Alþýðublaðið - 06.02.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.02.1953, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. febrúar 1953 ALÞÝÐU5LAÐ1Ð a HÁTT hafa þeir iöngum gal- j að, forvígismenn heildsalanna j í Revkjavík, um frjálsa verzl- nn. í tvo áratugi hafa þeir bar- j 5ð sér á brjóst og kvartað yfir , xangsleitni þeirra manna, sem hafa viljað haga innflutningn- 'um til landsins með þióðarhag fyrir augum, ekki viliað flytja ínn nema sem allra minnst af óþaríavarningi og viljað hafa eftirlit með því, að innfluttur varningur væri seldur hóflegu verði: Þessar ráðstafanir voru 'kallaðar fjötrar um fót verzl- unarinnar og líkt við verzlun- arháttu Hörmangara. Að vísu kunnu þó helztu heildsalagæðingarnir ekki eins illa við þetta fyrirltomulag og þeir vildu vera láta. Þeim tókst nefnilega nokkuð fljótt að sveigja kerfið sér til hags- bóta. Fyrir tíu árum tókst Birni Olafssyni, er þá var við- skiptamálaráðherra, eins og nú, að koma hinu svokallaða „kvóta“-kerfi á, en það var í því fólgið, að helztu heildsal- arnir í Reykjavík skyldu sitja að mestöllum innflutningnum. — Var þá löggilt cins konar einokunarsala á þýðingar- mestu vörutegundunum. Verzlunarstéttin sem heild undi að vonum illa við þetta, en fékk ekki að gert. Þó kom að því, að þetta fyrirkomulag var orðið svo óvinsælt, að Björn Ólafsson og núverandi ríkisstjórn sá sér þann kost vænstan að afnema það að verulegu leyti, og vár þá mikið talað um frjálsa verzlun. Upp- hófst þá bátagjaldeyrisbráskið <og gegndarlaus ir.nflutningur á postulínshundum og öðrum glysvarningi, á meðan þjóðina skorti gjaldeyri til þess að ílytja inn nauðsynjavarning, t. d. byggingarefni, enda svo ströng skömmtun á því, að iugthússök er að hrófla upp smáhýsum, svo að ekki sé tal- að um jnnað stærra. En nú íyrir skömmu hafa þó þeir at- burðir gerzt, sem eru alvar- legri og viðurhlutameiri fyrir verzlunina hér á landi heldur en öll þau bellibrögð, sem for- vígismenn ..frjálsrar verzlun- ar“ hafa hingað til beitt, en það er stofnun „íslenzka vöru skiptafélag'. ins h.f.“ Stofnend- ur þess eru SÍS, heildsah.rnir ] Reykjavík og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. I upphafi vár til þess. ætlazt. sð Félag ís- lenzkra iðnrekenda og Sam- band smásöluverzlana yrðu með, en þeim var á síðustu stundu bolað frá oátttöku af ástæðum, sem öllum eru ljósar og síðar verður vikið að. Það. sem gerði stofnun þcssa fyrirtækis nauðsynlega, voru þær ástæður, sem nú eru fyrir hendi í verziuninni, nefni lega þær, að óhjákvæmilegt er í næstu framtíð að eiga aukin viðskipti við löudin á megin- landi Evrópu. Þessi lönd geta ckki átt við- skipti við okkur ncma á vöru- skiptagrundvelli. Þeir, sem því ráða yfir útflutningnum, töldu sig þurfa að einoka innflutn- inginn líka, því að á þann hátt er hægt að haga verðlagningu hins innflutta varnings eins og þessum herrum þóknast. Með öðrum orðum: Sambandið og sölumiðstöðin selja l’isk til meg inlands Evrópu og kaupa í staðinn fullunnar vörur frá þessum þ.ióðum. Fyrir tilstilli Björns Ólafssonar er eftirlit með álagningu á Iiessar vörur fellt niður og flestar vörurnar eru á frílista, og þarf því engin leyfi til innfluitningsins. íslenzka vöruskiptafélagið þarf því engan að spyrja um, hvaða vörur það flyfur inn. Til þess að eigendur hrað- frystihúsanna geti fengið það verð fyrir fiskinn, sem þeim líkar, er mismuninum á sölu- verðinu og því ver'ði bætt ofan á innflutninginn, og íslenzkur almenningur látinn greiða hraðfrystihúsaeigendum það fé, sem þeir óska cftir. Svika- myllan er þannig fullkomin. ROfisstjórnin hefur því nú að fullu fallizý. á hagfræðikenning ar Finnboga í Gerðum, og gerði það um leið og heildsal- arnir sáu sér hag í því. Já, ástandið er sannarlega athyglisvert. Enginn fær að selja frystan fisk, nema SÍS og sölumiðstöðin, og enginn fær að flyt.ja inn vörur fyrir and- virði þessa fisks, noma sömu aðilarnir að viðbættum nokkr- um heildsölum í Reykjavík. I ií íl 1 i íl S 3 I I I i 3 i 1 I 1 i í I ? i A f mœliskveðja til Hólmfríðar Matthíasdóttur sjötíu og fimm ára ÉG HEF ÞÉR og kostum þínum kynnzt. — Sú kynning hófst ei fyrst á þessum vetri, og það er ekkert oflof, að mér finnst, að ekki séu margar konur betri, Að „vina“-hópnum kemur stundum styggð; vér stöndum einir, hlaðnir vorri byrði, en sá, er glatar þinni tröllatryggð, mun týna fleiru, sem er einhvers virði. Þótt aldur hækki, ilma flest þín spor, og enn er hlýr í brjósti þínu strengur, og þess vegna áttu að mæðast meðal vor að minnsta kosti aldarfjórðung lengur. Gretar Fells. Og verðlagningunni ráða þeir sjálfir. Félagi íslenzkra iðnrek- enda, sem vildi vera með í þessum samtökum til þess að fá aðstöðu til að flytja inn hrá- efni til vinnslu í íslenzkum verksmiðjum, var á síðustu stundu sparkað út ásamt smá-- salasambandinu. Orsökin er augljós: Aðilar þeir, sem eiga vöruskipfafélag ið, græða meira á því að flytja inn fullunnar vörur, og þess vegna má íslenzkur iSnaður sigla sinn sjó. Ef smásalarnir fengju að flytja inn sjálfir, þvrftu þeir ekki að greiða heildsölunum þeirra álagningu, og almenn- ingur hefði fengið vöruna ódýr ari, en það var ekki til þess ætlazt. íslenzka vöruskiptafé- lagið er sem sé engin góðgerða stofnun, enda mun það sýna sig í reyndinni. Þetta fyrirtæki er stærsta sporið, sem stigið hefur verið til þess að hneppa verzlunina í einokunarf jötra nokkurra nianna, og það hlýtur að verða krafa allra þjóðhollra manna, að félagið verði nú þegar leyst upp. Þeim gremst nú mjög, sem trúað hafa því að SÍS ræki heil brigðari verzlunarháttu en heildsalarnir, og óska nú þess eins, að það gangi út úr þessu fyrirtæki sem fyrst. R. P. RFYKVÍSKíR VERKAMENN íin fufi fé í r KOMMÚNISTASTJÓRNIN í DAGSBRÚN hefur broí ig rétt á fjölmörgum verkamönnum með því að setja þá á aukafétagaskrá, þó að þeir uppfylli öll skilyr'ði sem aðalfé- lagar. Eru Ðagsbrúnarmenn með þessum hætti flokkaS- ir í tvo hópa, þó að hvergi sé í lögum og reglum Dagsbrún ar gert ráð fyrir slíkri flokkun á félagsréttindum þeirraf manna, sem geta verið o'i eiga að vera fullgildir meðlimsr félagsins. Hér er um að raaða ofbekli, sem verkamenn verða að rísa gegn í samsíilHu átaki: við i hönd fa'randt stjórnarkjör. Tilgangur núverandi Dagsbrúnarstjórnar með flokkun þessari liggur í augum uppi. Aukameð- timir hafa aðeins vinnuréttindi næst á eftir aðal- meðlimum og hvorki kjörgengi né kosningarétt. MeíS flokkuninni er kommúnistastjórnin í Dags- brún að koma í veg fyrir, að félagsmerin, sem hún hefur vanþóknun á, njóti réttinda, sem þeím ber samkvæmt íögum. og reglum félagsins. Þetta sýnir ótta Dagsbrúnarstjórnarinnar við verkamennina í Reykjavík. Hann knýr hana til ofbeldisaðger’ða og óhæfuverka. Allir þeir, sem nú eru á aukafélagaskrá í Dagshrún en eiga skilyrðislausan rétt á að vera þar aðalfélagar, hafá forgangsréít að vinnu og njóta kjörgengis og kosninga- réttar í félaginu, verða einum rómi að krefjast þess réítar síns að verða aðalfélagar. Kommúnisíastjórninni má ekki Iíðast að beita slíkum og þyílíkum bolabrögðum sem þeim að flokka Dagsbrúnarmenn í hópa til þess a'ð svipta mik- inn hluta þeirra félagsréttindum. Og við stjórnarkjörið, sem fer í hönd, gefst verkamönnum kjörið tækifæri til þess að koma í veg fyrir, að vinnubrögð ofbeldisseggja séu höfð í frammi í stærsta verkalý'ðsfélagi landsins. REYKVÍSKIR VERKAMENNÍ GERIÐ SKILYRBIS- LAUSA KRÖFU UM FULL FÉLAGSRÉTTINDI f DAGSBRÚN OG FYLGIÐ HENNI FAST ERTIR. S s V s V s s s V s s s s V 7 s V s s s s ■ s . s , Á . s s: s s s s s s s s s s s s s \ s s s s s V s s s s s s V s s V s s Ræða forseta tslands í EHiheimHfnu Grund 2k janúar: Minninaamar er Forsetahjónin heimsóttu elli- og hjúkrunarheimilið Grund 26. janúar eins og áð- ur hefur verið getið í frétt- um. Flutti forsetinn við það tækifæri ræðu þá, sem hér birtist. GÖÐIR ÁHEYRENDUR. Það er okkur hjónunum sönn ánægja að heimsækja þessa stofnun, bæði vegna stofnunarinnar sjálfrar og hinna mörgu vistmanna. Á síðasta ári átti Elli- og hjú'krunarh<Ymilið ,.Grund“ þrjátíu ára afmæli. Þá var tækifæri til að rifja upp á- nægjulega sögu um vöxt og viðgang mikils mannúðarstarfs allt frá litla húsinu við Kapla- skjólsveg með rúmlega tuttugu vistmönnum og til þessarar miklu stofnunar, þar sem nú stöndum vér, og sem rúmar hátt á fjórða hundrað vist- manna og starfsmanna. Hér hefur verið framför á öllum sviðum, bókasafn, vinnu- kennsla og heilsugæzla, og fleira mætti telja um stjórn stofnunarinnar. Umgengnin ut anhúss er bæjarprýði, sem all- ir vegfarendur njóta, blómin og garðyrkjan á sumrin og skreyting á hátíðum. Mér virð ist og, að þessu stóra heimili hafi haldizt vel á forstöðufólki, og ber það gott vitni því starfi, sem hér er haldið uppi. Ég vil ekki láta hjá líða að nefna á nafn einn þeirra, sjálfan for- mann heimilisstjórnarinnar, um þrjátíu ára skeið, eða frá upphafi vega, og heimilisprest, séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Hans mun lengi mlnnzt í sam- bandi við hið góða starf fyrir. gamalt fólk. Fæðisdagar. aldr- aðs fólks eru á annað hundrað þúsund á ári í þessari prýði- Iega vel reknu sjálfseignar- stofnun. Skuldir eru hveríandi mó-ts við hina miklu eign, og ættu þó helzt að vera engar. Það eiga allir þökk, sem hér hafa staðið að verki. AF KRÍSTILEGRI ROT Það, sem mest er um vert, er að hér eru ræktar skyldur við gamalt fólk, sumt slit.ið af störfum og sumt farið að heilsu. Sú skuld hefur ekki æ- tíð verið greidd í þessu lífi hér á landi fremur en annars stað- ar. Það mætti segja ófagrar sögur af því ræktarleysi frá fyrri öldum, en það skal þó ekki rifjað upp að þessu sinni. Og fram á síðustu tíma hafa kjör gamals fólks verið mjög misjöfn og stundum miskunn- arlaus. Einstæðingmn er mest vorkunn og þeim, zem þurfa a*5 þrælka með þverrandi kriöít • um. Starfsemin hér er af krisíú legum rótum runnin og vax- andi skilningi hins bpinbera á skvldum við ellina. Auk þess eru það ýmsar breytingar á heimilisháttum. húsnæði og heimilishjálp, sem valda því, að elli- og hjúkrunarheimöli eru nu nauðsynlegri en nokkru sinni áður. Samvizka þjóðs.ro innar heámtar þau. AÐ GÆTA BRÓÐUR SÍNS Já, þjóðin hefur samvizikn, hún getur verið góð eða vond eins og hjá öðrum. En ég hygg að hún sé betur vakandi og sterkari nú á síðari tímum em áður var. Það var einu sirmi lítil stúlka að rogast með eitt-* hvað í fanginu. og maður, sena fram hjá gekk, sagði við hana;. „Er þetta ekki. allt of þung byrði fyrir þig, telpa rnln?“' „Þetta er engin byrði,“ sagði stúlkan, ,.það er hann bróðir>' minn.“ Hún er sterkari nú er» áður fyrr, krafan um að gæta bróður síns. Kristindómurimn er að því leyti ríkarí í nútíma: þjóðfélagi, hvað sem líðun trúnni. Þó vil ég bæta því við, .^bL CFrh. á 7. gíðu.) J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.