Tíminn - 18.08.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 18.08.1964, Qupperneq 14
ÉG VAR CICERO mí EFTIR ELYESA BAZNA tbaSnnni inn í skápinn við hlið- ina á mörgum öðrum, sem voru þm- fyrir. Eftir tveggja daga þjónustu á heimili sendiherrans hafði ég komizt að þýðingu kerfisins með rauðu og svörtu töskurnar. Þær voru nauðsynlegar vegna ákveð- inna skapgerðarsérkenna, sem sir Hughe hafði til að bera, og fylgd- istjfast eftir. Öll skjöl, skýrslur og símskeyti, Eem hann þurftí sérstaklega að athuga, voru sett í rauðu töskurn- ar. Með öðrum orðum, mikilvæg- ustu skjölin voru í þeim. Komið var með þau úr sendiráðinu til einkaheimilis hans, þar sem hann vildi fremur vinna þar. Skjöl, sem ekki hefði verið lok- lð við að athuga, voru skilin eftir næturlangt í skáp ungfrú Louise, en skjöl, sem sendiherrann vildi hafa lengri tíma til þess að hugsa um, varðandi vandamál, sem hann þurfti sérstaklega að brjóta heil- ann um, voru færð úr rauðu tösku yfir í þá svörtu, sem sir Hughe fór^ síðan með til herbergis síns. Ég hafði gert stórkostlega upp- götun. Mikilvæg, en ekki sérlega leynileg skjöl, voru geymd í sendi ráðsbyggingunni undír ströngu eft irliti öryggisvarða. En skjölin, sem höfðu raunverulega mest gildi, lágu á daginn í rauðu tösk- unum á borði sendiherrans á heimili hans, og á nóttunní voru þau geymd í skáp Louise, sem var mjög venjulegur peningaskápur, og eini varðhundurinn fyrir utan dyrnar var þreyttur öryggisvörð- ur, frá árinu 1894, sem sýndi greinileg merki þreytu og slits, sem voru árangur stöðugra næturvakta og var með gervitenn ur, sem hæfðu honum ekki vel og flautuðu, þegar hann fór að dotta. En allra mikilvægustu skjölin voru samt látin niður í svörtu tösk una og sett á náttborð sir Hughe. Og hann lá svo lengi yfir þeim og svo langt fram á nætur, að það var aðeins með hjálp svefnlyfa, að hann gat að lokum sofnað. Mér var Ijóst, að ég hafði allt í hendi mér. Svefnherbergi sendi herrans var mitt litla konungsríki. Herbergi mitt í þjónustufólks- íbúðinni var lítið og einfaldlega húsgögnum búið. Þar var rúm, skúpur, stóll. Eg bætti úr þessu með því að kaupa 100-watta peru í lampann við rúmið mitt. Ég keypti líka fjögur járnrör og járnhring. Síðan gat ég skrúfað myndávélina mína við hringinn, og rörin héldu uppi hringum. Þannig var ég búinn að útbúa mer „þrífót", sem ég gat notað við að mynda skjölin mílli röranna. Ég fann líka stað fyrir rörin og hring inn, til þéss að ekki félli neinn grunur á þau og raunverulegt verk efni þeirra. Ég kom tveimur rör- anna fyrir í skápnum og hengdi á þau bindín mín, og ég festi hin tvö í vegginn við þvottaskálina. Á þau hengdi ég handklæðin og það, sem ég þvoði, og stundum héngu líka á þeim sokkar, sem ég hafði verið að þvo. Oftast lá svo járnhringurinn sem umgerð í kringum öskubakk- ann minn. Blettirnlr á honum, sem komu, þegar ég skrúfaði á hann myndavélina, voru líkastir því, þegar sígaretta setur bruna- bletti á járn. Síðast keypti ég svo stóran vax- bita. Mara var mín huggun. Þegar ég var hjá henni, grét ég. Hún var svo falleg og skeytingarlaus, og hún hafði svo mikla blíðu, sem hún veitti mér óspart af. — Hvers vegna get ég ekki ver ið ánægður, eins og ég er? sagði ég við hana, eins og þetta væri henni að kenna. — Ég hef fengið þá bezt launuðu stöðu, sem ég hef nokkru sinni haft. Hvers vegna get ég þá ekki haldið mér utan við hitt? Eg var eins fljótur að breytast og veðrið. Þunglyndisköst komu á eftir gleðinni og alltaf var þetta að breytast. Mara þrýsti hönd mína. Henni fannst skylda sín að hughreysta mig, þar sem hún hélt, að ég væri sá tyrkneski þjóðernissinni, sem ég hélt mig stundum sjálfur vera. — Ég er svo hrædd um þig, en þú verður að halda þessu áfram. Þú verður að halda áfram. Þú mátt ekki gefast upp núna! Hún vissi ekkert, um hvað hún var að tala, en hún hélt áfram að tala um það samt. — Þú ert dá- samlegur! sagði hún. — Ég veit, að þér mun heppnast þetta! Skapið breyttist um leið. Ég brosti af hégómagirnd og sjálfsá- nægju og byrjaði að tala um sendi herrann, sem mér var ætlað að vera trúr. — Þú ættir að sjá hann snemma á morgnanna, sagði ég. — Hann er eins slyttislegur og gamlar flanneslbuxur. En svo setur hann í sig hörku. Hann svolgrar appelsínusafann, sem ég kem með handa honum, og sell- urnar fara að starfa aftur. Þá fer hann fram úr og fer í baðið sitt, og þegar hann kemur aftur úr því, er hann orðinn eins ferskur og baldursbrá og reiðubúinn að byrja enn einn gáfulegan dag. — En hvað þú talar stórkost- lega! hrópaði Mara. Nú var mér farið að líða vel aftur. Ég tók þrjá vaxmola úr vasa mínum sýndi henni þá. '— Hvað í ósköpunum er þetta nú? spurði hún undrandi. Minnimáttarkennd mín brauzt út í gorti. — Afsteypa af lykli, útskýrði ég fyrír henni fyrirlitlega. Ég sagði henni, hvernig ég hafði fengið hana. Hans hátign hafði verið að skvámpa þægilega í baðinu sínu, á meðan ég var að ná í gráu fötin hans inni í svefnherberginu. Hann hafði skílið lyklana eftir á náttborðinu, lykilinn að skjala- skápnum, og lyklana að rauðu töskunum og að þeirri svörtu líka. Eg tók afsteypu í flýti. Það varð dálítið eftir af vaxi á lyklinum. Ég fór því yfir að skápn 11 um og tók einn silkivasaklútum sir Hughe og hreínsaði lyklana með honum og setti lyklakippuna svo aftur á borðið. Á því augnabliki kom hann aft ur ' inn í baðsloppnum sín- um. Hann kom svo skyndilega, að ég hafði engan tíma til þess að verða hræddur. Ég hélt uppi vasaklútnum sigri hrósandi, sneri mér við og sá hans hágöfgi. Vasaklúturinn var snjóhvítur. — Hann ætti að fara í þvott, yðar hátign, sagði ég. Hann kinkaði kolli, en var ekki að hlusta á mig. Honum til mikils léttis sá hann lyklana sína liggja á borðinu. Hann tók þá upp, stakk þeim í vasann á sloppnum og gekk út aftur. Augnablíki síðar heyrði ég hann skola hálsinn. Ég þurrkaði mér um ennið með hinum fína silkivasaklúti. Ég hélt áfram að gorta við Möru. — Þú ættir að heyra hann skola á sér hálsinn, sagði ég. — Það er þó fyndið. Ég leit með ánægju á lyklaaf- steypuna. Ég hugsaði um það, hve sir Hughe hlýtur að hafa brugð- ið, þegar hann tók eftir því í bað- inu, að hann hafði skilið leyndar- mála-lyklakippuna sína eftir liggj andi í reiðileysi. Hann hlýtur að hafa stokkið upp úr baðkerinu eins og ör. Ég brosti yfirlætislega, og sagði við Möru: — Sir Hughe er allt of vel upp alinn. Ef hann hefði ekki eytt tímanum í að fara í bað- slopinn sinn, hefði hann gripið mig í miðju verkinu. Eg sat hjá Möru á litlum bekk í Kavaklideragarðinum. Hún hjúfr aði sig upp að mér og hvíslaði: — Veíztu, hvers ég óska mér stundum? Mér leiddist, og ég sagði henni, að ég hefði ekki allra minnstu hugmynd um það. ORLOG I AUSTURLONDUM EFTIR MAYSIE GREIG 12 En ég er viss um, að það er eín- göngu fjölskyldusamkvæmi, svo að það væri betra fyrir þig að fá þér bílferð með hóp og sjá borg- ina í kvöld. Þú gistir á Peninsule hóteli. Ferðaskrifstofa hótelsins sér um, að þú sjáir allt það mark- verðasta. — Já, auðvitað, sagði hún. — Það hlýtur að vera sérlega skemmtilegt. En henni var mjög brugðið. Hún hafði óskað þess eins að skoða Hong Kong með honum, ekki í fylgd með ókunn- ugum ferðamönnum. Þetta sýndi henni betur en allt annað, hvað hún var honum litils virði. Hon- um fannst hann bera ábyrgð á henni, vegna þess að hann hafði hvatt hana til að koma til Suður- Kóreu. Kannski þótti honum ögn vænt um hana, en hún vissi, að hann elskaði hana ekki. Hvílíkt fión hafði hún verið að ímynda sér það eitt andartak. Svo að þegar til Hong Kong kæmi, mundu þau fara hvort sína leið. Hún mundi verða mjög ein- mana. Hong Kong var framandi austurlenzk borg. Einhverra hluta vegna var hún taugaóstyrk. Og einhverra hluta vegna fór hún að hugsa um bréfið, sem Peter Yi hafði beðið hana fyrir til Madame Helen Chong. Henni fannst það brenna handtöskuna að innan. Peter hafði sagt, að eftir hand- töku Johns væri enn þýðingar- meira en fyrr, að bréfið kæmist á leiðarenda. Eins og ósjálfrátt sagði hún við Davíð. — Ég er með bréf, sem ég var beðin fyrir til Seoul. Ég held, að það sé mjög áríðandi. En ég er svo kærulaus með alla hluti. Viltu geyma það fyrir mig? Hann leit undrandi á hana. — Alveg sjálfsagt, sagði hann. — Eg set það í peningavesk- ið mitt. Hvar ertu með það? Hún tók bréfið úr veskinu og rétti honum. Áreiðanlega mundi enginn gruna Davíð um græsku, þótt vitáð væri, að hún sjálf þekkti John Kim. Áður en langt leið, flugu þau yfir á Kiapakflugvöllinn, og borg- irnar Hong Kong og Kowloon voru fyrir neðan, og Victoriu- höfnin og þar lágu fyrir akker- um stór farþegaskip, fiskibátar og prammar. Hún hallaði sér fram til að sjá betur. — Þetta er töfrandi, sagði hann. — Einhver fegursta sjón, sem sjá má í öllujn fjarlægari Austurlöndum. í ferðinni, sem ég sagði þér af, er farið upp á hæðina, þar sem þú hefur útsýni yfir borgina og höfnína til Kow- loon, en það er mjög stutt ferð með ferjunni. — Þú þarft engar áhyggjur að hafa aí mcr, sagði hún og bar sig hreystilega. — Ég sé um mig. Hann brosti sínu töfrandi brosi til hennar. Vinafólk Davíðs var komið til að taka á móti honum. Hann kynntí Rakel fyrir þeim. Þau heilsuðu henni stuttlega og virt- ust áköf að fá hann sem fyrst á burt með þeim. Hún tók áætlunarbílinn og ók um götur Kowloon, þar sem úði úði ,og grúði af fólki, hvar sem litið var. Dýrlegum vörum var stillt út í glugga eða jafnvel á borð á gangstéttum, silkiefni og satín, gull og gimsteinar. Og sérkenni- leg lítil veitingahús voru á hverju horni. Rakel hefði ekki getað ímyndað sér, að svona gífurlegur fjöldi fólks gæti nokkurs staðar verið tíl. Peninsulahótelið var stórt og gamaldags, en reisuleg bygging. Forsalurinn var geysistór. í öðr- um enda hans var vínbar með há- um stólum og mörgum litlum borðum, þar sem einnig var hægt áð kaupa te, kaffi kökur og smurt brauð. Herbergið hennar var mjög vistlegt. Hún hafði útsýni yfír Victoriuhöfnina með öllum fiski- bátunum, fljótabátunum og lysti- snekkjunum. Hún fór niður og pantaði sér miða í hringferðina um borgina. Það var allöng ferð og farið um mestan hluta eyjarinnar. Síðan átti að snæða kvöldvrð í fljóta- bátsvitingarhúsi í Aberdeen, og eftir það skyldu ferðamönnunum sýndir helztu næturklúbbar borg- arinnar. Hún óskaði, að hún hefði ekki þurft að fara einsömul í þessa ferð. Hún var hálfhrædd við hvað Davíð var orðinn henni mikils virði. Og auðvitað varð hún að komast yfir það, því að hann hafði margsinnis gefið til kynna, að hann var ekki ástfang- inn af henni. Hún fór með ferjunni um höfn- ina og tók áætlunarbílinn í Hong Kong. Verzlanirnar í Hong Kong varou jafnvel enn stórkostlegri en í Kowloon. Kínverskar konur stóðu við gluggana og hlógu og spjölluðu saman og sýndu fagur- skapaða fætur sína. Bíllinn ók upp á hæðina, og Rakl greip andann á lofti yfir fegurðinni og dásemdunum, sem hvarvetna blöstu við. Sólin var að setjast, þegar hóp- urinn kom niður að flóanum, og hún kastaði gullnum geislum yf- ir hafið og eyjuna. Snæddur var kvöldverður úr framandi réttum um borð í fljótandi veitingahúsi. Þar var mikið líf og fjör. Ágætir skemmtikraftar höfðu frammi gleði og gaman fyrir gestina. Á leiðinni til baka var komið við í nokkrum næturklúbbum og drukkinn bjór eða létt vín á hverjum stað og horft á einhver skemmtiatriði. Allir voru nætur- klúbbarnir ævintýralega skreyttir og skemmtiatriðin, sem ýmist voru kínvesk, japönsk eða ev- óps'k, yfirleitt mjög góð. Þetta hafði vissulega verið ævintýralega skemmtilegt, en Rakel hafði þó ekki getað notið þessa alls til fulls, vegna þess hve mjög hún saknaði félagsskapar Davíðs. Þegar hún lauk upp herbergis- dyrum sinum á Peninsulahótel- inu, vissi hún, áður en hún kveikti ljósíð, að hún var ekki ein. Skyndilegur ótti greip hana, hönd hennar skalf um leið og hún snéri rofanum. Þegar ljósið kviknaði, sá hún tvo menn sitja í herberginu. tvo Austurlanda- búa. — Hvað viljið þíð? spurði hún og greip andann á lofti. Annar þeirra var öllu hávaxn- ari og talaði frábærlega vel ensku. — Við höfum beðið eftir yður, ungfrú Hastins. Okkur er tjáð, að í London hafi Peter Yi beðið yð- ur fyrir ákveðið bréf. Viljið þér gera svo vel að láta okkur fá það? Hún ákvað að láta sem hún vissi ekkert og þakkaði sínum sæla fyrir að hafa fengið bréfið i hendur Davíðs þá um morgun- inn. — Ég veit ekki, um hvað þið eruð að tala. Eg er ekki með neitt bréf. — Það er þýðingarlaust að reyna að vílla okkur sýn, ungfrú Hastings, sagði nú lágvaxnari mað urinn. — Við erum fulltrúar nú- verandi stjórnar Suður-Kóreu. Þetta bréf og innihald þess er eign stjórnarinnar. Það gæti orð- ið hættulegt, ef það kæmist til Kóreu. — Ég hef ekkert bréf, stað- hæfði hún. — Þíð getið leitað í öllum farangri nínum, ef þið kærið ykkur um. Hérna er vesk- ið mitt. Leitið þar fyrst. Þeir leituðu í veskinu. Hvað átti hún að gera? Kannski gæti hún hringt niður í skrif- stofuna eða þrýst á bjölluna. En mennirnir horfðu fast á hana og 14 T í M I N N , þriðjudaginn 18. ágúst 1964

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.