Alþýðublaðið - 11.02.1953, Síða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. febrúar 1353
Útgefand;. Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
Hannibal Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Hrétta^tióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð-
mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Miöller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af-
greiSsiissani: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8.
Áskriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00
Kommúnistískí iýðræði.
MARGUR hefur verið hissa
á orðbragði Þjóðviljans að und
anförnu 1 sambandi við stjórn-
arkjörið í Verkamarmafélag-
ínu Dagsbrú*..
Þar á að kjósa milli tveggja
lista, A-LLstans, sem kommún-
,istar bera fram, og B-listans,
sem verkamenn í félaginu,
snestmegms Alþýðuflokksmenn,
fiafa gomið sér saman um að
fcera fram og styðja.
Nú er enginn hlutur eðlálegri
í lýðræðislegum félagsskap en
að kosið sé á þennan hátt á
milii tveggja lista. En frá sjón
armiði Þjóðviljans virðist
þetta vera fjarri því að vera
eðlilegt. Lista verkamannanna
kallar Þjóðviljinn alltaf klofn-
-íngslistann. Þar með er verið
að reyna að koma því inn hjá
Dagsbrúnarverkamönnum, að
það sé einhver svívirðileg
klofningstiiraun að leyfa sér
&nnað eins og það að bjóða
£ram annan lista en þann, sem
kommúnistastjórnin sjálf hef-
ur komið sér saman um. ■—■ En
slíkt á auðvitað ekkert skylt
við klofning. Það er sjálfsagð-
tir lýðræðislegur réttur verka-
toannanna, sem þeir eiga að
nota sér í fullu frjálsræði.
Að undanförnu liafa verka-
menn, sem að B-listanum
standa, béðið Alþýðublaðið fyr
ir nokkrax greinar um mláefni
Dagsbrúnar til birtingar. Þess-
ar greinar hafa allar fluít gagn
rýni á störf og vinnubrögð nú-
verandi félagsstjórnar. Flestar
hafa þær verið ritaðar undir
nafni, og aliar hafa þær átt
Bammerkt í því, að þær hafa
verið prúðmannlega rtiaðar og
lausar við persónulega áreitoi
og illkvittni.
En. þrátt fyrir þetta hefur
Þjóðviljinn aldrei á þessar
greinar minnzt án þess að
kalla þær árásir á Veikamanna
félagið Dagsbrún. — En ham-
ingjan hjálpi okkur. Hannes
Stephensen, Eðvarð Sigurðs-
son og Sigurður Guðnason eru
þó ekki sjáift Varkamannafé-
lagið Dagsbrún, og því síður
eru vanrækslur þeirra og yfir-
sjónir í félagsmálum sama og
sjálft félagið. — Og ekki eru
þessir menn heldur íriðhelgir í
þeim skilmngi, að verk þeirra
séu ekki urndeilanleg.
Auðvitað er það sjálfsagður
réttur verkamannanna að
ræða bæði sín á milli og opin-
berlega um starfsemi félagsins
og frammisteðu félagsstjórnar,
eins og það hvorttveggja kem-
ur þeim fy.rir siónir. Það eru
einræðisleg bolabrögð, andstæð
öllum hugmyndum okkar um
bugsanafrelsi og ritfrelsi, að
hindra það.
Það er líka alveg ótrúlegt, ef
menn haida að beir hæti fyrir
sér með munnsöínuði eins og
Þjóðviljinn viðhafði í gær, er
ha:nn minntist á lista verka-
mannanna. en bað var gert með
þessum orðum: AB-snatar auð
valdsinis .. . listi fimmtu her-
deilda atvirmurekenda og auð-
stéttar £ verkalýðssamtökunum
... klo&úngsbrölt ... sundr,-
ungarstarfsemi . . , rógur AB-
blaðsins um Dagsbrún Og svo
var reynt að uppnefna ræðu-
menn á Dagsbrú aarfu ndírnum,
éf þeir mæltu gegn Dagsbrún-
arstjórninni.
Með þessum munnsöfnuði er
forustufélagi íslenzkra verka-
manna enginn heiður gerður.
Þetta er þeim til háborinnar
vanvirðu, sem iðka. Þetta lýs-
ir naumast fullu sjálfræði.
En þó tekur fyrst út yfir,
þegar fréttir berast af fundi
Dagsbrúnar í fyrrakvöld. Þar
fengu formælendur stjórnar-
listans auðvitað að íala ótrufl-
aðir af fundarmónnum. En
þegar málsvarar verkamanna-
listans fluttu sitt mál voru
gerðar alls konar tilraunir til
að koma í veg fyrir að mál
þeirra heyrðist. Tók hávaðinn
og gauragangurinn jafnvel á
sig hinar ótrúlegustu myndir.
— Ekki er slíkt heldur Verka-
mannafélaginu Dagsbrún til
sóma. Ekki sýnir þetta mikla
trú á málstaðinn. Ekki sýnir
það heldur mikla virðingu fyr-
ir málfrelsinu.
Allt þetta framferði er kom-
múnistum til mikillar van-
sæmdar. Og fyrst og fremst er
það sök forustumannanna. Ef
það væri ekki að þeirra vilja
og með þeirra fulla samþykki,
mundi vera búið að kveða það
•niður fyrir löngu síðan. — En
þó ao foringjar kommúnistá
leggi blessun sína yfir svo ó-
lýðræðislegt framferði, er ó-
hugsandi annað en að verka-
menn almennt fordæmi það og
hafi á því megna forsmán.
Það tekur svo út yfir allan
þjófabálk, þegar gripið er til
þess ofbeldis innan verkalýðs-
samtakanna, að svipta menn
þar málfrelsi. En einnig það
vopn var notað gegn lista
verkamannanna í Dagsbrún á
fundinum í fyrrakvöld.
Ætli fólk, sem til þekkir,
eigi ekki erfitt með að trúa því
að manni eins og Sigurði Guð-
mundssyni, fyrrverandi ráðs-
manni Dagsbrúnar, sé neitað
um orðið á Dagsbrúnarfundi?
En staðreynd er það engu að
síður, að það var gert í fyrra-
kvöld. A þeim sama fundi var
einum af elztu félögum Dags-
brúnar, Jóni S. Jónssyni, einn-
ig neitað um orðið. Og eftir
hastarlegar árásir á stjóm Al-
þýðusambands íslands, bað
gjaldkeri ASÍ, Óskar Hall-
grímsson, um orðið til and-
svara, en var synjað um það.
Er slík neitun skýlaust brot á
lögum ASÍ, þar sem stjórnend
ur þess eiga málfrelsi og til-
lögurétt á fundum allra félaga
innan sambandsins.
Þetta eru furðulegar fréttir
frá stærsta verkalýðsfélagi
Iandsins. En þser fara ekkert
milli mála, þær eru sannar, því
miður.
Þetta eru alvarlegir hlutir.
Og þeir sýna lióslega, hvernig
umhorfs mundi verða hér á
landi, ef ofstæki kommúnism-
ans næði hér yfirhönd. Hugs-
1 anafrelsi, málfrelsi og skoðana
í bænum Ridderkerk í Hollandi 1"""" borg“a ,og hetl‘& ,dag „og
nott an hvildar við að hlaða sandpokum 1 skorðm sém
sjárinm braut í varnargarðana meðfram skurðunum. — Á myndinni sést einn slíkur hópur
gið sandpokahleðslu.
Gunnlaugur Bjarnason: ^
Aukinn kaupmáltur vinnu-
launanna bezia kjarabófin
OKKUR VERKAMÖNNUM
er það alls ekki nægilegt að
gera samninga urn kaup og
kjör. Við þurfum einnig að
ú'yggja svo sem framast er
unnt, að við fáum sem mest
verðmæti fyrir umsamið kaup.
Góðu heilli fóru verkalýðsam-
tökin inn á þessa braut í síð-
ustu kjaradeilu. Að \jísu voru
það aðeins fyrstu sporin í
þessa átt, sem þá voru stigin,
en við verkamenn bindum
mildar vonir við bánn þátt
kjarabaráttunnar að auka kaup
mátt vinnulaunanna.
Baráttuna fyrir því að auka
kaupmátt vinnulauna okkar
verkamanna þarf vissulega að
reka samfellt og skipulega, og
ekki er rétt að binda Iiana ein-
vörðungu við kaupsainninga.
Það er hins vegar tvímrelalaust
verkefni félags okkor að vím
sífellt vakandi fyrir því á
hvem hátt gerlegt sé að
tryggja verkamönnum mest
verðmæti fyrir hið umsamtla
kaup. Til dæmis æUi Dagsbrún
að gangast fyrir hví, að gerð
væru stúrfelld sameiginleg
innkaup á vinnuklæðnaði fyrir
okkur verkamenn. Slíkt fyrir-
komulag myndi koma í veg
fyrir, að við verkamenn þyrft
um að greiða óþörfum miJIi-
liðum skatt af okkar rýru tekj
um. Innkaup á þessum vörum
yrðu gerð beint frá viðkom-
andi verksmiðjura og á því
verði, sem þær á Iiverjum tíma
seJja þær til smásala, og með
þessu myntli snara t að mestu
leyti smásöluálagníngin. Þetta
vari allveruleg kjarabót, sem
myndi drýgja tekjur okkar
verkamanna að mim. Sömuleið
is væri það mjög íil athugun-
frelsi eru vissulega ekki helg
og háleit mannréttindi í þeim
herbúðum. Og það er skylda
.þeirra, sem virða helgi kosn-
ingaráttarins og meta nokkurs
alfrjáls lýðréttindi -- að fylkja
liði gegn slíku siðleysi í félags-
málum og sjá svo um, að hlut-
ur ofbeldisseggjanna verði sem
allra minnstur.
ar að láta þessa síarfsemi ná
til fleiri vörufloltka af nauð-
þurftum okkar verkamanna.
Það er alls ekki ætlan mín
eða þeirra félaga minna, sem
vilja berjast fyrir þessu hags-
munamáli okkar og þoka þessu
máli sem og öðrum kjararrál
um okkar fram til nýrra sigra,
að þessi innkaupasamrök okk-
ar verkam. verði Dagsbrún
nokkur fjárhagsleg byroi. Hins
vegar teljum við bæði rétt og
skylt, að Dagsbrú’.i beiti sér
fyrir framgangi þessa ótvíræða
ha.gsmunamáls á þann liátt að-
stofna innkaupasamtök verka-
manna í formi pöntunarfclaga.
Þessu hagsmunamáli hefur nú-
verandi stjórn Dagsbrúnar
engu sinnt og gegnir í þessu
efni sama máli og ótal mörgum
öðrum, sem stjórn og starfs-
menn Dagsbrúnar hafa með
. GUNNAR ÓSKARSSON
efndi til söngtónleika í Gamla
bíói s.l. föstudag. Á efnis-
skránni vöru ítölsk lög og ar-
íur, svo og lög eftir íslenzk tón
skáld.
Hinn ungi söngvari, sem hef
ur um nokkurra ára skeið ver-
ið við söngnám á ít.olíu, vakti
þegar á barnsaldri athygli á
sér fy.rir meðfædda söngnæmi
og raddfegurð.
Á tónleikum þessum kom
hann á ný fram sem einkar
geðþekkur listamaður. gæddur
smekkvísi í meðferð ljóða og
laga, án þess að söngur hans
gæti talizt aðsópsmikill; enda
gætti helzt til rnikillar hlé-
drægni af hans hálfu til að um
slíkt gæti verið að ræða. Öll
frammistaða söngvarans benti
þó ótvírætt til þess, að af hon-
um megi meira vænta er tímar
iíða.
Gunnar naut sín bezt í fyrri
hluta tónleikanna, í „O del mio
dolce ardon“ (Gluck), „Amar-
illi“ (Caccini), „Gratias agimus
tibi“ og „Kom ég upp í Kvísl-
öllu vanrækt að undanförnu..
En þegar á það var bent á Dags
brúnarfundinum í ■ fyrradag,
hversu þýðingarmikið hags-
munamál innkaupasamtök
væru fyrir okkur verkamenn,
þá var öllum slíkum ábending-
um tekið mjög fjandsamlega
arf núverandi stjórnafforustu,
og þeir ailt of mörgu Dags-
brúnarmenn, sem láta sér
sæma að iiafa um hönd óp ,og
ólæti á fundum okkar í stað
þess að taká þátt í umræðum
um vandarnál okkar, færðust
þá mjög í aukana. Þá vitúm
við það, verkamemi: Nuver-
andi forusta félags okkar er
beinlínis á móti hagsmunum
okkar verkamanna í þessu
efni.
Þá væri það einnig mjög til
athugúnar, að Dagsbrún hefði
(Frh. á 7. síðu.)
arskarð“, hvorttveggja eftir
Sigurð Þórðarson, ,,í fjarlægð“
(Karl O. Runólfsson), ,,Mamma
ætlar að sofna“ (Sigv. S. Kalda
lóns), „Gígjan“ (Sigíús Einars-
son). Á siíðari hluta efnisskrár-
innar voru þrjú ítölsk lög,
„Dicitenello voi“ (R. Falvo),
„Rondine al Nido“ (de Cresc-
enzo), „Musica Þroibita'* (S.
Castaldon), einnig skemmtilega
og smekkvíslega sungin.
Aríurnar eftir F. Cilén og
Verdi virtust söngvaranum um
megn að þessu sinni, enda
baðst hann afsökunar og
treysti sér ekki til að syngja
nein aukalög, vegna lasleika í
hálsinum. — Mun það og hafa
háð honum að beita hinni blæ-
þýðu og geðþekku tenórröd
sinni til hlítar A tónleikum
þessum.
Gamla bíó var þéttskipað á-
heyrendum og undirtektir
þeiri'a hinar innilegustu.
Fritz Wedsshappel annaðist
undirleikinn af alkunnri snilld
og smekkvísi.
Þórarinn Jónsson. j
Söngur Gunnars Óskarssonar