Alþýðublaðið - 11.01.1952, Blaðsíða 6
Framhaldssagan 150-
lieiga Moray:
Saga frá Suðor-Afríku
Jón. J. Gangan.
KOMANDI AR
FRÁ SJÓNARHOLI
HUGSJÓNABISNISSMANNS
Það er rnargt, se/n að manni
hvarflar- um áramót. Þau eru
eins konar uppgjör í annarri
merkingu en bókfairslulega. Ég
meina svona í lifi manna. Og
svo eru það allar spurningarn-
ar. Hvernig verður þetta ár fyr
ir viðskiptin? Hvernig gengur
bisnissinn? Hvernig fer með
hugsjónirnar? Já, það er tmis-
legt í þessu, sem er athugandi.
Svona er það, hvað sem hver
segir, það eru hugsjónirnar og
bisnissinn, sem allt veltur á.
Það er hið tvíblómgaða fjöregg
þjóðarinnar. Hvorugt má án
annars vera ef allt á að fara
vel. Ef hugsjónin fer ur bis-
nissnum, þá kemur kotungs-
bragur á aljt, og krónurnar
hætta að velta. Þess vegna er
bisnisshugsjónin nauðsynleg.
Ég held að þetta verði gott
hugsjóna- og bisnissár. Báta-
gjaldeyririnn hefur verið fram-
lengdur, og það spáir góðu. Það
er meira en nóg til af vörum í
landinu, og' það er gott út af
fyrir sig, en þó því aðeins, að
unnt verði að selja þær með
nauðsynlegum hagnaði. Til þess
er ekki nóg að fólk eigi pen-
inga. Það verður líka að koma
með þá til kaupmannsins.
Kaupa fyrir þá. Þess vegna
verður að innræta almenningi,
að peningar þess séu hvergi bet
ur geymdir en hjá verzlunar-
fyrirtækjunum. Um að gera að
kaupa og kaupa meðan einhver
peningur er tíl. Peningarnir eru
almenningi einskis virði, nema
hann fái eitthvað fyrir þá.
Kaupið fyrir krónuna, annars
fer hún bara í skati!
Og við verzlunarmenn vil ég
segja þetta: Ekkert okur! Eins
háa álagningu og framast er
Ieyfilegt, en ekkert okur. Ekk-
ert óorð á stéttina. Og svo hug-
sjónir. Færa út kvíarnar, ný
fyrirtæki, velta krónunni. Ekki
að missa kjarkinn og ekki að
fara á hausinn. Og verði ekki
hjá þvi komizt að íara á haus-
inn, þá skal það gerast með
gLæsileik og hugsjón, þannig að
maður hafi einhvern bisniss út
úr því.
Verði þetta ár okkur 100%
ár!
Jón J. Gangan.
■ ■■■«■■■■«■■
MARGT Á SAMA STAÐ
LAUGAVEG 10 - SIMl 3367
kæmi nú óvænt heim, eins og!
vandi hans var, síðustu dag-
ana. Hún starði á Pál, starði
á hrokknu, ljósu lokkana, hin-1
ar miklu herðar hans. Og ein-
hver annárleg unaðskennd!
seitlaði um allan líkama henn- j
ar, þegar hendur hans snertu1
fót hennar. En, — færi nú svo,:
að Richard bæri að í þessu? !
Eftir ■ þetta höfðu þau, Páll j
og hún, stefnumót daglega í
veitingahúsinu. Þannig leið
hálfur mánuður. Samt sem áð-
ur íorðaðist hún vandlega að
vera ein með honum nokkra
slund, enda þótt þrá hennar
væri svo sterk, að hún gæti
naumast talizt sjálfráð gerða
sinna. |
Ailan liðlangan daginn lifði
hún í fögnuði fyrir þessa einu
sund. Hún rifjaði upp fyrir sér
ylirm í rödd hans og brosi,
og fullvissaði sjálfa sig um það,
að hann ynni henni og hefði
alltaf unnað henni. j
Hver atburður og atvik úr
lífi þeirra blikaði í umgerð
endurminningarinnar eins og
slípaður demantur. í hvert
skipti, sem hún leit þá, glóðu
þeir í nýjum og íegurri lit- ^
brigðum. !
Hún þreyttist aldrei á að
heyra Pál segja frá æsku sinni
og uppvaxtarárum.
Og enda þótt þeim væri faáð
um sú staðreynd Ijós, að þessi
nýunna hamingja þeirra gæti,
ekki orðið langæ, gættu bæði |
þess vandlega, að minnast ekki i
á það einu orði. Þau þráðu [
hvort annað svo heitt og inni- j
lega, að þau glöddust af heil- j
um huga yfir hverri þeirri and |
artaks stund, eins og þau töldu
sjálfum sér trú um, að hún!
yrði eilíf. Eldblik hinna heitu I
ástríðna og hin skyndilegu ó-!
veður reiðinnar voru horfin;!
þess í stað reyndu þau á allan j
hátt að gera hvort öðru til!
geðs. Þetta hafði sorgin ein |
getað kennt þeim, og þó ekki
fyrr en um seinan, hugsaði
Katie með sárum söknuði.
Þannig sátu þau, hvort gegnt
öðru við óheflað plankaborð,
horfðu hvort á annað og snertu
var>a kampavínsglösin.
„Iivað er nýtt að frétta af
Maríu de Groot“, spurði Katie
og reyndi að láta sem þau
þyrftu ekkert að flýta sér, held
ur hefðu nægan tíma til að
spjalla saman um allt og ekk-
ert. „Hvernig líður henni og
fjölskyldu hennar?“
„Það er um það bil ár síðan
ég kom til hennar síðast“, svar
aði hann, og tók undir leik
hennar. „Hún er nú orðin marg
föld amma; mörg barna henn-
ar gift og eiga hóp af krökk-
um. María talar enn um hina
fögru Katie, rétt eins og þú
hefðir kvatt hana fyrir nokkr-
um dögum síðan“.
„Hún er bezta manneskja“,
sagði Katie. „Ég hef ekki skrif
að henni árum saman, en nú
verð ég að taka rögg á mig
einhvern daginn og bæta úr
því Og hvað segirðu mér um
sjálfa nýlenduna; ég gerði mér
vonir um, að þar risi upp stór
og fögur höfuðborg“.
„Bærinn hefur ekki tekið
svo ýkjamiklum stakkaskipt-
um. Hann hefur stækkað tals-
vert að vísu. Og víða eru stein
hús risin af grunni gömlu
timburhúsanna“. Hann brosti
glaðlega. „Og Kaffírtrén niðri
á árbakkanum eru jafn fögur
og forðum“. Hann leit í augu
henni og sagði síðan eftir
drykklanga þögn. „Ef ég hefði
haft um það minnsta grun, að
fundum okkar myndi bera sam
an hér, skyldi ég hafa tekið að
mér eitt af hinum fögru, rauðu
blómum þeirra og fært þér að
gjöf ...
„Þau voru fögur“, mælti
hún lágt, og augu hennar fyllt
ust tárum. „Það var fagurt á
árbakkanum ....“
„Og þú varst yndisleg, Katie.
Og ást okkar unaðsrík .... “
„Þá mundi ég hafa getað
geymt það blóm hjá silfurlauf-
unum“, svaraði hún með ang-
urværð. „Manstu eftir lundin-
um, þar sem silfurlaufguðu
trén gréru?“
„Húsmóðir, húsmóðir", kall
aði Jantse á gluggann. Henrii
brá þegar hún sá óttasvipinn á
andliti hans.
„Hvað gengur á, Jantse?“
„Húsbóndinn kom heim og
fann þig hvergi. Hann er afar
reiður, húsmóðir“.
„Sagðir þú honum, hvar ég
væri?“.
„Nei, húsmóðir. Ég sagðist
halda, að þú hefðir gengið eitt
hvað út á sléttuna með börn-
unum. Og nú er hann farinn
út á sléttuna að leita þín“.
Hún reis á fætur. „Ég verð
að fara heim án tafar, Páll“.
„Ég ætla að fylgja þér að
horninu“, sagði Páll.
„Nei, fyirir alla muni. Ég hef
Jantse til fylgdar“.
„Við hi.ttumst hérna aftur á
morgun, Katje“.
„Það ætla ég að vona“, sagði
; hún lágt og með blíðu. ,
| Hún gekk út, svo hratt, að
j síður pilsfaldur hennar þyrlaði
, upp rykinu á moldargólfinu.
Síðan hraðaði hún sér upp
götutroðningana í fylgd með
Jantse.
C
Hvað átti hún til bragðs að
taka? Átti hún að þræta fyrir
allt, sem Richard kynni að á-
saka hana um? Kða átti hún
að viðurkenna. að hún hefði
verið með Páli. Richard hlaut
að spyrjast fyrir og komast að
■ raun um, að hún hafði ekki
verið í pósthúsinu, og ekki
heldur í verzlun Kínverjans.
Enda vissi hann, að hún fór
þangað aldrei ein síns liðs.
I Það var í sjálfu sér óþol-
andi með öllu, að hánn skyldi
geta komið henni í jafn óleys-
anlegan vanda með afbrýði-
semi sinni. Svo var guði fyrir
að þakka, að hún hafði ekkert
það aðhafst, er hún þurfti að
fela. Nú skyldi hún láta til
skarar skríða. Nú ætlaði hún
að segja Richard sannlnikann,
og láta sig engu skipta, hversu
reiður hann kynni að verða.
j Þegar að vagntjaldinu kom,
gekk hún inn, settist á rekkju
stokkinn og beið komu hans.
Það gat varla liðið á löngu, áð-
j ur en hann gæfi upp leitina að
| henni út á sléttunni. Eftir
I skamma stund heyrði hún hófa
! gný nálgast. Vagninn hristist,
þegar hann gekk upp þrepin.
Hann beit á vörina og hvessti
á hana augun, þegar hann kom
inn í tjaldið.
„Jæja, — þá ertu komin
heim, Katie .... hvar hefurðu
haldið þig?“
„Þú spyrð um það, Richard
u
Hann Iaut að henni og reiði-
þrungið andlit hans nálgaðst
hana. „Hvar hefurðu verið,
spyr ég. Sem eiginmaður þinn,
tel ég mig eiga kröfu á að fá
að vita það?“
Henni rann í skap við hrana
skap hans. „Fyrst þú krefur
mig sagna“, svaraði hún og
leit ekki undan augnaráði hans,
„þá get ég frætt þig um það,
að ég var stödd í veitingahús-
inu með manni þeim, er þig
eflaust grunar, að ég hafi átt
fundi við, — Páli van Rie-
beck“. Um leið og hún sleppti
orðinu, þótti henni sem þungri
1
Myndasaga harnanna
Dvergurinn fjölkunnugi
A\ V |
Wí/7-h'1 fc., ...
mmm
W)
vWtf*. ,3 - ')A. -
4 stó .-yk-J
feVK-. i Á |V'
Bangsi var einn á rölti langt
frá Hnetuskógi og vissi ekkert
hvar félagar sínir mundu vera.
Við litla tjörn tók hann svo
eftir að einhver lá í grasinu á
bakkanum. Honum sýndist það
vera Al’i hvoipur og hljóp til
hans.
AB 6
,vSæll, Alli!“ kalaði Bangsi.
,,Af hverju liggurðu svona í
grasinu?“ „Æ, það er svo
heitt!“ geispaði Alli. „Ég er
svo feitur, að ég get ekki hreyft
mig í þessum hita.“ „Stattu upp
og komdu með mér,“ sagði
Bangsi.
Alli brölti á fætur og settist
á stein á tjarnarbakkanum. „Ef
þú getur í'undið enihvern, sem
er feitari en ég og vill samt
fara í gönguferð með þér, skal
ég koma líka,“ .sagði hann. „Þá
skulum við fara til Godda
gríss,“ sagði Bangsi.
ÞAÐ er márgt kynlegt í sam
bandi við peningana. Sá, sem
hefur lag á að vinna sér inri
mikið fé, er talinn þjást af
gróðafíkn og ágirnd. Sá, sem
hefur eignazt talsvert fé, er tal-
inn á snærum auðvaldsins. Sá,
sem eyðir fé jafnskjótt og hann
lcemst yfir það, er kallaður ráð-
leysingi. Sá, sem e.kki reynist
þess umkonjinn að vinna sér
inn fé svo nokkru nemi -er ltall-
aður duglaus og dáðlaus, og sá,
sem ekki kærir sig um það,
metnaðarlaus og latur. Sá, sem
hlýtur auð án þess nð vinna. fyr
ir honum sjálfur, er nefndur
sníkjudýr og ómagi. Og þeir,
sem eftir mikið -erfiði og með
ýtrustu sparsemi hafa á langri
ævi safnað það miklu fé, að
þeir þurfa ekki að kvíða skorti
í ellinni, eru álitnir nískir
maurapúkar.
UNGUR maður gerði hið
mesta gys að ræðu, sem. flutt
hafði verið og fjallaði um þá
kenningu, sém Darwin kom
fram með í bók sinni „Uppruni
tegundanna“. Ég fæ ekki skil-
ið. að það geri nokkurn mun,
þótt maður sé kominn út af öp-
um, sagði hann; ég segi fyrir
mig, að ekki skiptir það mig
nokkru máli, þótt afi minn
reynist hafa verið api. . . .
Nei, svaraði gamall maður,
sem sat í næsta sæti við hann,
ég trúi því vel, að það skipti yð
ur -ekki neinu. En annað mál er
það, hvort amma yðar hefði
ekki á sínum tíma talið það
skipta sig nokkru máli.
MAÐUR nokkur kom inn i
rakarastofu og leiddi ungan
dreng við hönd sér. Þegar röðin
kom að þeim, settist maðurinn
í stólinn hjá rakaranum, lét
raka sig, klippa, pvo hárið og
annað þess háttar, íeis síðan á
fætur og greiddi skilvíslega
það, sem honum bar. Að því
búnu kvaðst hann ætla að
skreppa í verzlun skammt frá,
■og bað rakarann að klippa litla
snáðann á meðan; ,ég kem við
og tek hánn með mér og borga
klippinguna eftir svo sem tutt-
ugu minútur.“ Allt í lagi með
það; rakarinn klippíi drenginn,
— tuttugu mínútur liðu, hálf-
tími leið, fjörutíu mínútur, en
ekki kom maðurinn. . . .
„Hvernig stendur á því, að
faðir þinn kemur ekki?“ spurði
rakarinn.
„Faðir minn . . . hann er alls
elcki faðir minn,“ svaraði dreng
urinn. „Við hittumst hérna, fyr-
ir utan, og hann spurði. mig,
hvort ég vildi ekki k.oma hing-
að inn með sér og fá ókeypis
klippingu . . .“
ÉG elska karlmenn, — ekki
fyrir þá sök, að þeir eru karl.-
mepn, heldur vegna þess, að
þeir eru ekki kvenmenn.
Kristín Svíadiottning.
ÞAÐ er líkt með ástinni og
silkinu . . . fæstir bafa kynnzt
öðru en ei'tirlikingunni. . . .
H. C. Andersen.
MAÐURINN verður á stund-
um þreyttur á ástinni. . . Konan
þreytist aðeins á ástvininum.
Etienne Rey.