Tíminn - 15.10.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1964, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 15. október UMM ’l.'i rwll .. . • V' 4 1 I | ' -.r.í' 11.1 s EINS og frá hefur verlS skýrt í Tltnanum, kvlknaðl í hús- inu Jaðrl á Húsavík í síðustu vlku, en þar var geymsluhús- næðl K.Þ. Hús þetta mun vera fyrsta húslð, sem kaupfélag hefur látlð byggja hérlendis. Tjón varð miklð. MYNDIN hér að ofan var tekln, meðan stáð á slökkvlstarfi. (Ljósm.: P.O.P.). Söluhorfur fyrir fiskimjöl góöar MB-Reykjavík, 12. október. Heimsmarkaðshorfur fyrir fiski mjöl eru nú taldar góðar og talið er að neyzla og framleiðsla fiski- mjöls muni í náinni framtíð halda áfram að vera í jafnvægi. Einnig er talið að markaðshorfur fyrir lýsi séu góðar. Þetta eru níðurstöður aðal- funda tveggja alþjóðasamtaka, sem íslendingar eru aðilar að, Al- þjóðafélags fiskimjölsframleið- enda og Sambands útflutnings- landa fiskimjöls, en þeir voru haldnir í Vín dagana 29. septem- ber til 2. október. Það hefur verið venja í þessum samtökum, að haldnir séu tveir aukafundir á ári á milli aðalfunda og var ákveðið í Vín, að annar þessara aukafunda verði haldinn í Reykjavík um mánaðamótin júní/júlí næsta sumar. (Úr fréttatilkynningu frá Fél. ísl. fiskimjölsframleiðenda). SJUKRAHUS SUÐURLANDS MED SEXTIU SJUKRARUM Legsteinn Stein- unnar er fundinn | FB-Reykjavík, 13. október. I ur-Skaftafellssýslur hyggjast reka | Byggingarnefnd Sjúkrahúss Suð ! sameiginlega á Selfossi og á að urlands hélt fund með fréttamönn i vera fyrir Suðurlandíð. um á mánudaginn, og skýrði þá Ráðgert er að 60 rúm verði i i frá ýmsu í sambandi við undir- j húsinu, sem síðar megi stækka ! búning að byggingu sjúkrahússins, j um önnur 60 án þess að auka j sem Árnes-, Rangárvalla- og Vest-; Framhald á bls. 13. BILL I SJOINN AS—Ólafsvík, 12. október. Það óhapp var hér í dag, að vörubifreiðin P-510 lenti í sjónum, er verið var að aka grjóti í nýju hafnar- uppfillinguna. Þetta gerðist um þrjú leytið. Bifreiðin er Ford Trader, árgerð 1964. Bifreiðastjórinn, Helgi Saió monsson, ók aftur á bak út hafnargarðinn, og tók beygj una of innarlega. Steypöet bifreiðin út af garðinum ag og vait 3—4 veitur mður 7 metra háan kantinn og at- an í sjó. Með Helga var í bílnum 12 ára sonnr haos, Svavar að nafni. Hann kast aðist út úr bílnum um það bil er bíllinn fór í sjóinn og kom syndandi í land. Meidd ist hann eitthvað á höfði, en þó ekki alvarlega. Helgi komst út utn framrúðuna, er bfllinn var kominn í kaf, og er lítið sem ekkert meidd ur. Bíllinn er kaskótryggð ur hjá Sjóvá og kom stór vélkrani utan úr Rifi í dag og lyfti bílnum upp á hafn argarðinn. Bíllinn er til- tölulega lítið skemmdúr. KJ-Reykjavík, 12. okt. Er verið var að vinna að eniiur- bótum á kirkjustétt Hvalsnes- kirkju á laugardaginn kom í Ijós legsteinn Steinunnar Hailgríms- dóttur Péturssonar, en þessa steins hefur lengi verið leitað. Talið er, að Steinunn hafi lát- izt árið 1649 og þá aðeins þriggja ára gömul, en sagnir herma, að hún hafi verið augasteinn föður síns. Hallgrímur var prestur að Hvalsnesi, er hann missti Stein- unni, og sagt er að hún hafi ver- ið jarðsett að baki kirkjunnar og legsteinn settur á ieiðið. Þrátt fyrir leit að þessum legsteini fannst hann ekki, fyrr en á laugar daginn og þá af algerri tilviljun. Er þá verið að endurbæta kirkju- stéttina, sem hlaðin mun hafa verið 1887, þegar núverandi kirkja var reist. Að vísu er legsteinninn ekki í sinni upphaflegu mynd, vantar á hægri hlið hans, en þar má þó greinilega lesa eftirfarandi: STEI HALLGRI DOTTIR 164 Legsteinninn mun verða varð- veíttur í Hvalsneskirkju fram- vegis. Kennaranámskeið á Húsavík ÞJ-Húsavík, 14. okt. DAGANA 25. til 28. september að báðum dögum meðtöldum var haldið kennaranámskeið á Húsa- vík á vegum Kennarafélags Suður Þingeyinga. Námskeiðið sóttu 19 kennarar úr Norður- og Suður-Þingeyjar- sýslu. Aðal leiðbeinandi á nám- skeiðinu var Sigurþór Þorgilsson, kennari úr Reykjavík, en hann starfar nú sem leiðbeinandi á veg um Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur við barnaskólana þar. Verkefni námskeiðsins var „starfræn vinnu brögð í kennslu lesgreina". Á námskeiðinu fluttu erindi tveir námsstjórar, Óskar Halldórs son cand. enag. og Valgarður Har- aldsson, settur námsstjóri á Norð urlandi. í sambandi við námskeiðið var haldinn aðalfundm Kennarafélags Suður-Þingeyinga. Meðal annars var þar samþykkt að breyta nafni þess í Kennaraféiag Þingeyinga og gefa kennurum í Norður-Þingeyj- arsýslu kost á að ganga í félagið. Formaður félagsins er nú Kári Arnórsson, skólastjóri, Húsavík. Landssamband lífeyrissjóða FB-Reykjavík, i3. október. FYRIR nokkru var haldinn stofn fundur Landssambands lífeyris- sjóða, en að stofnun þessara sam- taka stóð 31 lífeyrissjóður. Lands- sambandið hyggst gæta hagsmuna lífeyrissjóða á sviði löggjafar og vinna að því, að ríkisvaldið taki réttmætt tillit til starfsemi og þarfa lífeyrissjóðanna Það er ennfremur tilgangur sambandsins að vinna að saenræm ingu reglna um bau málefni, sem varða samskipti iífeyrissjóðanna innbyrðis, og loks er ætlunin að hafa handbærar upplýsingar um löggjöf og reglur rm lífeyrissjóði, reglugerðir og starfsreglur þeirra lífevrissjóða sem í sambandinu eru, svo og tölulegai upplýsingar ! um starfsemi þeirra og fleira. Hver lífeyrissjóður, sem öðlazt hefur viðurkenningu fjármálaráðu neytis samkvæmt lögum um tekju skatt og eignarskatt getur gerzt meðlimur sambandsins. Þing Siómannasam- bandsins EJ-Reykjavík, 13. okt. SJÓMANNASAMBAND íslands hélt þing sitt í Reyk.iavík 3. og 4. okt. s. 1. og sátu þingið 29 fulltrú- ar frá 7 félögum. Stjórn sambands ins var öll endurkjörin. Þingið gerði margar ályktanir, m a. um löndun, vigtun, móttöku og bræðslu síldar, ferskfiskmat, aukinn skatta- og útsvarsfrádrátt fiskimanna, bátakjarasamninga, öryggismál og lífeyrissjóð báta- tnanna. 18. þingió EJ-Reykjavík, 13. okt. ALÞÝÐUSAMBAND Vestfjarða hélt 18 þing sitt á ísafirði dag- 1 ana 24. og 25. sept. s. 1., og gerði I þar ályktanir í ýmsum málum. M. a. skoraði þingið a Sjávarútvegs- málaráðuneytið að láta hefja sem fyrst leit að humarmiðum úti fyrir : Vestfjörðum og að halda uppi síldarleit á Vestfjarðamiðum frá því í apríl-maí til októberloka. Framhald á bls. 13. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, og sonur, Ólafur Jóhannsson sölu- og innheimtumaður, Vallargerði 34, Kópavogi, sem lézt 10. þ. m. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. þ. m. kl. 10,30. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 9,30. Blóm og kransar afbeðið, en þeim, er vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. — Fyrir hönd aðstandenda. Oddlaug Valdemarsdóttir. Ragnheiður Benjamínsdóttir. Hjartans þökk til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, Sveins Gestssonar, Osabakka, Skeiðum. Auðbjörg Káradóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.