Alþýðublaðið - 25.10.1953, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐfÐ
Sunnudagur 25. október 1953.
Útgefandi: Alþýðuflokkurin'n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hanrúbal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjón: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamerun: Loftur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.
Sumargleði - vefrarstarf.
SUMARSINS, sem við nú
kveðjum, munu flestir lands-
menn minnast sem eins hins
gróðursælasta og gjafmildasta
hvað alla ávexti moldarinnar
snertir, sem þeir lengi hafa átt
að fagna.
Flestir þeir, sem á annað
borð hafa haft ferlivist, minn-
ast margra óvenjulega bjartra
sólskinsstunda, sem skilja eft-
ir minningar, er leitað verður
til, þegar myrkur og sorti vetr
arius vilja byrgja alla útsýn.
Hver íslendingur, sem eitt-
hvað ferðaðist um fjöll og ör-
æfi e'öa horfði yfir landið sitt
úr flugvél, hlaut að taka eftir
og gleðjast yfir hvað hinn
græni litur gróðursins var ó-
venjulega skær og gægðist
sígri hrósandi fram, þar sem
áður var grá og gróðurlaus
auðnin.
Sólskinið og- gróðurmagnið
hafa heldur ekki látið sig án
vitnisburðar. Kartöfhiuppsker-
an er svo mikil, að aðalvanda-
málið er a'ð geyma hana nógu
vel og torga nógu míklu.
Er þetta viðfangsefni fyrir
húnaðarfélög bændanna og
samvinnufélögin, sem fram-
leiðsluna selja, að leggja fram
bæði þekkingu á, hversu bext
skuli haga til um nýtingu og
geymslu og þó einkum fjár-
magn og mátt til að fram-
lcvæma það, sem þekking og vit
Ieggur til í þessum sökum. Það
má ekki koma fyrir, þegar loks
framleiðslan , er nóg handa
landsmönnum, að þá eyðilegg-
ist hún fyrir neins kona,- hand
vömm.
Heyfengur er með mesta og
bezta móti og er ástæða til að
samfagna bændum og öðrum
þeim, sem einhvern fénað eiga,
að geta nú á komandi vetri
gætt gripum sínurn a miklum
og óðum heyjum. Skortur og
sultur hefur of Iengi þjáð hæði
menn og málleysingja hér á
landi, til þess að ekki sé ástæða
til að muna eftir og fagna
hverju því, sem bægir þeim frá
garði.
Þá má minnast þess, að fjár-
skiptum um land allt lauk á
þessu hausti og standa nú von-
ir til, að sigur haíi — loksin«
— verið unninn á þeim mikla
vágesti mæðiveikinni.
Frá sjónum er aftur á móti
þá sögu að segja, að síldveiðin
brást enn þetta sumarið, þa'ð
áttunda £ röðinni, þótt ekki
væri alveg sama ördeyðan og
þegar verst hefur verið. Þó
varð síldveiðin á austurmiðun-
um þar nokkur uppbót.
Annar afli var víða sæmileg
tir í sumar og er enginn efi, að
á nokkrum miðum er þegar fav
Ið að kenna áhrifa frá nýiu
landhelgisljnunni, hó að mis-
jafnt sé, eftir staðháttum, og
* annars staðar hafi kennt meiri
ágangs.
I stað þess a‘ð þungamiðja at
vinnulífsins ætti að vera, ekki
sízt að sumrih, iífræn störf til
að gera landið okkar betra og
byggilcgra, atvinnulífið örugg-
ára og fjölbreyttara, hafa fram
kvæmdirnar á Reykjanesi sog-
að til sín mikið af vinnuafli
landsmanna. Ýmsir hafa borið
þar sæimleg Iaun úr býtum, en
mikið fer þar líka í súginn af
þeim verðmætum, sem við Iiöf-
um ekki ráð á að glatá. Én þar
sem þessi mál hafa verið rædd
rækilega í blaðinu í sambandi
vi'ð hinar nýju tillögur Alþýðu
flokksins, verður ekki Iengra
farið út í þau hér að þessu
sinni.
En engin ástæða er til að
draga fjöður yfir bað, að milli
liðagróði og lögverndað brask
og okur hrifsa til sín allt of
stóran hlut af arði allrar fram-
leiðslu í landinu. Bilið milli
þess, sem framleiðandinn sjálf-
ur fær og þess, sem neytandinn
lætur, er allt óf stórt. Enda er
það þar, sem afæturnar búa
einkum um sig. Þetta gildir áð
sjálfsögðu engu síður um alla
innflutta vöru. Síðan allt raun
verulegt verðlagseftirlit var af
numið, hefur heildsalinn nóg
ráð til að taka aflaícng sinn á
þurru.
Umfram allt er það áfram og
fram á leið, sem við íslenzkir
jafnaðarmenn eigum að horfa
á þessum komandi vetri.
Alþýðan verður að skilja
stéttarlega afstöðu sína, gera
sér ljóst, a'ð allt, sem hún á og
hefur, mannréttindi hennar,
kosningaréttur, samtakaréttur,
hagsbætur hennar: hóflegur
. vinnutími, hærra kaup fyrir
j eftir- og helgidagavinnu, lögin
I um verkamannabústaði, um or
i lof, um hvíld á sjó, um trygg-
, ingar vegna slysa, sjúkdóma,
| elli, örorku og ómegðar, eru
fengin fyrir baráttu — er gull,
j sem sótt hefur verið í greipar
jyfirráðastéttarinnar með krafti
I þeirra faglegu og pólitísku
j samtaka, sem fólkið hefur skap
i að sér.
j Því verður fyrsta hvatning,
i fyrsta áminning Alþýðublaðs-
ins á þessum vcíri sú AÐ
j EFLA SAMTÖKIN. Til þess
þarf margt, Stofna þarf félög
bæði í þeim byggðarlögum og
starfsgreinum, sem engin eru
áður, eða þá gagnslaus af því
að ]:au hafa fallið í hendur ræn
• ing^a. i
Fvrsta skyhla hvers félags-
manns er áð sækja ftindi fé!af.«
síns, fylgjast af alúð með öll-
um málum, leggja ófeiminn
orð í belg, brjóta upp á nýmæl
um, sem félagði gæti beitt sér
fyrir, hlífast ekki vfð gagn-(
rýni, ekki til þess fyrst og
fremst að halda uppi ófrjóum
smáskæruhernaði, heldur til
þess, sem allt okkar starf á að
miðast við — að hyggja upp og
bæta. En þá er oftast óhjá-
kvæmilegt að benda á veilurn-
ar, því að „sé drepinu lilúð,
visnar heilbrigt líf“.
Trúmennska í _ störfum,
trJrggð við málstaðinn, kjarkur
til að berjast fyrir honum, þol-
gæði til þess að taka ósigrum
og byrja samstundis að undir-
búa nýja sókn, þetta er það,
sem skapað hefur þau samtök,
afkastað öllu því, sem fólkinu
CFrh. á 7. síðu.)
Sunnudagshugvekja líl alþýðumanna:
FERÐALÖG íil fjalla og
um hálendi íslands hafa far
ið xnjög í vöxt á seinustu ár
um. Og því trúir enginn,
nema sá sem reynir, hvílíkt
seiðmagn háfiöll og öræfi
eiga í fórum sínum. — Fög-
ur lýsing er til í Alþýðubók
inni um smalaferð til fjalla
og áhrif hennar á ungan
hug:
VÍGSLA ÖRÆFANNA.
„Höllt er oss að nota ör~
æfin og heiðarnar sem
draumaland. Fátt veit ég
eins göfgandi og að líta til
íj^-la neðan úr byggðum,
og ógleymanleg verða mér
áhrifin af því, er ég sem
ungur smali leit austurfjöll
in í fyrsta sinn oían af Blá
steinsbringum. Það var eins
konar vígsla. Ég veit ekki
með vissu, hvað gerðist, en
ég kom heim sem miklu
hærri og háleitari vera og
fannSt nú meira til um heim
inn en áður. Ég hef aldrei
fyrr né síðar uppgötvað
neitt, er heillaði mig meira
en öræfin. Stundum, er ég
lít til íslenzkra fjalla að
vori til, ekki sízt eftir langa
dvöl í erlendum stórborg-
um, finnst mér eitthvað á-
þekkt því, sem standi ég
andspænis hinni hinstu op-
inberun sálar rninnar.
HEIMUR VERULEIKANS.
,,En í heimi veruleikans,
mannabyggðum, er verksvið
vort, og þessu megum vér
sízt gleyma, hversu ljóðræn
ir hrifningamenn sem vér
kunnum að vera, þá er vér
lítum til fjalla.
Vér verðum að hafa hug-
fast, að kotin og þurrabúð-
irnar verða ekki mublerað
ar með draumum einum,-
raflýstar með tómum fer-
skeytlum, né bvggðar upp
með sögum af skrítnum körl
um og kerlingum eða ættar-
tölum.
Og þótt þjóðernisgorgeir-
inn kunni að vera góður og
blessaður og sveitamenning
in snil-ld, þá er þó enn meira
vert um að þvo sér og hirða
tennur sínar ...
OSS VANTAR verkhæfa
MENN.
Oss vantar emkum menn
og konur, sem kunna að
byggja hús, að rækta garða,
að ibúa til ætan mat, að setja
upp raftæki ,að smíða ís-
lenzk húsgögn, að ala upp
munaðarleysingja, að stjórna
alþýðubókasöfnum, að túlka
alþýðu vísindi.
Oss vahtar stjórnmála*-
menn með frumkvæðishæfi
leik, er byggja starf sitt á
skilningi íslenzkra þarfa og
vinni í senn á grundvelli sam
þjóðlegrar vitundar og ís-
lenzks hugsunarbáttar, menn
er 'áræði hafa til að ger-
breyta í samræmi við stjórn
arfarslegar framfarir út-
heimsins og þó nógu óbifan
lega trú á íslenzkt ágæti til
að skoða það hlutverk sitt.
að gera ísland að leiðar-
Ijósi stórþjóðanna.
Það verður að lyfta þjóð
inni upp úr hinni bamlandi
örbirgð, sem er afleiðing
klaufafer.gings og illmann-
legs stjórnarfars — gera
hanahagsmunalega hæfa til
þess að þroska vitund sína
í samræmi við hugsjónir ís-
lenzkra spekinga . . .
Menning vor áður byggð-
ist nefnilega á velmegun. og
á enn eftir að byggjast. Ekk
ert er því til fyrirstöðu, að
íslendingar geti orðið rík-
asta þjóð veraldarinnar, þar
sem. ísland er handraðinn í
gullkistu Norðurhafsins, og
íslenzkir 'sjómenn eitt hið á-
gætast kyn, sem nú er uppi
á jörðu.
Kiljan segir. að ekki geti
orðið á því lengur dráttur,
að hætt verði hér á landi að
stunda pólitík eins og kjafta
kappleik, og færi þetur. að
hann yrði sannspár urn það.
„Kosningar eru borgara-
stríð“, segir hami á einum
stað, „bar sem nef eru tal-
in í stað þess að brjcta hálsa.
Sá, sem mestu loíar og lýg
ur, leggur undir sig flest
nef“.
ALLS NÆGTIR HANP4
ÖLLUM.
„Eins og jörðin og nyíjar
jarðarinnar eru handa fólk-
inu, almenningi, þannig er
og um þekkinguná. Hún er
handa fólkinu ■— ekki handa
neinum sérstökum, heldur
öllum, sem eru hennar mót-
tæklegir . . .
Allir hafa jafnan ,rétt til
menningar, svo andlegrar
sem veraldlegrar, allir jafnt.
Hver og einn á sinn hlut í
gnægðum vorrar auðugu
jarðar. Guð skapaði þessa
jörð handa öllum mönnum,
til þess að allir. menn hefðu
allt, sem þeir þurfa. Hér
vantar ekkert. Þessi jörð er
fullkomin og veitir oss allt
p— W I*' ’tSt' "
• * • •
Hlutverk ríkisins. fulltrúa
hir(s siðaða þjóðfé)lags, er
að vera miðlari nytjanna
og gæðanna, að sjá öllum fyr
ir hinum beztu skilyrðum
til vaxtar".
SJALFSVIRÐING OG
KLÆÐABURÐUR.
Fagurfræðileg sjónarmið
og gagnleg eru hvar vetna
túlkuð hlið við hlið í Alþýðu
bókinni. og er það ekki sizt
þetta, sem gerir hana svo
heillandi 'og gagnlega í senn.
Ágætur að þessu leyti er t.
d. kaflinn um klæðaburð
verkamanna, en í honum
segir t. d. meðal annars:
„Óvíða í löndum sjást t.
d. jafnóbjörgulega klæddir
verkamenn og á íslandi.
Verður ekki hjá því komizt
að láta nokkur orð falla í
þessu sambandi um klæða-
burð verkamanna frá sjónar
miði fagurfræðinnar.
„Rlæfilslegur útgangur
manna, er þeir eru að starfi,
er vottur um skeytingar-
leysi og skort á virðingu
fyrir gildi starrsins —- vott
ur trúleysis á köllun hinnar
vinnandi handar, — ósam-
ræmið og ófrýnileikinn í
ytri háttum vottur þess. að
einstaklingurinn er hatu-rs- -
maður síns eigin starfs. ■—
Þannig er stíll liins starf-
andi verkamanns ævinlega
fagurfræðilegt tákn '
fórm. sem skýrir frá sam-
ræmisauði — oða örbirgð
•—•' ákveðins sálarlífs.
Góður verkamaður, hvert
starf sem hann stundar, er
aldrei glæsiilegri en. að.
starfi sínu. Vélsmiðurinn í
þýkkum útmökuðum „over-
all“ utan yfir leðurúlpu og
dökkköflóttri skyrtu, með
kollhúfu og hendurnar kám
aðar af vélfeiti, er miklu
glæsilegri mynd og sterk-
ara stílfyrirhrigði að starfi
sínu en á sunnudögum, þeg
ar hann hefur dubbað sig
upp í sniðlaus spariföt með.
hálstau, sem situr illa og
sunnudagaskó keypta á út-
sölu ...
En snúum nú aftur af
þessu fagurfræðilega bliðar
spori og víkjum á ný að h'eil
brigðishlið íslenzks klæða-
burðar. En um klæðaburð
gegnir sama máli og um flest
annað. bar sem stofna skal
, til umbóta, að mestu varðar
að vaktar séu barðari kröf-
ur. Ef siðferðisvitund
manna hefur risið til bess
aðals, að fordæma kvefoest-
ína oe kuldabaslið. bá er
leiðin þegar opnuð til bóta.
SVEITAMENNING OG
HERNAÐARVÍSINDI.
Verkmenn, sem stunda at-
vinnu úti að vetrarlagi, eiga
t. d. að klæðast hlýjum ull-
arfötum og silkinærfötum
innan undir, eins og veiði-
menn gera í Alaska og Norð
ur-Kanada á vetrum. Vind-
heldar leðurtreyjur eru með
mælaverðar í þurrakuldum,
en brezkir skotgrafafrakkar
nauðsynlegir í regni og
krapa.hríðum. Enn fremur
er nauðsynlegt að menn, sem
hafa útistöður að vetrarlagi
bæði til sjávar og sveita,
klæðist vönduðum Iöðfelld-
um. Þolgóður skófatnaður
er óvíða mikilsverðara atriði
en á íslandi, os hefur tras^a
skapur í fótabúnaði orðið
mörgutn íslendingi að fiör-
lestri, enpu síður en ófulT-
komin útbúnaður á sjó og
óvarkárar sjóferðir .
Lipur háleggjuð hermanna-
stígvél brezk eru vafalaust
einna meðmælaverðastur
skófatnaður íslenzkum verka
mönnum til siávar og sveita.
Gæti bannig íslenzk sveita-
menning dree'ið lærdóm, af
hernaðarvísindum Bret.a.
Er skylt að játa, að á
stríðsárunum tók klæðahurð
ur íalenzkra verkamannia
miklum framförum, og var
skólinn einmitt, sá, sem
Kiljan benti til. — Lýkur
hér svo þessum þætti.
S
V
S
V"
s
s
s
V,
s
V
V'
S'
s.
s-
S
V
s
V
s
V
s
V
V
i
s-
s
V
s
s
s.
s
s
s
s
V
s.
s
s
s
V
s
V
s
s.
s
• s
s
s
V
i
s
s
s
s
s
s
s
s
Á
V
i
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
)
s
s
\
i
s
s
s
s
s
s
s
•s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
i
%
k
ki’