Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 1
STOFNA NÝTT FLUG- FÍLAG MB-Reykjavík, 5. janúar. Mikil igrózka eir nú í fluigmálum hérlendis og c'ærist mjög í vöxt, aS nýir aðilar skjóti upp kolljnum í leigu- og kennsluflugi, og virð- ist nóg fyrir alla að starfa. Horf- ur eru nú á að nýr aðili bætist í hópinn á næstunni. Maður sá, sem er aðalhvatamað- ur að stofnun hins nýja flugfélags, er Björgvjn Hermannsson kaup- maður hér í borg. Mál þetta er á algeru byrjunar- stigi ennþá og nafn á hið nýja fé- lag ekki ákveðið, en línurnar munu skýrast á næstunni. Flug- vélakaup eru enn ekkj fyllilega ákveðin, en eins og málin standa nú, eru horfur á því, að Cessna- vélar verði fyrir valinu. Björgvin sagði í viðtali við blaðið í dag, að nýja félagjð myndi vart byrja með tærri en 4—5 flugvélar. Starf hins nýja flugfélags verð- ur kennsluflug og leiguflug til ýnrissa staða, en sem fyrr segir er rrm of snemmt að spá nokkru um það, hvenær starfsemin hefst af kraftL Félögín voru sameinuo KJ—Reykjavík, 5. jan. Svo sem frá var skýrt hér í blaðinu í síðasfa mánuði stóð fyrir dyrum sameining tveggja kaupfé- laga yzt á Snæfellsnesi, Kaupfé- lagsins Dagsbrúnar í Ólafsvik og Kaupfélags Hellissands, Hellis- sandi. Átti þá eftir að leggja mál- Framhald á 15. síðu. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup ftytur líkræðuna | Dómkirkjunni í gær (Tímamynd K.J.) Virðuleg KJ—Reykjavík, 5. jan. Útför Ólafs Thors, fyrrum forsætisráðherra, var gerð frá Dómkirkjunni í dag að við- stöddu miklu fjölmenni, sem vottaði þannig hinum mikil- hæfa stjórnmálamanni sína /hinztu kveðju. Lúðrasveit Reykjavíkur lék við dyr Dómkirkjunnar áður en athöfnin í kirkjunni hófst, og gengið var til kirkju. Séra Bjami Jónsson, víglsu- biskup, jarðsöng og lagði út af útför Olufs Thors orðunum: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Dómkórinn söng, og dr .Páll ísólfsson lék á orgelið. Dóm- kirkjan var þéttskipuð við útför Ólafs Thors. Þar voru m.a. við- staddir forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, ráðherrar, alþingis- menn .ambassadorar og sendi- herrar erlendra ríkja, opin- berir embættismenn, auk hins fjölmenna skylduliðj og vina hins látna foringja. Ráðher'kvrnir dr. :*vrni Bene diktsson, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein, Ingólfur Jóns- son, Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson og Guðmundur í. Guð- mundsson, og forseti sameinaðs þings, Birgir Finnsson, báru kistuna úr kirkjunni. Lögreglu- þjónar stóðu heiðursvörð við kirkjudyrnar, og ungir sjálf- stæðismenn höfðu rnyndað fánaborg beggja rnegin Kirkju- Framhala á 15 stðu ■r FARA FRIÐAR■ SVfíTIR S.Þ. TIL MALA YSÍU? NTB-Djakarta og Kuala L •« gir, 5. janúar. Yfirmaður landssambands vtnstri sinna í Indónesíu, Mohamed Munir sagði í dag, að ákvörðun Sukarno forseta um að Indónesía segði sig úr SÞ væri hetjudáð, framin af föðurlandsást. Forsætisráðherra Japan, Eisaku Sato, hefur persónu- Iega sent Sukarno skeyti og beðið hann að íhuga betur ákvörðun sína. Varaforsætisráðherra Mal- aysíu, Tun Abdul Razak, hefur stungið upp á því, að friðarsveitir frá SÞ verði staðsettar í Malaysíu Stuttu síðar tilkynnti fulltrúi malaysíska utanríkisráðuneytisins, að í undirbúningi væri beiðni til SÞ um slíka aðstoð. Utanríkisráðherra Indónesíu, Subandrio, hefur samkvæmt up- lýsingum fréttastofunnar Antara, skýrt frá því, að ákvörðunin um að segja sig úr SÞ sé vel yfir- veguð af hálfu indónesískra yfir- valda, en hann viðurkennir, að U Thant hafi beðið Indónesíu að íhuga þá ákvörðun sína. Subandrio sagði einnig, að árið 1965 myndi verða mikilvægt fyrir Indónesfu. Landið myndi bæta fjárhag sinn og styrkja aðstöðu sína gagnvart Malaysíu, jafnframt því, sem það væri ekki meðlimur SÞ. Loks sagði utanríkisráðherrann, að allt þetta myndi hafa ýmis vandamál f för með sér, en íbúar landsins væru ákveðnir í að mæta þeim erf- iðleikum og sigrast á þeim. Dagblaðið Nhan Dan í N-Viet- nam segir í dag, að Indónesía hafi gert hið eina rétta með þvi að segja sig úr SÞ. Segir blaðið, að mótmæli Indónesíu gegn kjöri Malaysíu í Öryggisráðið séu rétt- lætanleg á þeim grundvelli, að Malaysía er nýlenda undir Banda- ríkjunum og hinni nýju heims- valdastefnu Breta. 50 brezkir fallhlífahermenn korrri til Singapore í dag, en í gær Framhald a 15. síðu. Einarríkfseg ir sig úr SH 'IB—Reykjavík, 5. janúar. Einar Sigurðsson, varaformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og einn mesti ráðamaður þar um langan tíma, hefur nú sagt sig úr þeim samtökum, að þvi er hann skýrði frá í þættinum „Á blaða- mannafundi” í gaerkvöldi. Kvaðst hann fylgjandi auknu frelsi í út- flutningi sjávarafurða. Ekki er Einar þó laus allra mála við SH ennþá, því samkvæmt lög- um samtakanna er úrsagnarfrest- urinn eitt ár. Það verður því ekki fyrr en um næstu áramót, sem hann getur farið að flytja út sjávarafurðir upp á eigin spýtur. Alllangt er síðan það fór að kvisast, að Einar hefði í hyggju að segja sig úr samtökunum og hefja sjálfstæðan útflutning, ef hann fengi ekki fram komið all- miklum skipulagsbreytingum á starfsemi Sölumiðstöðvarinnar. Það dró samt heldur úr grun manna, að á síðasta aðalfundi SH var Einar akveðjnn stuðnings- maður ályktunar, sem þá var sam- þykkt um það, að stefna bæri að því, að einungis fáum aðilum væri veitt leyfi til útflutnings, og þeim fromur fækkað en fjölgað. Út- flytjendur hraðfrysts fisks eru nú alls fimm, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Samband íslenzkra samvinufélaga, sem eru lang- stærstu aðilarnir, Friðrik Jörgens- son, íslenzkar sjávarafurðir og Atlantor h.f. Mótmæla vígslu kven- prests NTB-Stokkhólmur, 5. janúar. Stríðið um kvenpresta heldur afram i Norður-Sví- þjóð. Hylander biskup í Lule-Á hefur skýrt frá því, að hann sé fús til að vígja kven.guðíræðinginn, Ylva Gustafsson til prests 11. janúar næstkomandi. Þetta gerir hann þrátt fyrix það, að mikiil fjöldi presta og guðfræðinga hafi mótmælt því harðlega, að Norður- Svíþjóð eignist sinn fyrsta kvenprest Hylander bisk- up hafði ákveðið að vígja ungfrú Gustafsson nokkrum dögum fvrir jól, em varð að fresta þvi, vegna mótmæla þeirra guðfræðinga, sem áttu að vigjast með hennj. peir gátu ekki sætt sig við, að láta vígja sig um leið og konu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.