Tíminn - 24.09.1964, Blaðsíða 15
SAUÐFJÁRHALD
Framhald at 16. sfðu.
Sauðfjáreigendur við Elliðaár og
1 Blesugróf fá 6 mánaða uppsagn
arfrest, en þeir, sem hafa sauðfé
sitt á svæði Sauðfjáreigendafélags
ins við Breiðholtsveg fá einungis
stuttan frest Þeir, er reka sauðfjár
rækt við léleg skilyrði, hafa slæm
ar geymslur og annað þess hátt-
ar, fá aðeins leyfi fyrir veturinn.
Og þeim, sem bafa engan geymslu
stað og láta sauðfé sitt rása út
um allt, er synjað um leyfi.
Flestir sáuðfjáreigendanna eru
á landsvæðinu við Breiðholtsveg,
en fjárflestu bændurnir eru í
Gufunesi og við Reynisvatn, þar
sem leyfi var veitt fyrir allt að
400 fjár.____________________
TÓNSKÓLINN
Framhald af 2. síðu.
gerir tónlist að ævistarfi sínu, en
hann getur auðvitað ekki haldið
uppi kennslu á þau hljóðfæri,
sem helzt eru í almannaeign, eins
og harmoníka og gítar. Þetta
er álit forráðamanna Tónskólans
iog leggja þeir aðaláherzlu á
■ kennslu og meðferð slíkra hljóð
; færa. Jafnframt reynir skólinn að
glæða skilning á gildi almenns
I söngs með fjölbreyttri söng-
' kennslu. Væntanlegir nemendur
skólans geta haft samband við Sig
ursvein D. Kristinsson, Óðins-
götu 1L______________________
FULLTRÚAKJÖR
Framhald ai 16 síðu.
ASÍ. Kosnir voru sem aðalmenn
Bjarni H. Finnbogason, Marteinn
Jónsson og Snorri Gunnlaugsson,
og til vara Jens Líndal Bjarnason,
Lovísa Magnúsdóttir og Rögnvald-
ur Haraldsson. '
Iðja, Akureyri: Þar kom aðéins
fram einn listi og urðu þessir full
trúar því sjálfkjömir: Hallgrímur
Jónsson, Jón Ingimarsson, Þor-
björg Brynjólfsdóttir, Guðmund-
ur Hjaltason, Sigurður Karlsson,
Gestur Jóhannesson, Kjartan Sum-
arliðason og Hreiðar Pálsson.
Verkalýðsfélag Húsavíkur: Listi
stjómar og trúnaðarmannaráðs
varð sjálfkjörinn, en hann skip-
uðu: Sveinn Júlíusson, Guðrún Sig
fúsdóttir, Amór Kristjánsson og
Gunnar Jónsson.
Félag ísl. rafvirkja: Sjálfkjöm-
ir voru eftirtaldir menn: Óskar
Hallgrímsson, Sigurður Sigurjóns-
son, Magnús Geirsson, Kristján
Benediktsson og Sveinn Lýðsson
Verkalýðsfélag Hveragerðis: Á
fundi félagsins s. 1. sunnudag voru
(kjömir þessir fulltrúar: Elsa Ein-
arsdóttir og Sigurður Áraason. Til
vara Jón Guðmundsson og Siguður
Guðmundsson.
Verkalýðsfélagið Bjarmi, Stokks
eyri: Sjálfkjömir voru: Björgvin
Sigurðsson, og Helgi Sigurðsson.
Verkalýðsfélagið Báran, Eyrar-
bakka: Kjörinn var Gestur Sigfús-
son.
Verkakvennafélagið Aldan, Sauð
árkróki: Kosning fór fram á fundi
félagsins, og kosningu hlutu: —
Hólmfríður Jónasdóttir og Bulda
Sigurbjömsdóttir. Til vara: Fann-
ey Reginbaldsdóttir og Guðrún B.
Ágústsdóttir.
Sveinafélag húsgagnabólstfara:
Á fundi félagsins s. 1. mánudags-
kvöld var kjörinn fulltrúi Þor-
steinn Þórðarson.
Félag ísl. hljómlistarmanna: —
Kjörinn var Elfar Berg Sigurðs-
son.
Félag járniðnaðarmanna, Rvík:
Eftirtaldir menn voru sjálfkjörnir:
Snorri Jónsson, Kristinn Ág. Ei-
ríksson, Tryggvi Benediktsson,
Ingimar Sigurðsson og Guðjón
Jónsson.
Verkalýðsfélagið Eining, Akur
eyri: Sjálfkjömir vcru þessir full-
trúar: Björn Jónsson, Haraldur
Þorvaldsson, Þórhallur Einarsson,
Margrét Magnúsdóttir, Auður Sig-
urpálsdóttir, Vilborg Guðjónsdóttir
og Björgvin Einarston. Til vara:
Bjöm Gunnarsson, Adólf Davíðs-
son, Jónína Jónsdóttir, Freyja Ei-
ríksdóttir, Kristján Larsen, Eiður
Aðalsteinsson og Margrét Vil-
mundardóttir.
Starfsstúlknafélagið Sókn: Á
fundi félagsins voni kjörnir þessir
fulltrúar: Margrét Auðunsdóttir,
Helga Þorgeirsdóttir, Sigríður Frið
iksdóttir, Björg Jóhannsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Ragna
Stefánsdóttir, Viktoría Guðmunds-
dóttir, Inga Thorarensen og Ása
Bjömsdóttir.
FALLÞUNGI
Framnald ai 1. síðu.
þar. Á ísafirði verður slátrað 6000
fjár, en gæði fjárins era ósköp
álíka og í fyrra. í Borgarnesí er
sláturhús, sem tekur við úr fjór-
um húsum, en alls á að slátra í
þeim 55—57 þúsund fjár. Fé þar
virðist ekki vera mikið vænna en
í fyrra og fallþungi er einnig svip
aður. 600 fjár hefur þegar verið
slátrað úr Dalahólfinu og hefur
ekld orðið vart við mæðuveiki í
MINNIHLUTASTJÓRN -
Framhalc al bls 3.
en langt um líður.
Úrslit kosninganna eru mikið
rædd í öllum málgögnum stjórn
málaflokkanna. Mesta athygli vek
ur, hve íhaldsflokkur/nn vann
mikið á um allt land, svo og hínn
aukni stuðningur við Venstre í
bæjum og borgum, sem vann upp
tapið í sveitunum, þar sem fylgi
flokksins hefur þó- verið mest. Rót
tækir töpuðu enn og sósíalistíski
þjóðarflokkurinn tapaði raunar
minnu, en búizt hafði verið við,
Jafnaðarmenn 1.103.216
Radikale Venstre 139.731
íhaldsmenn 527.921
Venstre 546.940
Rettsforbundet 34.115
Socialistisk Folkeparti 152.085
Kommúnistar 32.245
Friðarpólitíski Þjóðarfl. 9.032
Slésvíkurflokkur 9.265
Óháðir 65.659
Heildarúrslitin sýna, að fhalds
flokkurinn hefur unnið 4 þing-
sæti og hefur nú 36 þingmenn.
Venstre, sem líka er íhaldsflokk-
ur heldur sömu þingmannatölu og
á síðasta þingi, 38 þingmönnum,
Jafnaðarmenn bættu við sig 80
þúsund atkvæðum en halda sama
þingsætafjölda og áður og verða
enda þótt hann missti eitt þing
sæti.
Þá benda fréttamenn á enn eitt
atriði í þessum kosningum, sem
draga megi nokkurn lærdóm af,
þ. e. að hinir nýju smáflokkar
virðast eiga litla möguleika nú til
dags og stefnan virðist vera_ ein-
skorðun við stóra flokka. Úrslit
kosninganna í gær urðu ekki kunn
fyrr en um kl. hálf tvö í nótt.
Utankjörstaðaatkvæði era þó ó-
talin.'en heildarúrslitin urðu ann
ars svo sem hér segir:
(1.023.794) 76 þingmenn (76)
(140.979) 10 — (11)
(435.764) 36 — (32)
(512.041) 38 — (38)
(52.330) 0 — (0)
(149.440) 10 — (11)
(27.298) 0 — (0)
(0) 0 — (0)
(9.058) 0 — (1)
(81.134) 5 — (6)
með 76 þingsæti. Ilinn stjórnar-
flokkurinn, Radikalc Venstre, tap
ar hins vegar 1 þingsæti og hef-
ur nú 10 þingsæti í stað 11 þing
sæta áður. Þjóðvarnarflokkur Áxel
Larsen (Socialistisk Folkeparti)
tapar 1 þingsæti og héfur því 10
þingsæti í stað 11 áður.
því. Á Egilsstöðum slátra þeir
1500 fjár á dag, en alls verður
slátrað þar 37—40.000 fjár í þrem
ur húsum. Mun það vera hærri
heildartala en í fyrra, en svo
lítið heyjaðist í sumar á Austfjörð
um, að mun fleira fé er sett til
slátrunar. Fé þar er annars miklu
vænna en undanfarin ár og fall-
þungi einu kílói meirí en í fyrra.
Erfitt hefur verið að fá fólk til slát
urvinnu á Austfjörðum, vegna
síldarvinnunnar.
Eins og áður er sagt, var alls
slátrað 780.000 fjár á landinu í
fyrra, en í ár mun sú tala verða
aðeins lægri, þar sem vel hefur
heyjast og bændur setja því fleiri
skepnur á gjöf í vetur. Undantekn
ing frá þessu eru Austfirðimir, en
þar heyjaðist svo lítið, að fleira
fé verður slátrað en í fyrra. Enn
eru rúmar þrjár vikur eftir af
sláturtíðinni, en árangurinn af
fyrstu dögunum gefur góðar vonir
og kannskí verður þetta eitt bezta
sláturár í lengri tíma.
VlÐAVANGUR —
Framhald af 3. síðu.
að skattsvik eru stunduð hér
á landi í stórum stil . . .«
Manni verður á að spyrja:
Hvað er að svíkja — eftir
allar viðreisnarlækkanirnar?
En Alþýðublaðið heldur á-
fram að taka upp í síg:
„Fjárhagsiegt misferli, fjár-
dráttur og þjófnaður, skattsvik
og margvísleg önnur spilling
blómgast hér á landi á óhugn-
anlegan hátt“.
Drottinn minn dýri! Og öli
þessi ósköp undir vemdarvæng
ríkiástjórnar, sem „aiþýðan"
stendur að! Þetta er Viðreisíi,
sem segir sex!
Og svo gerir Morgunblaðið
• sér hægt um hönd og étur
þetta allt og meira til, cftir
Litla-bróður. Þeim er ekki
klígjugjarat á bænum þeim.
En hvernig í dauðanum á
svo að koma þessu heim og
saman?
RMsstjórnin tekur af gjald
þegum, samkvæmt fjárlögum,
meir en þrefaida þá fjárhæð,
sem innheimt var 1958 — og
þó er hún alltaf að lækka
skatta.
— Þetta eru drápsklyfjar á
dróginni, sagði Hjálmar f Bólu.
Loforð öðrum megki o>g svik
hinum megin.“
SNÆFELLIÐ
Framhald af 16. síðu.
græjur um borð, er það ekki?
— Jú, það höfum við, en þó
skipið sé gott, þá fer það bráð
um að láta sig.
— Hefur Snæfellið alltaf ver
ið happaskip?
— Já, skipið er gott, og í
kringum það hafa alltaf verið
menn, sem kunna að gera út.
— Hvenær ætlið þið að
hætta veiðum?
— Við verðum hér fyrir aust
an svo lengi, sem veður leyf-
ir.
Eftir að hafa talað við
Trausta, fengum við samband
við Egil Jóhannsson, sem nú
vinnur á skipasmíðastöð KEA
á Akureyri, en hann var fyrsti
skipstjóri Snæfellsins.
— Hvenær var Snæfellið
smíðað, Egill, og hver teikn-
aði það?
— Það er smíðað í skipa-
smíðastöð KEA á Akureyri ár
ið 1943. Þetta var fyrsta verk-
efni stöðvarínnar og eiginlega
var stöðin sett á laggimar til
þess að smíða þetta skip og
önnur smærri. Það var Gunn-
ar Jónsson, skipasmiður, sem
teiknaði skipið, en hann var
, fyrsti skipasmíður stöðvarinn
ar og er faðir Tryggva, sem nú
er yfirsmiður í stöðinni. Skip
ið er smíðað úr eik og er 165
tonn.
— Hafa margir skipstjórar
verið með Snæfellið þetta 21
ár?
— Neí, aðeins fjórir. Fyrst
Egill Jóhannsson, þá Bjarni
Jóhannesson, Baldvin Þorsteins
son og loks Trausti Gestsson.
— Þetta hefur alltaf verið
einstakt happaskip, er það
ekki?
— Jú, það hefur alltaf veitt
vel, og ég man aldrei eftir því,
að nein teljandí slys yrðu á
mönnum, eða þá að maður
færi útbyrðis. Sömuleiðis hef
ur skipið aldrei lent í nein-
um hrakningum. Ekki er annað
hægt að segja, en þetta hafi
reynzt vera mjög gott skip.
— Hefur það nokkurn tíma
slegið aflamet?
— Nei, en það hefur alltaf
verið með hæstu skipunum og
eitt sinn var það næstefst.
VERTÍÐARLOK
Framhald af 1. síðu.
vfk, 36.278, Jón Kjartans-
son, Eskifirði, 35.517, Snæ
feU, Akureyri, 33.440, Sig-
urpáll Garði, 31.210.
Sigurður Bjamason, Akur
eyri, 28797, Helga Guðmunds
dóttír Patreksfirði, 28.489,
Bjarmi n., Dalvík, 28.010,
Höfrangur III. Akmaesi, 27.
520, Þórður Jónasson.Reykja
vík, 26.543, Árni Magnússon
Sandgerði, 25.683.
NÝR VIÐSKIPTA-
SAMNINGUR
Þriðjudaginn hinn 22. septemb
er 1964 var undirritað í Prag sam
komulag um viðskipti milli ís-
lands og Tékkóslóvakíu á tímabil
inu frá 1. október 1964 til 30.
september 1965.
Gert er ráð fyrir svipuðum við
skiptum milli landanna og síðasta
samkomulagstímabíl.
Af hálfu íslands undirritaði sam
komulagið dr. Oddur Guðjónsson,
en af hálfu Tékkóslóvakíu undirrit
aði samkomulagið hr. Josef Kell-
er, forstjóri.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 23. september 1964.
ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR
AUGLÝSINGU í TÍMANUM!
Ausiursiræti 20 . Sími 19545
Til sölu í Kópavagi:
Fokhelt einbýlishús
við Hrauntungu, skammt frá
Hafnarfjarðarvegi. Á hæð-
inni er: Dagstofa, borðstofa,
húsbóndaherb., eldhús, 4
svefnherbergi,'bað og arínn,
á jarðhæð, stór stofa, inn-
byggður bílskúr, þvottahús,
kyndiklefi og stórar geymsl-
ur. Arkitekt: Kjartan Sveins-
son.
6 herb.
hæð við Holtagerði. Allt sér,
tréverk að mestu eftir, bíl-
skúrsréttur.
4ra herb.
hæð við Melgerði, sér kynd
ing og þvottahús, bílskúr.
Hagstætt verð.
4ra herb.
fokheld hæð við Þinghóls-
braut. Áhvílandí lán á II.
veðrétti til 15 ára.
f Reykjavík
5 herb. glæsileg hæð í aúst-
urborginni, laus strax.
3ja herb.
fokheld hæð í Hafnarfirði.
Útborgun 200 þúsund eftir-
stöðvar til 10 ára 7% vext-
ir.
Fasfelgnasala
Kópavogs
Skjólbraut 1 — opjn 10—12 og
2—7, sími 41230. Kvöldsími
40647.
Bifreiðaeigendur
Framkvæmum gufuþvotí á
mótorum i bílum og Öðr
um tækjum.
Bifreiðaverkstæðið
STIMPILL.
Grensásvegi 18.
Sími 37534.
Lögfræðiskrifstofan
IðnaSarbaakahúsjsni
IV. hæð.
Tómasar Arnasonar og
Vilhjálms Árnasonar
\
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
Gottskálk Gissurarson
frá Hvoli, Ölfusi,
sem andaðist þann 16. þ.m. verður jarðsettur frá Kotströnd Saugar.
daginn 26. þ.m. Húskveðja verður að heimiii hins látna kl. 1,30 e.h.
Bíiferð verður frá B.S.Í. kl. 12,15.
Gróa Jónsdóttir,
Guðmundur Gottskálksson, Þuríður Magnúsdóttir,
Jórunn Gottskálksdóttir, Friðgeir Kristjánsson,
Salvör Gottskálksdóttir, Vllhelm Adolfsson,
Guðrún Ásta Gottskálksdóttir, Gissur Gottskáiksson.
Eiskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Sigurjón Gíslason
Þórsgötu ó,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 25. septembei
n. k. Athöfnin hefsf kl. 13,30. Blóm eru vinsamlegasf afþökkuð, er
þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Ifknarstofnanlr.
Hanna Sigurjónsdóttir,
Halidór Sigurjónsson, Haildóra Elíasdóttir,
Ólafur Sigurjónsson, Kristín Magnúsdóttir,
Gisli Sigurjónsson, Wennle Schubert,
Gunnar Sigurjónsson, Hildlgunnur Gunnarsdóttir,
og barnabörn.
i
T í M I N N, fimmtudaginn -24. september 1964
15