Alþýðublaðið - 14.01.1953, Side 5
H. F. Eimskipafélag íslands.
1 'm
Hérmeð skal vakin athygli á því, að sarnkv. 5. gr. samþykkta félagsins,
skulu hlutabréf í f-élaginu hljóða á nafn eiganda, og skal stjórnin halda skrá
yfir alla hluthafa, enda skal stjórn félagsins tilkynnt öií eigendaskipti, sem.
verða á hlutabréfum félagsins, og þeg'ar um sölu er að ræða, þarf samþykkt
stjórnarinnar til þess að hún sé gild gagnvart félaginu.
Til þess að unnt sé að framfylgja þessum fyyrirmælum um nafnskrán-
ingu hlutabréfanna, og að halda rétta nafnaskrá yfir alla hluthafa, er hér-
með skorað á alla þá, er eignast hafa hlutabréf í félaginu og ekki hafa enn
látið skrásetja eigendaskiptin, að tilkynna aoalskrifstofu félagsins í Reykja-
vík eigendaskiptin hið fyrsta og taka jafnframt fram .hvort um arftöku,
gjöf eða kaup hlutabréfanna sé að ræða. Taka verður fram upphæð, flokk og
númer hlutabréfanna, svo og nafn og heimilisfang fyrri eigenda þeirra.
Eyðublöð undir tilkynningar þessar fást í aðalskrifstofu félagsins í Reykja-
vik, sem skrásetur eigendaskiptin.
Það skal tekið fram, að fyrr en eigendaskiptin hafa verið skrásett, nióta
hluthafar ekki fullra réttinda í félaginu samkv. 10. gr. samþykktanna, t. d.
er ekki hægt að fá aðgang að aðalfvndum félagsins, eða veita öðrum umboð
til þess að mæta þar.
Þá skal og bent á það, að enn eiga allmargir hluthafa eftir að skipta á
arðmiðastofnum hlutabréfa sinna og fá afhentar nýjar arðmiðaarkir með arð-
miðum fyrir árin 1943—1961, og er æskilegt að hluthafar athugi hvort þeir
hafa fengið hinar nýju arðmiðaarkir, og ef svo er ekki, að klippa stofninn frá
hlutabréfinu og skipta á honum fyrir nýjar, hið fyrsta.
Stjóm H.f. Eimskipafélags íslands.
!!!l!!l!l!j
ir
f*ér fersf Flekkur að gelfa"
ÞAÐ KOM MÖRGUM ærið
spánskt fyrir sjónir, orðbragð
Morgunblaðsins í grein þeirri
í blaðinu miðvikud. 7. jan, er
þeir nefndu „Eyðimerkurganga
Alþýðuflokksins“, og annar
framsláttur greinarhöfundar,
og kom, mörgum þá í hug orð-
takið gamla: „Þér ferst Flekk-
ur, að geita.“ Sem málgagn
áhaldsins mátti þarna, sem
hægast, setja Morgunblaðið í
hlutverk Flekks gamla, og
gegndi það því hlutverki sínu
af hinni mestu prýði. En það,
að þetta blað gegni hlutverki
BÍnu, hvert sem það er, þykir
tíðindum sæta. Um þvert bak
Sseyrði þó niðurlag greinarinn-
ar þar, sem þeir kalla Alþýðu
flokkinn hugsjónalausan. Það,
að einmitt fhaidsblað skuli taka
jþetta orð í notkun, í stjórnmála
Íegum :sk(rifum, veldur óhjá-
kvæmilega því, að maður minn
ist annarrar gamallar umsagn-
®r, sem þar á líka vel við:
9,Þjófurinn grunar alltaf aðra
Slm græsku“.
Ritstjórinn fer sýnilega ekk-
ert í grafgötur með það,
ihversu gjörsneyddur öllum hug
sjónum flokkur hans er, en til
þess að reyna að breiða yfir ves
Sld og andlega vöntun hans á
sviði hugsjóna, þá tekur hann
það til bragðs að reyria að telja
fól’ki trú Um, að Aiþfl. sé einn-
íg hugsjónalaus. Vesalings
Sxiaðurinn er haldinn þeirri
firru, að eymd íhaldsins sé eitt
Sivað minni, ef fyrirfynndist
bitthvað annað hér á jörðu
■jafnaumt. Þess vegna heldur
Siann sig hafa þarna himin
Slöndum tekið, er hann dettur
niður á hina frá alda öðli íhald
ið viðloðandi þrautalendingu
lygina í skjóli útbreiðslu blaðs
síns, og matar nú lesendur sína
á gamalli þulu og með sér óaf-
vitandi sjálfhæðni i endirinn.
Maður hefur oft heyrt út úr
ölvaðan mann saka algáðan
mann, sem hann í vesöld sinni
slangrar, utan í, um að vera
fullan, og þannig fer Morgun-
blaðinu að þessu sinni. íhaldið
er í þessu tilfelli hinn út úr
drukkni svallari, er .slangrar á-
fram stefnu- og rænulaus,
hvað þá að nokkuð, sem skylt á
við hugsjón, sé þar að finna.
Vegna algers skorts á hæfni til
að leysa vandamál þjóðarinn-
ar,, þá var einmitt af hugsjóna
mönnum stofnaður Alþýðu-
flokkur. Hann óx og dafnaði
vel, svo vel, að hann gat fengið
marga hugsjón sína gerða að
veruleika þrátt fyrir and-
spyrnu hins volaða ofurölva
risa. En risinn hefur á einu
sviði betri aðstöðu. Hann á
auð, sem hefur mikið áð segja,
en bætir honum þó ekki að
fullu sálarleysið. í skjóli auðs
síns tekst honum enn að halda
velli. Þannig er sú mvnd, sem
nú blasir við í þ.ióðmálum okk
ar íslendinga í dag.
En þar sem upphaflega er
deilt um hugsjónir, þá væri
ekki úr vegi að gera lítillega
samanburð á hugsjónum Al-
þýðuflokksins og hugsjónaieysi
Sjálfstæðisflokksins, og láta
sjá, hvort hefur útlit fyrir að
vera happadrýgr.a fyrir þjóðar
heildina. Eins og ég sagði fyrr
í þessari grein, þá var Alþýðu-
flokkurinn stofnaður af hug-
sjónamönnum, sem sáu, að þá
ríkjandi ásigkomulag þjóðfé-
lagsmálanna var með öllu óvið
unandi og hlaut að standa
íslendingum fyrir eðlilegum
þrífum sem menningarþjóð. Þá
ríkti hér hið svartasta íhald, og
afsprengi þess er það íhald,
sem í dag kallast Sjálfstæðis-
flokkur.
í skjóli þessa íhalds,- þróað-
ist vel hverskonar ranglæti og
svívirðing, svo sem arðrán
verzlunarkúgun, atúinnuleysi
og því samfa^'.a atvinnuofsókn-
ir, sem ætíð tíái’a verið ein-
!kenni íhaldsins og því mjög
kært. Hin sárasta fátækt ríkti
meðal alls almennings og fé-
lagslegt öruggi var með öllu
óþekkt — eða neitt í líkingu
við það. En nokkrir ríkisbubb
ar, feitir og sæHegir ríktu,
áttu ÍAnd og þjóð, hirtu af-
rakstur verðmætanna, sem aðr
ir sköpuðu með vinnu sinni,
skömmtuðu þeim svo skít .úr
hnefa, en lifðu sjálfir í vellyst-
ingum praktuglega. Gegn
þessu óréttlæti hóf Alþýðu-
flokkurinn sókn sína, áfangarn
ir náðust einn af öðrum, fleiri
og fleiri urðu þær kjarabætur,
sem náðust alþýðu manna til
handa.
Meira og meira urðu íhalds-
öflin að láta af hendi, en alitaf
var og er við ramman reip að
draga því, forréttindin sín, hiri
ranglega fengnu, lætur íhald-
ið ekki af hendi bardagalaust.
Þeir börðust af alefli gegn því
að lögfestur yrði tívííldartíml
hjá togarasjómönnunum, er
það mál fyrst bar á góma. Var
þar þó um að ræða þá réttlæt-
iskröfu, sem enginn nú' í dag
dregur í efa að hafi verið brýn
nauðsyn. Þeir settu sig á
Frh. á 7. síðu.
MINNINGARATHÖFN um Kristin Sigui'ðsson fór fram í
gagnfræðaskélanum á ísafirði miðvkucíagínn 7. janúar síðast-
liðinn. Saraa dag' fór fram útför þessa óvenjulega efnismanns
frá ísafjárðarkirkju að vi'ðstöddu miklu fjölmenni. Fánar
blökktu í háífa stöng um allan bæinn og hvarvetna sást, að bæj-
arbúum var harmur í huga.
Kristinn Sig.urðsson var
fæddur í Hnífsdal 3. ' sept-
ember 1934, en ólst að mestu
upp á ísafirði. Hann var sonur
hjónanna Guðmunáu Bærings
dóttur og Sigurðsr G. Sigurðs-
sonar skipstjóra. .sem bæði er.u
komin af þróttmiklum vest-
firzkum ættum.
Það kom snemma í Ijós, að
Kristinn var gæddur óvenju-
legum námshæfileikum, enda
reynidst tíann afreksmaður á
því sviði, þegar lengra kom á
námsbrautinni og meiri kröfur
vor.u til hans gerðar.
En hann var ekki aðeins
námsmaSur. Kristinn heitinn
var einnig gæddur glæsileg-
um eiginleikum á flestum öðr-
um sviðum. Allir, sem kynnt-
ust honumí trúðu því, að mik-
ið mannsefni færi. þar sem
hann fór. Yfirlætislaus, hæg-
ur og prúður, eðlilegur í fasi,
íhugull og þó glaður í bragði
gekk hann að námi og starfi.
Enda varð hann allra hugljúfi:
Sjómennsku stundaði hann
jafnan á sumri, ýmist með föð
ur sínum eða vandalausum.
Var hann verklaginn með af-
brigðum, áhugasamur við erf-
ið störf, og orðinn ágætlega
verkkurinandi sjómaður, þótt
'• unguri væri.
| Nú las hann fimmta bekk
menntaskóla utan skóla, en
j ætlaði til . Akureyrar upp úr
áramótum ásamt félögunum^
sem heim voru' komnir í jóla-
leyfið. En þá för fór hánn
aldrei. .4 gamlaársdag var liann.
liðið lík. Með ki'eðjandi ári
kvaddi hann bæinn. og hélt til
fjalla. — Afram — hærra —
sögou spon hans í snjónum.' Og
í lírihvÍTum snjó langt uppi í
heiði kvaddi hann lífið og kaua
að ganga tíl hinstu hvíldar.
Minningaratihöfnin 'I Gagn-
fræðaskóla ísafjarðar var lát-
luas og virðuleg. Sorgbitnir
kennarar voru að kveðja einn,
sinn b'ezta og eftirminnilegasía
nemanda. Ungmennin rneð
söknuð í hjarta voru að kveðja
góðan félaga og vin.
Söngkennari skólans, Ragn-
ar H. Ragnar, lék á hljóðfærið,
nemendur sungu, og settur
skólastjqri, Gústaf Lárusson,
flutti minningarræðu. Einnig
flutti Hannibal Valdimarsson
stutt ávarp. Fara ræður þeirra
Gústafs og Hannibals hér á
eftir.
Ræða Gústafs Lárussonar.
7
Góðir nemendur:
Síðan við vorum síðast í
þessum sal, hefur gerzt hér í
bænum sviplegur atburður,
sem hefur orðið ísfirðingum al
mennt mikið sorgarefni, en
lostið eina fjölskyldu alveg
sérstaklega hinum dýpsta
harmi.
Dauðinn kemur til okkar
mannanna með ýmsu móti. Ef
um sjúklin^a er að ræða, sem
hafa búið við langvarandí van
heilsu, eða kannske þjáðst af
kvalafullum eða ólæknandi
sjú'kdómi, þá þarf engan að
undra, þótt þeir fagni komu
hans. Það gera líka gamal-
menni, sem eru orðin södd líf-
daga. Fyrir slíkt fólk er dauð-
inn eðlilegt fyrirbrigði. Hann
er því kærkominn, eins og
hvíld eftr langan og kannske
strangan vinnudag.
En stundum skellur hann yf
ir eins og reiðarslag, fyrirvara
laust og miskunnarlaust.
Þegar æskumaður, sem á
allt lífi framundan, er skyndi-
lega og sviplega hrifinn burt
eins og nú á gamlársdag, þá
setur mann hljóðan, því að
fátt er átakanlegra en horfa á
eftir ungum manni, sem mikl
ar vonir. voru bundnar við of-
an í gröfina.
Og hér var u.m óvenjulega
efnilegan ungan mann að
ræða. Um það gat engum, sem
þekkti hann, blandazt hugur.
Þessi skóli átti því láni að
fagna að hafa Kristin heitinn
sem nemanda í fjóra vetur.
Við kennararnir þekktum hann
því vel, og ég vei't ég mæii fyr
ir rnunn okkar allra, þegar ég
segi, að ágætari nemenda get-
ur enginn skóli kosið sér. Hjá
honúm fór allt saman: einstök
prúðmennska, sem var honum
í blóð borin, látleysi, sem fór
honum svo vel, af því að það
var honum eiginlegt, og hann
hafði þó svo margt að vera
stoltur af, skyldurækni vi'ð
nám og önnur störf og síSast
en ekki sízt: óvenjulegir náms
hæfileikar. Árangurinn varð
lfka eftir því: Hann var allí-
af efstur í sínum bekk og fékk
oftast ágætiseinkuim. Á lanás-
prófi, sem er mjög þungt próf,
eins og aliir. vita, hlaut hann
ágætiseinkunnjina 9,24, og er
það einhver allra hæsta eink-
unn. sem hefur verið tekin á
því prófi, sem mörg 'hundruð
nemenda um land allt haia
þó gengið undir.
Góðar gáfur eru æskilegar,
og það sæti illa á mér sera
kennara að gera lítið úr þeím.
En til þess að gáfur beinist í
rétta átt og komi að fullum nct
um, þurfa þær að haídast í
hendur við gott upplag og inn
ræti. Áxmars geía þær orðið
tvíeggjað vopn, því að. það er
ekki nóg, að maðurinn sé vel
gefinn. Hann þarf líka helzt aS
vera vel gerður, og það skiptir
jafnvel meira máli. Þettai
hvort tveggja: vel gefinn og
vel gerður var Kristinn heit-
inn í óvanalega ríkum mæii.
Hann fékk í vöggugjöf mikla
hæfileika en líka mikla mann-
kosti. Allar líkur bentu því tit
þess, að hann ætti glæsilega
framtíð í vændum.
En þetta átti ekki að verða.
Þær miklu vonir, sem víð
Kristin heitinn voru bundnar,
áttu ekki að rætast. 1 stað þess
var lífsþráður hans Mipptur
sundur — skyndilega og ó-
vænt, og hann liggur nú tíðið
lík, sem brátt verður borið til
hinztu hvílu. Þessi góði dreng
ur er nú horfinn, og við sjá-
um hann ekki framar í þessu
lífi, en ég er viss um, að minn
ingin um hann geymist í hjört
um okkar allra, sem þékktum
tíann.
Foreldrum hans og systkin-
um, sem nú hafa orðið fyrir
svo þungu áfalli, votta ég —
(Frh. á 7. síðu.)
Alþýðublaðið — 5