Tíminn - 18.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1964, Blaðsíða 2
Tuomioja þungt haldinn eftir uppskurð MÁNUDAGUR, 17. ágúst. Tyrkneska stjórinin hefur sent S.þ. mótmælaorðsendingu vegna hafnbannsins, sem Kýp- urstjórn hefur sett til höfuSs tyrkneska minnihlutanum á eynni. Biður stjómin S.þ. að sjá um, að hafnbanninu verði af- létt, að öðrum kosti geti það leitt til hungursneyðar meðal hinna tyrknesku íbúa, sem nú hafa matvæli til einnar viku eða tíu daga, að því er talsmað ur tyrknesku stjómarinnar sagði í dag. Enda þótt nú sé ekki barizt á Kýpur, er beitt öðrum aðferðum, sem miða að algerri uppgjöf hins tyrkneska minnihluta, sagði talsmaður- inn. Þá sagði talsmaðurinn, að Kýpur-Grikkir hefðu gert vatns ból tyrkneskra íbúa í Nicosíu ónothæf. Annað hefði verið fyllt með grjóti, en benzini hellt í hitt. Þá sagði hann, að Grikkir kæmu í veg fyrir, að tyrkneskumælandi menn gætu leitað aðstoðar gæzlusveita S. þ. og Rauðakrossins. NTB-Saigon. — Khanh hinn nýi forseti Suður-Vietnam fór í dag flugleiðis til Djlat, skammt fyrir norð-austan Saigon til að ganga frá myndun nýrrar stjórnar í landinu, en núver- andi starfsstjóm baðst lausn- ar sfðast liðinn laugardag. Búizt er við að það taki um þrjá daga að ganga frá nýrri stlórnarmyndun. í Saigon og Hue hafa þegar verið skipulagð ar miklar mótmælaaðgerðir af hálfu stúdenda vegna myndun ar hinnar nýju stjómar, sem herráðið stendur að, og yfir- leitt hefur aðgerðum þess verið fálega tekið. Stúdentamir hyggjast og mótmæla ýmsum elnstökum aðgerðum herráðs- Ins, svo sem útgöngubanninu, sem ríkt hefur um allt landið sfliast liðna tfu daga. Duong Finh Minh, hershöfð Ingi, sem stjómaði byltingu gegn Ngo Dinh Diem, forseta f fyrra, nýtur enn mikillar hilli f landinu, en ótrúlegt er, að hann leggist einarðlega gegn Khanh. NTB-Frankfurt. — Tveir sovézkir hljómlistarmenn, sem yflrgáfu ferðahóp í Japan ný lega komu í dag til Frankfurt í V-Þýzkalandi og voru sam- stundis fluttir á stað, sem ekki er gefin upp. Hljómlistarmennirnir, sem heita Boris Midney, 27 ára og Igor Berechts, komu við á Kast rup flugvelli áður en flugvél þeirra lenti í Frankfurt, og sögðu þeir dönskum blaðamönn um, að þeir hefðu ákveðið að flýja frá Sovétríkjunum fyrir tveim árum. Tækifæri gafst þó ekki fyrr en í Japan, eins og áður segir. Sögðust hljómlistarmennirnir vilja helzt komazt til Bandaríkj anna og halda þar áfram hljóm leikum eða nema meira í tón- mennt. Fulltrúi frá bandarísk- um yfirvöldum, sem mættur var á flugvellinum fyrir utan Frankfurt sagðist ekki geta sagt neitt um, hvert ungu menn irnir hefðu verið fluttir, en vel gæti verið, að þeir héldu áfram til Bandaríkjanna. NTB-Genf, 17. ágúst. I tappa í heilanum, og er ástand Sáttasemjarir.'á í Kýpurdeilunni,'hans nú mjög alvarlegt. Er sagt, Finninn, Sakari Tuomioja, var morgun skorinn up,p við blóð- að næstu 24—36 klukkustundir muni skera úr um það, hvort hann lifir uppskurðinn af. Tuomioja veiktist mjög skyndi- lega og í nótt versnaði honum, svo mjög, að ákveðið var að skera hann upp. Átti hann mjög erfitt um andardrátt vegna þrýstings á heilann. Settu læknar þess vegna rör niður í háls hans tii að auka súrefnisinngjöfina. Eru menn nú mjög uggandi um líf hins 52 ára gamla stjórnmálB- mapns og telja stjórnmálafrétta- ritarar, að veikindi hans geti haft hinar uggvænlegustu afleiðingar varðandi Kýpurmálið og dragi stórlega úr möguleikanum fyrir lausn þess. Eins og kunnugt er, bar þarátta Tuomioja fyrir því, að grískir og tyrkneskir fulltrúar ræddust við, loks árangur á laug- ardag, og bundu menn miklar vonir við áframhaldandi viðræð- ur. Hafði Tuomioja oft látið svo ummælt, að slíkar viðræður væru eina leiðin til að finna lausn á deilunni. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í New York í kvöld, að U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, muni ef til vill nú þegar skipa nýjan sátta- semjara í stað Tuomioja, en jafn- framt er tekið fram, að U Thant sjálfur hugsi sér ekki að taka að sér sáttasemjarastörfin. KAPPREIÐAR HARDAR - GNÝFARI STÓÐ SIG VEL Sakari Tuomloja GÞ-Seljabrekku, 17. ágúst. Hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu hélt sínar árlegu kaippreiðar síðastliðinn sunnudag. Kappreiðarnar voru mjög vel sótt- ar euida veður ágætt. Um fjöru- tíu hestar voru skráðir til keppni «g yfir tuttugu góðhestar. Úrslit urðu þessi: f skeiði náði LUTHERSKA HEIMSSAM6AND- IÐ ÞINGAR HÉR BRÁÐLEGA EJ-Reykjavík, 17. ágúst. Dagana 30. ágúst til 6. septem- ber, heldur Lútherska heimssam- bandið stjórnarfund hér á landi. Koma á þann fund margir helztu leiðtogar Lúthersku kirkjunnar, en eininig munu ýmsar erlendar fréttastofur senda hingað fulltrúa sína. Þingið hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 16. Mun dr. Franklin Clark Fry, forseti „The Lutherian Church in America" og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins prédika. Hann hefur verið hér áður, þar sem hann var fulltrúi Lútherska heims sambandsins við biskupsvígslu herra Sigurbjörns Einarssonar ár- ið 1959. Að guðsþjónustu lokinni býður kirkjumálaráðherra, Jó- hann Hafstein, til veizlu í ráð- herrabústaðnum. Daginn eftir, þann 31. ágúst, verður þingið sett í Neskirkju kl. 9 árdegis. Þar prédikar dr. Fred- rik A Schiötz, forseti Lútherska heimssambandsins, en ávörp flytja biskup og kirkjumálaráð- herra. Strax á eftir hefjast fundir að Hótel Sögu, en þar munu gest- irnir dvelja meðan þingið stend- ur. Fimmtudaginn 3. september verður almenn samkomu í Þjóð- leikhúsinu. Þar flytja biskup ís- lands og forseti Heimssambands- ins, stutt ávörp, en ræður flytja dr. Rajah B. Manikam, biskup á Fegurðardísir Myndin er frá Langasandi og í miðj unni er „Miss International 1965", sem valin var þar á föstudagskvöld ið. Hún heitir Gemma Teresa Cruz og er frá Phillippseyjum. í kringum Gemmu eru ef taiið er sólarslnnis: ungfrú Ameríka, Linda Ann Taylor, ungfrú Brazilia, Lucla Coutos dos Santos, ungfrú England, Tracy Ingr am og ungfrú Flnnland, Malia Marin Ostring. Eins og vlð sögðum frá á sunnudaginn gaf Gemma öil verð- laun sín, 420 þúsund krónur til bygg ingar barnaheimilis I heimalandi sínu. Indlandi og dr. Sigurd Áske, út- varpsstjóri við útvarpsstöðina í Addis Abeba, Ethíópíu, sem Lút- herska heimssambandið rekur og nær til milljóna manna í Afríku og Asíu. Auk þess flytja inn- lendir listamenn tónlist. Laugar- daginn 5. september verður þing- inu slitið í Skálholti og þar verður guðsþjónusta kl. 15 síðdegis. enginn hestur tilskildum tíma till fyrstu verðlauna, en önnur verð- laun hlaut Blesi, Kristjáns Finns- sonar á Grjóteyri á 26,4 sek. Ný- liðahlaup 250 (m) fyrstu verðlaun Funi, Aðalsteins Aðalsteinssonar, Korpúlfsstöðum, á 19.7 sek. og önnur verðlaun Drottning, Hildar Axelsdóttur á sama tíma ,aðeins sjónarmunur, og þriðju verðlaun . Framh. á 15. síðu Utanríkisráðherra heimsækir Finnland EJ-Reykjavík, 17. ágúst. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur Guðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, verið í opinberri heimsókn í Noregi und- anfarið. Á föstudaginn dvaldist hann í Bergen, en fór til Stav- anger á laugardag. Það kvöld flaug hann til Stokkhólms, en fer á morgun í opinbera heimsókn til Finnlands. Koná hans, Rósa Ing- ólfsdóttir, er með í förinni. SllDAR- AFUNN Sun-nudaginn 16. ágúst: Bræla var á miðunum s.l. sólar- hring, og voru flest skipanna í landvari. Síldarleitinni var aðeins kunn- ugt um, að eitt skip hefði tilkynnt um afla; Sif IS 100 mál. Mánudaginn 17. ágúst: Engin veiði var sl. sólarhring. Bræla var á miðunum, og voru skipin inni á höfnum eða í land- vari. .......................• TÍMINN, þriðjudaginn 18. ágúst 1W4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.