Alþýðublaðið - 23.12.1953, Side 4

Alþýðublaðið - 23.12.1953, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudag’ur 23. des. lí)53 Útgefandi: AlþýSuflokkuriníi. Ritstjóri og ábyrgðarmaBur: Hanítíbal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamena: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjórl: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- Fimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. I lausasölu: 1,00. Ihaldsstefnan, Hafstein, Hæringur Bœkur og höfundar: VÍSIR skýrir frá því í gær, að hinir óbreyttu flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi mjög óskað eftir nýjum kröft- run í bæjarstjórn Reykjavíkur. En eftir framboðslista Sjálf- stæðisflokksins að dæma, eins og hann- var birtur í Morgun- blaðinu í gær, verður ekki séð, að þær óskir hinna ,,óbreyttu“ hafi fengizt teknar til greina. í átta efstu sætum listans sjást t. d. ekki önnur ný andlit, en Geir Hallgrímsson, sem kemur þar í stað föður síns, Hallgríms Benediktssonar heildsala — og svo Einar Thoroddsen skip- stjóri. Mega andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins vera mjög ánægðir með þennan íhalds- lista, ekki hvað sízt vegna þess, að Jóhann Hafstein er í átt- unda sæti hans. Getur ekki hjá því fari'ð, að á kjördegi hlýtur kjósandanum að verða þetta þrennt í hug: Ihaldsstefnan, Jóhann Hafstein og hið aldna skip Hæringur. Og í raun og veru er þetta allt vel til þess fallið að renna sam an í eitt hugtak í.vitund manna. Það eru engin rök, sem hníga að því, að slíkur íhaldslisti geti fengið meira en 33% reyk- vískra kjósenda til fylgis við sig. fyrst listi Sjálfstæðis- flokksins, eins og hann var skipaður í sumar, gerði ekki betur en rétt að merja 37% af heildaraíkvæðamagninu í Reykjavík, Það er líka timi til þess kom in, að íhaldið verði svipt völd- um í höfuðborg íslands. Það er nefnilega hárrétt, sem eitt dag blaðanna sagði í gær: ,,Sami flokkurinn er búinn að fara með stjórn í Reykja- vík í meira en 30 ár. Og það er ekki nema mannlegt, að í skjóli svo langar stjórnarsetu hafi skapazt margvísleg spill- ing og lítt viðunandi kyrr- staða“. Sama blað bendir á þá stjórn venju, sem skanazt hefur hjá Bretum Gg gefizt vel, að skipta um stjórn með hæfilegum milli bilum. „Þessji venja“, segir blaðið enn fremur, ,,er talin fremur en flest annað, hafa tryggt hina farsælu þróun brezkra stjórn- arhátta. Af þeim ástæðum hef úr aldrei skapazt í Bretlandi lan,gvinnt kyrrstöðutímabil, svipað þeim, er orsakað hafa byltingu í mörgum öðrum lönd um. Af þeim ástæðum hefur stjórnarandstaðan orðið ábyrg ari, því að hún hefur jafnan getað átt von á því, að ábyrgð hvíldi á henni innan skamms tíma. Og af sömu ástæðu hafa stjórnirnar Iíka orðið hófsam- ari en ella, því að þeim hefur verið Ijóst, að yrði gengið of langt á einu eða öðru sviði, væri vonlaust um að halda meirihlutanum í næstu kosn- ingum“. Þetta er allt saman mjög réttilega mælt. og mætti vera þroskuðum kjósendum Reykja víkur ærið umhugsunarefni fram yfir hátíðarnar. Hér er vissulega full þörf á að hreinsa burt fúann og spillinguna, og láta nýjar hugmyndir og nýja krafta koma við sögu í stjórn Reykjavíkur. Sagan, sem blöðin sögðu frá í gær, af fatlaða manninum, konu lians og barni, sem flúið höfðu úr bragganum við Suð- urlandsbraut, en hafast nú við í gluggalausu baðherbergi í herkastalanum, er ein sönnun þess af mörgum, að íhaldið er búið að stjórna Reykjavík of lengi. Slíkt liefði hvergi getað gerzt, nema þar, sem langvar- andi yfirdrottnun hefur blind- að hinn ráðandi flokk, svo að hann. Iætur sér ajlls ekki til hugar koma, að honum verði nokkurn tíma velt úr valda- sessi. Kjósendur Reykjavíkur eiga rú að sýna þroska sinn og á- bvrgðas tilfinningu með því að láta íhaldið falla seinasta sunnudaginn í janúar. Og fall þcss á að verða mikið. Tékkneskar karfmannaskyrfur nýkomnar. vefnaðarvörudeild. ÞÓ AÐ öll biöð séu aö springa utan af bókaaugiýsing- um, bókaumsögnum og jafavel ritdómum þessa dagana. langar mig til að bseta þar agnarlitlu við. Það hefur bá verið borið í þann læk bakkaíullan áður. „Fornar grafir og fræðimenn" heitir bókin, sem ég vil minn- ast, eftir þýzkan mann. sem sig kallar C. W. Ceram. Bókina hef ur þýtt Björn O. Björnsson, en Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefið hana út, og ytri frágangur allur er akjósanleg- ur. Bók þessi segir frá ævintýr- um fornleifafræðinnar, í bók- staflegum skilningi. Hún segir frá mönnum, sem urðu gagn- teknir af ofstækisfuiium áhuga á að grafa upp úr fylgsnum jarðar borgir og fjársjóö1 fornra menningarþjóða, sem eitt sinn voru herrar heims, þó að tugir og aftur tugir kynslóða hafi síðan gengið yfir kuml þeirra án, þess að vita, að þær höfðu verið til. Þessir fruni- herjar fornleifarannsóknanna voru fágætir persónuleikar og verkefni þeirra í senn hrika- lega torsótt og ævintýralega glæsileg. Ævintýrasveinar þess arar bókar láta ekki skelfast af neinum torfærum á veginum þangað, sem dreki gleymsku og fyrnsku liggur á fáfnisarfi hinr.a glæstu fornþjóða. Það er raunar ekki miki’.l vandi að koma auga á þessi afarmenni fornleifafræðinnar, en Ceram sá, er bókina skrifar, er ekki heldur lágfleygur fugl. Hann sezt umsvifalaust á eina hæstu gríípuna og flýgur síðan tind af tindi. Winckelma.nn, Schlie- • mann, Evans, Caríer, Botta, Layard: Pompeji, Trója, Mý- kene. Knossos, gröf Tutenkam- ons, Babelsturn; be1 ta eru nokk ur nöfn, og þó fátt trjið, enda má sízt gleyma köflunum um fornmenningu Indíána í Amer- íku. Og hvað þá? Allt eru þetta heimsfræg nöfn og um þessa menn og þessa fornleifafundi hafa verið gefin út fleiri rit en tölum verði talin og það mörg af mönnum, sem voru miklu lærðari ■ Ceram þessum, sem er ekki fornleifafræðingur sjálf- ur. En einmitt þess vegna má vera, að þessi bók hafi orðið eins Iæsileg og hún er. Blessuð um fagmönnunum er furðú oft ósýnt una, ef ekki fyrirmunað með ölluj að matbúa svo og krydda fræði sí.n, að lystug séu þorra manna. Sakar það og ei.gi. ef aðrir verða þá' til bess að gerast heiðarleg1’- meðal- göngumenn milli sérþekkingar og almennings. Það gerir Cer- am í þessari bók. Svo sem nafn hennar bendir til, leggur höf- undurinn sig fast eftir að vefa persónu og æviferil söguhetj- anna saman við lýsingar þeirra dásemda, sem þeim auðnaðist að fínna. Vitanlega ná þær lýs- ingar harla skammt, það er stiklað á stóru, svo að maður saknar þess, hve fljótt er farið yfir sögu. En hér er af ofgnóít að taka, og þessi bók setur sér ekki það mark að gera ýtarlega fræðimannlega grein fvrir neinu. Hindurvitni forðast hún þó eins og heitán eldinn. Höf- undurinn vill, án þess að fara með fleipur um staðreyndarat- riði, kveikja mönnum lifandi hugmynd um þau undursam- legu ævintýri, sem gerzt hafa á vegi, fornlaifáfræðinnar í þeim löndum, þar sem hámenning fornþjóða blómgaðist og huld- ist- síðan gleymsku og jörðu. Þetta hefur höfundi tekizt, því að bók hans er spennandi. svo að fágætt er, en þó um leið fall- in til að vekja virðingu fyrir stórum örlögum, sönnum hetju skap og fornri og nýrri snilld. Þýðinguna á þessari bók hefði eflaust mátt gera betur með meiri gát. Sums staðar virðist mér þýðandi bregða á leik og velja orð fremur til að skemmta sjálfum sér en til að þjóna frumverkinu, og persónu leg uppáíæki í síafsetningu kar.n ég verr við í þýðingum en ritum. sem menn eiga sjálf ir. En þýðingin er hressileg og lifandi,. og. það er ekki lítill kostur. Dauða hönd hefur séra Björn sízt lagt á þessa bók, en kannski ekki alltaf nógu styrka. Út af bók Cerams mætti margt fleira skrifa, en ég læt þetta nægja. Þetta er ekki rit- dómur. heldur bókarfregn, svona rétt til að taka ofan fyrir vel unnu verki. Kristján Eldjárn. Skemmtilegasfð dægrasfytting Jeffery Farnol: Sjóræning- inn og fjársjó'ður hans. Skáld saga. Sigurður Björgúlfsson þýddi. Reykjavik 1953. HÖFUNDUR skáldsögu þess- arar fæddist árið 1878, en er enn á lífi og skemmtilegasta gamalmenni. Farnol' er víðfræg ur rithöfundur, sem hefur hing að til verið alls kostar ókunnur íslenzkum lesendum. Það er því vel farið. að þessi kunna og skemmtilega saga hans skuli hafa verið þýdd á íslenzku. Bretar eru miklir snillingar í reyfaragerð, og Farnol mun þola ágætlega samanburð við fyrirrennara sína og iafnaldra á því sviði. Maður undrast síð- ur en svo orðstír hans eftir að hafa lesið þessa sögu. Hún er skemmtilegasta dægrastytting og svo vel gerð og sögð, að hún getur talizt góðar bókmenntir. Undirtitill íslenzku þýðing- arinnar er: Ævintýri um ástir, sjórán og fólgið fé. Þetta er kannski hugsað sem auglýsinga brella, en reynist eigi að síður sannur leiðarvísir. Ritdómur- inn þyrfti ekki að vera lengri en bað að bera því vitni, að und irtitillinn eigi rétt á sér, og hann sagir ekki svo lítið! Ég kemst þó ekki hjá því að viö- urkenna, að mér fínnst sagan á borð við atburðarikustu og skemmtilegustu sögur Sabatin- is og Stevensons, og það eru svei mér meðmæli. Þýðing Sigurðar Björgúlfs- sonar v.irðist sæmilega af hendi leyst, þó að hún sé sums staðar dálítið hasarfengin. Hins vegar kemst ég ekki hjá því að skamma Sigurð örl'ítið fyrir kynninguna á höfundinum. Hún er svo sem ekki neitt, en sannarlega hefði átt að vera auðvelt að segja eitthvað meira og snjallara um jafnskemmti- legt gamalmenni og Jeffery Farnol. Og þá er ég kominn aft ur þangað, sem ég byrjaði, og þar með hættur. Helgi Sæmundsson. Sóknafý singar Yeslfjarða, eiti sfalf rif og merfeiiegf ÚT ER KOMIN bókin Sókna Iýsingar Vestfjarða, en hún er gefin út af Sambandi vest- fírzkra átthagafélaga í Reykja- vík. Er bókin í tveimur bind- um og hátt á sjötta hundrað blaðsíður í stóru broti. Eru sóknalýsingar þessar einstakt rit og merkilegt, en þær voru skráðar um 1840 af prestum á Vestfjörðum samkvæmt beiðni nefndar Ilins íslenzka bók- menntafélags í Kaupmanna- höfn, er í áttu sæti Finnur Magnússon, Jónas Hallgríms- son, Konráð Gíslason, Brynj- ólfur Pétursson og Jón Sigurðs son. I riti bessu er að finna margs 'konar fíóðleik um menningu og atvinnúhætti á Vestfjörðum um miðja síðustu öld. Er þar lýst hverri sókn og nær hverri jörð innan hverrar sóknar, allt frá Breiðafjarðarej'juni að Hrútafjarðará. Sér í lagi kvað fróðleg lýsing Flateyjarpresta kalls eftír séra Ólaf Sívertsen, en þar lýsir hann Breiðafjarð- areyjum svo nákvæmlega, að einstakt mun vera. Rit þetta er að sjálfsögðu stórfróðlegt öllum þeim, sem leggja stund á íslenzk fræði, og réttnefndur kjörgripur öllum Vestfirðingum, sem unna sögu héraðs síns. Útgáfa bókarinnar er miög vönduð. Meðal annars er í bók inni skrá yfir öll örnefni, sem koma fyrir í ritinu, einnig 15 ágætar myndir teiknaðar af Stefáni Jónssyni. Olafur Lár- usson pró-fessor hefur ritað for mála að bókinni, en prent- smiðjan Oddi hefur séð um prentverkið og bókbandið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.