Alþýðublaðið - 21.03.1953, Síða 4
Flokksþing Framsóknarflokksins
.■ PRAMSÓKNAHMENN komu
‘ á gær saman til pings hér í
Reykjavík. Þessa þinghalds hef
- ur verið beðið með allmikilli
eftirvæntingu bæði meðal Fram
sóknarmanna og annarra, sem
áhuga hafa á þróun stjórnmál-
anna. Þinvsins bíða vandasöm
verkefni. Forustumenn flokks-
ins munu hafa íundið það
mjög greinilega und.anfarið, að
stefna sú, sem þeir hafa fylgt
sætir mikilli og sívaxandi gagn
i rýni. Þe§s vegr.a mitnu þeir síð
> ur en svo hafa hlakkað til
flokksþingsins.
Saga Framsóknarflokksins
vhefur að ýmsu leyti verið at-
hyglisverð. Á fyrri helmingi
'þess tíma', sem hann hefur
starfað, mótaðist barátta hans
af andstöðu við afíurhaldsöfl-
in í landinu. Hann var stofn-
aður af frjálslyndum, vinstri-
sinnuðum mönnnum, sem töldu
„allt betra en íhaldið“. Fyrsta
ríkisstjórnin, sem Framsóknar
ílokkurinn myndaði, var frjáls
lynd og umhótasinnuð. Stjórn
sú, sem hann myndaði með Al-
þýðuflokknum 1934, var vinstri
sinnuð og róttæk á marga
lund. En þar kom, að nýrra
sjónarmiða fór að gæta í Fram
sóknarflokknum. Sú stjórnar—
samvinna rofnaði á því, að
hann kaus að ganga í berhögg
við hagsmuni og rétt verkalýðs
samtakanna og tók höndum
saman við afturhaldið um að
lögskipa gerðardóm í kaup-
deilu. Hann neitaði og að fall-
ast á náuðsynlegar ráðstafan-
ir til þess að koma gjaldþrota
togaraútgerð á heilbrigðan
grundvöll með atbeina ríkis-
valdsins, heldur kaus hann að
halda lífinu í braskfyrirtækj -
um. sem höfðu í rauninni fyr-
irgert lánstrausti. Síðar hefur
komið í Ijós, að saga stríðsár-
anna hefði orðið öll önnur en
hún varð. ef togaraútgerð lands
manna hefði að meira eða
minna leyti komizt í opinber-
ar henaur fyrir stríð. í upohafi
stríðsgróðaáranna tók Fram-
sóknarflokkurinn enn saman
við afturhaldið og sambykkti
gerðardómslögin frægu. Launa
stéttum í landinu var rýndur
beinn f'jandskaour, en engar
ráðstafanir gerðar til þess að
koma í veg fyrir, að gífurieg-
ur stríðsgróði safnaðist á ör-
fárra hendur. Enn sýndi Fram
sóknarflokkurinn hug sinn til
alþýðu manna við sjávarsíðuna
með andstöðu sinni við bá við-
reisn, sem efnt var til í sjáv-
arútvegi landsmanna eftir stríð.
Og fyrir brem árum sórst baon
síðan í fóstbræðralag við flokk
V inn, sem hann var stofnaður
til þess að berjast gegn, í því
skvni, að koma fram gengis-
lækkun krónunnar án þess að
samfímis væru gerðar nokkr-
ar ráðstafanir til auðjöfnunar
eða til þess að létta byrði al-
býðustéttanna í þessu sam-
bandi. Cg í bessu fóstbræðra-
lagi hefur bann síðan lagt
blessun sína ;\dir eitt ábyrgðar-
lausasta ævintýri, sem stofn-
að befur verið til í íslenzkum
viðskiptamálum, og virzt harð
ánægður með mesta braskskipu
lag, sem tekið hefur verið upp
í íslenzkri verzlun, bátagjald-
eyriskerfið.
Af þessu sést, að á síðari
helmingi ævi sinnar hefur
Framsóknarflokkurinn aðhafzt
talsvert annað en á fyrri hluta
hennar. Þær syndir, sem flokk-
urinn hefur drýgt síðan 1938,
eru svo margar og stórar, að
það þarf meira en nokkur orð
og nokkrar yfirlýsingar til þess
að fá almenning til þess að trúa
því, að aftur skuli nú snúið
við. Leiðtogar Framsóknar-
flokksins hafa þó sem betur fer
engan veginn gleymt fortíð
flokksins, og því góða, sem
hann kom til leiðar á fyrri ár-
um sínum. Þeir láta alltaf öðru
hverju í Ijós um að taka á ný
upp samstarf við Alþýðuflokk-
inn. Það hefur að vísu vakið
athygli, að leiðtogar Framsókn
arflokksins hafa talað mest um
þetta, þegar þeir — og allir
aðrir — hafa séð, að flokkarn-
ir höfðu ekki meirihluta til þess
að mynda stjórn saman, svo
sem átti sér stað eftir síð-
ustu kosningar. En þrátt fyrir
það gæti það borið vott um,
að enn lifi í Framsóknarflokkn
um sá andi, sem mótaði hann
í unphafi.
Á því ier enginn vafi, að
afturhaldsöflunum í þessu
landi verður ekki komið á kné,
nema alþýðan við sjávarsíðuna
og í sveitum sameinist til bar-
áttu fyrir rétti sínum og hags-
munum. Verkamenn og himd-
ur eíga sömu hagsmuna að
gæta, eins og sjómenn og iðn-
aðarmenn. Engin þessara sétta
á heima í flokki, sem er byggð
ur upp af heildsölum og stór-
útgerðarmönnum. Landinu
verður ekki stjórnað með hags
jmuni beggja fyrir augum, stór
atvinnurekenda og eignamanna
annars vegar, og þess fólks,
sem vinnur að framleiðslunni,
hins vegar. Alþýðustéttirnar
geta engum treyst nema sjálf-
um sér til þess að stjórna land
inu.þannig, að hagsmuna þeirra
sé gætt í hvívetna.
Alþjrðuflokkurinn lítur ekki
svo á, að hagsmunir umbjóð-
enca. hans séu í andstöðu við
harsmuní bænda. Hann telur
þvert á móti, að hér 'sé um
sameiginlega Irágsjrnmi að
ræða, og hann er reiðubúinn
til þess að stuðla að eflingu
þessara sameiginlegu hags-
muna. En hann telur réttu leið
ina til þess ekki vera samvinnu
við Sjálfstæðisflokkinn, þann
flokk, sem var stofnaður sem
kaupsýslumanna- og stórat-
vinnurekendaflokkur, hefur
alltaf starfað sem slíkur, og
stofnendur Framsóknarfiokks-
ins töldu allt betra en sam-
vinnu við. Fraœsóknarflokkur
inn getur ekki gert hvort
tveggja: Sagzt vilja þjóna hags
munum alýðunnar og sam-
vinnu við Alþýðuflokkinn og
starfa jafnframt með þeim
jflokki, sem hann telur vinna
gegn hagsmunum alþýðu.
Framsóknarflokkurinn verð-
ur hér að velja eða hafna. Það
er verkefnið, sem bíður flokks
þingsins.
„Gullna-Hliðið“ a sviði Þjoðleikhusms. Leikatriði ur 3. þætti.
Loftur Guðmundsson:
Davíð Stefánsson.
minnsta kosti jöfnum höndum
við Ijóðagerðina, og virðist þá
ekki nein fjarstæða að ætla, að
svo kvnnu að hafa farið leik-
ar, að hann væri nú talinn í
fremstu röð norrænna, eða
jafnvel evrópískra leikrita-
skálda.
Því verður að vísu ekki á
móti mælt, að hvcrki er fyrr-
nstfndur sjónleik.ur stórfengleg
ur skáldskapur á sínu sviði né
gallalaus að formi. Þess ber og
að gæta. að þegar Dávíð samdi
það leikrit. hafði hann þegar
hlotið viðurkenningu, sem eitt
hið glæsilegasta Ijóðskáld, er
kvatt hafði sér hljóðs á þeim
árum. Er því ekki fyrir það að
synja að bæði gagnrýnendur
NÆSTKOMANDI fimmtu-
dag verður nýr sjónleikur eftir
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi frumsýndur í þjóðleik-
húsinu. Mun honum vera valið
nafnið „Landið gleymda“, en
efniviður hans er íenginn úr
ævisögu Hans Egede, norska
prestsins, sem gerðist kristni-
boði meðal Grænlendinga.
Hvað hlutverkafjölda og leik-
sviðsbúnað snertir, mun þetta
■vera viðamesti sjónleikurinn,
sem enn hefur komið fram eft-
ir íslenzkan höfund. Enginn
dómur skal hér lagður á leik-
rHið að öðru leyti að svo
stöddu, enda hef ég ekki átt
þess kost að kynna mér það í
því formi, sem höfundurinn
hefur endanlega vaiið því, en
geta má þess, að leikritavals-
ráðunautar Norska leikhússins
í Osló hafa lokið á það hinu
mesta lofsorði, og er afráðið, að
það verði tekið þar til sýning-
ar, og sömuleiðis mun hafa
komið til greina, að konung-
lega leikhúsið í Stokkhólmi
velji sér það að viðfangsefni.
Næst ljóðunum hefur sjón-
leiksformið verið Daviö Stef • j
ánssyni hugleiknast viðfangs-
efni, enda þótt hann hafi einn-
ig brugðið sagnaskáldskapnum
fyrir sig. „Landið g!eymda“ ei
hið fjórða í röðinni áf sjónleikj
uin hans á tæpum þrem ára-
tugum. Það verður að vísu
ekki kölluð ör sköpun, en ekki
þarf það að sanna, að sköpun-
arþráin hafi ekki verið fyrir
hendi á því sviði
af skáldsins hálfr.
Er mér nær að
halda, að annað
valdi þar meiru
um, að sjónleikir
hans eru ekki þeg
ar orðnir mun
fleiri, og frægð
hans sem leikrita-
höfundar enn
meiri. Hefði fyrsta
sjónleik hans,
„Munkunum á
Möðruvöllum“,
sem hann samdi
tæplega þrítugur
a.ð aldri, verið bet
ur tekið, bæði af
g'agnrýnendum og
áhorfendum, er
það spurning,
hvort hann hefði •»
ekki helgað leik-
ritagerðinni frjó-
ustu ár sín, að Vopn Guðanna á sviðinu í Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Leikatriði
og áharfendur hafi vænzt
meira af honurn en venjuleg-
um byrjanda, og það ráðið
dómum þeirra að nokkru. En
hitt hefur gleymzt sem oftar,
•áð leiklist og leikritagerð var
aðeins áratuga gömul með þjóð
inni, en ljóðlistin þjóðinni jafn
gömul, og þó eldri, þar eð hún
var forn mehningararfur nor-
rænna þjóða þegar á íslenzkri
landnámsöld, en hafði þroskazt
til meiri fullkomnunar með ís-
lendingum en meö nokkurri
annarri þjóð, einkum hvað
form snerti. Þess vegna er um
svo, gerólíka aðstóðu fyrir ís-
lenzkt skáld að ræða hvað
ljóðagerð og leikritagerð snert
ir, og er hún þó sýnu betri nú
hvað leikritagerðina varðar,
heldur en hún var árið 1925.
þegar Davíð samdi sinn fyrsta
sjónleik. Hins vegar verður
Davíð Stefánssyni ekki láð
það, þótt hann legði leikrita-
gerðina á hilluna um hríð, er
þessum fyrsta sjónleik hans
var ekki meira en svo vel tek-
ið, og helgaði sig ljóðagerðinni,
sem hann hafði þeg'ar hlotið al-
menna viðurkenningu fyrir, og
ekki verður leiklistargagnrýn-
endunum heldur beinlínis láð,
þótt þeir ráðlegðu honum það.
En gjarnan hefðu þeir mátt
taka tillit til þess, hv.ílíkur
fengur það var hinni ungu
listgrein, er ungt og glæsilegt
ljóðskáld kaus að skipa sér
undir merki hennar, og urn
Frh. á 7. síðu.
ALÞÝÐUCLMIÐ
Lauardaginn 21. marz 1953
Útgefandi. Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hannibai Yaidimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Frétta*tjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð-
mundsson og Páll Beek. Auglýsingastjóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af-
greiðsluslrei: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8.
Áskriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00