Alþýðublaðið - 21.03.1952, Page 8
Úr gagnfræðaskóla verknámsins. Efri myndin er frá vefnaðar-
deildinni í Aurturbæjarskólanum, en hin neðri sýnir vélvirk-
un í skólahúsinu að Hringbraut 121.
110 nemendur
Násnskeið hef iast bráðlega í trésmiði og
meðferð bifvéla fyrir unglinga
16 ára og eldri.
I GAGNERÆÐASKOLA VERKNAMSINS eru í vetur
110 nemendur, en þetta er fyrsti veturinn, sem skólinn starf-
ar Kár í bænum. Námstíminn skiptist að jöfnu milli bóknáms
og verknáms og eru kennslustundir 28 í viku og auk þess 1
tímar, sem nemendur hafa frjálst val um námsefni. Innaa
skanyns efnir verknámsskólinn til námskeiða í trésmíði og
meðferð bifreiðavcla, og eru námskeið þessi einkum ætluð
unglingum 16 ára og eldri.
ÚTFÖR Péturs Lárussonar
fulltrúa í skrifstofu alþingis fór
fram frá Fríkirkjunni í Reykja
vík í gær að viðstödclu mjög
iniklu fjölménni.
Húskveðju fluttu þeir séra
Friðrik Friðriksson og séra Sig
urbjörn Á. Gíslason, en séra Þor
steinn Björnsson fríkirkjuprest
ur talaði í kirkjunni, og jarð-
söng. Dr. Páll ísólfsson stjórn-
aði söngkrónum _og lék einleik
á kirkjuorgelið, Út af neimilinu
báru kistuna frændur hins látna,
í kirkju stjórn Hins íslenzka
prentarafélags, en út úr kirkju
lorsetar alþingis og starfsmenn
skrifstofu alþingis. 1 kirkjugarð
inn báru kistuna vinir og frænd
ur hins látna. Jarðsett var í
garnla kirkjugarðinum.
13-
ELDUR brauzt út í sauma-
verkstæði við Brautarholt 32
klukkan háif átta í fyrrakvöld.
Voru upptök hans þau, að strok
járn hafði gleymzt í sambandi.
Sviðnaði í kringum það og varð
af mikill reykur, en teljandi
skemmdir munu ekki hafa orð-
ið.
Fólk, er vart varð við reyk-
inn gerði slökkviliðinu aðvart,
og slc-kkti þí-ð eló.nn.
♦ Jónas B. Jónsson fræðslufull
1 trúi og Magnús Jónsson náms-
stjóri verknámsins kynntu
blaðamönnum í gær starfsemi
gagnfræðaskóla verknámsins,
en nemendurnir, sem þar eru í
vetur, eiga að ljúka gagnfræða-
prófi eftir eitt ár, það er að
segja nóm þeirra í vetur sam-
svarar námi þriðja bekkjar
gagnfræðaskólanna. Verknámið
er til húsa á tveim stöðum í
bænum; á Hringbraut 121 og á
efstu hæð Austurbæjarskólans.
| Á Hringbrautinni er tré-
smiðádeild, járnsmiða- og vél-
; virkjadeild, en í Austurbæjar-
i skólanum er hússtjórnardeild,
j sauma- og vefnaðardeild og
kennsla í sjóvinnubrögðum.
j Bóklega námið er og á báðum
stöðum fyrir þá nemendur, sem
eru á hvorum stað.
í verknámsdeildinni á Hring-
brautinni eru 15 nemendur í
trésmíðadeildinni, en • þar
smíða nemendur j'cmiss konar
hluti. Verða þeir að leggja efn-
ið til sjálfir, en eiga síðan smíð-
isgripina. Hvsr nemandi hefur
sinn hefilbekk, verkfæraskáp
og verkfæri, er skólinn leggur
til, og eru hefilbekkirnir ís-
lenzk framleiðsla, smíðaðir að
Reykjalundi. Kennari við tré-
smíðina er Marteinn Sivertsen.
í járnsmiða- og vélvirkjadeild-
i inrfi eru 21 nemandi. Kennari í
I þeirri deild er Jón Gylfi Hin-
rksson. Þar læra nemendur ým-
1 iss konar járnsmíði, en auk þess
| er þeim kennt sitthvað í sam-
bandi við vélar.
NÁMSKEIÐ í TRÉSMÍÐI
OG BÍLAVÉLUM
Ákveðið hefur verið að
efna til námskeiös fyrir ung-
Iinga í trésmíði og meðferð
- Framhald á 7. síðu.
Fólk fann aðeins einn f Reykjavík,
en í Krýsuvík fundust fjórir.
ALÞYBUBLASI9
vll,
JARÐSKJÁLFTAKIPPIR fundust í Reykjavík í fyrrinótt
og fyrrakvöld, en aðeins einn þeirra var svo mikill að fólk varð
ha;is vart. AIls fundust kippir fjórum sinnum í Krýsuvík f-rá
því í fyrrakvöld og til hádegis í gær.
Samkvæmt u.pplýsingum frá
Eysteini Tryggvasyni veð.ur-
fræðingi, en liann gætir
1 arðskj álÆtamæía veöi ■rstofunn
ar í Reykjavík, sýndu mælarn
ir fyrsta kippinn um kl. hálf-
tíu í fyrrakvöld.' Var sá kippur
svo lítill, að fólk mun ekki hafa
getað orðið hans vart hér í
Reykjavík. Annan kipp enn
minni sýndu þéir klukkan um
2,50. En síðasti kippurinn kom
um klukkan 4,35, og var hann
úerkastur. Var hann svo sterk-
ur, að sumir hrukku. upp úr
'asta svefni, en ekki jafnaðist
hann samt neitt á við jarð-
skjálftan 12. þ. m.
Ekki taldi Eysteinn, að unnt
væri að segja með neinni vissu
um það, hvar upptök jarðskjálft
anna hafa verið, en líkur kvað
hann benda til þess, að upptök
þeirra væru á svipuðum slóðum
og jarðskjálftans um daginn.
Fjarðlægðin til upptakanna virt
ust vera 30—40 km frá Reykja
vík, en ógerlegt væri að segja
nokkuð ákveðið um stefuna.
Enn fremu-r sáust á jarð-
skjálftamælum vieðurstofunnar
örlítlar og fjarlægar jarðhræring
ar fyrir klukkan 12 á hádegi í
fyíradag.
FUNDUST ALLIR í KRÝSU-
VÍK OG ETNN TIL VIÐBÓTAR
Samkvæmt símtali, sem Al-
þýðublaðið átti við Krýsuvík í
gær varð fólk þar vart við alla
kippina, sem fundust í Reykja-
vík, líka þá, sem aðeins varð
hér vart á mæla veðurstofunn-
ar, og einn kipp að auki. Sá
kippur var milli klukkan ellefu
og hálftálf og fannst greinilega.
Við þann kippinn, sem mestur
var í Reykjavík, vöknuðu allir
þar. Engum skemmdum olli
hann samt, og ekki var hann þar
heldur eins mikill og jarðskjálft
inn 12. þ. m.
Eftir því, sem blaðið frétti
fró Grindavík og Keflavík í
gær, mun fólk ekki hafa fundið
jarðskjálftana þar.
Bæjarstjórn minnisf
hjartarsonar
BÆJARSTJÓRN REYKJA-
VÍKUR minntist á fundi sínum
í gær Sigfúsar Sigurhjartarson
ar, bæjarfulltrúa, er lézt að
heimili sínu hér í hæ síðastlið
inn laugardag.
Forseti bæjarstjórnar flutti
minningarorð og rakti starfsfer
il Sigfúsar. Sigfús var fæddur
að Urðum í Svarfaðardal 6. fe
brúar 1902, lauk stúdentsprófi
1924, lagði síðan stund á guð-
fræði og tók embættispróf árið
1928. Síðan gerðist hann gagn
fræðaskólakennari, en stundaði
um hríð blaðamennsku. Hann
var alþingismaður frá 1942 —
1949 og bæjarfulltrúi í Reykja
■ík nákvæmlega 10 ár og bæjar
ráðsmaður jafnlangan tíma.
ií0ims@íisf»¥ir
ÍL. r ffll l~, Bf 'II sjáll-
r þjéiniirn
IIPP I
KONA NOKKTJR frá Grinda
vík, sem stolið var af 155 krón-
um í vetur, er hún var stödd
hér í Reykjavík, hefu.r sjálf
með óvenjulegum dugnáði að-
stoðað lögregluna við það áð
upplýsa þjófnaðinn, og hefur
maður, sem tekinn var fastur
eftir tilvísun hennar, játað á
sig þjófnaðinn.
Veski konivnnar með pening-
unum í hafði verið tekið, þar
sem hún gleymdi því niðri á
ferðaskrifstofu. Og þegar sýnt
var, að veskið hafði verið tek-
ið, datt konuni í hug, að maður,
sem hún tók eftir meðan hún
stóð við í ferðaskrifstofunni,
væri valdur að hvarfinu. Gat
hún lýst manninum nákvæm-1
lega fyrir lögreglunni og hafði
uppi á nafni hans. Lögreglan
fann samt ekki manninn, en þá
hófst hún handa á ný og tókst
líka að afla vitneskju um heim- !
ilisfang hans; en hann er utan-
bæjarmaður, og 'tók lögreglan
hann þá fastan.
sýnf í gærkvöidí
„ÞESS VEGNA SKILJUM
VIГ, sjónleikur Guðmundar
Kambans, var frumsýndur í
þjóðleikhúsinu í gærkvöldi
fyrir fullu húsi áheyrenda, er
fögnuðu leiknum vel og þökk-
uðu leikstjóra og leikendum
að lokum með lófataki. Þetta
er í fyrs.ta skipti, sem þjóðleik-
húsið sýnir sjónleik eftir
Kamban.
ÞJÓÐVILJINN hefur undan-
farið verið að tyggja upp
þann árcðu.r erlendra komm-
únistablaða, að sámeinu'ðu
þjóðirnar reki sýklahernað í
Kóreu. Saméinuðu þjóðirnar
hafa svarað þessari ásökun á
þá lur.d að leggja til, að mál
þetta skuli rannsakað af full-
trúum alþjóða rauða krossins,
en það mega kommúnístar
ekki heyra nefnt. í gær skýr-
ir Þjóðviljinn hins vegar irá
því, að alþjóðleg lögfræðinga
nefnd hafi séð sönnunargögn
um sýklahernað í Kóreu, og
þykist kommúnistablaðíð ber
sýnilega ekki þurfa frekari
vitna við. En hvar sá lögfræð-
inganefndin þessi sönnunar-
gögn? Heimildarmaðurinn
virðist því miður helzt til tor
tryggilegur. Hann er Kim Ir
Sen, forsætisráðherra komm-
únistastjórnarinnar í Norður-
Kóreu, sá hinn sami og borið
hefur sameinuðu þjóðirnar
nefndum sökum!
í AFVOPNUNARNEFND sam
einuðu þjóðanna í New York
í fyrradag, skoraði Cohen,
fu.Utrúi Bandaríkjanna, á rúss
neska fulltrúann, Jakob Mal-
ík, að beita sér fyrír því, að
Rússar og Kínverjar fallist á
rannsókn rauða krossins á
því, hvort sýklahernaður eigi
sér stað í Kóreu. Malik svar-
aði þeirri áskorun engu orðí.
Hann virðist því óttast, að
sönnunargögn Kim Ir Sén
reynist léttvæg á vogarskál
hlutlausra aðila, þó að þau
nægi kommúnistum í áróðri
þeirra.
VERÐI RAUNIN SÚ, að Kín-
verjar og Norður-Kóreumenn
fallist ekki. á rannsókn rauða
krossins, liggur í augum u.ppi.
að ákæran urm sýklahernað
sameinuðu þjóðanna í Kóreu,
er ekkert annað en kommún
istískur áróður. Þetta er þá
ekkect annað en brenni á eld
lyginnar og rógsins, sem kom
múnistar kynda u,m víða ver-
öld. Sá eldur logar auðvitað
glatt austan járntjaldsins. En
það er ósennilegt, að þetta
kyndarastarf kommúnista
auki vinsældir þeirra og á-
hrif á Vesturlöndum.
Veðurúttitið í dagi
Norðan kaldi og aill
skýjað me'ð köflum.
Flskveiðar
landsmiðum eru a
VerkfaS! sjómanna þar oISi því, að ver-
tíðin byrjaði seinna en venjolega.
FISKVEIÐAR FÆREYINGA við ísland ern í þann veg-
inn að hefjast og liggja nú mörg skipanna ferðbúin til Islands-
farar. Nokkur töf hefur orðið á að skipin legðu úr höfn vegna
þess, að Sjómannafélag Færeyja hefur lagt bann við því, að
sjómenn réðust til fiskiveiða á íslandsmiðum.
Deilan hefur staðið um af-
stöðu þjóðþings Færeyinga til
krafna um kaupgreiðslur og
fyrirframgreiðslu til sjómann-
annj. Sjómannafélag Færeyfa
hefur nú að loknum umræðu-
fundum um málið ákveðið að
aflétta verkfallinu, en krafizt
þess jafnframt, að þingið taki
málið aftur til u.mræðu og
breyti fyrri ákvæðum sínum
fyrir 1. apríl n. k. Ef þjóðþingið
breytir ekki fyrri ákvörðun
sinni fyrir 1. apríl, munu sjó-
mennirnir gera verkfall á pý.
Hjuler.