Alþýðublaðið - 02.08.1952, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1952, Blaðsíða 2
snn -"W Spiiavítið (Any Number CAN Play.) Ný amerísk Metro Gold- wyn Mayer kvikmynd eft- ir skáldsögu Edwards Har ris Heth. Clark Gable Alexis Smíth Audrey Totter Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. ® austur- æ 136 BÆJAR BiÚ £6 Fabian skipstjóri aLA taverne de new ORLEANS) Mjög spennandi og við- burðarík ný frönsk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Errol Flynn Micheline Prelle Vincent Price Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 pg 9. Ósigrandi (Unconquered) Ný, afarspennandi amerísk stórmynd í litum byggð á skáldsögu Neil H. Swan- son. Carv Cooper Paulette Goddard Boris Karloff Leikstjóri: Cecil B. De Mille. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. æ nýja Bio æ Horfinn heimur. (LOST CONTINENT) Sérkennileg og viðburða- rík ný amerísk mynd um ævintýri og svaðilfarir. — Aðalhlutverk: Cesar Romero Hillary Brooke Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á villigölum Afburða spennandi ame ,rísk sakamálamynd um •hina brennandi spurningu nútímans, kj arnorkunjó: i irnar. Louis Hayward Dennis 0‘Keefe Louise Allbritton Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum, I Síðasta sinn. æ TRiPOLiBiú æ Göfuglyndi ræninginn THE HIGHWAYMAN Ný amerísk litmynd frá byltingartímunum í Eng- landi. Myndin er afar spennandi og hefur hlotið mjög góða dóma. Pbiliph Friend Vanda Hendrix Charles Coburn Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgani? TÝNDA ELDFJALLIÐ Hin spennandi og skemmti lega ameríska frumskóga- mynd með son Tarzans, Sýnd kl. 5. Dularfuilur gesfur (LAST HOI.LIDAY) Bráðskemmtileg og afar vel leikin ný gamanmyd, samin af hinum kunna brezka leikritahöfundi J. B. Priestley, en leikrit hans hafa verið flutt hér á landi við góða aðsókn. Alec Guinness Beatrice Campbell Sýnd kl: 5, 7 og 9. Hin bráðskerrímtilega og víðfræga draugamynd, meö ABBOTT og COSTELLO Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. (Frh. af 1. síðu.) samlega fyrir land og þjóð. Hann átti ríkan þátt í að gera forsetum íslands framtíðarbú- stað af smekkvísi og stórhug, og þó öllu stillt í hóf við hæfi fámennrar þjóðar. Heimili for- setans og hans ágætu frúar var viðurkennt fyrir gestrisni og hæversku,, við móttökur inn- lendra manna og erlendra. Bessastaðir munu lengi búa að fyrstu gerð og geyma minningu þeirra. Herra Sveinn Björnsson vann dyggilega sitt hlutverk í sögu íslands um fjörutíu ára skeið og hann hefur tryggt sér þar sess. Vér minnumst hans í dag með þakklæti og virðingu. Sá sem er fyrstur í starfi á ríkan þátt í að móta þær venj- ur, sem skapast u.m beitingu valdsins. StjórnarsKrá íslands fær forseta mikið vald, í orði kveðnu, en takmarkar það við vilja alþingis og ríkisstjórnar. Um löggjöf og stjórnarathafn- ir þarf undirskrift ráðherra, sem bera hina pólitísku ábyrgð. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn, en er u.m það bundinn af vilja meirihluta al- þingis — ef hann er til, svo sem vera ber. Þegar þjóðin hef ur kosið til alþingis, þá ætlast hún til, að þingmenn hafi lag og vilja á, að skapa starfandi meirihluta. Það er hættulegt fyrir álit.og virðingu alþingis, þegar það mistekst, og ætti helzt aldrei að koma fyrir. Það er þjóðarnau.ðsyn að áhrif for setans tií samstarfs og sát.ía séu sem ríkust, og þá sérstak lega, þegar stjórnarmyndun stendur fyrir dyrum. Um það starf er þegar nokku.r reynsla fengin á átta árum frá stofnun lýðveldisins; en fordæmin ná lengra, því hér var þingbundið konungdæmi frá því vér feng um innlenda stjórn, og er auk þess til hliðsjónar öll þróu.n þingbundinnar konungsstjórnar á Norðurlöndum og víðar um heim.. En hver sá forséti, sem vinnur að sundrung og lætur sig engu skipta vilja alþingis og kjósenda í landinu, hann hefur rofið eið sinn og verðskuldar þá meðferð, sem stjórnarskráin heimilar. Trúin á þjóðina, traust á al menningi. er gru.ndvöllur stjórn skipulags vors, fólkið sem áður safnaðist í Almannagjá, en nú í kosningum um land allt, að undangengnum frjálu.m umræð um. Þetta er eina stjórnskipu lagið, sem leysir þjóðirnar und an oki ofbeldisins. Kosningar eru aldrei hættu.legar í - lýð HAFNAR- æ FJARÐARBIO S HflFNAB FIRÐI Gleym mér ei (FORGET ME NOT) Hin ógleymanlega og hríf- andi músik- og söngva- mynd, sem farið hefur sig- urför um allan heim. Benjamino Gigli Joan Gardner Sýnd kl. 9. Sími 9184. frjálsu landi, það væri áfellis dómur um lýðræðið sjálft. Þær eiga að líkjast sverðinu Sköfn j ungi, sem græddi hvert sár, sem veitt var með því. Baráttan er óhjákvæmileg og átök nauð synleg. Það eru leikreglurnar, sem einkenna lýðræðið, og frið samleg úrslit. Lýðræðið er jafn an í hættu, og ein hættan er nú tíma áróðurstækni, sem er mót uð í einræðisanda. Frjálsar um ræðu.r, vakandi áhugi almenn ings og þjóðarþroski er sterk ' asta vörnin. Þá láta staðreynd- irnar ekki að sér hæða, —- og sannleikurinn mun gera yður frjálsa. j Lýðræði er ekki.öllum hent. i Það verður að byggja á langri sögu, menningu og þroska. Sú höll, sem reist er á einni nóttu, hverufr í jafnskjótri svipan. Vér íslendingar erum einna frægastir af bókmenntum og langri þingsögu. Hæfileikinn' | til sjálfstjórnar hefur þroskazt i heima í héruðum og á alþingi í þúsund ár. Vér höfum stjórn málaheiður að varðveita. Það væri oss til vanvirðu á alþjóða mælikvarða, ef þingstjórn og lýðveldi gæfist hér illa. Brau,t íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu er bein eins og ferill Jóns Sigurðs 1 sonar, endurreisn alþingis, (verzlunarfrelsi, fjárráð lands- ins, málfrelsi, félagafrelsi, al- jmennur kosningaréttur, heima stjórn og endurreisn lýðveldis ins á íslandi. Það er hættulegt, 1 ef vér gleymum baráttunni, sem 1 á undan var gengin, og van metum þann rétt einstaklinga og alþjóðar, sem u.nninn er, og teljum það jafn sjálfsagt og loft ið, sem vér öndum að okkur. Sjálfstæði jafnt og lýðræði er aldrei tryggt nema íslendingar standi sameinaðir um að varð veita það. Þúsund ára þingsaga ætti að Ijá oss lífsreynslu, og spekt og átta ára lýðveldi þrótt inn til að meta að verðleikum og varðveita dýrmætan arf. Fámenn þjóð og afskekkt má ekki við því að afrækja arf feðranna. Saga þjóðarinnar, bókmenntir, tunga og þjóðerni er hennar sverð og skjöldur. Þjóðin kom að ónumdu landi og þu.rfti engum frinnbyggjum að ryðja úr vegi. Það er einn sólskinsbletturinn í sögu ís lendinga. Vér eru.m fámenn þjóð og höldum hvorki her né •flota. Landvinnipgar og undir okun snúa ekki vorri ættjarðar ást í villu. Vér viljum hafa frið samleg skipti við allar þjóðir, og eigum þeirri gæfu. að fagna að vera umkringdir af friðsam- legum lýðræðisþjóðum. Þeirra eru Norðurlandaþjóðirnar osn skyldastar að ætt, u.ppruna og öllum hugsunarhætti. En iega landsins skapar oss nagrenni við hinar engilsaxnesku þjóðir bæði um öryggi og viðskipti. Vér erum einbúinn í miðju At- lantshafi, sem horfir beint í augu annarra Þjóða sem jafn- ingi, hvorki með auðmýkt né yfirlæti, heldur sem þjóð á borð við aðra. Hér er gerð merkileg tilraun til að halda uppi ríki móts við stærri þjóðir. Vér eigum að a s sjálfsögðu mest undir því, a3 þær þjóðir, sem ráoa lofti og legi, virði rétt smáþjóðar.na, þann rétt, sem þær hafa skapað sér með sjálfstjórn, þroska og auðugri menningu. Fámenn þjóð hefur kosti, sem stórþjóð- ir eiga erfiðara •mgð að varð-. veita. I fámenni varðar oss meir um hvers annars hag en í fjölmenni. Það kannast allir Is- lendingar við, sem fundið hafa til einveru í erlendri stórborg. Hér varðar oss miklu líðan hvers annars. Hinni eldri kröfu um frjálsræði og jafnræði gagn vart lögum og um völd er að miklu fullnægt. Og hin yngri krafa um skvldur þjóðfélagsins til að tryggja atvinnu og af- komu þegnanna á bér góðan jarðveg og er viðurkennd ar öllum. íslendingar sætta sig ekki lengur við örbirgð qg ves- aldóm og allra sízt .við hóflausa misskiptingu lífskjara. Arferði er breytilegt og afli misjafn, en moldin er frjósöm og miðin auðug. Tæknin er vaxandi og lífskjör þjóðarinnar hafa stór- um batnað á síðusfu áratugum. Þjóðfélagið hefur íiér nýtt verk efni, sem því var ekki eignað áður. Það er meðábj'rgt um líís kjörin og hinar stærri fram- kvæmdir, sem einstaklingar ráða ekki vrð. Kröfur eru hér miklar og réttindi, en hin hlið- in á þeim er þegnskyldan, sem er því ríkari. þar sem hér er engin herskvlda. Launin verða aldrei til lengdar stærri en upp skeran. Samt verður göfgi þjóðlífsins aldrei mælt í afurðum. ,,Hjart- að heimtar meira en húsnæði og brauð.“ Margbreyttir hæfi- leikar íslendinga og gáfur nióta sín nú að vísu þefur en áður, við batnandi hag. Þjóðin er eins og þegninn, hún heíur ekki einungis líkama, heldur og sál. Ofstækið fejlur hér að mestu í farveg stiórnmálanna, en bað má ekki henda, að hringiða flokkadrátta sogi til sín allt andlegt líf. Hinna stærstu verð mæta getum vér notið í sam- einingu, bau eru einföld, hljóð- lát 'Og göfgandi. Þjóoernið er okkar einkr.nn, svipur lands- ins, samhengi sögunnar og sam hugur vor allra, sem nú erum uppi. Öll landsins börn eiga jafnan rétt til menningararfs- ins mikla, eftir bví sem beirn er áskapað að njóta hans og á- vaxta. Rótlaus lýður verður ekki langlífur í neinu landi. Ef vér finnum samhengi liðinna kynslóða og eining allra þeirra, sem nú bvggja landið, í sál okk ar;á hátíðlegum stundum, þá höfum vér í spenntum greip- um það krossmark, sem fjand- samleg öfl a fyrir. Ef ég á mér ósk á þessari stundu, sem ég vona, þá eri hún sú, að mér auðnist að taka starfandi þátt í lífi þjóðari’/.iar, njóta í yðar hóp náttúru landsins, sögu, bók mennta og daglegra starfa á þann vég, að öryggi og menn- ing íslands fari vaxandi. Vér trúum á landið, treystum á þjóðina og felum oss forsjá guðs. Hann blessi oss og varð- veiti á viðsjálum tímum.“ ÞÖKKUM hjartanlega gjafir, skeyti og annan hlý.- hug á 25 ára hjúskaparafmæli okkar 29. þ. m. Guð blessi ykkur öll. GUÐNÝ GUÐVARÐSDÓTTIR, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Reykjavíkurvegi 11. Hafnarfirði. AB 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.