Tíminn - 15.12.1964, Síða 1
<$>
v
JÓLIN 1964
r.ia
Þótt prestar gegni opinberum embættum er margt í starfi þeirra sem fer fram í kyrrþey og hér er nokkuð að því vikið. Á jól
um snýst hugur fólks venju fremur um trú og kristindóm og því vel til fallið að kynna boðbera kristninnar, prestana.
Tíminn birtir hér viðtöl við níu höfuðstaðarpresta. Fólk dregur sjaldnast dul á skoðanir sínar á prestum og almenningsdóm
ur um þá liggur oftast í augum uppi. Hitt mun mörgum þykja forvitnilegra að kynnast viðhorfi prestanna til safnaðarins, trú-
aðra jafnt og vantrúaðra. Hér segja prestarnir sitt áiit á fólkinu ....
Trúin býr í ðllum mönnum
Séra Jón Auðuns,
dómprófastur
— Hvernig búa prestar sig und-
ir jólin?
— Undirbúningurínn er ýmis
konar, svarar sr. Jón Auðuns.
— Nú eru hátíðisdagarnir fjórir og
við messum oftast tvievar hvern
dag, svo að ræðugerð er að sjálf-
sögðu mikil. Og svo eru aukaprests
verkin, einkum barnaskírnir, sem
. eru mjög margar. Annars er það
að breytast síðustu árin, fólk gerir
mikið af því að láta skíra börnin
fyrir jólin. Hér áður þótti mér gott
ef ég var kominn heim klukkan
tíu um kvöldið jóladagana, og
hafði þá verið að skíra og
gifta frá því snemma um
morguninn. Skírnir hafa líka
færzt mikið í kirkjurnar og marg-
ir prestar hafa tekíð upp þann sið
að skíra hóp af börnum eftir
messu. Fólki þykir hátíðlegt að
láta skíra mörg lítil börn í einu.
Auk þess fá prestar alltaf eitt-
hvað af peningum til úthlutunar
fyrir jólin, þótt það hafi breytzt
verulega við tilkomu Vetrarhjálp-
ar og Mæðrastyrksnefndar. En það
fer nokkur tímí í að ákveða, hvern-
ig skipta skuli peningunum. Og
fólkið leitar oft til okkar og biður
okkur að benda á sig hjá þessum
stofnunum.
__ Hvað veldur því, að fólk sæk-
ir kirkjur á jólum, en kannski ekki
allt undangengið ár?
— Ég lít svo á, að það sé jóla-
stemmningin. En það er misskiln-
ingur, að kirkjusókn fari á nokk-
urn hátt hrakandi, það er síðu>
en svo.
Betra að vera prestur fyrir 35
árum.
__ Er áhugi fólks á trú og
kirkju méiri nú en til dæmis
þegar þér voruð að byrja prests-
skap?
— Áhuginn var miklu, miklu
meiri þegar ég var að byrja. Starf-
ið var mun auðveldara á ýmsa
lund þeim prestum, sem hófu
starf fyrír um það bil þrjátíu og
fimm árum heldur en núna. Það
stafaði af viðhorfi fólksins, áhug-
inn var meiri.
Börn taka ferminguna alvarlega.
— Teljið þér, að börn taki ferm-
ingarundírbúninginn alvarlega?
— Fermingarbörnin taka því al-
varlega á meðan það stendur yfir.
En hvað situr eftir í þeim er ekki
prestsins að dæma um. En þeim
er tvímælalaust mikil al-
vara á meðan. Og það
er auðvelt að tala við
unglingana, sérstaklega ef þeim er
leyft að leggja nokkuð til málanna
og setja fram sínar skoðanir og
ef til vill andmæla prestinum. Og
séu þau spurð rétt getur maður
verið viss um að fá
einlægt svar. En það er
skki hægt að draga fjöður yfir, að
%örnín hverfa yfirleitt frá kirkj-
unni fyrstu árin eftir ferming-
una. Seinna nálgast þau hana aft-
ur. Það þarf ekki að bera vott um
andúð í garð kirkjunnar. Núna
eru til dæmis borgaralegar hjóna-
vígslur sjaldgæfar og fólk
sýnir áhuga á því að láta gifta síg
í kirkju. Þetta hefur breyzt j
á allra síðustu árum. Og alger i
undantekning verður að teljast, ef
börn eru ekki fermd. Börn, aem
ekki voru skírð á sínum tíma koma
nú og langar til að láta ferma sig.
Allt þetta er í raun og veru já-
kvætt fyrir kirkjuna.
Mikilla breytinga er þörf.
— Haldið þér, að breytt messu-
form mundi auka áhuga fólks á að
koma í kirkju?
— Þótt fólk láti skíra og ferma
börn sín, en kemur annars
aldrei í kirkju og hefur takmark-
aðan áhuga á boðskap hennar, bá
bendir það ekki til, að kírkjan
eigi ýkja djúpar rætur í fólkinu.
Hér er þörf stórra og mikilla breyt
inga. Ég lifi í þeirri von, að við
séum nokkurs konar tímamótakyn
slóð. En ég hef enga trú á, að við
ættum að leita aftur í aldir til að
gera þessa hluti. Ég var á sínum
tíma einn af þeim fyrstu, hér-
lendis sem skrifaði um breyt-
ingar á messuforminu. Þegar
ég var við nám í Þýzkalandi,
kynntist ég þar tveimur merkum
guðfræðingum, Rotto og
Heiler, báðir mjög þekktir
menn. Þeir beíttu sér fyrir endur-
reisn liturgiunnar. En af þeiira
starfi sést lítill árangur og tak-
mörkuð blessun fyrir kirkjuna í
Þýzkalandi. Og þar sem beztu
mönnum tókst þetta ekki, hef ég
ekki trú á að öðrum heppnist það.
Ég hafði áhuga á þessu og lagði
mig fram um að kynna mér litur-
giu kirkjunnar. En ég hefi ekki
sama áhuga á þessu lengur.
Og þrátt fyrir starf þessar af-
burðarmanna kom harla lítið já-
kvætt út úr því fyrir kirkjuna.
Æskulýðsstarf á kirkjuloftinu.
— Viljið þér segja mér lítillega
frá safnaðarstarfinu?
— Innan safnaðarins er bæði
kvenfélag og bræðrafélag. Þó er
skipulagning kvenfélagsins nokk-
uð frábrugðin því, sem er víðast
hvar. Það er eiginlega nefnd skip-
uð 20-25 konum, og falli einhver
frá eða hætti er kosin ný í henn-
ar stað. Þessar konur hafa unnið
mikið starf og farsælt alla tíð.
Bræðrafélagið starfar nokkuð, hef-
ur smávegis fjársöfnun fyrir jólin,
heldur samkomur í kírkjunni og
fræðandi fundi. En húsnæði fyrir
æskulýðsstarfsemi hefur alltaf
skort. Nú er verið- jað innrétta
kiricjuloftið og er það ljómandi.
skemriatilegt húsnæði. Það hefur
verið notað fyrir allt annað en
kirkjuna þessi 116 ár síðan kirkj-
an var færð í þá mynd, sem
hún ber í dag. Fyrst fékk þar inni
Stiftsbókasafn, síðan Landsbóka-
safn, Þjóðminjasafn og í mörg ár
hafði Bókmenntafélagið húsnæðið.
En nú loksins hefur verið ráðizt
í að láta innrétta það fyrir æsku-
lýðsstarfsemi eins og ég sagði.
Jólahald komið út í öfgar.
— Fínnst yður jólahald hjá
okkur ekki komið út í öfgar?
— Jú. Það er vissulega hægt að
eiga alla þessa gleði fyrir miklu
minni peninga. Ég var sjálfur upp-
alinn í kaupstað og á heimili for-
eldra minna voru efni næg. En það
var allt mjög ólíkt og nú. Ég
get sagt yður eitt dæmi hvað
allt var notað betur áður. Faðir
minn hafði nokkrar kýr og þeim
sið var haldið, að ein kýrin var
látín bera á jólaföstu, til að við
fengjum jólakálfinn, ábrystir og
fleira. Og okkur fannst allt mjög
spennandi í kringum þetta. Jóla-
tré höfðum við alltaf og bjuggum
sjálf allt skrautið til. Skömmu áð-
ur en kýrin átti að bera fór ég
með frænku minni upp í hlíð og
mjólkuðum við límið úr kúnni og
límdum með því jólagjafir og
skrautið. Og þegar maður hugsar
um svona sparsemi, getur manni
ekki annað en blöskrað allt sem
gert er að jólunum núna.
Þurfum nýjan Lúter.
— Hafið þér trú á framtíð kirkj-
unnar?
— Ég er á þeirri skoðun, að
koma verði til endurreisn kirkj-
unnar. Ég efast um að nokkuð geti
bjargað kirkjunni nema að í
heiminum komi fram maður á
borð við Lúther, sagði dómpró-
fasturinn að lokum.
Séra Jakob Jónsson,
sóknarprestur í Hall-
grímskirkju
— Að hvaða leyti eru jól prests-
ins sérkennileg og hvemig býrð
þú þig undir þau?
— Undirbúningur hvers og eins
skapast af þeim verkefnum, sem
hann hefur með höndum, segir sr.
Jakob. — Mér hefur alltaf fund-
izt það sérstakt við undirbúning
Séra Jakob Jónsson.