Alþýðublaðið - 23.05.1953, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1953, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa Alþýðuf lokksins: Símar 5020 og 6724 er opin kl, 10 f. h# til 7 e. h. Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. — Gefið kosninga- skrifstofunni upplýsingar um kjósendur, sem ekki verða heima á kjördegi. — Kæru- frestur er útrunninn 6_ júní. SAMHELDNI er grund- . völlur alira þeirra kjara- bóta, sem íslenzkur verká lýður hefur öðlazt með flokksstarfi og stéttabar- áttu undanfarna áratugi. Nú ríður verkalýðnum líf ið á að standa vel sáman. Styðjið Alþýðuflokkinn! XXXIV. árgangur. Laugardaginn 23. maí 1953 .110. tbl. inkasala ríkisins bezfa Sokksinsl í Vestisr-Húiiavatiissýslu. | Jg{n{ramf yrðj g§ j^ggpg fankskip og koma oiíuflutningunum þannig í íslenzkar hendur DEILURNAR um olíumáiin hafa gert alþjóð það ijóst, svo að fáir mæla í mót, að mikilla umbóta er þörf í hinni umfangsmiklu innfiutningsverzlun með olíur og benzín, sem þrjú fyrirtæki annast nú hér á landi. Kærumáiin ganga á víxl og er óspart talað um millj- ónagróða á nokkrum skipsförmum olíu til landsins, og með tilkomu nýs fyrirtækis á þessu sviði er ýmsum at- vinnutækjum spöruð hundruð þúsunda króna frá því, sem áður var. Að gefnu þessu tilefni vill'Al fé verið fest í olíumánnvirkjum þýðufclaðið vekja athygli á því, [ í landinu. Er enginn. efi á þvi, að stefna Alþýðuflokksins þessum málum er mjög skýr. Kjartan Guðnason. ' ’ j Þ.lóðnýting oiíuverzlunarinnax. | Jafnframt því, sem öll oiíuverzl ÁKVEÐIÐ heíur verið fram- unin yrði skipulögð á einni boð Alþýðuflokksins í Vestur-' hendi með alþjóðar hag fyrir Húnavatnssýslu í aiþingiskosn- augum sem ágóðalaus þjónusta ingunum í vor. Verður þar í við atvinnulífið, þyrfti svo að kjöri fyrir flokkinn Kjartan kaupa til landsins tvö eða þrjú Guðnason fulltrúi í Reykjavík. Kjartan er ungur maður, greindur og gætinn og setur sig vel inn í öll mál, sem hann tek ur að sér. Kjartan vinnur allra traust, sem honum kvnnast, og er ekki að efa, að honum verð- ur vel tekið í Vestur-Húnavatns sýslu. olíuskip og taka þannig alla oi- íuflutninga til landsins í hend- ur landsmanna sjálfra. Til skamms tíma hefur olíu- verzlunin verið í höndum fvrir tækja, er hafa verið og eru að verulegu leyti erlend eign, og enn á síðustu árum hefur erlent íslenzkur skipstjóri á norskum togara við Norður-Noreg Kennir norskum sjómönnum togveiðar, sem þeir hafa tii þessa fáir stundað ÍSLENZKUR SKIPSTJÓRI, Loftur JÚIíusson, hefur síðan í janúai' í vetur verið í þjónustu nýs togaraútgerðarfyrirtækis í Tromsö í Norður-Noregi og kennt norskum sjómönnum togvcið- ar', en togaraútgerð hefur verið lítil í Noregi hingað til og fári norskir sjómenn stundað þær. "* Norðmenn eiga nú, að sögn Lofts, eitthvað 12—15 togara, en hafi í hyggju að fjölga þeim og auka togaraútgerð til muna. enda kveður hann hin ákjósan- legushi skilyrði fyrir togveiðar við Norður-Noreg. Góður afli í Slykkis- STYKKISHÖLMUR. TVEIR dagróðrabátar stunda enn veiðar frá Stykldshólmi. Aflinn hefur verið 5—6 tonn i róðri. Þrjár trillur stunda róðra héðan og er afii 1—2 tonn í róðr.i Undanfarin ár hafa trillur varla orðið varar við fisk, og þakka menn aukið aflamagn útfærslu landhelginnar. Hraðfrysti'hús kaupfélagsins hefur tekið til notkuna.r var.d- aðan, nýtízku flökuriarsal, sem byggður var síðari hluta vetr- ar. Er það allra mál, að hann sé mjög til fyrirmyndar hvað snertir alla aðstöðu tii hrein- Iætir. Einnig er aðfcúð verka- fólks ágæt. Binda félagsmenn miklar vonir við þennan at- vinnurekstur. BJARNI. HVALABATUM BREYTT í TOGARA Hið nýja útgerðaiTyrirtæki hefur látið breyta tveimiu' hvalabátum í fullkomna og vandaða togara. Var Loftur við er fyrri bátnum var breytt í vetur og sá um breytinguna. Síðan tók hann við skipinu og stundaði veiðar á því í hálfan annan mánuð. Nú er hann hér heima, en tekur svo við hínu skipinu og verður með það um tíma. ANNAR ÍSLENDINGUR. SÁ IJM ALLT Á DEKKÍ Með Lofti var annar ungur íslendingur, Eyjólfur Halldórs son að nafni, og stjórnaði harm allri vinnu á dekki, því að sjó- mennirnir þurftu að læra hand Framhald á 6. táðu. a.ð verulegur ágóði af þessari verzlun rennur til fctinna upp- runalegu eigenda erlendis, sem enn eiga mikið í þessum fyrir- tækjum. Undanfarin se;: ár hef ur fyrsta alíslenzka oliufélagið risið upp og' náð til sín helming olíuverzlunarinnar. ITafa átök þess fyrirtækis við hin eldri orðið til þess að varna enn skýr ara Ijósi en áður á ásiand þess ara mála og gefa enn fyllri á- stæður en áður til þess ao ætla, að bezt yrði að tryggja hag- kværna olíuflutninga og olíu- verzlun með því að setja á stofn olíueinkasölu ríkisins, er hefði öll þessi mál með höndum, og yrðu þá óhugsandi slíkar deilur um olíumál, sem þjóðin hefur nú orðið vitni að, þar sem alit varðandi slíka einkasölu mundi vera opinbert mál fyrir þá, sem einkasöluna ættu — þ. e. Iand3 menn alla. MIÐSTJORN Alþýðuflokks- ins hefur í samræmi við á- lyktun síðasta flokksþings kosið eftirtalda menn í kosn- ingalandsnefnd flokksins: Frið finn Ólafsson, Svövu Jóns- dóttui' og Eyjólf Jónsson. Myndin sýnir hluta af hinni nýju veitingastofu í Keflavík. Veitingasíoía íyrir 200 manns í sæti nýlega opnuð í Keflavík I NÝLEGA HEFUR TEKIÐ TIL STARFA myndarieg veit- ingastofa í Keflavík. Eru bað tveir urigir Reykvíkingar, sem starfrækja hana, þeir Svavar Kristjánsson og Jón Maríasson, sem báðir hafa starfað mikið við veitingahús í Reykjavík og iiú síðustu árin við Sjálfstæðishúsið. Veitingastofa þierra félaga er tekið til starfa, þar sem erfitfc í kjallara Nýja bíós. og buðu þeir bæjarstjórn og fréttaritur- uni að sfcoða húsakynnin- s.l. laugardagskvöld. Er veitinga- stofan hin snýrtiiegasta, tví- skipt og geta 200 manns setið þar til borðs í einu. Húsgögn öll eru smíðuð að Reykjalundi og hin vönduðustu. VEIZLUR OG HÓF Hyggjast þeir félagar hafa þarna kaffi- og matsölu, enn fremur munu þarna verða dans leikir öðru hvoru og stofan leigð fyrir veizlur og hóf ein- staklinga og félaga. Munu þeir félagar hafa mik- inn hug á að koma til móts við kröfur sem flestra viðskipta- vina. BÆTT ÚR ÞÖRF Mun margur fagna-því, þegar þessi nýja veitingastofa hefur hefur verið fyrir hinn mikla fjölda aðkomumanna, sem nú dvelst í og við 'Kefiavík, að f» sér fæði. rr EgiH rauði enn: Saklaus maður barinn vegna grunsemdar um að vera heim •ildarmaður Alþýðublaðsins EINN SKIPVERJA á Agli rauða, að nafni Karl Jónasson frá Ilofsósi, kom að máli við Alþýðublaðið í gærkvöldi, bólginn i andliti, blóðugur og með allilla sprungna vör, og kvaðst hafa verið barinn fyrir grunsemdir um að vera heimildarmaður Alþýðublaðsins að frétt þeirri, er það flutti í gær um aðbúðina á skipinu. La Iraviafa" ékaf! íagnað. ÓPERA Verdis, „La TravL ata“,.var frumsýnd í þjóðleik- húsinu í gærkveldi, og var söngvurunum, svo «>g hljóm* sveitarstjóra og leikstjóra, á- kaft þakkað. Sérstaklega vakti söngur þeirra Hjördis Scliymberg, Ein- ars Kristjánssoriar og Guð- mundar Jónssonar mikinn fögnuð. | Þessum skipverja, sem engan þátt átti í frétt Alþýðublaðsins. sagðist svo frá, að einn skips- félaga sinna, sem harm kveður vera bróður Lúðvíks Jósefsson ar, hins alvalda höfðingja kom- múnista í Neskaupstað, hefði, er hann kom um borð í skipið i gærkveldi, borið það á sig, að hann væri heimildarmaður blaðsins. Ekki vildi Karl kann- ast við það, enda ekkert við fráttina riðinn,. en þá barði hinn hann svo hrottalega, að sprakk fyrir á neðri vör og blóð hljóp niður á föt hans. Framhald á 7. síðu. Ðr. Gunniaupr hefur ferðazf m alff kjör- dæmið pegar. DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐ- ARSON, frambjóðandi Alþýðiii flokksins í Barðastrandarsýslu, 'er kominn úr ferðalagi um kjöp dæmið. Hélt hann almenna stjórnmálafundi á Patreksfirði og Bíldudal og stofnaði Alþýðu' flokksfélög á báðum þessumi stöðum. Einnig ferðaðist hanrt um allt kjördæmið og ræddi vio menn stefnu Alþýðuflokksins og stjórnmál almennt. * Mikill áhugi er ríkjandi með- al Alþýðuflokksmanna í kjör- dæminu um að gera hlut flokks ins sem stærstan við kþsning- arnar, og för dr. Gunnlaugs hef ur glætt þennan áhuga til mik illa muna. ‘ MEÐAL Vestur-íslendi ng- anna, sem koma til Islands 9. jún.í n.k.; er frú Rósa Benedlkts son, dóttir Stephans G. Step- hanssonar skálds. Frúin verður gestui’ ríkisstjórnarinnar me'ð- an hún dvelur hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.