Tíminn - 28.05.1964, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur f Eddu-húsinu, síraar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — I lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Fráfall Nehrus
Þegar Indland varð sjálfstætt fyrir 17 árum, var aldrei
neinn vafi um það, hver myndi verða æðsti valdamaður
þess. Gandhi hafði dregið sig í hlé. Þótt hann ætti marga
snjalla lærisveina, var einn þeirra óumdeilanlega arf-
taki hans sem leiðtogi Indverja. Slíkt álit hafði hann unn-
ið sér í sjálfstæðisbaráttunni. Þessi maður var Pandit
Nehru.
Þótt margt hafi breytzt síðan hefur það ekki breytzt,
að Nehru væri sjálfsagður leiðtogi Indverja.
Það hefur verið vandasamt verk að veita þessu nýja
ríki forustu. Erfitt er að hugsa sér sundurleitari ríki
er Indland. Stéttaskipting er mikil, mállýzkpr margar,
trúarbragðadeilur miklar og keppni milli landshluta.
Þessi ágreiningsefni var hægt að leggja til hliðar meðan
barizt var við Breta um sjálfstæði landsins, en þau hlutu
að koma í sívaxandi mæli til sögunnar eftir að þjóðin
réði ein málum sínum.
Það hefur verið hið mikla hlutverk Nehrus að halda
þessu stóra og sundurleita ríki saman meðan það var
að komast á legg og festa að skapast 1 stjórn þess. Ýms-
ir kunnugir munu telja, að Indland hefði getað sundrazt
í mörg ríki eða allt logað í innbyrðisdeilum, ef forustu
Nehrus hefði ekki notið við. Persóna hans sameinaði
þjóðina meira en nokkuð annað.
Út á við hefur Nehru unnið Indlandi miklu meira álit
og viðurkenningu en svaraði hernaðarlegum styrk þess
eða efnahag, en í alþjóðamálum vill þetta tvennt oft
verða þyngst á rhetunum. .
Við fráfall Nehrus vaknar sú spurning fyrst, hvað
verður nú um Indland. Hann á engan sjálfkjörinn eft-
irmann. Deilur fara vaxandi í flokki hans, keppni eykst
milli landshluta og átök stétta eru líkleg til að
harðna. En við landamæri Indlands að austan og norð-
an eflist kínverski risinn óðfluga.
Það er ófyrirsjáanlegt, hvaða áhrif eða afleiðingar frá-
fall Nehrus getur haft. Ólíkleg spá er það ekki, að það
muni auka óvissuna og viðsjárnar í Asíu, en það er
skoðun margra sögumanna, að framtíð mannkynsins í
náinni framtíð verði ráðin í þessari fjölmennustu og
stærstu álfu heimsins.
Það hefði því verið gott, að geta notið leiðsagnar
Nehrus lengur. Þess vegna saknar nú mannkyn allt eins
hins mesta manns, sem hefur verfö uppi.
Ofgamenn
Vegna baráttu stjórnarandstæðinga á seinasta þingi
fór ríkisstjórnin að lokum inn á þá braut að leita sam-
komulags við verkalýðssamtökin um þróun kaupgjalds-
mála í stað þess að reyna að beita lögþvingunum. Mikil
ástæða er til að fagna þessu.
Það skyggir hins vegar nokkuð á þessar viðræður, að
meðan þær standa yfir, láta öfgamenn í stjórnarflokkun-
um talsvert á sér bera, og halda enn fram lögþvingunar-
leiðinni. Vilji þeirra er sá, að ríkisstjórnin leiti samkomu-
lags við launþegasamtökin aðeins til málamyndar, en
grípi síðan til lögþvingunar.
Það væri vissulega illt, ef ríkisstjórnin léti þessa öfga-
menn hafa áhrif á gerðir sínar. Því er henni hollt að
gera sér Ijóst, að lögþvingunarleiðin mun ekki reynast
nein sældauganga. Frá sjónarmiði einsýnna öfgámanna
getur hún virzt einföld og auðveld. Ríkisstjórnin ætti að
hugsa sig um oftar en tvisvar, ef hún lætur slíka ósk-
hyggju enn einu sinni villa sér sýn.
T í M I N N, fimmtudaginn, 28. maí 1964. —
WaHer Lippmann rifar um alfijéðamál:-“,*"*a“"—
Hugmyndirnar um Evrópu hafa
breytzt mikið seinustu árin
Gefur de Gaulle helzf ruft járntjaldinu úr vegi?
í SÍÐUSTU grein lýsti ég
hléi því, sem nú stendur yfir
í stjórnmálum í Evrópu og staf
ar af kosninguhum, sem fyrir
dyrum standa í Stóra-Bretlandi,
Þýzkalandi óg Bandaríkjunum.
Þetta þýðir þó ekki að um kyrr
stöðu sé að ræða. Síður en svo.
í öllum helztu Evrópuríkjum
er að gerast og þegar vel á
veg komin mikil breyting á því
sem menn ganga út frá sem
gefnu í utanríkismálum. Ástand
ið er breytt, viðhorfin ný, hlut
verk herafla annag og mark-
mið ríkisstjórna mjög frábrugð
in því, sem var á eftirstríðs
árunum, eða síðari hluta
fimmta tugsins og mestan hluta
þess sjötta. Þungamiðjan í mál-
efnum Evrópu er að færást
í hendur ríkjanna á meginland
inu.
NOKKURT bil er milli þró
unarinnar í Evrópu og hinnar
viðurkenndu stefnu allra aðal
ríkisstjórnanna, sem hlut eiga
að máli, þar á meðal ríkisstjórn
ar okkar Bandaríkjamanna.
Þetta bil stafar að nokkru leyti
af því, að engri ríkisstjórnanna
að undantekinni þeirri frönsku,
finnst hún hafa pólitískt vald
heima fyrir til þess að breyta
svo nokkru nemi út áf hinni
troðnu braut, sem þrædd var
undangenginn áratug. En bilið
stafar einnig að nokkru af
þeirri staðreynd, að tilfærsla
þungamiðju stjórnmálanna er
ný, framandi og ótrygg og því
þykir öruggara að halda sig við
þekktar uppskriftir og hin
gömlu slagorð.
Engu að síður er sú stað-
reynd áberandi í Evrópu, að
orðin er á mjög veruleg breyt
ing, borið saman við áratug-
inn milli 1950 og 1960. Af
þeim ástæðum er Atlantshafs-
bandalagið jafnvanmáttugt og
raun ber vitni. Af þeim sökum
hafa fyrri vonir um evrópskt
samfélag ekki rætzt.
Eg er sannfærður um að
meginorsök þessa er, að hug-
myndir Evrópumanna um Evr-
ópu eru allt aðrar en þær voru
upp úr 1950. Þennan megin-
mun er ekki auðvelt að skýra
og mér er ljóst, að í augum
margra muni hann vera lítt
sannfærandi og harla mótsagna
kenndur. En ég ætla að reyna
að lýsa honum, þar sem skiln
ingur á honum er skilyrði til
skilnings á viðhorfum milli
Vestur-Evrópu, Austur-Evrópu
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna.
VIÐ verðum að byrja á þvi
að minnast þess, að þegar
vopnaviðskiptum lauk í styrj-
öldinni var Evrópu skipt eftir
vopnahléslínunni, þar sem her-
ir Bandamanna og Rauði Her
inn voru staddir. Þarna varð
jámtjaldifs til.
Fyrsta stefna vesturveldanna
eftir stríðið var mótuð í tví-
þættum tilgangi: Annars veg
ar varð að koma í veg fyrir
endurreisn óháðs og vopnaðs
Þýzkalands og hins vegar
þurfti að stöðva framgang
rauða hersins og koma í veg
nWMmtMMMMI
De Gaulle
— getur hann sannfært
Þjóðverja?
fyrir að hann héldi áfram yfir
Vestur-Þýzkaland og allt til
Parísar.
Stefna í stjórnmálum og her
búnaði var mótuð með þessi
markmið fyrir augum. Þýzka-
land átti að halda áfram að
vera kiofið í tvennt. og vestur
hluta þess átti að sameina
•kerfi Vestur-Evrópuríkja. Þetta
átti að veita Vestur-Þýzkalandi
vernd fyrir Sovétríkjunum og
tryggja um leið, að Bandamenn
þyrftu ekki að óttast það.
Þegar tilfinningaöldur stríðs
ins tók að lægja var farið að
ræða um þetta allt með meiri
varúð en áður. En mér er kunn
ugt af mörgum viðtölum, sem
ég hefi átt við menn í París,
London og jafnvel Bonn, að
þetta var aðalundirstaða þess
sem síðar var nefnt ,,Evrópu-
hreyfing“.
MEÐ orðinu ,,Evrópa“ var
fyrst eftir stríðið átt við Evr-
ópu og Þýzkaland, klofið með
járntjaldinu. Mótendur hug-
myndarinnai um „Evrópusam-
félag'" gerðu enga áætlun um
og höfðu enga löngun til að
glíma við hin miklu vandkvæði
á að sameina Þýzkaland á ný
og mynda samfélag allrar Evr-
ópu. Þa?; virtist alltof fjarstætt
og vonlaust.
Sennilega hafa þessir menn
mótað rétt hervarnir þess svæð
is, sem þeir réðu yfir. Áratug
inn frá einangrun Berlínar og
loftbrúnni 1948 og til þess er
fyrsta spútniknum var skotið
á loft 1958 mátti heita að ó-
gerningur væri að ná nokkru
samkomulagi við Sovétríkin.
En þegar borið er saman á-
standið til dæmis 1954 og 1964,
verður mjög vel ljóst, að með
orðinu ,,Evrópu“ var fyrst eft
ir stríðið aðeins átt við Vest-
ur-Evrópu og Vestur-Þýzkaland
en orðið Evrópa nær í dag i
vaxandi mæli einnig til fylgi-
ríkjanna í Austur-Evrópu og
jafnvel Sovétríkjanna sjálfra
sem veldis : vestrænum heimi.
Þarna er komið að megin
þættinum í þróun utanríkis-
stefnu Vestur-Þýzkalands, eða
eða upptöku verzlunar- og
menningarlegra skipta við
Austur-Evrópuríkin, að undan
teknu Austur-Þýzkalandi auð-
vitað. Þetta var hafið á síðustu
valdaárum dr. Adenauers, en
Erhard og Schroeder hafa hald
ið því ófram af auknum krafti
Þeir stofna viðskiptanefndir í
höfuðborgum Austur-Evrópu-
ríkjanna og reyndir menn í
utanríkisþjónustunni veita þess
um nefndum forstöðu.
Þetta nálgast að vera viður-
kenning í reynd án þess að
vera nefnt því nafni. Viðræður
eru þegar hafnar við valda-
menn íiJMoskvu og það er ekki
framar spurning, hvort Erhard
kanslari og Krustjoff mæli sér
mót, heldur aðeins hvenær.
ENDURSAMEINING Þýzka-
lands var aðeins játuð með vör
unum fyrst eftir stríðið, en
vegna þeirrar þróunar, sem
hér hefir verið lýst, er hún
orðin að raunverulegum mögu-
leika pólitískt. Þegar Sam-
bandslýðveldið Þýzkaland hef-
ir á ný tekið upp samskipti við
má gera ráð fyrir að Sovétrík
in telji sig hafa minnkandi
hagsmuna að gæta i Austur-
Þýzkalandi. Þegar Ulbricht
hverfur af sjónarsviðinu. sem
vonandi verður einhvern tíma
á næstunni, mun þýzk þjóðern
iskennd þrýsta ærið fast á um
endursameiningu.
En hvað er þá orðið um hið
sérstaka samband, sem þeir de
Gaulle og Adenauer gerðu sér
far um að koma á milli Frakk
lands og Þýzkalands? Að mínu
viti hefir gersamlega brugðizt
sá tilgangur þess, að valda
samstöðu í málefnum Evrópu
og heimsmálunum yfirleitt.
Stjórnin í Bonn mun elcki
standa við hlið Frakklands-
stjórnar ef til ágreinings kem-
ur við valdhafana í Washing-
ton.
SAMT sem áður væri alrangt
að telja sambandið milli de
Gaulle hershöfðingja og Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands
þýðingarlaust. Hershöfðinginn
skilur sýnilega mætavel að
framtíðarþróunin stefnir að
samkomulagi við Austur-Evr-
ópu og Sovétríkin, en það leiðir
aftur til endursameiningar
Þýzkalands. Það hefir ávallt
verið ætlun hans að sjá um, að
Evrópumaður —þag er að segja
Frakki - - gengi frá þessu sam-
komulagi þegar þar að kæmi,
— en ekki Bandaríkjamaður,
eins og í Teheran, Yalta og
Potsdam.
Það liggur í augum uppi að
samkomulagið kemur til með
að kosta verulegar fórnir af
hálfu Þjóðverja. Þeir verða til
dæmis að afsala sér fyrri lands
svæðum sínum handan Oder-
Neisse-línunnar. í Bonn heyrði
ég það af vörum þýzkra blaða
manna. sem ekki eru hrifnir
af de Gaulle en þekkja vel
þýzk viðhorf, að hershöfðing-
inn væri eini maðurinn, sem
væri nægilega áhrifamikill til
þess að fá þýzku þjóðina til
að sætta sig við slíka fórn.
7