Alþýðublaðið - 10.03.1953, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.03.1953, Qupperneq 4
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriðjucTag’ur 10. marz 1953. Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Hannibad Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson, Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- greiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Náðum í vesfri - drepum í austri Bl aðað í mi nnisbókinni: Á L í Ð A N D I S T bndirhoðin á fisksölumarkaðin- um í Bandaríkjunum . =. Framboð - in og stjórnmálaviðhorfið í dag .., Samvinnuhreyfingin og jafnaðar- stefnan - kálgarður og hújörð . . . sýslu og er því ssnnilegt, að frækilegan sigur í prófkosn- framboð hans mæiist vel fyr- ir. Sjálfstæðismenn óttast, að EINS og kunnugt er, standa Rússland og leppríki þess fremst allra þjóða í vígbúnaði. Hvergi í heiminum er her- skyldutíminn jafn langur og þar, hvergi er hermennskan vegsömuð eins og þar, og hvergi horfir nokkur þjóð eins dáleidd í blindri tilbeiðslu upp á her sinn eins og rússneska þjóðin upp á rauða herinn. Hér á landi þykjast komm- únistar hins vegar vera miklir friðarsinnar. Segjast fordæma vopnavald, hafa viðbjóð á her og hemaði og eiga ekki eins Ijót orð yfir neitt ein3 og vjg- búnað Ameríkumanna. Hins vegar era oft langar greinar í Þjóðviljanum um fórnfýsi og ættjarðarást rússneskra þegna, sem öllu vilja fórna til varnar föðurlandi sínu. Og ávöxtur þessara fögru dyggða er svo hinn dýrðlegi og ósigrandi rauði her. Óneitanlega er heldur erfitt að finna samhengið í afstöðu slíkra friðarsinna, sem veg- sama her og hervæðingu í austri, en afneita og fordæma her. og hermennsku í vestri. En samt virðast vera þús- undir manna hér á landi, sem telja ekkert athugavert við þetta. Og taka friðarhjal þeirra sem góða og gilda vöru. Það hefur margur orðið höfð Inu styttri í Rússlandi og lepp- ríkjum þess á vetrinum, sem iiú er að líða. Fregnirnar af því hafa ekki verið vefengdar af neinum. Kommúnistaleið- togar, sem voru dáðir og dýrk- aðir um gervallan heim til skamms tíma, urðu á svip- stundu svikarar, og var þá ekk- ert eðlilegra en að þeir fengju að enda líf sitt í snörunni. Lseknar, sem um langa hríð höfðu notið mikils álits sem vísindamenn, voru allt í einu orðnir glæpamenn, sem á hinn svívirðilegasta hátt misnotuðu aðstöðu sín*. til að drepa ýmsa æðstu menn Sovétríkjanna. Auðvitað varð að binda skjótan endi á líf þeirra. Og það góða blað Þjóðviljinn átti ekkert samúðarorð út af afdrif um þeirra. Það var alveg eins og hjá Magnúsi sálarháska: „Engin miskunn, lambið gott.“ Þessir læknar voru bara gyð- ingahundar og gerspilltir glæpamenn, sem sjálfsagt var að afmá af jörðunni með sem allra skjótustum .hætti. En svo voru Rósenberghjón- in ákærð fyrir atórnnjósnir, og skyldu dæmd til dauða vestur í Ameríku. Og fyrst það var þar, var ekki að sökum að spyrja. Þá komust allar góðar tilfinningar íslenzkra komm- únista í uppnám, og hefur þó enginn fslendingur aðstöðu til að vita, hvort þau vroru sek eða saklaus. Dag eftir dag og viku eftir viku lýsti Þjóðviljinn því ægilega réttarmorði, sem þarna stæði til að fremja. Og í jafn marga daga og vikur bað hann þessum góðu hjónum lífs og griða. Þá var það, sem Frjáls þjóð hitti naglann einu sinni á höf- uðið og sagði, að kjörorð kom- múnista virtist vera þetta: Náð um í vestri, en drepum í austri. Að þessu hefur oft verið bros að síðan, af því að það sýnir í einni sjónhendingu, hvernig viðhorf kommúnista eru til sams 'konar mála aðeins eftir bví, hvort þau gerast austur í Rússlandi eða vestur í Amer- íku. En getur það verið. að ís- lenzkt fólk með fulla skvnsemi og ótruflað taugakerfi sjái ekki og skilii hversu skemmtilega vitlaus þessi sífelldi ríísöngur kommúnista er í hverju máli? ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti á dögunum stórath.yglisverða gTein um undirboð íslehzkra aðila á fisfcsclumarkaðinum í Bandarikjunum. Upplýsingar þessar hafa vakið mikla at- hygli. Hér virðist vera að end- urtaka sig hörmuleg saga frá árunum fyrir síðari heims- styrjöldiná. Þjóðin hafði gert sér vonir um, að til slíks kæmi ekki eins og afurðasölumólum okkar á nú að vera háttað. En hættan virðist ekki aðeins fyr- ir hendi. Undirboðin eru bvrj- uð með háskalegum afleiðing- um. Þráskák í dylgjum. MORGUNBLAÐIÐ gat um þessar upplýsingar Alþýðu- blaðsins skömmu eftir að þær urðu heyrinkunnar. Notaði það tækifærið til að inna eftir því, hvort aðstandendum hans sé það kunnugt, hverjlr hafi stofn að til undirboðanna í Banda- rikjunum. Þeirri fyrirspum mun Timinn ekki hafa svarað. Mól þetta er miklu stærra og alvarlegra en svo, að það eigi að verða þráskák í dylgjum milli málgagna stjómarflokk- anna. Morgunblaðið hefur áreið > anlega aðstöðu til að rekja sögu þess og segja allan sann- leikann, ef það vill. Þar eru hæg heimatökin. En Morgun- blaðið velur ekki þann kost. Hins vegar dylgjar það um við- horf málsins í tilefni af unp- Iýsingum Alþýðublaðsins. Slíku og þvílíku verður ekki unað. Morgunblaðinu er sæmst að krefja vini sína í hópi fisk- útflytjendanna sagna og gera málinu skil. Veit |iað til þess, að einhverjir ónafngreindir að- ilar. sem Tíminn ber fyrir brjósr*i, hafi gerzt sekir um undirboð á fisksölumarkaðin- um í Bandaríkjunmn? Þjóðin á kröfurégt á því, að slíkri spum ingu sé svarað. Og svo er það Tíminn. Hann er annað aðalmálsagn ríkis- stjórnarinnar og ætti að geta aflað sér greinargóðra uoplvs- inga um fi=ksöluna í Banda- ríkjunum. Er til of mikils mælzt, að hann geri skyldu sína? Jörundur ðg Bjarni. UM ÞESSAR MUNDIR er verið að ganga frá framboðum stjórnmálaiflokkanna í hinum ■<'rnoru kíördæmum landsins. Ber í þv' ---’--- ” ---Ft t'.l tíðinda að tjaldabaki. Hér vero ur að bessu sinni aðeins fátt eitt talið. Jörundur Brynjólfsson verð- ur áfram í efsta sæti á lisþa Framsóknarflokksins í Árnes- sýslu, en Hilmar Stefánsson bankastióri skipar annað sæt- ið. Fjölmargir Framsóknar- menn £ sýsjunni una þó stór- illa framboði Jörundar. Vildu þeir senda Bjarna á Laugar- vatni á þing, en fengu því ekki ráðið fyrir ofríki nokksforust- unnar í Reykjavík. Jörundur naut hins vegar fulltingis henn ar og reýndist að auki slyngur í samskiptum við forustumenn flokksins lieima í héraði eins og fyrri daginn, enda góður reikningsmaður og víðlesinn í Islendingasögum. Hilmar Stefánsson nýtur per sónulegra vinsælda í Árnes- fylgi Eirífcs heitins Einarsson- ar heimtist illa til að kjósa Sig urð Óla Ólafsson. Kvíði og vlssa. FRAMSÓKNARFLOKKUR- INN mun tefla fram öllum frá- farandi þingmönnum sínum. Tillaga um að bjóða Rannveigu Þorsteinsdóttur fram úti á landi til að lóta hana falla ,,heiðarlega“ nær ekki fram að ganga. Rannveig á að reyna aftur í höfuðstaðnum — upp á óvon! Foringjalið Framsóknar- flokksins í Reykjavík bauð Snæfellingum Hanues Jónsson félagsfræðing sem frambjóð- anda eftir að Lúðv’k Kristjáns son neitaði að gefa kost á sér, en Snæfellingar þökkuðu gott boð. Þá var reynt að fá Hann- es samþykktan sem frambjóð- anda í Gullbringu- og Kjósar- sýslu *— með sama árangrL Hannes Pálsson verður í kjöri í Aus/nr-Húnavatnssvslu. Helgi Benediktsson kvað afhuga framboði í Vestmannaeyjum, enda önnum kafinn. Framsóknarmenn kvíða mjög úrslitunum í Vestur-Skaftafells sýslu og Dala<cýslu, enda hefur verið mjótt á mununum þar undanfarið. Friðjón Þóröarson verður frambjóðandi Sjálfstæð isflokksins í Dalasýslu eftir SÓLÍD Frakkar rneð hinu heimsþekkta Weliington-sniði, nýkomnir. Gefjun-Iðunn Kirkju stræti. ...................... mgu, þar sem Kristjón Krist- jónsson var keppinautur hans. Um. kosninguna í Reykjavík gera Framsóknarmenn sér eng ar vonir. Þar bíða þeir þess eins að sjá, hvað fall Rann- veigar verður mikið. Vöðvarýrnun. KOMMÚNISTAFLOKKUR- INN bíður dómsins, hnípinn og vonlítill. Hann þjáist af ólækn- andi pólitrskri vöðvarýrnun og skelfur af ótta við skuggann sinn. -Ákveðið hefur verið, að Stein grímur Aðalsteinsson verði j ekki í framboði. Björn Jónsson kemur í hans stað sem fram- bjóðandi flokksins á Akureyri og þykir þó ekki sigurstrang- legur. Áki Jalcobsson sætir sennilega sömu örlögum og Steingrímur. Flokkurinn á Siglufirði sakar Áka um fyrir- sjáanlegt fvlgistap og vill bjóða Gunnar Jóhannsson fram, en Þóroddur Guðmundsson mun einnig hafa augastað á tæki- færinu, því að frambjóðandinn á Siglufirði getur gert sér nokkra von um uppbótarsæti. Flokkurinn í Vestmannaeyjum er ófús að fallast á Inva R. Helgason sem frambjóðanda og álítur sýnu meira góðverk að reyna að flev+a Jóni Rafns- syni á bintr. Loks er framboðið í Reykiavík mikið vandamál fvrir kommúnista. Eftirmaður Sigfúsar beitins Sigurhjartar- sonar fyrirfinnst enginn. Andlegt heilsufar kommún- istaflokksins sést bezt á því, að Þjóðviliinn er sð minmsta ko^t.i helminpi leiðinlegri eftir að hann stækkaði úr átta blað- síðum í tólf. S&mvaxnEr tvíburar SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN hefur tilkynnt fiest fram- boð af stjórnmálafiokkunum. Fráfarandi þingmenn hans úti á j andi munu aill'ir Verða jí kjöri í sumar nema Þorsteinn Þorsteinsson. Enn er allt í ó- Vissu um lilsta flokfcsins í Reykjavík og hver þöndin upp á móti annarri undir auglýsing unni frægu: Stétt með stétt. Forustumenn Sjálfsfæðis- flokksins munu gera <sér í bug- arlund, að flokkur þeirra geti sums staðar unnið á í kosning- uniun j' sumar á kostnáð Fram- sóknarflokksins. Rök þeirrar ályktunar munu þaíi, að Fram sóknarflokkurinn nafi valdið kjósendum ;meiri vonbrigðum en íhaldið. Þetta er heldur ekki fjarri sanni. Hingað til hafa margir áít bágt ineð að trúa því, að Framsóknarflokkurinn og íhaldið væru nátengdir eins og samvaxnir tvíbuvar. En mt (Frh. á 7. síðu.) J Almennan félagsfund heldur FUJ í Reykjavik í kvöld kl. 8,30 i A!_ þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Kvikmynd sýnd. 2. Starf og stefna Alþýðuflokksins: Benedikt Gröndal, varaformaður flokksins. — Frjáls- ar umræður á eftir. 3. Félagsmál. — Almennar umræður. Félagar eru eindregið hvattir til a'ð mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Útbreiðið Alþyðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.