Alþýðublaðið - 18.12.1953, Qupperneq 4
«
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstuclag'ur 18. desember 1953
Hækur og höfnnda
Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Haniiibal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmunásson.
Fréttastióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenm: Loftur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
EÍmi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.
EI d h úsdagsu m ræðu r n a r
\ ELDHÚSDAGSUMRÆÐ-
URNAR frá alþingi fóru fram-í
samband: við 3. uniræðu fjár-
laganna að þessu sinni s.I.
mánudag og þriðjudag.
Ýmislegt þótti athyglisvert
við umræður þessar, þar á með
al þetta:
1. Stjórnarandstöðuflokkarn-
ir allir gerðu harða hríð að
j stjórninni og stefnu hennar, en
voru ekki í hárinu hver á öðr- j
um, eins og oftast áður. Þó gátu
koinmúnistar ekki alveg setið á ,
sér gagnvart Alþýðuflokknum.1
En hvað um það, þetta er* mik-
il framför frá því sem áður var.'
Er talið, að íhaldsmenn hafi orð
, á, að þetta sé ills viti.
) 2. Bjarni Benediktsson tók
■ éngan þátt í þessum útvarps-
i umræðum. Þykja það býsn
mikil, því að hann hefur tekið
Jiátt í öllum útvarpsumræðum
.fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
annan áratug. Eru menn' með
getgátur um það, hvort Bjarna
hafi í þetta sinn verið stjakað
frá útvarpinu, af því að mönn-
ttm hafi fundizt hann vera bú-
inn a'ð halda sömu ræðuna
nógu oft — eða hvort hann hafi
farið í fýlu vegna utanríkismál-
anna, sem Franisókn fékk í
sinn lilut.
3. Tveir þingmcnn stjórnar-
liðsins, þeir Skúli Guðmunds-
son og Jón Pálmason, töluðu
eins og stjórnarandstæðingar.
Mun það aldrei hafa komið fyr-
ir áður á eldhúsdegi, og ber
þess vott, að mikil óánægja er
ríkjandi í stjórnarherbúðunum.
Skúli hæddist að öllu skrum-
inu um verzlunarfrelsið. Taldi
hann loforðið um að leggja fjár (
hagsráð niður hafa verið svik- [
íð, því að verið væri að koma á
fót nýrri stofnun í þess stað. og
vissi enginn, hvort hún mytidi
betur gefast. Þá taídi Skúli það
ifurðulegt, að þeir hinir sömu
menn, sem alltaf væru að hjala
ttm verzlunarfrelsi, héldu.
dauðahaldi í einokun útflutn-.
ingsverzlunarinnar og mættu
ekki heyra það nefnt, að hún ,
yrði gefin frjáls. Geipið um J
verzlunarfrelsið taldi þessi á-
hrifamikli stjórvtarsinni því
mest í orði, en minna á borði. j
; Jón Pálmason . gagnrýndi
Stjórnina fyrir minnkandi fjár-
veitingar til verklegra fram-
kvæmda — fyrir óþarfa eyðslu
og fyrir lélega fjármálastjórn.
Fór hann mörgum orðum um
það, að fyrir fortölur Sjálfstæð
isflokksins hef'ði Eysteinn Jóns
t son snúið svo Jangt frá fyrri
ýillu síns vegar í stjórnmálum,
að nú væri gott samstarf milli
Íiiálfstaíðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins.
. Sagði Jón Pálmason, að með
sama áframhaldi enn um skeið
..gætum við séð hilla undir
bann möguleika. AÐ GERA
EINN FLOKK ÚR ÞESSUM
TVEIMUR stjórnarflokkum.
Garnlar deilur og SYNDIR
yrðu þá að leggjast í grafar-
innar djúp og ættu aldrei að
. rísa aftur upp. Þá mundi og
allur grundvöllur fyrir starfi
hæstvirtrar stjórnar verða
annar en er.“
Þannig flytur Movgunblaðið
í gær þennan kafla úr ræðu
Jóns Pálmasonar. Hefur það
vakið undrun margra, að ein-
mitt Jón Pálmason, sem einna
fjandsamlegastur hefur verið
Framsóknarflokknum, skuli nú
kveða upp úr með það, að nú
þurfi ekki nema lítils háttar
viðbótarsnúning af hendi Fram
sóknar, til þess „að menn geti
séð hilla undir þann möguleika
að GERA EINN FLOKK úr
þessum tveimul* stjórnarflokk-
um.
En hvort frjálslyndum Fram
sóknarmönnum hefur orðið mn
sel að heyra þennan sameining
arbo’ðskap við íhaldið — það
er eftir að vita.
Öllum ber samaa um, hvar í
flokki sem þeir standa, að ÓI-
afur Thors hafi aldrei verið
flokki sínum jafn óþarfur og
nú í umTæðum, nema ef vera
skyldi, þegar hann hélt „dóms-
dagsræðu" sína fvrir forseta-
kjörið.
í upphafi skrapp það út úr
forsætisráðherranum, að hann
og ýmsir fleiri hefðu þann sið
AÐ YFIRGEFA ÞINGSALINA
þegar stjórnarandstaðan væri
að flytja sitt mál í þinginu.
Þetta er blátt áfram yfirlýs-
ing urn hað, að forsætisráð-
herra Islands og fylgismenn
hans svívirði Alþingi Islend-
inga með nazistískum vinnu-
brögðum. A'ð þeir virði ekki j
þingræðisleg og lýðræðisleg
grundvallaratriði — hlýði ekki \
á mál andstæðinganna og gegní
ekki þingskyldum sínum. Þetta'
eru raunar þyngstu sakirnar,
sem bornar voru fram gegn
Sjálfstæðisflokknum í þessum
eldhúsumræðum. Og ætti þjóð
in vissulega að veita þeim at-
hygli. (
Hitt bar svo siðgæðisþroska
forsætisráðherrans einnig dá-
laglegt vitni, er hann í umræðu
Iok, er engum vörnum varð við
komið, bar tugþúsunda fjár-
drátt upp á pólitískan andstæ'ð
ing, sem í upphafi umræðunn-
ar hafði skýrt frá staðreyndum
í stóreienaskajtsmáli þeirra
Björns Olafssonar og Thors-
hræðra. — Þetta átti að vera
hefndin. En æðisköst og ofsi
illrar samvizlcu bæta ekki mál-
stað forsætisráðherrans. Enda
hefur nú verið skorað á hann á.
albingi að innheimta þegar í
stað þær 30 þúsund krónur,
sem hann segir þjóðinni, að
Hannibal Valdimarsson sé
kærður fyrir að hafa haft rang-
lega af ríkissjóði — ef hann
trui sjálfur iljmæli sínu.
Sigurður A. Magnússon:
Grískir reisudagar. Ferða-
þættir. ísafoldarprent-
smiðja. Reykjavík 1953.
FÁ LÖND EVRÓPU eru
girnilegri til fróðleiks en Grikk
land, og veldur því í senn sag-
an, náttúrufegurðin og þjóðin.
Þess vegna tekur maður þess-
um ferðaþáttum Sigurðar A.
Magnússonar tveim höndum.
Bókin er góðra gjalda verð,
enda þótt viðfangsefnið sé erf-
itt og kröfurnar miklar.
Undirritaður kann engin
deili á Sigurði þessum, en hef-
ur lesið ferðáþætti hans og
greinar í Morgunblaðinu með
sæmilegri velþóknun. Maður-
inn hefur ferðazt víða og virð
ist vera athugull og hneigður
til fróðleiks. Auk þess skrifar
hann dágott mál, þó að nokk-
urrar sérvizku gæti í frásögn
hans og efnismeðferð. Hann
hefur leyst þessa frumsmíð vel
af hendi, þegar á heildina er
litið.
Kaflar bókarinnar eru tíu.
Þeir eru misjáfnir að gæðum,
en allir í góðu gildi frá sjónar-
miði heimaalningsins. Höfund-
urinn gerír þó kannski helzt
til mikið að því að rekja sögu
Grikkja og Grikklands aftur í
aldir, því að sú upptalning er
þurr og fremur svipdauf og
innan handar að afla sér þessa
fróðleiks fyrir þá, sem læsir
eru á erlend mál. En Sigurður
gengur að þessu verki af ná-
kvæmni og samvizkusemi, og
það er honum auðvitað til
sóma. Enn fremur er hann til-
tínslusamur um of, þegar hann
fjallar um það, sem dreif á
daga sjálfs hans í Grikklandi,
og enginn sprettamaður, en
seiglast áfram og nær settu
marki. Þó bregður fyrir at-
hyglisverðum myndum fólks
og viðiburða. Beztir eru kaflarn
ir í Suðurveg, Patmos, ..Hið
dimmbláa haf“ og Svipmyndir.
Sigurður A. Magnússon.
Þá hefur Sigurði og tekizt
prýðilega frásögnin um hjá-
trúna og helgisiðina þar austur
frá. Og bókin er í heild höf-
undi sínum til sóma.
Því er löngum haldið fram,
að Grikkland sé í dag menn-
ingarlegur kirkjugarður. Sig-
urður A. Magnússon styrkir
lesendur bókar sinnar í þeirri
skoðun. Samt ber hann Grikkj
um nútímans vel söguna, en
finnst bersýnilega, að þjóðin
megi muna sinn fífil fegri. Það
er auðvitað rétt, en samt
hefði verið gaman að frétta
meira af því, hvaða gróður er
að spretta í þeissum kirkju-
garði, sem blés hryggilega
upp, en grær nú að nýju. Sig-
urður segir í niðurlagi kaflans
Horft um öxl: „Kynni mín af
Grikkjum nútímans hafa fært
mér heim sanninn um það, að
þeir eru ver.ðugir synir forn-
grísku snillinganna. Og bað
mundi ekki koma mér á óvart,
þó að þeir ættu eftir a_ð auðga
menninguna að nýjum lista-
verkum og frjórri hugsun". En
er þetta ekki að ýmsu leyti þág
ar komið á daginn? Grikkir
mur.u eiga í dag rithöfund,
sem stefnir í áttina til heims-
frægðar og hefur iðulega verið
orðaður til beirrar eftirsóttu- en
torfengnu viðurkenningar að
hljóta bókmenntaverðlaun Nó-
bels. Undirritaðan grunar. * að
þár sé um að ræða tré í gróður
miklu og lífvænlegu kjarri.
Endurreisn grískra bókmennta
á þessari öld hefur verið talin
óræk sönnun þess, að kirkju-
garðurinn sé að gróa upp. Sig-
urður A. Magnússon lætur
þessa hins vegar ekki getið,- og
er það miður farið.
Aftur á móti á hann þakkir
skilið fyr'ir frásagnirnar - af
ferð sinni um þessar sögufrægu
slóðir og greinargerðina um
sögu Grikkja og Grikklands.
Margt virðist vera Hkt með
Grikkjum og Íslendíngum í for
tíð og nútíð. Okkur er hollt að
rifja upp söguna um sambæri-
leg örlög þjóðanna og hyggja
að þeim vanda, sem nú er báð
um á höndumi. Vestræn menn-
ing hefur kannski risið hæst á
Grikklandi og íslanai. En menn
tingarríkið getur orðið kirkju-
! garður, ef ekki er hlúð að
i gróðrinum og lögð áherzla á að
bægja frá aðsteðjandi hættu.
Þó skiptir mestu að varast
sundrung og spillingu heima
fyrir og forðast að verða nátt
j tröll í andlegum skilningi.
Slíkt getur orðið stórum þjóð-
um til falls, hvað þá smáum.
Undirritaðan hefur Iengi
* dreymt um að feta í fótspor
jByrons láv.arðar og sækja
Grikkland heim. Sá borgara-
legi draumur á langt í land að
rætast. En hann hefur stækk-
að við að lesa bók Sigurðar. A.
Magnússonar og ferðaminning-
ar Ólafs Hanssonar í Mánu-
dagsblaðinu. Og segi svo hver,
sem vill, að maður kunni ekki
að þakka fyrir sig!
Helgi Sæmundsson.
fltbreiðið Alþýðubluðið
Ný félagsbók* Ný tímaritshefti
Mál og menning
Ný félagsbók
ÞOGN HAFSINS
eftir V E R C O R S
Stutt skáidsaga, er lýsi * með einföldu glæsilegu dæmi viðnámsþreki
frariskrar aiþýðu á hernámsárunum.
. .Ein af perlunum í nútímabókmenntum Frakka
Sigfús Ðaðason heíur þýtt söguna úr frummálinu.
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
2.—3. hefti
með ritgerðum efri.r Þórberg, Sverri. Peter Hallberg (um Atómstöð-
ina), Gunnar Benediktsson, Magnús Á. Árnason, Sigfús Daðason, Árna
Böðvarsson o. fl., sögum úr síldinni eftir Jónas Árnason, sögum og
Ijóðum eítir Thor Viihjálmsson, Hannes Pétursson, Ástu Sigurðardótt-
ur, Þorstein Valdúnarsron; enn fremur' þýddum greinum og ljóðum,
ritdómum o. fl.
Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bókarinnar
og tímaritsins í dag og næstu daga í Bókabúð Máls og menningar. At-
Juigið að bókabúðiu cr flutt á Skólavörðustíg 21 (fáein spor af Lauga-
veginum upp Klapparslíg).
MÁL OG MENMNG
Skólavörðustig 21. Sírni 5055.