Alþýðublaðið - 12.03.1954, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.03.1954, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLABIB Föstiulagiir 12. marz 1954 ÚtgefeXidi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgBarmaSur: HaSnibsI Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi SæmundssoK. i Fréttastiðri: Sigváldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur GuS- , mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: j Emm* Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- i x£mi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, j Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán„ í lausasölu: 1,00. j Blávafnog andrúmsloff - áburður. NJÁLL ók skarni á hóla. Nú framleiða íslendingar sjálfir tilbúinn áburð úr andrúmslofti og vátni. Þetta er þróunarsag- an í íslenzkum Jandbúnaði í 1100 ár. íslendingar hafa oft farið smánarlega gálauslega og fá- víslega með húsdýraáburðinn o’g áburðarefni fiskúrgangs, sem hægt hefði verið að nota til ómetanlegs gagns fyrir land búnað vorn. En ef til vill læra þeir nú betur að virða og meta gagnsemi áburðarins, sem þeir ver'ða að kaupa fyrir beinharða peninga. Mikið þrekvirki hefur verið unnið. Þann. 7. marz var fyrsti pokinn af íslenzkum köfnunar efnisáburði handleikinn af ís- lenzkum hÖndum. Tæpum tvéimur árum áður, þann 28. apríl 1952. var fyrsta skóflu- stungan stungin fyrir grunni áíburðarverksmiðjunnar i Gufu nesi. Nú er mikil verksmiðja rlsin af grwnni, ekki eitt verk- smiðjuhús, heldur tíu stórhýsi, og í þeim er áætíað að fram- íeiða megi 18 000 smálestir af köfnunarefnisáburði, sem hing að til hefur alíur verið keypt- Ur fyrir erlendaú gjaldeyi’i. 1 Á þessu vori ætla menn, að bændur geti fengið allt að 500 tonnum af Gufunesáburði, en alls mun ársnotkunin vera um 10 500 tonn. Alls telja fræði- menn að verksmiðjan geti framleitt 18 000 toun á ári af saltpétri. Með starfsemi áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi hefur stóriðjan hafði innreið sína í ísland. Og grundvöllur hennar er auðvitað beizhin fallvatn- anna í Iandinu. Þannig er íslenzkur landbún aður fyrst og fremst orðinn háður raforkunni, cins og allt atvinnulíf, sem komið er nokk- uð áleiðis að þróunarleiðum tækninnar. Það er grundvallaratri'ði fyr ir landbúnað vorn i)ð eiga að- gang að nægum og góðmn inn- lendum áburði, og ætti nú að mega vænta þess, að stórstígar framfarir í nýi*ækt hefjist á næstu árum. Það er hryggilegt að heyra að ennþá séu til nokk ur hundruð bænda, sem ekkert hafa ræktað. — Þessi tímamót verða að vekja þá. Nú verða þeir einnig að láta hendur standa fram úr ermum í rækt- unarmálunum. Skógrækt er í örum vexti j ÞETTA verður eílgin grein- , jr ai’gerð um rits t:i r-f Þórbergs ‘ Þórðarsonar eða.lýs'ng á þess- um sérstæða og •.■kemmtilega manni — aðeins kveðja til hans í tilefni 65 ára afmælis- ins. Þórbergur er mestur tíma- mótamaður íslenzkra nútíma- höfunda. Hann hóf ungur og djarfur 'hátt á loft merki nýrr ar ritsnilldar á íslandi. Fyrst braut hann braut inn í dular- heim nýstárlegrar Ijóðagerðar. Mörgum fundust þetta apa- kattarlæti, og andlegir íhalds- menn urðu auðvitað stór- hneykslaðir. En fyrr en varði var þessi nýja braut Þórbergs orðin greiðfær og fjöltroðinn alfaravegur. Nýlunda ■ Þórbergs á sviði prósans er þó sýmu merkilegri. Hann bræddi upp járn og stál úr kirkjugarði for tíðarinnar, bætti í deigluna ýmsum nýjum efnisbútum og steypti úr benní .einstakan góðmálm. Þórbergur er fjöl- hæfasti stílsniliingur pkkar, og enginn hefur slegið tærari lind af kletti íslenzkrar tungu en hann. Það er engix líkara en hugmyndin forna um áhrif mikiUa sanda og sæva á sálar- lífið hafi miðazt við meistara eins og Þórberg. Sandarnir í Skaftafellssýslu haía gert geð mannsíns mikið — og ólgusjór inn úti fyrir ströndinni heill- að hann og eggjað til ævintýra og afreka. En vissulega má ekki gleyma fjallasýni'nni í máli og stíl Þórbergs og nið þeirra fallþungu vatna, sem eiga sér lindir undir jökulrót- um. Allt er þetta skaftfellskt, en Þórbergur hefur gert það íslenzkt. Suðursveitin á honum það að þakka, að hún er ævin- týraheimur allra almennilega SKÓGRÆKTARFÉLAG Is- lands og Skógrækt ríkisins hafa þegar unniS merkilegt starf. Þeirra mesti sigur er í því fólginn, að þjóðin er orðin isannfáerS uxn, að takast megi að rækta nytjaskóg á íslandi. Það þarf ekkí að vera nema einnar aldar tak og kannske ekki einu sinni það, að íslenzk ir skógar leggi til allt það timb ur, sem þjóöin þarf á að lialda, en það er nú um 75 000 ten- ingsmetrar., , A þessu voi-i er, ætlunin að gróðursetja rúmlega eina millj ón ti’jáplanína, en til þess, á- Ramt öllum öðrum störfum skógræktarínnar, þarf mikið fé og mikið vinnuafl. Hvorugt ætti þó að skorta, ef þjóðin vill. Unga fólkið — skólaæskan ætti að vera fús til að leggja fram viku vinnu ári endur- gjalds við &ð gróðursetja franx- tíðarskóga íslands. Á þann hátt má fá m'óvg þúsund dagsvérk. Ög jafnframt vinnst þáð, að unga fólkið fær þekkingu á skógræktarstörfum og aukinn áhuga á þvx ao klæða Iandið skógi. En hvemig þá með pening- ana? Er ekki hægt að safna citt til tvö hundruð þúsund krón- um á einum degi meðal almenn ings? Og eru ekki txl mörg auð ug fyrirtæki í landinu, sem leggja vilja skógræktarhugsjón inni lið með ríflegum fjárfram- lögum? Það má ótrúlegt heita, ef ;svo er ekki. Þá má telja víst að flest sveit ar og bæjarfélög, a. m. k. þar sem skógræktarframkvæmdir eru fyrirhugaðar, verði fús til að leggja fram nokkurt fé. Og auðvitað styður svo ríkissjóður augljósan þjóðarvilja með bein um fjárframlögum meðan ver- ið er að komast yfir öi’ðugasta hjallann. Eftir 20—30 ár verða verstu örðugleikarnxr yfirstignir. Þá verður trú þjóðarinnar orðin að vissu, nytjaskógar oi’ðnir að veruleika og trjágróðúrinn far inn að gefa af sér nokkrar tekj ur, sem létta undir me'ð frek- ari framkvæmdum. Þessi kynslóð verður að vera bjartsýn og fórnfús í skógrækt armálum. Næstu kynslóðir munu njóta arðs og yndis ís- lenzkra skóga. Þórbergur Þórðarson. læsra íslendinga, hvað sem ferðalögum þeirra líðui'. Bókmenntafræðíngum reyn- ist erfitt að flokka ritmennsku Þórbergs. En megineinkenni hennar er spámannlegur boð- skapur, þrátt fyrir allan bless aðan barnaskapinn. Þórberg- ur er einn af snjöllustu post- ' ulum siðmenningarinnar á ís- landi og stormurinn, sem gár- ar forarkennd stöðuvötn brodd , borgaralegrar leti til líkama og sálar. Uppreisn Þó.rbei’gs í , Bréfi til Láru og Pistilinn skrif aði var eins og þrumuveður (eftir þokuviku, Iþegar naumast sá út úr augunum og ekkert heyrðist nema væl í holti. Þarna blés íslenzfeur stormur, en jafnfrarnt brauzt sól fram úr skýjum og staíaði hlýjum geislum, fjallið varð hæri'a, himinninn dýpri og hafið blárra. Þónbergur hefur ekki skrifað skáidskap óbundins máls x bókstaflegum skilningi. En hver skrifar skáldlegri stíl en hann, þegar honum tekst bezt flugið, hver slær skáld- legri lind af kletti íslenzkrar turgu en höfundur Bréfs til Láru, íslsnzks, aðals og Qfvit- ans? E5a frásögnin um vatna- daginn mikla austur í Skafta- fellssýslu! Skyldi hún ekki eiga heima í sýnisbókum þess, sem skáldlegast hefur verið skrifað á íslandi? Þórbergur Þórðarson hefur látið þjóðfélagsmál mikið til sín taka sem maðtir og rithöf- undur. Alþýðublaðtð naut sarp vinnu hans, þegar myrkur fas- ismans var að skelia yfir Ev- rópu. Þórbergur varaði ís^ lendingu við nótt íasismans og skoraði á þá að velja daginn, Mál hans var snjallt, en' í þrumugný orðanna heyrðu þeir, er heyra vildu, hjartslátt drengsins úr Suðursveit, sem orðinn var spámaður og post- uli. Þórbei'gur reís gegn ein- ræðinu, váldi daginn og hafn- aði 'nóttinni eins og stúikan í ævintýrínu fagra. Það verður honum ávallt sæmd og heiður, þó aldrei nema síðar færi fyrir honum líkt og Alfinni álfa- kóngi. Og aldrei verður um það deilt, hvaða þjóð hjartað í Þórbergi slær, þó að hann hafi stofnað háisi sínum, í hættu vegna þess, sem hann hyggur stjörnuna í austi'i! Ég hefði kosið að halda upp á afmæli Þóxibergs með þeim; hætti að eiga náðugan dag í timibui'húsi á brimsorfinni hrjósturströnd og rifja úpp einu sinni enn kunningsskap- inn við snjöllustu kaflana í Bréfi til Láru og Pistilinn skrdíaði. önn og áhvggja banna þann andlega munað. Og því skai afmælishátíðin. verða sú fátæklega játning, að Þói’berg ur er mínn meistari. Helgi Sænxundsson. Kanadabréf frá Roberf Jack: enz ÞAÐ ER MIKIÐ talað um þjóðrækni í Vesturheimi. Á þjóðræknisþingi, sem haldið er á ári hverju, koma saman karlar og konur aJL.. íslenzku bergi brotin til að ræða ýmis mál viðvíkjandi varðveizlu ís- ’ lenzkrar tungu og menningar ; í löndurtum, sem þau eiga heima í — Kanada og Banda- j ríkjunum. Samkvæmt venju ! byrjar þingið á því, að forseti ; þess flytur ársskýrsluna og hvetur meðal annars fólkið til að minnast þess, að það er, af ^ íslenzkum ættum og að gera sitt ýtrasta í öllu því, sem fylg ir íslenzkri menningu vestan hafs. ) ibfaðið Fæst á flestnm veitingastöðum bæjarius, — Kaupið biaðið um leið og þér fáið yðus' kaffi Alpýðublaðið SÉIÍA Robert Jack, fyrr- uin presíur í Grímsey, en nxi þjónandi íslenzkúm söfn uði í Kanada, Iiefur sent blaðinu eftirfarandi grein til birtingar. I bréfi, sem gi'einimxi fylgdi, Jætur séra R. Jack vel af dvöl sinni í Kanada, og hyggnr gott til starfsins meðal Islendinga þar. Ég kom nýlega á þetta þing, sem haldið var í Winnipfeg. Það var fjölsótt af fulltrúum úr ýmsum deildum þjóðrækn_ ishreyfingarinriar víðs vegar í Kanada og Bandaríkjunum. Það var fólk frá Vancover við Kyrraháfsströndina, frá Norð- ur Dakoía, frá Norður Nýja-ís landi og auðvitað voru þar ís- lendingar, sem eiga heima í borginni sjálfri •— Winnipeg. Á íallanda fæfi. A£ því að þetta var fyrsta þjóðræknisþing, sem ég hef sótt, var ýmislegt, sem vakti athygli mína og ég held að sé þess vert að skrifa um. í fyrsta lagi var alger skortur á ungu fólki, og það þýðir, að unga fólkið — börnin þeirra, sem sóttu þingið, — hefur lítinn á- huga fyrir íslenzkum málefn- um. Og í öðru lag;i, að ís_ lenzka sem tunga er á fallanda fæti meðal íslenzkrar æsku í vesturheimi; enzkan er smátt og smátt að vinna sigur. Það er að sömu leyti eðlilegt. Ensk- an er mál Kanada utan Quebec fylkis, þar sem franskan er töluð. Á nokkrum heimilunum er börnum bannað að tala ensku, og fram að þeim tíma, sem þau fara í skóla, heyra þau lítið talað á ensku. En skól arnir eru ekki lengi að breyta hugsunai’hættinum og erfitt hefur reynzt fyrir foreldra að keppa við mál, sem börnrn vei'ðá að læra og taka skóla- próf í. Ég hef hitt marga, sem kunnu . íslenzku sæmilega af því að þeir voyu uppaldir að mestu leyti við málið, en þeir kjósa heldur rxú að tala ensku. En það er efth'tekarvert, að af öllum þjóðflokkum á Noi'ð- ur Nýja-íslandi, og þar er brot af Pólverjum, Hvít-Rússum og Þjóðverjum tala íslendingar lang bezta ensku. Þeir ei*u fæddir málamenn, hvort sem þeir eru austan hafs eða vest_ an. Hælfan rædd Á síðasta þjóðræknisþingi var þessi hætta, hættan, að málið skyldi glatast með tim- ' anum, tekin til rækilegrar at- hugunar og var ákveðið að vel máli farinn Yestur-íslendingur j skyldi ferðast um íslendinga-, , byggðir og halda námskeið í 1 íslenzku. Þess skal getið hér, ’ að Finnbogi Guðmundsson ! pi’ófessor hefur gert og gerir mikið á því sviði hér. — Hann , hefur sjálfur komið í allar ís- j lendinga/byggðir, haldið fyrir- (Frh. & 7. síðu.) j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.