Tíminn - 28.05.1964, Side 8

Tíminn - 28.05.1964, Side 8
Sigurður Ólason: Lokaorð um Baulárvallamáiið Svar til Leifs Kr. Jdhann- essonar í Stykkishdlmi i Leiíur Jóhannesson ráðunautur í Stylckishólmi sendir mér pistil hér í blaðinu um daginn, sem hann nefnir „svar“ út af grein um Baul árvelli, sem ég’ skrifaði í Tímann fyrir tæpu ári, að þá gefnu til- efni. Er þetta nokkuð langur með- göngutími hjá ráðunautnum, um ekki burðugra fóstur eða brýnna málsefni, en hann hefir fram að færa. Kemur ekíki til mála, að ég fari að elta ólar við þessi skrif hans endalaust, þó ég hins vegar komist ekki hjá því að vikja að tveim-þrem atriðum í greininni, setn með vissum hætti er beint gegn mér persónulega, og sem ég vegna lesenda þar í byggðarlag- inu sé ekki ástæðu til, að láta um kyrrt liggja. L. Jóh. spyr, hvar séu „sönnun- argögnin" fyrir þvi, sem ég heíi haldið fram um réttarstöðu Baul- árvalla í dag. Þessi spurning er fram borin mest til að sýnast, og til þess að leiða athyglina fram hjá því, að hann gerir sjálfur, þrátt fyrir þennan langa umhugs- unartíma, litla eða enga tilraun til þess að hnekkja neinum þeim rökum og málsástæðum, seim 5g bar fram í grein minni í fyrra. L. J. er það vel ritfær maður, að hann þarf enga 8—9 mánuði til þess að semja „svar“ sitt, heldur er það áf klókindum gert, að láta tímann liða, þar til farið er að fyrnast yfir deiluefnið sjálft, og koma síðan eftir dúk og disk, ig þykjast heimta „sannanir“! Már er að vísu ekkert að vanbúnaði að gera að nýju grein fyrir minni skoðun um þessi mál, um réttartil köll sunnan- og norðanfjallstnanna í Baulárvallalönd, en þar sem það yrði að mestu endurtekning frá því í grein minni í fyrra, — og á auk þess. frekar heima á öðrum vettvangi, — þá læt ég það að sjálfsögðu hjá líða, að þessu sinni, enda yrði það alltof langt mál. Eg læt nægja að vísa L. J. (og sókn arnefndinni) að útvega sér aftur írein mína frá í fyrra, ef þeir eiga hana ekki f fórum sínum; en bar er að finna svör þau og sönn- unargögn, sem þeir eru að leifa eftir, ýmist beint eða í formi til- vitnana í eldri skjöl og heimildir. Þar eru sjónarmið landeigenda beggja vegna fjalla ýtarlega rak- in og jafnframt studd sögulegum tilvitnunum, gögnum og rannsókn um. Þau rök standa enn að öllu óhrakin, enda gerir L. J. enga teljandi tilraun að hnekkja þeim. Það fcemur í lítinn stað þótt hann reyni að agnúast út í Sighvat Borg firðing, hinn ágæta fræðimann, hann mun standa fyllilega fyrir sínu, og sama er að segja um þau rangindi og fjarstæðu, að leggja/telja Baulárvelli til norð anfjallshreppa, og ætti L. J. að kynna sér t. d. bréf Steingríms biskups frá 1833, en þar kemur fram, að jafnvel for- svarsmenn Stykkishólmskirkju, (þá Helgafells-) töldu býli þetta tilheyra suðurhreppum að réttu lagi, enda var það fyrir valdníðslu eina, að svo varð ekki. Verða og skrif L. J. um sögulega og nátt- úrlega (að)stöðu Baulárvalla létt á metunum gagnvart skoðunum sagnfræðinganna Ólafs Lárusson- ar og Einars Arnórssonar um land nám og sögulegar hefðir um þess ar slóðir, og hvað hina landfræði legu afstöðu snertir hefir sú stað reynd væntanlega úrslitagildi, að vötnum hallar suður af, og mun svo enn verða um nokkra hríð. 1 Það sem hins vegar gefur mér tilefni til að stinga niður penna til andsvara, eru dylgjur þær, sem greinarhöfundur læðir inn á milli línanna, að ég sé að reyna að etja mönnum í cnálaferli út af Baulárvöllum, og nánast í persóna legu hagnaðarskyni. Eg verð að vísa þessu algerlega á bug. Eg hefi alls engra persónulegra hagsmuna að gæta gagnvart Balúrvöllum, (né t. d. veiðiskap þar), og hefi aldrei haft, og því fer svo fjarrí, að ég hafi reynt að etja mönnum út í málaferli í þessu sambandi að ég tók þvert á móti fram í grein minni í fyrra, að ég ábyrgff- ist aldrei, hvernig dómstólar kynnu að líta á þessi mál, ef til þeirra kasta kæmi. Þessi fyrir- vari var það skýr og afdráttar- laus, að misskilningur var óþarf- ur. Hins vegar þóttist ég svo vera í fyllsta rétti, að hafa mínar skoð- anir um þessi mál, og þurfti þar einskis orlofs að beiðast. Eg skil því ekki þetta ótugtarnart greia- arhöfundar, enda höfum við hing- að til deilt um málið á heiðarleg- um grundvelli, og án persónulegra ýfinga. Eg veit heldur ekki til þess, að nein málaferli séu í upp- siglingu út af Baulárvöllum, nema ef Stykkishólmskirkja vildi sjálf reyna að gera eitthvað hreinna fyr ir sínum dyrum. En það er þeirra mál en ekki mitt, annars væri sá kostur líka fyrir hendi, sem ýms- ir Hólmarar myndu sjálfsagt helzt kjósa, að samið yrði um þessi mál, á heiðarlegan hátt, það myndi áreiðanlega mest að skapi þess ágætis- og gáfumanns, sem prýtt hefir embætti sóknarprests þeirra Hólmara um áratugi, við sæmd Jg vinsældir. Hann mun skilja það og finna manna bezt, að ekki sæm- ir né hlýðir, að réttlætisstofnun, sem kristin kirkja í landinu, sitji yfir rétti annarra, eða geri sér göcnul rangindi að gróðavegi. Annars er það misskilningur, ef L. J. telur mig hafa farið að ýfa upp þessi mál, að fyrra bragði, og tilefnislausu- Tildrögin að skrifuvn mínum hér í blaðinu í fyrra voru tvær greinar, sem þar höfðu birzt, um Baulárvelli og sögu þeirra, þ. á. m. sérstaklega um hina tor- kennilegu atburði, er þar gerðust á síðustu öld, er bæjarhúsin voru niður brotin með dularfullur.i hætti, (,,Baulárvallaundrin“). Út af þessu fór ég síðan að glugga í þessi gömlu mál, en ég er upp- alinn þar í byggðarlagi, og eldra fólk í mínucn uppvexti kunni margt frá atburðum að greina, og sitt- hvað þar til mála að leggja. Nú vildi og þannig til, að ég komst í mikið safn af gömlum skjölum og skilríkjum, sem Kristján Elíasson yfirfiskmatsmaður hefir grafið fram úr söfnum hér, varðandi býli þetta, meðan það var og hét, og er það isannleika sagt furðulegt safn og forvitnilegt, og fyllilega þess virði, að það kæimi fyrir al- menningssjónir við hentugleika. Þar kom fram, að Baulárvellr urðu upphaflega til, sem nýbýli, fyrir einberar lögleysur og rangindi, presta og embættismanna innan fjalls, sannkallað „bræðralag ó- réttinda í selskap synda“, eins og meistari Hallgrímur kemst að orði, og augljósa valdníðslu yfir- valda gagnvart búandmönnum, er hlut áttu að málum. Þar kemur og fram, að margvísleg klögumá! urðu út af nýbýlisstofnun þessari, og mikil óánægja meðal byggða- manna beggja vegna fjalla, enda gengu og miklar bréfaskriftir og úrskurðir að þeim tilefnum, sýslu manna, presta, amtmanns, biskups, og gott ef ekki alla leið út í kóngs ins Kaupmannahöfn í stj.deilum Vesturhafseyja. Þetta virðist mér geta orðið nokkur lykill að leynd armáli Baulárvallaundranna, og því var það, að ég fór að skrifa um cnálið. Það er alger óþarfi fyr- ir greinarhöfund, L.J., að leggja mér einhverjar annarlegar hvatir til í þessu sambandi, enda þótt ég í leiðinni víki lauslega að því, hvernig býli þetta komst síðar á snæri Stykkishólmskirkju, og hvernig „réttarstaða“ þess kynni að horfa við í dag, út frá söguleg um forsendum, og eðlilegum rök- um. Greinarhöfundur L. J. telur ekki ástæðu fyrir Sth.kirkju að fara í mál út af eignartilkalli hennar til Baulárvalla. Þeir um það. Ann ars myndi ég halda, að þeir væru, búnir að gera svo í nytina sína á liðnum árum og áratugum, að þeim þyki varla sigurvænlegt sjálf um, að leggja í málaferli, nema nauður reki til. Það myndi kannski vefjast eitthvað fyrir þeim, að gera eignardóms- eða landamerkja dómstóli fullnægjandi grein fyr- ir því, hvernig þeir hafa haldið uppi lögaðild fyrir jörðina, sem , eigendur“ hennar. Því hvernig sem litið yrði á „eignarheimild- ina“ sjálfa — ,gjafabréfið“ — og hvernig þeir hafa (van)haldið skil yrði þess þá er ákaflega hætt við, að hirðuleysi þeirra, — þó ekki kæmi fleira til, — og algert reiði- leysi um eignina af þeirra hendi, yrði þeim helzt til óþægur ljár í þúfu er á dómþing kæmi, gagn- vart sögulegum og landfræðileg- um rétti aðliggjandi jarða og ó- tvíræðri hefð og nytjum að fornu og nýju. Þeir hafa sem sé hald ið að sér höndum og þagað sem vendilegast, hverju sinni sem þeim bar að halda upp rétti sínum, cf einhver var. Þeir þögðu þegar þeir áttu sem „eigendur" að lýsa landamerkjum fyrir jörðina sam- kvæmt landamerkjalögunum frá 1882, þeir þögðu bæði 1887 og 1889 þegar aðliggjandi jarðir tóku undir sig aftur mikið eða meiri hlutann af löndum þeim á Baul- árvöllum, sem þær höfðu áður átt, og sem með ólögum höfðu verið lögð undir „nýbýlið". Og þeir þögðu sem auðmjúklegast, þegar stórmenni ýmis í Reykjavík Thor Jensen, Kristján Einarsson forstj. o. fl., nytjuðu (v/innanfjalls jarða) og leigðu út árum saman veiði í Baulárvallavatni, og eftir- komendur þeirra fram á þennan dag, að vísu í fullum rétti, út frá nákvæmlega sömu lagarökum, og ég hefi haldið fram í mínum skrif um. „Þagað gat ég þá með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann“, geta þeir sagt að sínu leyti, forráðamenn Stykkishólms- kirkju með kerlingunni forðum. Þeir þögðu og létu afskiptalaust, þótt sunnanfjallsbændur nytjuðu land og veiði sem áður, enda haíá þeir (Sth.menn) hvorki girt þar lönd né varið vatnið. Og yfirleitt engri réttarvörzlu uppi haldið né nein lögskil af hendi innt, af neinu tagi. Og þeir gerðu meir en þegja, þeir beinlínis skrifuðu und- ir sjálfir, Hólmarar, þegar settar voru og margendurnýjaðar fjal! skilareglugerðir sýslunnar, þar sem viðurkennt er og slegið föstu, og staðfest af Stjórnarráðinu, — að suðurhluti Baulárvalla og — vatns væri sunnan hreppamarka og innan „heimalanda" sunnan- fjallsjarða, og þar sem land og vatn norðan þessara marka tilheyr ir Útbotnajörðum (erf. Thor Jen sen), og Helgafellssveit, eru ekld lengur nein lönd eða „býli“, á þessum stöðum sem Sth.kirkja get ur hér eftir gert eignartilkall til Það er trúlegt að eitthvað vefðist fyrir sóknarnefndinni að komast fram hjá þessum staðreyndum, enda þótt L. J. reyni að skella skuldinni á sýslunefndarmenn hreppsins, að „hafa látið slíkt við gangast og imeð öllu afskipta- laust“. Er þetta heldur ósköru- legt yfirklór hjá greinarhöfundi, ef það skyldi nú auk þess vera svo, að sýslufulltrúarnir hafi ein mitt verið sumir helztu ráðamenn kirkjunnar á liðnum árum eða jafnvel sóknarnefndarmenn? Greinarhöf. L. J. segist vona, að við eigum eftir að verða sam- mála, og skal ég gjaman taka undir þá ósk hans, og að við lát- um erjum þessum lokið. enda mun svo og verða af minni hendi. (Grein þessi hefur beðið birtingar alllengi hjá blaðinu. Ritstj.. MINNING GuBmmdur Guðmandsson skósmiður, Vík í IVSýrdafi Hinn 4. apríl s. 1. var til moldar borinn í Víkurkirkjugarði Guð- mundur Guðmundsson, skósmiður i Vík í Mýrdal, en hann andaðist 25. marz að heimili sínu. Með honum hvarf af sjónar- sviðinu mætur og merkur maður, sem um áratugi setti svip sinn á lífið í Vík. Þó nokkuð sé um lið- ið frá láti hans, finn ég hvöt hjá mér að minnast þessa horfna vin- ar að nokkru. Guðmundur var fæddur að Ytri- Skógum í Austur-Eyjafjallahreppi hinn 27. febr. árið 1883. Foreldrar hans voru Guðmundur Oddsson, bóndi þar og Guðrún Guðmunds-! dóttir, frá Bakkakoti í sömu sveit. Er Guðmundur var fárra ára flutt ist hann með móður sinni að Drangshlíðardal, en þá bjuggu þar hjónin Kjartan Guðmundsson og Solveig Finnsdóttir. Þar ólst Guð- mundur upp fram yfir fermingar aldur í góðum félagsskap, með sonum þeirra hjóna, þeicn Bjarna og Sigurjóni er báðir urðu kaup- félagsstjórar í Vík og Guðmundi er lengi var bóndi í Skógum. Eftir ferminguna fluttist Guð- mundur með móður sinni að Mýr um í Álftaveri, en þar giftist hún Símoni Jónssyni. Þaðan fór hann að Höfðabrekku í Mýrdal. Þar komst Guðmundur í kynni við björgin og náði mikilli leikni í að fara um hinar hæpnu leiðir him- mhárra hamra til fanga eftir bjarg fugli. Þessi íþrótt varð honum síð- ar ócnetanlegt bjargræði. Frá HöfðabreKku fór Guðmuni- ur að Kerlingardal. Þar lenti hann eitt sinn í miklum háska, er snjó flóð hratt honum fram af háu bergi ofan í Kerlingardalsá, fulla af krapa og is. Laskaðist hann þá illa á brjóstkassa og fæti. Má telja það furðulegt þrek að hafa komizt af eigin rammleik úr helgreipum árinnar þannig til reika og til bæja. í þessum meiðslum lá Guðmund ur alllengi illa haldinn, en náði sér þó, að þvi er virtist að fullu, en síðar á ævinni átti hann bó eftir að kenna þessara meiðsla, er hatrömm gikt lagðist að þeim, er olli Guðmundi cnikilla þján- inga á efri árum. Árið 1904 kvæntist Guðmund- ur Egilínu Jónsdóttur í Kerlingar dal. Bjuggu þau fyrst í Kerlingar dal og síðar að Höfðabrekku, en árið 1908 fluttust þau hjónin til Víkur í Mýrdal og þar var heimili þeirra æ síðan, að einu sumri undanskildu. Þau hjónin eignuð ust alls 9 börn. Eru 5 þeirra á lífi. María húsfreyja í Vik. GUð- rún gift í Reykjavík. Kjartama sömuleiðis. Sigurður skólastjóri við barnaskólann í Skógum og Guðgeir, bifvélavirki í Vík Tvö dóu ung, Kjartan og Guðríður, en tveir synir, Jón og Kjartan, T í M i Y drukknuðu í fiskiróðri í Vík árið 1941. Konu sína missti Guðmund- ur árið 1934 eftir langvarandi heilsuleysi. Líf Guðmundar Guðmundsson- ar var eins og svo margra alþýðu manna á íslandi, enginn dans á rósum. heldur þrotlaus barátta, barátta við skort, vosbúð. hættur, sjúkdóma og ástvinamissi, einnig hugarstríð vonbrigði, tortryggni og cnisskilning. Fn ekkert af öllu þessu gat bugað hann, skapstill- ingu sinni og rósemi féfek hann haldið þá hann horfði á drengina sína tvo hverfa í holskeflur hafs ins. Harðræði uppeldisins gæddi hann líkamsþreki og góðar með fæddar gáfur, óbilandi trúnaðar- traust á kærleika Guðs og hand- leiðslu samfara léttri lund hlóðu hann kjarki og manndómi til hinztu stundar. Guðmundur lagði hönd að mörgu um ævina. Stundaði land- búnað. sjóróðra. hvers konar verka mannavinnu, fuglaveiðar í björg- um og var afburða snillingur í þeirri grein. Kom það honum oft að góðu gagni, bæði í Víkurhömr- um og í Krisuvíkurbjargi, en úr Framhald é 13 sí3u N, fimmtudaginn, 28. maí 1964. — 8

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.