Tíminn - 06.10.1964, Blaðsíða 8
Fjárráð banda-
rískra unglinga
í
Chicago, USA.
Bandarísk börn og unglingar
á skólaaldri eru annaðhvort
rétt að byrja skólagöngu á ný
eða í óða önn að búa sig undir
langan og strangan skólabóka-
vetur. Menntun er tvímælalaust
stærsti iðnaður Bandaríkja-
manna í dag. Síðastliðin
fimmtán árin hafa bætzt við
ein milljón barna í almennings
skólum og á þessu hausti bætist
enn ein milljónin við hinn
stóra nemendahóp.
Bandaríska þjóðin rekur
hvorki meira né minna en 125.
000 skóla fyrir 48 milljónir
barna- og gagnfræðaskólanem-
endur og 4.5 milljónir háskóla-
nema. Við þessa skóla starfa
tvær milljónir kennara og um
hundrað þúsund skrifstofufólk.
Allir þessir skólar skiptast nið
ur á fjörutíu þúsund skóla-
bverfi og hinn árlegi rekstur
kostar um 32.000.000.000.
00 dollara. Þetta risavaxna
kennslukerfi krefst árlega
meiri skatta, stærri skóla, fleiri
kennara og betri kennslu.
Á sama tíma og skólarnir
fara fram á meiri peninga og
eiga oft í örðugleikum með að
fá þá, hafa engin skólabörn í
heiminum eins mikið fé á milli
handa og bandarísk böm. Sam
kvæmt skýrslu frá eínni
kennslumálastofnun hér í landi,
linga hafa leitt af sér, að hér
í landi hefur risíð upp stór
iðnaður og verzlun, sem þrífst á
þessum kaupendahópi. Það er
stanzlaust unnið að því að finna
upp og setja á markaðinn ýms-
ar nýjungar fyrir þennan unga
viðskiptahóp. Flestir af þess
um þjóðfélagsþegnum geta
eytt vasapeningum sínum í
hvað sem er, þar sem foreldrar
borga fyrir þau fæði og uppi-
hald.
Það er mjög algengt að ung
lingar í gagnfræðaskólum og
háskólum vinni „part-time“
með skólagöngunni í nokkra
tíma á viku. Eins er það mjög
algengt hér að nemendur vinni
sér inn nógu mikið fé til að
borga fyrir skóla- og bókagjökL
Þeir nemendur, sem vinna með
skólanum vinna við alls konar
störf, þar á meðal í verzlun-
um, í veitingahúsum, iðnaði
og sjúkrahúsum, og vinnuvik
an er allt frá nokkrum tímum
upp í fjörutíu tíma á viku. En
þar sem það vill samt oft
bregða við að skólafólk hef-
ur meíri áhuga á að kaupa sér
bíl eða annað þess háttar, en
að borga fyrir skólakostnað, þá
er mikið farið að ræða um það,
hvemig hægt sé að kenna þeim
betri meðferð á peningum.
Hagfræðingar, kennarar, og
Bandarískir unglingar eyddu tugmilljónum dollara í sambandi við
Liverpool-bitlana. Hér sjást þeir við komuna til New York. — Frá
vinstri, John, Ringo og Poul, en George vantar á myndina.
þá höfðu táningar í Bandaríkj
unum 489 dollara árstekjur að
meðaltali á s. 1. ári, eða því
sem svarar 9.45 dollurum á
viku. Á sama tíma eyddu 22.5
milljónir unglinga á aldrinum
13 til 19 ára eða nánar 12
prósent, af landsmönnum,
hvorki fleiri né færri en 11.000.
000.000.00 dölum af eigin fé
í varning og þjónustu fyrir
sjálfa sig. Hagfræðingar segja
að þessí upphæð njegi til að
festa kaup á tvö þusund far-
þegaþotum, eða þá fyrir rekstr
arkostnaði á öllum bókasöfnum
í Bandaríkjunum og Kanada
næstu hundrað og ellefu árin.
Vasapeningar hjá bandarísk
um unglingum hafa aukizt um-
þrjú hundruð prósent síðan
1945 og um 1970 er álitið að
þessi hópur muni eyða um 21.
000.000.000 dollara á ári fyrir
eigin þarfir.
Öll þessi fjárráð meðal ung-
jafnvel foreldrar eru nú farn-
ir að hvetja til meiri samvinnu
á milli skóla og foreldra í þess
um málum. Stór hópur manna
vill að skólarnir leggi meiri
áherzlu á að kenna þessum
yngri borgurum betri meðferð
á fé og eins kenna þeim að
skapa sér sitt eigið sparifé.
Bankar eru farnir að auka það
mikið að kenna unglingum að
leggja meiri peninga inn á
bankabækur og sýna þeím um
leið fram á það hversu mikils
meira virði það sé að eiga fé
á bók heldur en að eyða því í
einhvern óþarfa. Foreldrum er
mikið kennt um eyðslusemi
barna, enda ólust þeir upp á
krepputímabilinu og sáu þá lít-
ið af peningum. Einn banka-
stjóri sagði nýlega að það gerð
ist of oft nú á dögum að
barníð og foreldrið lifi „í tveim
algjörlega frábrugðnum pen-
ingaheimum".
b
Myndin er af Haraldi f Hólum, sem er með höndina í fatla eftir slysið, sem hann varð fyrir í leitunum, Ólafi
í Meiritungu og Magnúsi f Mykjunesi, og svo er þarna líka sonur Magnúsar, Guðmundur að nafni.
(Tímaanynd, KJ).
Smalað á afréttum
Nú líður senn að því, að Ás-
hreppingar og Djúphreppingar
fari í eftirleitir, en þeir fóru í
göngur í fyrri viku. Þeir leita
milli Köldukvíslar og Þjórsár
norður í Innra Hreysi og allt aust
ur í Svörtubotna, og fengu að
þessu sinni ágætis veður.
Áður en þeir lögðu af stað í
leitirnar höfðu þeir fengið flug
vél til þes að fljúga yfir afréttinn,
og auðveldaði það þeim mjög leit
ina. Þeir komu vitanlega í Þúfuver
nú eins og éndranær, en þar er
nú allt rótnagað eftir gæs, að
sögn Ölvers í Þjórsártúni, en gæs-
in er að verða plága þar sem og
í heimalöndum. Áshreppingar og
Djúphreppingar búast við að fara
í eftirleit 3. — 4. október.
Að þessu sinni var féð flutt
yfir Tungná á hinum nýja kláfi,
sem settur var upp í sumar. Þótti
bændum hann ekki sem stöðugast
ur, en töldu auðveldara að láta
bíl draga kláfinn yfir heldur en
snúa honum áfram, eins og á að
gera, en með því að láta bílinn
draga hann veltur hann minna.
Fimmtudaginn 24. september var
réttað við Áshól, en fjallkóngur
var Sigurður Jónsson Kastala-
brekku. í leitunum voru 18 hest
ar og einn bíll og urðu heimtur
góðar, en um 4000 fjár smalaðist.
Bændur töluðu um að auðveldara
væri að rata á Búðarhálsi, nú
eftir að Sigurjón Rist hefur merkt
þar leiðina.
Holtamenn og Landmenn smala
Landmannaafrétt og þar eru fjall
kóngamir tveir, Karl Pétursson á
Skammbeinsstöðum yfir austuraf-
réttinum, en Ásgeir Auðunsson á
Minnivöllum á vesturafréttinum.
Fréttamaður blaðsins náði tali af
Karli Péturssyni, og sagði hann, að
smalazt hefði nokkuð vel. en
syðstu og lengstu leitir eru suð-
ur undir Torfajökul og austur á
Kýlinga Af Kýlingum kom ekk
ert fé, og þykir bændum það und
arlegt, að sögn Karls, því það eru
einhverjar mestu . kindastöðvar
austurafréttarins. Elztu menn
vita ekki til þess að Kýlingar hafi
nokkru sinni verið sauðlausir fyrr
í fyrstu leit. Átján menn smöluðu
Jökulgilið og voru þeir með tal-
stöðvarbíl, sem þykir nú orðið
mikið öryggi.
Á mánudaginn, 21. sept. gerði
hörku þorraveður og urðu leitar
menn á útfjallinu að liggja inni.
Austurafréttarmenn fengu vont
færi út Dómadalshraun, og urðu
að moka þó nokkuð.
Karl sagði að nokkurn skugga
hefði borið á, því síðasta daginn
slasaðist maður, þ.e. hinn kunni
og duglegi fjallamaður Haraldur
Runólfsson bóndi í Hólum slas-
aðist illa í leit á Hrauneyjum.
Slysið vildi þannig til, að Har-
aldur var á hesti og teymdi annan,
Myndin er tekin í Landréttum.
en hann kippti svo illilega í taum
inn, að baugfingur vinstri hand
ar brotnaði. Filipus á Hellu var
með bíl og ók hann hinum
slasaða til byggða, og þar tók
annar bíll við og flutti Harald á
sjúkrahúsið á Selfossi.
Karl lét þess getið, að rekstur
fjárins síðasta daginn sé of erfið
ur, en hann tekur 12 tíma úr Sölva
hrauni að Réttarnesi, og er rétt
sloppið við myrkur. — Þetta er of
langur rekstur fyrir féð á einum
degi, segir Karl. Hann segir enn-
fremur, að innan tíðar verði að
endurbyggja réttirnar og telur
sjálfsagt, að færa þær eitthvað
ofar, að Leirubakka eða að Galta
læk, en við það myndi leiðin stytt
ast um 3—4 stundir.
(Tímamynd KJi.
TfMINN , þriSjudaglnn 6. október 1964 —