Alþýðublaðið - 29.01.1952, Blaðsíða 7
Framli. af 5. síOu.
miklar vonir bundnar. Fyrst og
fremst í bættri aðbúð ástvina
okkar. sem sjóinn stunda. og
einnig sýndist svo mikið öryggi
! að þessu glæsilega skipi. Okk-
' ur fannst það næstum því stór-
kosFegt a'ð hafa lifað það, að sjá
litiu árabátana, sem sýndust
oft svo umkomulausir á hinu
stormasama hafi, breytast
smátt og smátt í þessi fallegu
og traustlegu skip. Og félagarn
ir fimm, sem á einni óveðurs-
nótt hurfu úr hópnum, skilja
eftir skarð í hugum okkar, sem
þekktum þá, sem aldrei verður
fyllt. Við vonuðum svo inni-
lega, að þið fengjuð að njóta
æskudraumanna, sem virtust
svo bjartir og snurðulausir
fram undan. Og litla byggðar-
laginu okkar var það svo nauð
synlegt, að fá að hjóta um lang
an tíma enn mannkosta ykkar,
drengskapar og dugnaðar.
Það er svo stutt síðan, að við,
sem erum eldri, sáum ykkur,
litla drengi, koma hvern frá
sínu inni, leika saman, vaxa
og dafna. Við sáum hugi ykkar
hne;gjast að sjónum, þangað,
sem feður ykkar háðu þá sína
lífsbaráttu. Bátum var ýtt frá
ströndu, fyrst í líki lítilla tré-
spóna eða tegldra spýtukubba.
Og framvinda lífsins hélt á-
fram, bök feðranna tóku að
bogna og sigglúin höndin að
stirðna um árahlunninn og
þeir treystust eigi lengur að
þreyta kapp við Ægi og draga
feng sinn úr greipum hans og
drógu skip sín í naust. En þá
voruð við, hinir ungu stofnar,
fullþroskaðir. — Og enn var
báti ýtt úr vör, en ekki lengur
tréspæni eða kubbi, sem tákna
skyldi skip, heldur hinu glæsi-
legasta skipi, sem nokkurn tíma
hafði haldið héðan úr heima-
höfn, skipi, sem þið áttuð
sjálíir, og sem var fegurra,
traustlegra og stærra en feður
ykkar hafði nokkurn tíma
dreymt um. Hinir stórhuga
æskudraumar voru byrjaðir að
rætast.
En þá kemur helfre'gnin.
Grindvíkingur hefur farizt.
Þið eruð dánir — og með
ykkur deyja svo margar fagrar
vonir og framtíðardraumar og
elskandi hjörtu ástvinanna eru
sem rústir einar.
Um sinn skiptast leiðir. Við
þökkum ykkur fyrir allt og allt.
Foreldra ykkar, eiginkonu,
unnustu og systkini, sem mest
hafa misst og s.árast harma,
biðjum við guð að styrkja og
mýkja sárin. Ver miskunnsam
ur, Drottinn, og lát þau finna
nálægð þfna einnig í stormin-
um. Blessa þú minningu hinna
látnu.
Einar Kr. Eiaarsson.
--. . .•■..+■ ... .-:-
Ef Kína ræðsl á
Framh. af 1. síðu.
Þetta kom fram í umræðum
um kæru Formosustjórnarinn-
ar á hendur Sovétrikjunum fyr
ir íhlutun og afskipti af innan-
landsmálum Kína. Tóku full-
trúar Vesturveldanna undir þá
kæru og töldu hana hafa við
fullrök að styðjast, en ná-
grannaríkjum Kína í Suðaust-
ur-Asíu vera ógnað af núver-
andi kommúnistastjórn í Kína
að undirlagi Sovétríkjanna.
Fulltrúi Sovétríkjanna talaði
mikið um hersveitir, sem Chi-
an Kai-shek hefði nú við landa
mæri Kína í Norður-Burma og
sakaði Bandaríkin nm að þau
héldu verndarhendi yfir þess-
um her þar. En fulltrúi Banda-
ríkjanna sagði, að Malik væri
hér að ógna með innrás kín-
verks kommúnistahers í Burma.
------------<).--------
Rönfgenfækin...
Framhald af 1. síðu.
gerðar er geislun nii helzta ráð
ið gegn þeim sjúkdómi, auk
þess sem erlendis eru nú gerð-
ar tilraunir með lækningu þess
með geislandi efni, sem verður
til við kjarnorkuiðnað.
Til uppsetnin,;ar tækjanna
var fenginn hingað til lands
þýzkur verkfræðingur frá Sie-
mensverksmiðjunum, en þær
hafa framleitt tækin. Vinnur
hann nú aö uppsetnir.gu þeirra.
Yfirlæknirinn kvað það
mundu mestum vandkvæðum
valda í framtíðinni, hve lítið
húsrými væri til fyrir krabba-
meinssjúklinga, enda engin
sjúkradeild ætluð þeim sérstak-
lega.
Laxfoss...
Framh. af 1. síðu.
sem skapast hafa í samgöngu-
málunum vegna strands Lax-
foss, en félagið hefur nú ekk-
ert skip til þess að annast ferð
irnar eftir miðja þessa viku,
en þá hættir Eldborgin ferð-
um. Var Eldborgin aðeins ráð-
in nokkra daga, en áður en
Laxfoss strandaði var búið að
leigja skipið til Noregs, og átti
það að vera komið þangað.
Samningurinn fékkst fram-
lengdur til 5. febrúar, en þá
verður Eldborgin að vera kom
in til Noregs í síðasta lagi, þar
Minningarathöfn u m
MARTEIN R. JÓNSSON,
sem drukknaði af Bv. Júlí hinn 26. desember
fram í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. jan.
2 eftfir hádegi.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Minningarathöfn um son okkar,
GUÐMUND,
sem fórst 5. jan. með vélbátnum Val frá Akranesi, fer frarq.
miðvikudaginn 30. þ. m. klukkan 1,30 frá Hallgrímskirkju.
Athöfninni verður útvarpað.
Kristhjörg Guðmundsdóttir,
Hans Steinason.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vui
andlát og útför föðúr okkar,
ÓLAFS THORDERSEN.
Sigríður Thordersen. Svava Thordersen.
Helga Thordcrsen. Stefán Thordersen.
BUIIIIi MIUIl I»I I M»l
Þakkarávarp.
Ég færi öllum fjær og nær, sem auðsýnt hafa mér mikia
samúð og kærleika við sviplegt fráfall mannsins míns,
SIGURÐAR GUÐNA JÓNSSONAR,
skipstjóra á „Val“ frá Akranesi, mitt innilegasta þakklæti. Þó
alveg sérstaklega öllum Akurnesingum, er hafa reynst mér
frábærlega og vilja létta mér og börnum mínum sporin á allan
hátt.
Hjartans beztu þakkir til ykkar allra fyrir miklar gjafir í
orði og verki.
Sigríður Sigurðardóttir.,
Heiðarbraut 41, Akranesi.
sem skipið mun verða í flutn-
ingum milli hafna í vetur.
Mun stjórn Skallagríms h.f.
nú vera að leita fyrir sér um
leigu á skipi, annað hvort inn-
an land eða erlendis.
&
I
%
rítí
&
&
■M
&
í
5
£
:á
±
M
6
:d
I
3*
I
I
BORGARAFUNDUR
verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í Listamannaskálanum.
R æð um e n n :
*
Haraldur Guðmundsson, alþingismaður
Jóhanna Egilsdóttir, Formaður V, K. V. Framsókuar
Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Jslands,
Sigurður Guðmundsson, formannsefni C-listans í Dagshrún
Magnús Ástmarsson bæjarfulltrúi.
Eggert G. Þorsteinsson, ritari Múrarafélag? Reykjavfkur
Gylfi Þ, Gíslasson, alþ'ngismaðuv
Fundarstjóri: Sæmundur Ólafsson, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík.
fi»es$ er væJizt, að alSir þeir, áeiB vllja snétm æla vaxaadi atvinauleysi og lýsa vanþékn*
un sinní á náverandi sijérasrstefnss rikisstjérnarinnar í atvinnumálum, fjöfmenni á
fundtnn.
Reykvíkingar! FjÖlmennið á fundinn og sýnið
vilja ykkar og mótmwU.
átvlnnuSiYiinilðr! Fjðlmennið!
AlþýðuHokksféfögin í Reykjavik.
i íi. iíi: •' k'MS Íl'-’ft k
■ i'. s->H MíÍ^'íii' '^.'uý'feS
ABI
4