Alþýðublaðið - 24.01.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1953, Blaðsíða 6
FRANK YERBY M i (I jónahöllin SKOÐANAKONNUN Ég sat önnum kafinn við að falsa skattframtal fyrirtækisins þegar hávaxinn, hvatskeytsleg- ur maður ruddist mn í einka- skrifstofu mína. Góðan dag, sagði hann, við höfum startað smávegis skoðanakönnun við- víkjandi þessu væntanlega hér- aðsbanni . .. Hvað hérað ó að fara að banna? spurði ég. >Þér hljótið að hafa heyrt talað um væntanlega atkvæða- greiðslu um héraðsbann hérna í höfuðstaðnum. Ég er eikki austan af Héraði. Ekki einu sinni ættaður þaðan. Svo að það hafur enga inter- essu fyrir mig, hvort Héraðið eða Héraðsbúar verða bannaðir hérna í höfuðstaðnum eða ekki, svaraði ég. Bannið á að gilda sölu á á- fengi í Beykjavikurhéraði, svaraði gesturinn snúðugt. Ég hef aldrei heyrt talað urn neitt Reykjavíkurhérað. Hér er borg, en ekki neitt hérað. Það ætti þá að setja á borgar-áfeng- isbann. Afsakið, en það hefur þegar verið gert, svaraði gesturinn og virtist tsÉeinhissa á fáfræði minni í áfengismálum. Jæja, varð mér að orð.i Þér segið fréttir. Og mó þá ekki lengur selja áfengi í bílum, sem aka um >götur borgarinnar? Afsakið, mælti gesturinn enn, iþað hefur aidrei verið leyfilegt. Jæja, svers vegna hefur það þá ekki verið bantiað? Það hefur alltaf verið bann- að ... Einmitt það. Og þetta nýja bann . .. Á að framfylgja því á sama hátt? Það á að útiloka alla vínsölu í höfuðstaðnum. Hvernig? Hvernig, — hún verður bönn uð. Eins og í bílunum? Það hu>mm>aði í gestinum. Er uð þér því meðmæltur, að sett ■verði á héraðs ... að sett verði á bann við allri vínsölu hér í höfuðstaðnum? spurði hann. Vitanlega, svarað'i ég. Það er alltaf gaman að kosningum, og ef maður getur fengið vín keypt efíir sem áður . . . Afsakið, en það >er ekki miein ingin .. . Hver fjandinn sjálfur er þá meningin? Þér segið að alltaf hafi verið bannað að selja á- fengi í b.íium. Já, en því banni hefur ekki verið urws^ð framfylgja. Þessu banni verð.ur hins vegar strang- lega framfylgt. Hvernig? Hvernig, — honum vafðist tunga um tönn. Síðan fór hann út og skellti hurðinni harkalega að stöfum. snyrtlvörur hafa á fáum árum unnið sér lýðhylU um land allt. ■ Pride ætlaði þegar að sam- þykkja, en um leið og hann opnaði munninn greip Esther > fram í: j Vgrtu ekki svona nízkur, • pabbi, sagði 'hún með mestu rósemi. Hann er að minnsta 1 kosti tvö hundruð dollara virði. Andlit Thomas Stillworths varð skyndilega purpurarautt. Eftri andartak mælti hanir Jæja, þá það. Hann var lítið eitt skjálfraddaður. Það er nátt úrlega alltof mikið, en ég skal borga það samt. Tim þorði ekki að trúa sín- Um eigin eyrum. Honum varð litið á Pride, en á honum var engin svipbrigði að sjá. Þú getur búið hérna hjá mér. Þér verður fengið til af- j nota herbergi á efstu hæð. Þeg , ar ég og dóttir mín, þurfum ! að fara eitthvað út, þá fylgir þú okkur eftir. | Þess á milli fæ ég þér má- ske einhver önnur verkefni. Eg áskil mér sem sagt rétt til þess að láta þig vinna annað handa mér, þess á milli sem ég þarf á fylgd þinni að halda á ferð- um mínum um borgina. Hann snéri sér að dótturinni. Esther hringdu í Malcolm, segðu hon- um að vísa herranum á her- bergið hans. Já, pabbi, hún hikaði andar- tak, pg Jbættji síðan) >við: En finnst þér annars ekki rétt að spyrja hann að heiti fyrst? Svo er nú það. Stillworth tók upp litla vasabók og pár aði eitthvað í hana í flýti. Nú, herra minn? Pride Dawson, sagði nýi líf- vörðurinn. Pride? bergmálaði Esther. Það er skrítið. En það fer þér vel. Óþægindatilfinning greip Pride. Hann vissi fyrst í stað ekki hvers vegna, en svo átt- aði hann sig: Einmitt þetta sama hafði Sharon sagt, bara með ofurlítið öðrum oroum: Það er skrítið nafn, en ég held að það fari vel, hafði hún sagt. Hann ygldi sig. Og hann, sem varla hafði hugsað til Sharon O’Neil í allan dag. Það var ekki laust við að hann finndi til sektartilfinningar. Indæla, litla Sharon, og ég, sem er að láta þetta fiðrildi trufla mig. Hann snéri sér að Tim og rétti honum höndina. Sæll, Tim, sagði hann. Sé þig á morgun. Sæll, Tim hneigði sig hæ- versklega fyrir þeim feðgin- um. Síðan gekk 'hann til dyr- anna og beið þess, að einhver opnaði fyrir honum, því dyrn- ar voru ávallt læstar. Komdu með mér, sagði Esth- er. Það kom rykkur á htifuð svarta Tom, höfuðið riðaði og vangaskeggið hrisstist smá- kkrýtilega. Esther, byrjaði hann. Esther skríkti og lét sem hún heyrði ekki til föður síns. Komdu Pride. Píjide gekk ;upp öíigann á eftir :henni._ Hann dróst vilj- andi dálítið aftur úr og Tim, sem ekki var enn kominn út, fylgdi Jþteim *eftjlr spýbjandi augnaráði. Hann gaf því gæt- 16. DAGUR ur, hvert Pride ‘horfði, og sá brátt ástæðuna fyrir því að Pride gekk ekki samsíða henni. í hvert skipti, sem unga stúlk- an steig upp í næsta þrep fyrir ofan í stiganum, kipptist kjóll- inn ofurlítið upp og fallegur ökii kom |í ljós. Tim sá, lað Pride hafði ekki augun af fót- ur^im á henni. Esther var komin upp stig- ann og snéri sér við á slánni. Þessa leið, Pride, sagði hún. Komdu með mér. Það var eitthvað í rödd henn ar, þegar hún nefndi nafn hans, sem gerði Pride óróleg- an. Hann hélt áfram að ganga á eftir 'henni upp næstu stiga, og nú var ástæðan önnur: Hann vildi hafa næði til þess að hugleiða, í hverju hann lægi þessi (falski tónn. Hann komst að niðurstöðu á auga- bragði: Stúlka úr hennar stétt og stöðu gæti eklti með neinu móti leyft sér >að kalla hann — óþekktan manninn, skírnar nafni hans, nema .... Hann þorði varla að hugsa hugsun- ina til enda. Ungfrú Esther, þú kallar mig Pride. Hvers vegna gerð- irðu það? Hún nam staðar og snéri sér að honum. Fölt, ávalt andlit- ið bar vott um ítrustu rósemi. Hvers vegna ekki? spurði hún kuldalega. Eg kalla Mal- colm bara .Malcolm. Og ég kalla Terence skírnarnafni hans. Hvers vegna skyldi ég þá ekki kalla þig Pride. Malcolm, það er víst þjónn- inn og kjallarameistarinn. Og Terence er ökumaðurinn. Það vissíi hann af frásögn gamla Stan O’Neil. Hann rétti úr sér frammi fyrir henni og gnæfði svo hátt, að hún undraðist að hann skyldi ekki reka sig upp undir og var þó hátt til iofts. Eg held, að þú þurfir ekki að vísa mér á þetta herbergi, sagði hann hæglátlega. Og þú getur farið og sagt föð ur þínum, að ég hafi skipt um skoðun. Esther hreyfði sig ekki úr sporunum. Blá augun stækk- uðu í fölu andlitinu. Svo hló hún, iágt og ertnislega. Þú ert ekki svo líil fyrir þér. Láttu ekki eins og kjáni. Þú hefur fengið prýðisgóða stöðu, skaltu vera viss um. Hérna er herbergið þitt, og án þess að líta af honum,_ hrinti hún upp hurðinni og benti honum inn. Hann hneigði sig til sam- þykkis og hún fór inn á undan honum. Hann litaðist um í her- berginu hörkulegur og kaldur á svip. Esther lei sem snöggvast við honum. Hláturinn sauð niðri í henni, þegar hún tók til máls á nýjan leik. Gott, ekki satt? Pride henti hattinum sínum á borð. Komdu hingað, stúlka mín. Hún nálgaðist hann rólega. Þegar hún var komin nógu nærri, rétti hann fram hend- legginn, tók utan um hana og dró hana að sér. Ösjálfrátt varð henni á að hugsa: Hamingjan góða, hvað hann hlýtur að vera sterkur. Pride beygði sig fram og leit- aði eftir kossi. Varir þeirra mættust. Hann fór sér að engu óðslega, kyssti hana af ástríðu og þó varfærnislega og naut augnabli^kjins | fcíkum mælh Hún var alls endis varnarlaus í sterkum örmum hans. Hann reyndi af ásettu ráði að láta hana kenna til, gaf gætur að sársaukadráttum í andliti hennar. Hún Jvar imeð lokuð augu. Svo skipti hann um í mýkt ;og jviðkvæmni, -þar tlil hann varð var eftirsóttrar svörunar, heitar varir hennar þrýstu sér að munni hans, gef - andi, lofandi og nú aðskildust þær. Hún lyfti höndunum afíur fyrir háls honum, gróf neglurn- ar í loðinn háls honum: Pride, hvíslaði hún, ó Pride. > Þetta 'pr /rjetra hljóð, urr- aði hann. Segðu það svona. Ö, Pride, ekki: Komdu hingað, Pride. Gerðu þetta, Pride. Hann giiottl harðneskjulega framan í hana, sá litlaust and lit og augu, sem voru að fyll- ast tárum. Svo geturðu farið, sngði hann. Segðu þessum Malcoim að koma upp með vatn, hand- klæði, sápu og rakáhöld. Segðu föður þínum að láta mig strax Mþýðublaðið fæst á þessum stöðum í Fossvogi og Kópavogi: Verzluninni Fossvogur, Fossvogi. Blaðaskýlinu, Kópavogi. Verzlun Þorsteins Pálssonar, Kópavogi. Verzl. Þorkels Sigurðssonar, Borgarholtsbr. 20. Kron, Borgarholtsbraut 19. Kaupfél. Kópavogs, Álfhólsveg 32. Kynnið yður ALÞÝÐUBLAÐIÐ og þér munuð sann- færast um, að án þess megið þér ekki vera. — Hringið í síma 4900 og pantið blaðið. Áskrifendur fá blaðið sent innpakkað í framan- greinar verzlanir, ef þeir óska. Álþýðublaðið. wmma Smurt brauð. Snittur. Til í búðinni allan daginn. Konaið og veljið eða símið. Síld & Fiskur. Ora*við£erð?r. Fljót og góð afgreiðsl*. GUÐL. GÍSLASON, Laugavegi 63, iími'81218. Smurt brauð oá snittur. Nestispakkar. ódýrast og bezt. Vin- samlegast pantið með fyrirvara. MATBARINN Lækjargötu í. Sími 80340. Köld bor<5 oá heitur veizlu- matur. Síld & Fiskur, Slysavarnafélags fslanðs kaupa flestir. Fást hjá slysavarnadeildum um land allt. í Rvík í hann- yrðaverzluninni, Banka- stræti 6, Verzl. Gunnþór- unnar Halldórsd. og skrif- stofu félagsins, Grófin 1. Aigreidd í sima 4897. — Heitið á slysavarnafélaglð. Það bregst ekki. Nýja sendl- bílastöðin h.f. hefur afgreiðsiu í Bæjar- bílastöðinni í Aðalstræti 16. — Sími 1395. M inningarsDÍöId Barnaspítalasjóðs Hringsins eiru afgreidd í Hannyrða- verzl. Refill, Aðalstræti 12 (áður verzl. Aug. Svend- sen), í Verzluninni Victor, Laugavegi 33, Holts-Apó- teki.i Langholtsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suð- urlandsbraut, og Þorsteins- búð, Snorrabraut 61. Hús og íbúðir «1 ýmsum stærðum I bænum, útverfum bæj- arins og fyrir utan bæ- inn til sölu. — Höfum einnig til sölu jarðir, vélbáta, bifreiðir og verðbréf. Nýja fasteignasalan. Bankastræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30— 8,30 e. h. 81546. Alþýðublaðinu 6 ~ Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.