Tíminn - 06.10.1964, Síða 9

Tíminn - 06.10.1964, Síða 9
BfWWUJM ItlMglW.W SWiMW»i» gf!!WH!»w<r P>-. Jóhannes á Gunnarsstöðum. Afkoman var betrí fyrír fjörutíu árum — TúniS var ósköp lítið, rétt handa tveimur kúm. Það er stærra nú. Maður sér ekki út yfir það. Og þó var afkoman betri á fyrstu búskaparárum mínum, sagði Jóhannes Áma- son fyrrum bóndi á Gunnars- stöðum í Þistilfirði, er frétta- maður hlaðsins hitti hann að máli. Jóhannes hefur búið að Gunnarsstöðum í nærfellt fimmtíu ár og er nú hjá dótt ur sinni og tengdasyni þar. Hann klífur áttunda tuginn vel ern, og heldur því fram, að afkoma manna í sveitum hafi verið betri framanaf þessari öld en nú á öndverðum síðara helmingi hennar, þrátt fyrir tún og mikinn vélakost. Eldri mönnum verður stund- um tíðrætt um harða lífsbar- áttu eigin kynslóðar og láta í það skína að nú sé öldin önnur og létt undir fæti efnalega séð. — Hjá Jóhannesi kveður nokkuð við annan tón. — Ég tók við búskap hér á Gunnarsstöðum að föður mín- um látnum árið 1912. Ég hafði stórt bú, um 300 fjár, og það bar sig ágætlega lengi vel. Einkum voru góðæri frá 1924 til 1930 og betri afkoma en nú þekkist. Framleiðsluvörur bænda stóðu hátt í hlutfelli við erlendu vöruna, og til dæm- is byggði ég íbúðarhúsið hér og borgaði það upp á tveimur árum. Ég geri ekki ráð fyrir, að bændur losni við sambæri legar skuldir á jafn skömmum tíma um þessar mundir. Bygg- ingarárið, 1928, komst reikn- ingurinn minn við kaupfélagið upp í fjögur þúsund krónur. Svo tók kreppan við. Hér í sveit gengu allir bændur í kreppulánasjóð, nema ég, sem skuldaði ekki neitt. — Þá hafa byrjað erfiðir tímar? — O, menn héldu sig nú eins og ekkert hefði i skorizt, lifðu hér eins og kóngar. Það var örðugt um greiðslur að vísu, og lá við, að bankinn tæki jarðir af sumum, en til þess kom ekki hér í sveit. — Gunnarsstaðir voru þá stórbýli? — Gunnarsstaðir voru mjög stór jörð og hefur nú verið skipt í fjórar jarðir, og allar lífvænlegar. Hér er tvíbýli Brúarland heitir nýbýlið við ána, og Holt er vestan í ásn- um. Það var byggt úr landi Gunnarsstaða og Lsxárdals. — Hvað er Gunnarsstaðabú- ið stórt, hérna megin? — Um þrjú hundruð fjár á vetrarfóðrum og þrjá krýr — til heimilisnota eða rúmlega það. Nji ^r .njjólkurstöð í bygg- ingu á Þórshöfn, og hér er ver- ið að ala kýrefni. — Hvað hefur þér fundizt ánægjulegast við búskapinn, Jóhannes? — Ég hafði mesta skemmtun af að ríða til ánna um sauð- burðinn og marka lömbin, og mörg var ánægjustundin í göngunum. Ég hafði mikla gleði af sauðfénu. Það er held- ur ekki til neins að stunda bú- skap, ef menn finna ekki á- nægju í honum — Heldurðu að menn fái jafn mikla ánægju af kúabú- skap? — Ekki mundi ég hafa það, og ég býst við, að sama gegni um marga fjármenn, en þetta getur komið með ástundun. — BÖ. Fáein mdmælaorð írá Íandsbékaveríi í KVERl ÞVl, sem andstæð ingar handritamálsins í Danmörku hafa gefið út, segir svo m. a. (12. —13. bls): De ca. 12.000 hánd- skrifter, der befinder sig í Reykja vik, og som rummer báde de gamle sagaer, den övrige middel- alderlitteratur og nyere littera- tur, henligger í yderst forsömt stand og er undersögt í meget ringe omfang. (Hin á að gizka 12.000 handrit, sem varðveitt eru í Reyk.javík og á eru bæði fornar sögur, og aðrar bókmenntir frá miðöldum og síðari tíma bók- menntir, eru í hinni mestu van- hirðu og hafa afar lítið verið könn uð) Um þessi ummæli er óþarfi að hafa TíTörg orð: Allir, sem til þekkja, vita, að þau eru ósönn og til þes eins ætluð að blekkja þá menn erlenda, sem ókunnugir I eru þessum cnálum. eftir reglunni ; gömlu um rógburðinn, að alltaf ioði eitthvað við Þeir innlendir menn sem út- lendir, er séð hafa hinn nýja hand í ritasal Landsbókasafns og þann umbúnað, sem handritum safns- ins (tæplega 12.000 að tölu) er veittur, hafa allir verið á eitt sátt i ir, að um þau fari hið bezta. Ver- '\ ið er að koma á fót sérstakri við- ! gerðarstofu í safnhúsinu, þar sem gert verður við bækur og handrit beggja safnanna, sem þar eru. Um rannsóknir á handritunum nægir að benda á hinar prentuðu skrár uirn þau og þann aragrúa bóka og ritgerða, er út hafa kom- ið á liðnum áratugum og reistar voru að öllu eða mestu leyti á rannsóknum þessara handrita. Er stöðugt unnið að frekari könnun þeirra, bæði á vegum Landsbóka- safns og annarra aðila. Þeir, sem því vega að þessari starfsemi á þann hátt, sem nú hefur verið gert, eru vísastir til að fá geig af sínum eigin vopnum. Okkur er ekki annað boðið á þessari stundu en halda ótrauðir áfram að hlynna að þeim fræðum. er við hljótum jafnan að telja þjóðarnauðsyn að sinna sem bezt Við getum ekki annað gert á þessari stundu en haldið ótrauðir svo, að öllum göðum mönnum i Danmörku verði að lokum jafn kært að skila handritunum og okkur að taka við þeim. Hver skil í skiptum þjóðanna hafa ætíð magnað fslendinga til nýrra dáða og aukið vinarþel þeirra í garð Dana. og mun svo einnig verða við heimkomu hand- ritanna. Fin-nbogi Guðmundsson. GARÐAR HAUSTAR VIÐ EYJAFJÖRÐ Komið til Akúreyrar 7. sept ember. Kalt um kvöldið, þrjár frostnætur í röð, aðfaranætur 8.—10. sept. Kartöflugrös ger- féllu þá um allt Norðurland. — Uppskeruhorfur mis- jafnar en víða sæmilegar. Trjágarðarnir á Akureyri skarta með rauðum reyniberja klösum, en í Reykjavík sést varla ber á tré eða runna. Næt- urfrost um blómgunartímann skemmdi syðra og sums stað- ar visnuðu og féllu blóm rifs- runnanna eftir óheppilega úð- un lúsalyfja. Trjágróður sunn- anlands heldur ekki búínn að ná sér fullkomlega eftir páska- hretið illræmda 1963. — Tveir forvígismenn nyrðra aka okk- ur Jóhanni frá Öxney milli út- sæðisræktarstaða við Eyjafjörð í annáð sinn þetta sumar. Gull- auga, rauðar íslenzkar, Bintje, engin þeirra þoldi þrjár grimmar frostanætur og raun- ar féllu rússnesku, frostþolnu kartöflugrösin líka. Rauðu ís- lenzku kartöflumar þurfa lang an vaxtatíma og allra helzt sendna jörð, en þetta eru Ijúf- fengustu matarkartöflurnar og heilbrigðastar allra. Gullauga þjáir oft tiglaveiki og Bintje er næm fyrir stöngulsýki, sem stundum kemur seint fram svo að erfitt er að varast hana. Sigurgeir á Eyrarlandi hefur álitlegt tékkneskt kartöfluaf- brigði til reynslu. — Við Nolls- klif vex enn þistill í góðu gengi, meðfram gömlum vegi. Eggert Ólafsson getur um þist- illnn þarna í ferðabók sinni og höfðu menn heldur illan bifur á honum. Suður í Grinda- vík áttu þistlar að hafa vaxið upp af Tyrkjablóði . . . Ekki hef ég heyrt neinar vígasagn- ir frá Nollsklifi og hefur þist- illinn sjálfsagt slæðst þangað með varningi fyrir æfalöngu. Hið smágjörva villilín er al- gengt á Svalbarðsströnd og Vex raunar á allri strandlengj- unni allt út í Látra. Beitar- jurtaval búfjár barst í tal. Kýr bitu áður mikið ofan af snarrótarpunti, en síðan þær fóru að ganga mikið á túni, taka þær hann síður, en þykir língresi gómsætara. Þær eru að verða sælkerar blessaðar. Hrís og beitilyng bítur fé enn mikið á vetrum og vor og haust ásamt broki, einkum þeg ar blautt er. Kannski lítur sauðféð ekki við öðru en töddu grasi í framtíðinni! Úti á Ár- skógsströnd var lyngið komið í haustbúning sinn, enda er þar mun kaldara en inn við fjarðarbotn, þótt ekki sé langt á milli. Fagurrauðar berja- Í kartöflugarði á Svalbarðs- strönd. lyngsrákir bugðuðust milli dökkgrárra melhryggja langt upp í hlíðar. Herðið ykkur mál arar, en þíð náið aldrei lita- skreytingu náttúrunnar. Hey- skap var að ljúka eftir gott heyskaparsumar. Minnst skal á eitt tímanna tákn. Kýr kváðu ekki fyrirfinnast á Dalvík leng ur og vera að hverfa úr sög- unni á Árskógssandi og Hauga nesi. Tún eru þó allmikil í þessum þremur sjávarplássum, en eru nú flest leigð bændum til heyskapar. Af er það, sem áður var, þegar þorpsbúar ræktuðu tún og garða af dugn- aði og fengu lánað engi af bændum til viðbótar eða keyptu töðu. Nú höfum við 'Framhald a 12 slðu i Hafnargerð við Flatasker á Árskógsströnd 10. sept. 1964. (Ljósm.: Ingólfur Davíðsson). T í M I N N , þriðjudaginn 6. október 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.