Alþýðublaðið - 02.06.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.06.1953, Blaðsíða 6
« Höfum heldur þaö, lem sannara reynisf. HARALDUR JÓHANNES- SON, sem mun vera frambjóð- andi Socíalistaflokksins í Borg arfjarðarsýslu, afhenti ritstjóra Alþýðublaðsins í gær athuga- semd út af hinni athyglisverðu forsíðugrein Alþýðublaðsins á sunnudaginn um peningaaust- ur kommúnista í áróður fyrir þessar kosningar. Eftir langa tilvitunn í Al- þýðublaðsgreinina, kveðst Har aldur verða að krefjast leiðrétt ingar, vegna þess að í greininni fælust aðdróttanir í hans garð um, að hann hefði með höndum fé, er hann væri ólöglega að kominn. En þótt leitað sé með log- andi Ijósi, verða engar aðdrótt anir í henni fundnar í þá átt að Hafaldur Jóhannesson hafi nokkurt ólöglega fengið fé með höndum. Að þessu ieyti er því vissulega ekkert að leiðrétta. Hins vegar segir Haraldur, að ekki hafi verið um kosningablað fyrir hann að ræða í umræddu tilfelli, heldur bæjarblað Sósía listafélags Akraness, sem heiti Dögun. Þá segist hann ekki hafa sam jð við prentverk Akraness um útkomu blaðsins, heldur hafi blaðstjórn og aifgreiðslumaður annazt það. Enn segir Haraldur,, að hann hafi ekki greitt útg'áfukostnað blaðsins fyrirfram, heldur hafi blöðin í sumar verið greidd við móttöku, þ. e. áður en farið var að selja blaðið. — Telur Alþýðu blaðið rétt að hafa heldur það, sem sannara reynist í þessu máli sem öðrum og verður í því efni að trevsta Haraldi Jó'hanns svni. Fær Alþýðublaðið ekki séð, að neinu meginatriði fregn arinnar hafi verið haggað. Hefnd, er |®ri flSEögur m náms©Sn§ og náms fíma barna ®g ungllnga MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA hefur skipað sjö menn í nefnd til að endu skoða og gera tillögur um námr fni og námstíma í barna-, gagnfræða og menntaskólum. í nefrdina hafa verið skipaðir Ólafur Björnsson. formaður Að alsteinn Eiríkssón, námsstjóri, Ágúst Sigurðsson, cand. mag., Arngrímur Kristjánsson, skóla stjóri, Guðmundur Þorláksson, cand. mag., Jón Sigurðsson, borgarlæknir og Kristinn Ár mannsson, yfirkennari. Nefndinni er séfstaklega fal ið að enduskoðar það námsefni, sem nú er lagt til grundvallar kennslu í barna, gagnfræða og menntaskólum og gera tillögur um námsskrár fyrir hvert þess ara fræðslustiga með tilliti til þess að námsefnið sé við hæfi hvers fræðslustigs og kennslu | bækur svari þeim kröfum sem j gerðar eru til bverrar náms greinar. Nefndin skal ennfrem ^ur atbuga hvort mögulegt sé að stytta námstímann, án þess að dregið sé úr nauðsyniegri og æskilegri fræðslu. Ausfurbær. - Símar: ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudaginn 2. júní 1953 FRANK YERBY MHIjónohöllin Hann þrýsti hendi Stephans innilega. Lance var lafhrædd- ur um að hún myndi ekki þola átökin. Þú. kemur eins og kallaður, pilturinn. Alveg fyrirtak að fá þig, sagði hann með djúpri bassaröddu. Ach . . . jú alveg fyrirtak. Svo beindi hann at- hygli sinni að Lance. Hver er þetta? þrumaði hann. Nýr félagi? Hann á víst ekki auðvelt með að tala í lágum hljóðum, hugsaði Lánce, eins og það líþa kemur sér vel fyrir þann, sem fara þarf huldu höfði. Já, það þykir mér ldklegt, svaraði Stephan. Þú heldur það, en veizt það ekki. Hvernig ber að skilja það? Stephan svaraði: Þannig, að hann hefur þegar nægilega lífsreynslu til þess að hafa getað öðlazt samúð með sjónarmiðum okkar. Hann hef- ur séð menn deyja eins og rottur í námum og verksmiðj- um, séð þá svelta og kveljast aðeins til þess að húsbóndi þeirra yrði auðugri. Og síðast en ekki 'sízt gerði sá hinn sami húsbóndi hans foður hans öreiga. En hann skortir enn allan félagslegan þroska og flokkslega menntun. Þú hefur sem sagt staðið heldu illa í stöðu þinni, þrum- aði Schwab. Ég. Ég er orðinn kapitalisti, maðu,r, skríkti Stephan. Ég er framkvæmdastjóri í stálverk- smiðju. Þú lýgur, öskraði Schwab. Svikari. Fyrst ættirðu nú að spyrja mig, hvernig ég stjórna henni, sagði Stephan og brosti. Níu stunda vinnudagur, ffielipingi hærri laun en í sambærileg- um verksmiðjum, ókeypis sjúkrahúsvist handa verka- mönnunum. . . . hlreinasta Paradís sem sagt. Það var þér líkara, Stephan Henkja . . . Komdu inn með mér í húsið. Við sku'lum fá okkur eitthvað að drekka. Hvað má bjóða þér, drengur minn? Bjór? Já, sagði Lance. Ég þigg bjór. Ég gleymdi nokkru sagði Stephan. Hann heitir Lance McCarthy. Enn einn írlendingurinn, ha, ha. Lance fann að tónninn í röddinni var ekki óvingjarn- legur, og brosti við. Bezti piltur, sagði Schwab. Þeir sátu; við barinn og sötr- uðu hver úr sínu glasi. Heldurðu að Heinkel gæti notað hann? spurði Stephan Schwab. Schwab. varð fljótur til svars. Já, því ekki það? Og drengurinn ætti að hafa gott af að vera hjá honum. Hann gæti lært prentiðn og fræðst um hreyfinguna. Mér lízt al-, 106. DAGUK: veg prýðilega á þennan pilt, Stephan. Ég fer með hann til Georgs strax. Seztu niður, sagði Schwab. Þú þarft ekkert að fara. Georg kemur hingað. Það hefur aldrei brugðizt enn að hann kæmi einnhvern tíma kvölds- ins. En hann kemur hins vegar oft dálítið of seint. Það fór brátt að verða létt- ara yfir viðstöddum. Schwab gekk yfir að píanóinu og lék „marseillaisinn", þýddi Lranska textann yfir á þýzku um leið og hann söng. Svo söng hann og lék „Uns Fuehrt Lassealle", sem Lance skildi hvorki upp né niður í heldur, en Stephan sagði honum að kvæðið héti „Lassalle leiðir oss“. Schwab hafði mjög fagr? rödd, djúpa og hljómmikla bassarödd. Lance þóttist vita að hans myndi hafa beðið mikill frami, ef hann hefði lagt sönglistina fyrir sig. Georg Heinkel kom og áður en Lance vissi af, var hann ráðinn sem prentnemi og um leið blaðamaður við „Der Arbeiter‘‘ í ensku úgtáfunni, „The Worke'r“. Seinna meir var svo um talað, að hann ætti að fá að læra þýzku. Þeir Sehwab og Heinker tóku með- mæli Stephans með piltinum góð og gild. Það var orðið áliðið kvölds, þegar þeir fóru. Lance hafði séð og heyrt margt á einu kvöldi, en sjaldan eins og hér. Hugur hans var allur í upp- námi. Hann hafði hlustað á franskan byltingarmann að nafni Victor Drury lýsa komu Karls Marx til London. Með miklum áhuga hafði hann hlustað á lýsingu Victors á hrörlegri íbúðinni hans í Soho, á rytjulegum húsgögnum, óhreinum og óreiðulegum her- bergjunum vanalega svo full af tóbaksreyk að varla sá handa skil, þar sem verlings Jenny vann baki brotnu frá morgni til kvölds án þess að mögila, þótt húsbóndinn neit- aði afdráttarlaust að vinna heimilinu fyrir peningum, og ekki skyldi hið borgaralega þjóðfélag hafa hann að féþúfu. Það skildi Lance ekki. Hon- um fannst framferði Marx ef ekki ómannúðlegt, þá að minnsta kosti ó;hygg|legt. Seinna um nóttina fóru þeir að útmála fyrir honum hversu bráðnauðsynlegt væri hið ótakmarkaða trúnaðartraust á leiðtogum byltingarinnar, skilyrðislaus hlýðni og undir- gefni. Þeir útskýrðu fyrir hon- um óhjákvæmileik þess, að velta rikjandi þjóðskipulagi í rústir og byggja á ný, sýndu honum fram á hversu gjörsam- lgea væri vonlaust að sjá hag öreiganna borgið á annan hátt en þann að velta um koll virkjum auðvaldsins og leyfa sólinni að skína jafnt á alla menn. Lance, sem oftar en einu sinni hafði orðið sjónarvottur að, þegar þessir sömu öreigar, sem þeir voru að tala um, þjáðust og dóu; einstaklings- framtakinu til verðskuldaðs lofs og dýrðar, var næstum því sannfærður. Næstum því, •— en álls ekki alveg sannfærður. Daginn eftir hóf hann prent- námið. Hann var látinn hand- setja, bera prentsvertu á pressurnar, búa um blöðin til útsendingar og svo fram- vegis. Hann fór smátt og smátt að læra þýzku og gekk það þó heldur seint. Og ennþá var hann ekki sannfærður. Hefði kennske heldur aldrei orðið það, ef ekki hefði þetta komið fyrir á Tompkonstorginu . . . Það var 14. janúar árið 1874. Þeir stóðu saman á torginu, Lance og Georg Heinkel. Þar var mikill mannfjö'ldi saman kominn og menn hlus’tuðui á ræðumann nokkurn. Lance leið illa. Hann var nýbúinn að frétta, að lögreglan, hafði komið til Justusar Schwab um nóttina og farið með hann niðu,r á stöð. Hann hafði fengið alvarlega aðvörun. Lögreglustjórinn hafði hallað sér fram á skrifborðið og horft hvasst á risavaxna þjóðverj- ann: Okkur er kunnugt um, að þú hafir ráðgert að láta kveilcja í borginni, sagði lögreglustjór- nin. En við höfum á þér góðar góðar gætur, karl minn. Og öllu þínu byski. Þið skuluð ekki leika sama leikinn hér og í París. Við höfum vörð um ráðhúsið, pósthúsið og allar j opinberar byggingar. Og svo j höfum við hvarvetna óein- j kennisbúna lögreglumenn. Þeir hafa engar fyrirskipanir um að taka þig fastan, sei, sei, j nei. En vita skaltu, stjórn- leysingjaúrhrakið þitt, að verði skotið á annað borð, þá verður ekki síðast sigtað á þig. Fólkið svalt. Vantaði vinnu, alls staðar vantaði menn vinnu. Atvinnuleysið var g'eigvænlegt. Alþýða manna krafðist þess að hið opinbera reyndi að bæta úr neyðinni með atvinnubótavinnu. Hún krafðist þess að ekki yrði fléiri mönnum sagt upp, nógu stór var atvinnuleysingjahóp- urinn samt fyrir. Kommún- istar sáu réttilega, að nú var þeirra tími komirm. Þeir hófu áróðursherferð mikla. Og nú voru; það þeir, sem höfðu for- ystuna. Allur almenningur þóttist vita, að þeir hefð.u sitt,- hvað í 'hyggju, sem ekki ætti heima í dagsljósinu. Það var talað mikið um sprengiefni, j uppþot, íkvéikjur og jafnvel morð. Þennan dag lá etithvað óvenjulegt í loftinu. Á for- síðu,m blaðanna voru stóryrði eins og „kommúna“ og „bylt- Ðra-vlðtíerðlr. Fljót og góð afgreiðsla. GUÐL. GfSLASON, Laugavegi 63, sími 81218. Smiirt brauH otí sníttur. Nestlsoakkar. | ■ Ódýrast og bezt. Vin- í samlegast pantið £yrirvara. BÍATBAKINN Læbjargðtu S. Sími 8034«. Slysavaraaféíags filanðs kaupa flestir. Fást hjá Elysavarnadeildum nrn Iand sllt. 1 Rvík í hann- yrðaverzluninni, Banka- strætí 6, Verzl. Gunnþór- annar Halldórsd. og skrif- stofu fálagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 4897. — Heitið á slysavarnaíélagið. Það bregst ekld. Nýjá sencIV- bflastöðin h.f. ■ hefur afgreiðslu í Bæjar- í bílastöðinni í Aðalairastí E 16. Opið 7.50—22. Á [ sunnudögum 10—18. — 5 Sími 1395. í I j Minnlngarsotöldí ! Barnaspítalasjóðs Hringsine ! eru afgreidd í Hannyrð*- ; verzl. Refill, Aðalstræti 18 ! (áður verzl. Aug. Sventí- ! sen), í Verzluninni Victor, ; Laugavegi 33, Holts-Apé- ! teki, Langhoiisregi 84, I Verzl. Álfabrekku við Suð= ; urlandsbraut, og Þor*tefn$- jbúð, Snorrabraut 61. \Eús og íhúðir 3 ■ » sf ýmsum atærðum 3 j ■ bænum, átverfum bæj- ■ S arins og fyrir utan bæ-S ; inn til sölu. — Höfum ■ « einnig til sölu jarðir,« : vélbáta, bifreiðir og: » verðbréf. ■ B * Nýja fasteignasalau. ■ Bankastræti 7. • Sími 1518 og kl. 7,30— \ \ 8,30 e. h. 81546. § «■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■amrtfxv ing“ prentaðar feitu letri í fors'íðufyrirsögnum. Lance vissi að eitthvað mikið hlaut að gerast. Það sem Lance ekki vissi, og ekki einu sinni hann, he'ldur níu- tíu og níu af hundraði, að lög-> reglustjórinn hafði aftu.r- kallað - ieyfi til þessa liti- fundahalds á síðustu stundu, án þess að tilkynna þá ákvörðun til réttra hlutaðeig- enda. 6727, 1517. BöF|iFfesl3lf§§ÍS1 Vesfurbær. - Sírni: 5449. Sími 81991

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.