Alþýðublaðið - 04.07.1952, Síða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1952, Síða 4
AB-AIþýðubíaðið 4* júlí 1952 Loftárásirnar við Yaíu AUSTUR VIÐ YALU- PLJÓT, sem rennur meðfram landamærum Kóreui að norð- an og skilur lönd með henni og Mansjúríu, gnæfðu þai' til fyrir nokkrum dögum margir stálturnar; en út frá þeim gengui háspennulínur suður Norður-Kóreu og vestur í Mansjúríu, þar sem þær end- uðu í miklum vopnaverk- smiðjum í Mukden; en þaoan hafa kommúnistar í Norður- Kóreu fengið mikið af þeim vopnum, sem notuð hafa ver- ið til þess að brytja niður fyrst Suður-Kóreumenn og síðan hermenn sameinuðu þjóðanna í styrjöldinni þar eystra. Það er raforkuverið Su- pung, á suðurbökkum Yalu- fljóts, Kóreu megin við það, sem gerði þessa vopnafram- leiðslu í Mukden mögulega og sá flugvöllum og öðrum her- bækistöðvum kommúnista í Norður-Kóreu fyrir nauðsyn- legri orku. Þetta orkuver var hið fjórða stærsta í heimin- um, að því er fullyrt er; en það voru Japanir, sem reistu það fyrir aðra heimsstyrjöld- ina, meðan þeir voru hús- bændur í Mansjúríu og Kó- reu. En sem sagt; Það eru rfú nokkrir dagar síðan stáltum arnir í Supung hættu að gnæfa við himin og háspennu- línurnar að flytja orku þaðan suður Norður-Kóreu og vest- ur í Mansjúríu, því að raf- orkuverið var lagt í rústir í byrjun vikunnar, sem leið, í einhverjum mestu loftárás- um, sem flugvélar sameinuðu þjóðanna hafa gert á Norður- Kóreu, síðg.n Kóreustyrjöldin hófst. í fljótu bragði virðast loft- árásirnar á þetta mikla orku- ver við Yalufljót ekkert óeðii- legar með tilliti til þess, að stríð er háð í landinu. Þarna var um hernaðarlega mjög mikilvægt mannvirki að ræða, sem búið er að hjálpa til að bana ótöldum hermönnum Suður-Kóreu og sameinuðu þjóðanna og gera mátti ráð fyrir að yrði enn miklum fjölda þeirra að aldurtila, nema raforkan þaðan yrði stöðvuð. Það myndi og senni- lega ekki hafa vakið neina sérstaka athygli úti um he’.m, þó að raforkúverið mikla við Yalufljót hefði verið lagt í rústir fyrr í styrjöldinni. En nú hafa loftárásirnar á það vakið mikið umtal í mörgum löndum og sætt töluverðri gagnrýni, ekki hvað sízt á Englandi. Á það hefur verið bent, að þær geti spillt fyrir viðræðunum um vopnahlé i Panmunjom; og menn óttast. að þær geti orðið til þess, að styrjöldin í Kóreu breiðist út og verði að lokum að alheims báli. Við sterk rök virðist þessi gagnrýni þó ekki hafa að styðjast. Viðræðurnar um vopnahlé í Kóreu eru, nú bún- ar að standa í heilt ár án þess að þær hafi borið nokkurn endanlegan árangur; og síð- ustu þrjá mánuðina að minnsta kosti hefur ekki verið sýnilegt, að fulltrúar komm- únista í Panmunjom bafi neinn hug á því, að ná sam- komulagi um vopnahlé, þótt samningamenn sameinuðu þjóðanna þar hafi gengið lengra og lengra til móts við þá, í von um að friður megi takast. Þar virðist þvi sannar- lega ekki miklum möguleikum að spilla. Og hvers vegna skyldu kommúnistar líka vera að flýta sér að ganga til sam- komulags um vopnahlé í Kó- reu, ef þeir þurfa ekki einu sinni að óttast loftárásir á hernaðarlega mikilvæg mann- virki sín og herbækistöðvar, en geta með vopnahlésvið- ræðurnar að skálkaskjóli haldið áfram að efla her sinn þar í næði, þar til hægt er að hefja nýja sókn eða setja sameinuðu þjóðunum kostina? Sem stendur er ekki sýnilegt, að tilgangur þeirra með sarnn- ingaþófinu í Panmunjom hafi nokkrui sinni verið annar. Nei; þá ættu þó frekar að vera nokkrar líkur til þess, að loftárásirnar við Yalufljót og aðrar, sem á eftir hafa farið, á hernaðarlega mikilvæga staði í Norður-Kóreu, mættu verða til þess að hressa ofurlítið upp á samkomu- lagsvilja kommúnista í Pan- munjom; sá mun og hafa verið höfuðtilgangur þeirra. Og hvaða ráð hafa sameinuðu þjóðirnar yfirleitt til þess, önnur en þau, að sýna komm- únistum og bakhjörium þeirra, hvers þeir að öðrum kosti megi vænta? Með á- framhaldandi þaulsetu einni í Panmunjom verður hvorki vopnahléi né friði komið á í Kóreu. FUJ, Reykjavík. FUJ, Hafnarfirði. Skemmíiferð Félög ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Hafnarfirði efna til skemmtiferðar um næstu helgi austur í Þrasta- skóg. Lagt verður af stað kl. 2 e. h. á laugardag frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fólk er beðið að haía með sér mat og viðleguútbúnað. Miðar eru seldir í skrifstofu FUJt Alþýðuhúsinu, símar 5020 og 6724, til föstudagskvölds og kosta aðeins kr. 40. FUJ, Reykjavík. FUJ, Hafnarfirði. — AlþýBublaBiB. Otgefandi: AlþýBuQokkuriniu Ritstjóri: Stefán PJetursson. Augiýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4301 og 4902. — Auglýsinga- tími: 4S0C. — AlgrelBslusími: 4900. — AlþýBuprentsmiSJan, HverHagötu 8—30. EUénhoiver og Truman. Eisenhower berst nu harðri baráttu heima í Ameríku fyrir því, að verða forsetaefni repúblikana í haust; en til þess lagði hann niðw- herstjórn í Evrópu og hvarf heim. Truman tók honum blíoiega í hvíta húsinu í Washington við heimkomuna, þó að varía getist honum að pólitískum fyrir' ætlunum hershöfðingjans. Á myndinni sést Truman vera taka'á móti Eisenhower og konu hans í hvíta húsinu. Lisfakonan Elsa Sigfús HIN HLJÓÐLÁTA, elskulega söngkona Elsa Sigfúss, dvelur hér um þessar munair, sem gest ur þjóðleiikhússins. Þegar vorið er kalt og sumar jð kemur seint, er sálinni það ómetanleg lífgjöf að finna and blæ hlýju og ilms ur heimi list- anna, og þess vegna erum þakklát þessari hugljúfu söng- konu, því með raddfegurð og yndisieik, veitir hún okkur einmitt þetta, sem við höfum farið á mis við, en öll þráum. Þó undarlegt sé, virðist gæia nokkurs misskilnings manna á meðal, út af söngferlj urtgfrú EIsu. Þess hefur orðið vart, rð íólk álíti hana eingöngu ,,mikrofón“ söngkonu. Þetta er vitanlega algjör misskilningur, og verðum við að biðja hana velvirðingar á þekkingafleysi okkar. Ég sneri mér til listakonunn- ar sjálfrar, til þess að fá upplýs ingar varðandi störf hennar í Danmörku, en þar á hún heima, og þar er hún elskuð og virt af alþjóð. Því miður virðumst við ekki fær um að þúa þannig i haginn fyrir hana, að hún >• eti dvalið hér, unnið hér. Hógvær, hlédræg, viðmóts- þýð. Þannig er Elsa Sigfúss í daglegu lífi. Framkoma hennar óvenjulega fáguð, persónuleik- inn sannur og heillandi, tal hennar andríkt. •Hún lét í ljósi undrun sína yfir þeim misskilningi, að rödd sín væri álitin aðeiris „mikro- fón“ rödd. „Ég veit, að rödd mín mín er ekki stór“, sagði hún, með sínu venjulgea yfilæt isleysi", en aðalatriðið er að hún sé rétt lögð. Ég syng að- eins hin svonefndu dægurlög í „mikrofón" — klassísk lög á konsertum — og þá er „mikro- fónn“ auðvitað hvergi nærri“. Elsa Sigfúss er fyrst og fremst konsert söngkona. Kitt er svo annað’ mál, að mikrofónninn eyðileggur ekki rödd hennar, og er það meira en hægt er að segja um margar hinna stóru radda. En hún hefur þann sér- staka hæfileika, sem er mjög sjaldgæfur meðal íslendinga, enda er hún dönsk í aðra ætt, að hún getur birt sálartöfra sína í gegnum röddina á þeim tónum, sem bezt rjóta sín í ,,mikrofón“. Fyrir þettá er hún fræg á Norðurlöndum, og þykir engin söngkona gera jafn elsku lega-gælur við þetta -kalda.-und arlega’ áhald, sem nefnt er ,,mikrofónn“, eins og Elsa S.:g- fúss. Elsa Sigfúss í óperettunnj „Leðurblakan". En svo ég snúi aftur að hinní klassísku hlið söngsins. Þegar hinn víðfrægi fiðluleik ari TeLmany hélt nokkra kamm ermusikk-hljómleika í Oddfell ow Palæet (stóra salnum) í Kaupmannahöfn, var Elsa Sig- fúss sólóisti. Gagnrýnin, sera dönsk blöð birtu um frammi- stöðu hennar þar, var framúr- skarandi góð. Politiken t. d. birti með stóru svörtu leíri í fyrirsögninni, að Elsa Sigfúss hefði hreint og beint slegið Tel- many út. í Viborg Domkirke, sem er, eins og menn vita, stærsta kirkja^ Danmerkur, var hún sólóisti í Oratóríó Handels, ,;Messías“. Þar söng hún ein- hverja fegurstu aríu, sem skrif- uð hefur verið fyrir Alt-rödd, „He was despised“. Fjrrir það fékk hún verðskuldaða mjög góða.gagnrýni, og var þar talað um, hvað röddin hefði n.ot'5 sín sérstaklega vel, og verið hljóm mikil. SvxDna mætti lengi telja. En við, landar hennar, Niríum. ckki annað en að minnast hinna f;iö) mörgu hljómleika, sem hún hef ur haldið hér heima með aðstoð móður sinnar, frú Valboi-gu Einarsson. Sem Orlofský prins í „Leður blökunni“ vinnur ungfrú E.lsa listrænan sigur sem leikkona. Hún er sviðvön s-em söng- kona,- ekki -sem lelkkona, cn hreyfingar hennar, svipbrigði og sviðframkoma öll í hlutverki Framhald á 7. síðu. BREZK BLÖÐ í Vestur-Eng landi hinn 20. júní s. 1. birta frásögn um það, að fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, Páll S. Pálsson, hafi daginn áður skoðað kola- námu í Cinderford. Síðar um daginn hafi Forest of Dea.n Employment Committee boð ið honum að sitja fund nefnd arinnar í borginni Coleford. Þar hafi Páll orðið við beiðni formanns nefndarinnar um að nefndina og skýrði hann þar f.rá kynnum sínum í. Bretlandi síðustu mánuðiná á brezkri vinnulöggjöf og lét í Ijós undru,n sína yfir því, hve Bretum gengi greiðlega að hjá vinnudeilum með stoðugum viðræðum og góð- um samkomulags vilja verka- manna og atvinnurekenda. Að ávarpinu loknuj svaraði Páll fvrirspumum nefndarinnar um ísland og íslenzkt atvinnulíf. Blöðin birta með feitu letri þá yfirlýsingm Páls, að hann hafi aldrei á ævinni fundið svo til kulda sem í London s. 1. vetur. og þykir það tíðindum sæta um mann frá íslandi. 1 Hinn 23. júní birti dagblað- ið Bristol Evening World stutt við Pál S. Pálsson um dvöl hans í Vestur-Englandi. Ferðaskrifstof- unnar um helgina FERÐASKRIFSTOFAN efnir til þriggja ferða um helgina. Hin merkasta þeirra er þriggja daga ferð í Þórsmörk, en möirn um er gefinn kostur á að dvelja þar í átta daga á milli ferða. Fer hér á eftir yfirlit um ferðirnar: Fljótshlíð — Eyjafjöll — Skógafoss. Lagt verður af stað á laugar- dag kl. 14 og ekið inn í Fljóts- hlíð. Gist að Múlakotí. Á sunnu dag ekið austur undir Eyjafjöll allt að Skógafossi. Kom-ið heim á . sunnudagskvöld. Skoðaðir verða allir merkustu og feg- urstu staðir á leiðinni. Þórsmörk. Lagt af stað á laugardag kl. 13.30 og ekið inn í Þórsmörk. Sunnudegi og fyrri hluta mánu dags varið til að skoða sig um á mörkinni. Komið heim á mánudagskvöld, en þátttakend- um gefinn kostur á að clvelja, um kyrrt í 8 daga milli ferða. Nauðsynle^ að hala með sér mat og viðleguútbúnað. Þjórsárdalur. Lagt af stað kl. 9 á sunnudags morgun. Ekið inn að Stöng og Gjáin og Hjálparfoss skoðnff. Komiff heim um kvöídið. Á laugardag og sunnudag yerður farið á handíæraveiðar og á sunnudag hin vinsæla hringferð um Þingvelli — Sog — Hveragerði og Krýsuvík. síld frá Þmgeyri Frá fréttaritara AB, ÞINGEYRI. EINN BÁTUR fer héðan á síldveiðar fyrir Norðurlandi í sumar. Það er báturinn Sæ- hrímnir. Atvinna er nú næg við verkun fiskafla úr togaran um Gu.ðmundi Júní. Hann landaði á laugardaginn 215 Iestum. Aflinn var mest þorsk ur. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.