Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 4. júní 1964 123. tbl. 48.árg. Dauðaslys A'ðil&—Kaupmannahöfn, 3. júuí f gærmorgun varð sr. Helgi Sveiinsson, prestur í Hveragerði, fyrír járnbrautarlest við Skods- borg í Danmörku og lézt samstund is. Þetta var klukkan há'lfsex um morguninn og lestin var á leiðinni frá Helsingör til Kaupmannaliafn ar. Lestarstjóiriuin segist hafa séð sr. Helga á teinunum rétt fyrir framan lestina, þegar hann nálgað ist stöðvarturninn í Skodsborg, en náði ekki að stöðva lestina fyar en slysið hafði gerzt. Sr. Helgi var fluttur i sjúkrahús, en talið er að hann hafi látizt samstund'is DRA TTAR VELAR MA EKKISELJA ÁN HÚSS NÉ HLlFÐARGRINDAR Sr. Helgi Sveinsson KJ-Reykjavík, 3. júní. Þá hefur hin nýja reglugerð um gcrð og búnað ökutækja o. fl. verið staðfest af ráðherra, og er teglugerðin nú komin út prentuð. Margt nýmæla er í reglugerð- Inni, og hefur Tíminn þegar getið iiokkurra þeirra. Eitt eftirtektar- Vert nýmæli er í kaflanum um dráttarvélar, sem ekki hefur verið getið áður. Segir þar í 28. grein, að „eftir 1. janúar 1966 er inn- Tryggvi Sveinbjörnsson flytjendum óheimilt að selja drátt arvélar eða afhenda, nema á þeim séu öryggisgrindur eða hús, sem bifreiðaeftirlit ríkisins hefur viðurkennt. Öryggisgrínd eða hús á drátt- arvél skal vera svo traust og svo vel fyrir komið, að hlífi öku- manni og farþegum, ef vélin velt- ur“. í greininni er nánar kveðið á um, hvernig húsið skuli vera, og sérstaklega getið um hurðarút- búnað húsanna. í þessari reglugerð er í fyrsta sinn sérstakur kafli er fjallar um vinnuvélar, og þar m. a. svo fyrir mælt, að vegheflar og snjóplógar skuli hafa leiftrandi ljós við hefl- un og plægingu. 3. kaflinn hefur að geyma sér- reglur um stórar fólksbifreiðar og vörubifreiðar. Þar er m. a. svo kveðið á að fólksbifreiðar sem flytja mega yfir 30 farþega, skulu Framhald á 15. sfðu Adalf undur Flugfélagssns vildi gera það að almenníngshluf afélagi Vilja Fokker Friendship TRYGGVISVEINBJORNSSON LATINN Aðils—Kaupmannahöfn, 3. júní Tryggvi Sveinbjörnsson rithöf- undur og fyrrum sendiráðsfulltrúi í Kaupmannahöfn lézt 29. cnaí á heimili sínu í Farum 72 ára að aldri. — Tryggvi Sveinbjörnsson fór þegar ungur að aldri sem náms maður til Kaupmannahafnar, þar sem hann nam bókmenntir. Sam- tímis hóf hann störf við ísienzka | sendiráðið og fastréðst síðan þar. Hann starfaði við sendiráðið þar til fyrir nokkrum árum, er hann lét af störfum vegna j vanheilsu. — Tryggvi var kunnuri fyrir leikrit sín. Þrjú þeirra voru flutt við Konunglega leikhúsið. ÍEngen áiið 1926, Den lille verden ' árið 1933 og Jón Arason árið 1950 KJ-Reykjavík 3. júní. Aðalfundur Flugfélags íslands var haldínn í dag ag Hótcl Sögu, og kom þar fram að rekstursaf- koma félagsins var jákvæð á ár- inu 1963. Samþykkt hefur verið að kaupa Fokker-Friendship skrúfuþotu til innanlandsflugs og á fundinum var samþykkt tillaga þess- efnis að stjóirnin athugi um út gáfu jöfnunarhlutabréfa og nýtt hlutafé verði boðið út meðal al mennings. Fjöldi arðbærra farþega á ár- inu 1963 var samtals 97.503, og samkvæmt fréttatilkynningu FÍ flugvélarnar voru á lofti í 9.S19 klukkustundir. Vöruflutningar inD anlands og utan námu 1.269.5 lest um og póstflutningar 208 lestum Hagnaður af millilandaflugi varö 5.4 milljónir en tapið á innan- landsfluginu 5.2 millj. Tekjuaf- gangur varð 260 þús. og þá höföi eignir verið afskrifaðar fyrir 12 Framhald á 15. siðu. Verkalýðsmálaráðstefnan á Akureyri sýndi ótvírætt sívaxandi áhuga launþega á stefnu og starfi Framsóknarflokksins 150 MANNS Á RÁÐSTEFNUNNI Ráðstefna sú, scm verkalýðs- málancfnd Framsóknirflokksins gckkst fyrir á Akureyri um síð- ustu hclgi. tókst með afbrigðum ve< Mættir voru fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins, og synir það vel bann áhuga, sem Framsóknarmenn höfða á þessari ráðstefnu. Seinni dag ráðstefnuni’ ar, en þá hófst fundur kl. 9 f. h., voru inættir rúmlega 120 manns, en alls munu hafa sólt ráðstefn- unar um 150 manns, þar af marg ar konur. Þetta er þeim mun glæsilegra, þegar þess er gætt, að mjög mikil vinna var um þess ar mundir í sjávarplássunum, svo sem á Húsavík og Dalvík, en frá þessum stöðum hafði fjöldi manns gert ráð fyrir að koma. Allmargir fulltrúar voru mætt- ir þegar á föstudagskvcldið, þ. a m. um þrjátíu fulltrúar frá Reykjavík. Strax kl. 9 f. h. á laugardag skoðuðu fulltrúarmr vinnustaði í bænum, svo sein verksmiðjur samvinnufélaganna, undir leiðsögn framkvæmdastjór anna Arnþórs Þorsteinssonar og Ásgríms Stefánssonar og fleiri ágætra manna. Rómuðu gestir mjög snyrtimennsku alia í þess- um geysistóru vinnusölum og þá óvenjulega góðu aðstöðu, sem starfsfólk nýtur, en þarna eru sér staklega vistlegar kaffistofur og ágætur samkomusalur fyrir starfs fólkið, en þar eru veggir prýddir listaverkum. Framhald á 15 síðu Þátttakendurnir skoða kögurvél í Gefjun (Ljósm.: Kjartan). SéS yfir hluta af fundarsalnum á verkalýðsmálaráðstefnunnl (Ljósm. Kjartan). J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.