hygli hér á Iandi, og það eru oirðin mörg ár síðan. En þótt almenni.ngur hafi haft mikinn áhuga á má'linu, þá hefur nú- verandi þingmeirihluti ekki haft hann — heldur þvert á móti haft engan áhuga og skellt við skollaeyrum. Það má því segja um leiðara Vísis í gær, að það sé eins og ritstjóirn blaðsins sé að vakna af svefni. En ritstjórinn vei.t að ríkis- stjórnin hefur sofið, og því reynir hann að fara með vís- vitandi ósannindi um málið. Ölafu.r Björnsson hefur aldrei borið fram neina þingsályktun- artillögu um verðtryggingu s.parifjár og engln rannsókn hefur farið firam á því máli, og engar niðurstöður um málið liggja fyrir. — Af þessu geta menn séð, hvers konar blaða- mennska er rekin á ritstjórn Vísis. Ef menn trúa ekki, þá er hér með sborað á Vísi að birta tillögu Ölafg Björnsson- ar og greina frá samþykkt hennair. Ætli verði ekki bið á því? Ólafur Björivsson hefur reyndar borið fram tillögu um verðtryggingu lífeyris, en það or allt annað mál, en vísitölu- trygging inn- og útlána. Upphaf málsins En í tilefni af þessum skrif- um Vísis er rétt að rifja upp aðdraganda málsins og gang þess, en hann sýnir vel „áhuga“ ríkisstjórnari.nnar og stjórnar- flokkanna á málinu. Jafnframt sýnir hann hina ábyrgu og já- kvæðu stjórnarandstöðu Fram- sóknarflokksins og hvarnig hún ber nokkurn árangur þrátt fyrir allt, þótt um síðir verði en fyrstu merki jákvæðs árang- urs má lesa úr ritstjórnargrein Vísis í gær, bví að það er rétt hjá Vis-i, að hér yrði um eitt áhrifaríkasta ráðið gegn verð- bólgunni að ræða. Sanrvleikurinn í þessu máli eir þessi: Á aukaþinginu 1959, flutti Ólafur Jóhannesson, þá- verandi þingmaðuir Skagfirð- inga, tillögu til þingsályktunar um verðtryggingu sparifjár. Tillögu þessa dagaði uppi. Á aðalþinglnu 1959 endurflutti Ólafur svo þessa tillögu. Stjórn arliðið vildi engan áhuga sýna henni. Á síðastliðnu þingi vair svo enn flutt tillaga um þetta mál af þeim Jóni Skaftasyni, Olafi Jóhannessyni og Karli Kristjánssyni. Enn skeilti stjórnarliðið við skollaeyrum, vildi enga rannsókn á málinu, og enn dagaði ti'llöguna uppi Framh á Dls 15 Kvöldvaka nálægt Reykjavik. Myndin Auguste Mayer. T í M l N N, fimmtudaginn, 28. maí 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.