Alþýðublaðið - 03.01.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1952, Blaðsíða 4
AB-Alpýðublaðið Nýársboðskapur ÞAÐ VAR EKKI um auð- ugan garð að gresja í ára- mótaræðu forsætisráðherr- ans eða í áramótagreinum meðráðherra hans í Morgun- blaðinu og Tímanum að þessu sinni. Þó fékk þjóðin að vita það í útvarpsræðu forsætis- ráðherrans, að hún ætti á hinu nýja ári að búa áfram við bátagj aldeyrisbraskið og allan þann ófögnuð í verzlun og viðskiptum, sem því fylg- ir. Það er þetta, sem segja má að hafi verið nýársboðskapur forsætisráðherrans til þjóðar- innar. Það var áður vitað, að bátaútvegurinn þyrfti áfram stuðnings við, ef hann ætti að geta gert út skipin á þeirri vetrarvertíð, sem nú fer í hönd. En það er furðulegt, eft ir þá reynslu, sem þegar hef- ur fengizt af bátagjaldeyris- braskinu, að sú leið til þess að leysa vandræði bátaútvegs- ins, skuli vera talin boðieg á- fram; því að vart er hægt að hugsa sér ósvífnari féflett- ingu almennings í því skyni. Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra leiddi það og alveg hjá sér í útvarps- ræðu sinni á gamlárskvöld, að reyna að réttlæta slíkt rán úr vösum almennings undir yfirskini stuðnings við báta- útveginn. En Ólafur Thors færðist það verk hins vegar í fang í áramótagrein sinni í Morgunb’aðinu. Hann sagði þar, að áætlað væri, að báta- útveginum myndi á hinu liðna ári hafa áskotnazt hér um bil 50 milljónir króna fyrir báta gjaldeyrinn; og þá uþphæð hefði ríkissjóður að öðrum kosti sjálfur orðið að reiða fram bátaútveginum til stuðnings. En „enginn hefur enn treyst sér,“ segir Ólafur, „til að benda á tekjustofn ríkisjóði til handa í því skyni. Með því er það mál í raun- inni útrætt.“ Þannig fórust Ó’afi Thors orð um þetta í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu. En sama daginn vildi svo neyð- arlega til, að „kollega11 hans og pólitískur ástvinur sem stendur, Hermann Jónasson, 3. janúar 1952 var að hælast yfir því í áramótagrein sinni í Tím- anurn, að ríkissjóður hefði nú við áramótin tekjuafgang frá hinu liðna ári, ,,er nemur 50—60 milljónum króna,“ — með öðrum orðum þó alltaf vel þá upphæð, sem hann hefði samkvæmt orðum Ólafs Thors orðið að leggja fram bátaútveginum til stuðnings, ef bátagjaldeyrisbraskið hefði aldrei verið upp tekið. Ríkis- sjóður hefði því engan nýjan tekjustofn þurft til, á hinu liðna ári, til þess að leysa vanda bátaútvegsins án báta gja’deyrisbrasksins. En auð- \útað þykir ráðherrum í- haldsstjórnarinnar það miklu j þægilegra að vísa bátaútveg- inum á vasa almennings, heldur en að styrkja hann úr ríkissjóði, og þá ekki hvað sízt vegna þess, að með bátagjaldeyrisbrask- inu er heildsölum og öðrum bröskurum, sem íhaldsstjórn in ber miklu meira fyrir brjósti en bátaútvegsmenn- ina, gert unnt að láta einnig greipar sópa um vasa almenn ings og stinga að minnsta kosti annarri eins upphæð í sinn vasa og þeirri, sem báta- úvegurinn fær — með auknu verzlunar oltri! Það er þetta rán úr vösum almennings í skjóli bátagjald eyrisins, sem tekur út yfir allan þjófabálk. Því að það er svo sem ekki aðeins að báta- gjaldeyrisbraskið hafi á ár- inu, sem leið, kostað almenn ing þær 50 milljónir einar, sem Ólafur Thors segir, að bátaútveginum haff áskotn- azt fyrir það, heldur hefur það kostað hann að minnsta kosti 50 milljónir í viðbót, sem hýenur bátagjaldeyris- brasksins, heildsalar og aðrir braskarar, hafa grætt á því, vegna afnáms verðlagseftir- litsins, í hækkaðri verzlunar- álagningu. Og þetta boðar ílialdsstjóm in nú að eigi að halda áfram, að minnsta kosti það ár, sem nú er nýbyrjað Það er henn- ar nýársboðskapur til þjóðar innar! Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Jóíatrésfagnaður verður í Iðnó kl. 3 á morgun (föstudag) 4. janúar. Aðgöngumiðar að jólatrésfagnaðinum verða seldir i skrifstofu AJþýðuflokksfélagsins, í afgreðislu Al- þýðublaðsins, Hverfisgötu 10, og í Aiþýðubrauð- gerðinni, Laugavegi 61. félagsins verður sama dag, föstudaginn, kl. 8.30. Skemmtinefndin. AB — Alþýðublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. — AígreiSslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Jólagesturinn á Keflavíkurflugvelli Vinningsnúmer í happdrætti Álþýðu flokkiins birl um eða effir helgi DREGEE) var í happ- drætti Alþýðuflokksins á gamlaársdag kl. 5 lijá borg- arfógeta. Voru vinninga- núméjrin innsigluð og falin t borgarfógeta til varðveizlu, ' unz hægt ver'ður að birta | þau. j Þegar er uppgjör frá öll- um umbóðsmöimum happ- drættisins hefur borizt happ drættisstjórninni verða vinixinganúmerin birt. Er hægt að vænta þess í fyrsta lagi um eða upp úr næstu helgi. John Butler líðþjálfi j ameríska varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli var sennilega harningjusamasti maðurinn í varnarliðihu um jólin, vegna þess að móður hans' var boðið að dvelja þar hjá honum yfir hátíðimar sem gestur varnarliðsins. Frú Butler varð fyrir valinu vegna ritgerðar, sem sonur hennar skrifaði í rit- gerðasamkeppni milli hermanna varnarliðsins. Frú Butler heim- sótti Reykjavík, og hélt Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kaffisamsæti fyrir hana. Frú Butler var mjög hrifin af landi og þjóð. Hér sjást þau mæðginin fyrir miðju á myndinni. ^ g/íti @111311 il Eftirfarandi grem uuui j „Ægir", mánaðavrit Fiskifé- j lags íslands, í síðasta hefti I sínu fyrir jólin. Hún er eftir ristjórann: Lúðvík Kristjáns son: flutti | andi síldar- og þorskvertiða ber því ótvírætt vitni. Haldi svo á fram hin næstu ár, sem horft hefur í þessu efni, þykir tvísýnt, EFTIRTEKTARV.ERT er það, hvernig fiskifloti Mið- og Norð ur-Evrópuþjóða heíur stöðugt leitað æ norðar til fiskifanga. Síldveiðin í Eystrasalti átti um skeið mestan þátt í hagsæld þeirra þjóða, er þar áttu lönd að og hagnýtt gátu sér veið- ina. Norðursjór þótti gull- kista í að sækja _og sarna var að segja um írlandshaf og miðin í kringum Færeyjar. En fyrir sex áraíugum þótti þá þegar bregða til slíkrar fisk tregðu á þessum fiskislóðum, að sjálfsagt þótti að leit.a á íslands mið. Þangað höfðu reyndar margar þjóðir sótt afla sinn svo öldum skipti. En allar höfðu þær veitt með handfaari eða línu, verkað aflann í salt og haft margra vikna útivist í senn. Nú var botnvarpan fyrst borin í sjó við ísland, aflinn ísaður og veiðiferðin miðuð við það, að unnt reyndist að flytja hann þannig verkaðan óskemmdan á markað. Samtímis og brezkir togarar byrjuðu hér botnvörpu veiðar hófst brejdingartímabil á ísl. fiskimiðum. Það stendur enn yfir. En nú virðist allt benda til þess, að þar sé komið sögu þess ara breytinga, að leiðin „norð- ur“ sé fyrir höndum, íslandsmið séu orðin svipað leikin og Norð ursjór, írlandshaf og. Færeyja- mið áður. Þannig lengist æ á miðin frá markaðslöndunum; en í samræmi við þessa þróun er fiskiskipum og veiðarfærum bre'ytt. Þær þjóðir, sem hlutu í vöggu gjöf auðug fiskmið við bæjar- ! dyrnar hjá sér og hafa borið þann skatt, sem „norðurferð fiskveiðanna“ hefur lagt á þær, standa nú sumar liverjar uppi miklu fátækari en áður. í þenn an hóp er íslenzk þjóð nú kom in, Og virðist eigi annað sýnna en hún megi nú senda nokkurn hluta fiskiskipaflota síns á fjar læg mið, verða samflota öðrum þjóðum í norðurferðinni. Það fer ekki dult, að hérlend um útgerðar- og fiskimönnum stendur alvarlegur stuggur af aflarýxðinni á íslenzkum fiski- slóðum. Sá stuggur er ekki á- stæðulaus, reynsla undanfar- áfram með sama hætti og verið hefur. En hversu sem fara uann að því leyti, er goðgá að sitja með hendúr í skauti og láta svo sem okkur varði ekkert um „norðurferð fiskveiðanná“ eins og nefna mætti útfærsluþróun þeirra fiskveiðiþjóða, sem næst ar okkur eru. Fyrir nokkrum érum hefði sjálfsagt þótt fjarsræöa að ætla íslenzkum togurum að afla við Grænland í háskammdeginu. Þetta hefur nú gerzt i ár í fyrsta sinn og lánazt ágætlega. Söm var raunin, að því er snerti sum ar- og haustveiði íslenzkra tog- ara við Grænland. Þeir eru komnir í nýtt landnám svipað og ensku togararnir fyrir sex ára- tugum, en sýnt er, að þeim not ast þegar betur að því en brezku togurunum að ísleiizkum fiski- slóðum í öndverðu. Því veldur ■aðlilega hin miklu stakkaskipti, sem orðið hafa á veiðiskipum og veiðarfærum. Naumast þarf að efa, að íslenzkir togarar munu sækja á Grænlandsmið í æ rík- ara mæli næstu ár nema fiski- sælla verði á nærruiðum en nú er. En okkur nægir ekki, að stærstu veiðiskipin okkar geti notfært sér veiðisældina við Grænland, einliver hluti báta- flotans þarf eiunig að geta kom izt þangað og stundað þar veiðar við viðunandi skilyrði. Þeim mönnum, er láta sig útgerðar- mál nokkuð skipta, fjölgar stöð ugt, sem gera sér þetta ljóst. Hefur þessi skoðun komið greini lega 1 ljós á svo til öllum fund- um og þingum, sem útgerðar- menn hafa efnt til í. haust og vet ur. Grurmtónninn er alls stað ar sá, að reynt verði sem skjót ást að korna svo málum, að ís- lenzkir vélbátar geti sem fyrst stundað þorskveiðar við Vestur Grænland við aðstæður sem tryggi það, að útgerð þar geti orðið arðgæf. — Telja má víst, að svo snemma verði hafizt handa um að vinna að þessu máli, að eigi verði !,öf á því um kennt, ef svo skyidi fara, að næsta sumar liði lijá, án þess að vélbátafloti héðan kæmist til Grænlandsveiða. Framh. á 7 síðu. SAMKOMULAG hefur orðið á mil!i allra félaga, sem halda uppi skíðaferðum um sameig- inlega afgreiðslu á skíðaferð- um að Lögbergi, Jósefsdal, Kol viðarhól, Hveradali og á Skála fell. Hinn þaulvani bifreiðar- stjóri, Guðmundur Jónasson hefur tekið að sér aksturinn og verður ferðum haldið uppi eins ög hægt er og verða fyrst um sin ná föstudögum kl. 8 e. h„ laugardögum kl. 2, 6 og 8 e. h. og á sunnudögum kl. 10 f. auk þess verða farnar kvöldferoir eftir ástæðum og verða allar auglýstar ferðir farnar. Burtfararstaðir verða úr Lækjargötu, Skátaheimilinu og víðar eftir ástæðum. rá aðaihmd! Þlng- eyingafélagsins SAMKVÆMT fréttatilkynn- ingu frá aðalfundi Þingeyinga- félagsins, er haldinn var í nóv- ember s.l„ hefur féiagsmönnum fjölgað mikið á árinu og á að- alíundinum gen'gu 51 maður í íélagið. Barði Friðriksson lög- fræðingur var kosinn formaou.r félagsins. Meðstjórnendur eru Valdimar Helgason, Krisíján Friðriksson, Indriði Indriðason og Andrés Kristjánsson. Þátttaka félagsiiís í skóg- ræktarferðunum s.l. sumar var góð og hefur félagið gróðursett 3000 plöntur í lund félagsins í Heiðmörk og voru 225 þeirrn gjöf frá Kfistjáni Jalcobssyni, formanni skógræktarfélagsins. Sögunefnd félagsins vinnur nú að útgáfu á 3. bindi af sögu Þingsyinga. Verður það héraðs lýsing eftir Jón Sigurðsson á Yztafelli. Árshátíð félagsins verður haldin í Breiðfirðinga- þúð á þrettánda í jólum, sunnu daginn 6. janúar. I FYRRADDAG fcrann bær- inn að Úlfsstöðum í Hálsayveit til kaldra kola. HúsbóncHnn og húsmóðirin hlutu nokkur bruna sár og dóttir þeirra skarst á fæti er hún bjargaðist út um glugga. Eldurinn mun hafa kviknað í skáp, sem var við revkháí. Hús ið á Úlfsstöðum var ein hæð og ris.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.