Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórr Kristján Benediktsson. ttitstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur ■ Eddu- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti < Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skriístofur, simi 18300. Askriftargjald kr 90,00 á mán mnanlands — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Uppvakningar f sj álfstæðisbaráttunni við Dani skíptust íslendingar í ' vn flokka, er mörkuðust einkum af mismunandi trú á 'snd og þjóð. Einar H. Kvaran orða'ði þessa skiptingu nokkuð ljóst, er hann komst svo að orði, að hann vildi ekki deila um, hvor þessara flokka elskaði landið meira, en hins vegar treystu þeir mismunandi á það. Þeir, sem treystu á landið og þjóðina, stefndu að sambandsslitum við Dani og fullu sjálfstæði. Þeir trúðu því, að þjóðin væri svo dugmikil og landið svo gott, að íslendingar gætu haldið uppi sjálfstæðu þjóðfélagi, án hjálpar og forsjár utan frá. Rök þeirra, sem báru minna traust til lands og þjóðar, voru þau m.a. að íslandi væri norðlægt og harðbýlt land, þjóðin væri fámenn og því ekki fær um að nytja það, allur sameiginlegur kostnaður yrði nlutfallslega meiri hjá smærri þjóð en stórri, útlendingar myndu ekki sýna svona litlu þjóðfélagi næga tiltrú og þar fram eftir göt- unum. Því væri rétt að hafa áfram samband við Dani. Þeir menn, sem ekki treystu á þjóðina og landið fyrir 50—100 árum, gátu fært ýmis ekki óeðlileg rök fyrir máli sínu. En þeir, sem nú gera fullvrðingar þeirra að sínum, geta það ekki. Þær stangast nefnilega alveg á við reynslu seinustu áratuga. Þessvegna er það meira en furðulegt, að þegar forsætisráðherrann flytur þjóðinni áramótaboðskap, þá skuli hann lítið eða ekkert annað hafa að segja þjóðinni en að þylja gamlar fullyrðingar þeirra, sem ekki treystu á land og þjóð, þegar glímt var við Dani. Það var meira en raunalegt að heyra þessa uppvakninga af vörum forsætisráðherrans. Það er rétt, að það hefur verið haldið illa á málunum undanfarin góðærisár. Það er hörmulegt, að flestir at- vinnuvegir skuli vera meira og minna strandaðir eftir fjögur góðærisár og þó hafi hagur almennngs ekkert batnað á þessum tíma. En landinu verður ekki kennt um þetta, þar sem auðlindir þess hafa aldrei reynzt frjórri. Þetta er ekki heldur sök þjóðarinnar að öðru leyti en því. að hún hefur valið sér óheppilega forustumenn. Erfiðleikarnir 1 dag stafa ekki af náttúruvöldum né ó- dugnaði eða fámenni þjóðarinnar, heldur af rangri stjórnarstefnu. Úr því á að vera auðvelt að bæta. For- sætisráðherrann gerir ekki hlut sinn betri, þegar hann reynir að vekja upp hina gömlu vantrú á land og þjóð og hyggst að nota þá uppvakninga til að ^éttlæta misheppn aðar gerðir sínar. Slíkir uppvakningar snúast jafnan gegn þeim, sem vekja þá upp. Niðurgreiðslurnar Alþýðublaðið segir, að Tíminn hafi haldið því fram, að niðurgreiðslur væru neytendastyrkir. Þetta er rangt. Timinn hefur sagt, að þær séu styrkir ril atvinnuveganna, -— ekki til landbúnaðarins fremur en annarra atvinnu- vega, — þar sem aðaltilgangur þeirra er að koma í veg fyrir kauphækkun, sem atvinnuvegirnir þyrftu ella að greiða. Ástæðan til þess, að atvinnuvegirnir þurfa á þessum styrkjum að halda, er sú, að vegna rangrar stjórnarstefnu geta þeir ekki greitt tafnhátt kaup og borgað er í nágrannaiöndunum. Einar Sigurðsson lýsti þvi nýlega vel i útvarpinu, hvernig fiskiðnaðurinn býr við miklu óhagstæðari lánskjör og meiri álögur hér en í Noregi og því er bæði fiskverð og kaupgjald lægra hér en þar. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Veröur Saragat ráðríkur forseti? Stuðningur kommúnista vi® hann mun vart breyta afstöðu hans EF FARA skal eftir umsögn- um blaða um hinn nýja for- seta Ítalíu, Giuseppi Saragat, er næsta örðugt að draga upp glögga rnynd af honum. Hann er sagður stoltur og hlédrægur, en þó skemmtilegur samkvæm- ismaður. Hann er sagðúr eiga erfitt með að ákveða sig, en þó bráðlyndur og því geti hann rasað fyrir ráð fram. Hann er sagður óstöðuglyndur og tæki- færissinnaður, en einnig stíf- lyndur og bókstafsbundinn. Að einu leyti hefur hann þó aldrei brugðizt. Hann hefur alla tíð verið ákveðinn lýðræðissinni og andstæður einræðisstefnum. Því á hann það að þakka, að hann er orðinn forseti ftalíu. Öllum kemur líka saman um, að Saragat sé mikill gáfumað- ur. Hann er manna víðlesnast- ur, enda les hann mikið í tóm- stundum sínum. Fáir munu fróðari um heimsbókmenntirn- ar að fornu og nýju en hann. Hann er líka mikill listunnandi og hefur skoðað vandlega öll helztu listasöfn heimsins. Hann er snjall ræðumaður og myndar legur í sjón, en hefur orðið helzt til feitlaginn með aldrin- um. Að sjálfsögðu hefur Saragat lesið mikið um stjórnmál og fólagsfræði. Stundum er sagt í gamni og alvöru, að hann sé eini ítalski sósíalistinn er hafi lesið öll rit Karl Marx.; SARAGAT er fæddur í Turin 19. september 1898. Forfeður hans munu komnir frá Spáni, en þaðan munu þeir hafa flutt til Sardiníu. Faðir hans var lögfræðingur og lét hann son sinn nema bókhald og verzlun- arfræði með það fyrir augum, að hann yrði bankamaður. Því starfi gegndi Saragat líka, þegar hann hóf afskipti sín af stjóm- málum um 1922. Hann gekk þá í flokk jafnaðarmanna. Hann gerðist brátt svo harðsnúinn andstæðingur fasista, m. a. með skrifum sínum í blöð jafnaðar- manna, að 1926 sá hann þann kost vænstan að flýja land. Hann fór fyrst til Vínarborgar og síðar til Parísar, en á báðum þessum stöðum fókk hann at- vinnu sem bankamaður. Jafn- framt tók hann mikinn þátt í starfsemi ítalskra andfasista, er höfðu flúið land. Hann skrif- aði fjölda blaðagreina og rit- linga á þessum árum. f París kynntist hann Nenni og urðu þeir nánir félagar um skeið. Saragat sneri aftur heim til Ítalíu 1943, er ftalir gerðu vopnahlóssamning við banda- menn. Þjóðverjar náðu honum þó fljótlega og höfðu hann í haldi, unz skæruliðar frelsuðu hann. Árið 1944 fékk hann sæti í fyrstu ítölsku stjórninni, er var mynduð eftir stríðslokin sem ráðh. án sérstakrar stjórn- ardeildar. Ári síðar varð hann sendi’herra Ítalíu í París. Hann gegndi því embætti stutta stund, en sneri síðan heim aft- ur og hóf afskipti af stjórn- málum. Hann varð brátt einn af leiðtogum jafnaðarmanna. Árið 1946 var hann kosinn for- seti stjórnlagaþingsins, er setti Ítalíu nýja stjórnarskrá eftir að það hafði verið samþykkt í SARAGAT þjóðaratkvæðagreiðslu, að Ítalía skyldi verða lýðveldi. Ári síðar skildu leiðir þeirra Sara- gats og Nennis, þegar Nenni réði því að jafnaðarmenn tækju upp náið samstarf við kommún- ista. Saragat var því andvígur og stofnaði því nýjan jafnaðar mannaflokk er strax hlaut nokk verið mun minni en jafnaðar- urt fylgi, en hefur þó ailtaf mannaflokkur Nennis. Margir telja nú, að Saragat hafi með þessu komið í veg fyrir, að kommúnistar og flokkur Nenn is næðu völdum á þessum tíma. Saragat lét flokk sinn síðan taka þátt í ýmsum samsteypu stjórnum, er kristilegi flokkur- inn myndaði og var hann oft varaforsætisráðherra í þeim. Það skilyrði setti hann jafnan, að hvorki nýfasistar eða kon- unigsisinnar fengu sæti í þess- um stjórnum. SARAGAT gerði sér fljótt grein fyrir því, að það væri hæpin framtíð fyrir flokk hans að byggja einkum á samstarfi við flokkana til hægri. Árið 1956 hófust því samningar milli hans og Nennis um, að þeir sam einuðu flobka sína að nýju. Sambomulag náðist ekki, - en hins vegar héldu þeir áfram, Saragat og Nenni, að ræðast við um þessi mál. Þetta leiddi til þess, að Nenni fjarlægðist kommúnista smá saman og sú húgmynd fókk vaxandi fylgi, að flokkur Nennis og Saragats tækju saman þátt í stjórn með kristilega flobknum. Þessi hug mynd komst noikkuð áleiðis, er Fanfani myndaði stjórn 1962 með þátttöku Saragats, en hlut leysi Nennis. Á síðastl. ári tókst fyrst að koma henni fram, er Moro myndaði stjóm með Nenni sem varaforsætisráð- herra og Saragat sem utanrfkis ráðherra. ÁRIÐ 1962 gaf Saragat kost á sér sem forsetaefni, en Segni varð þá hlutskarpari. Eftir að Segni missti heilsuna á síðastl. sumri, þótti líklegt að stjómar- flokkamir myndu sameinast um Saragat sem forseta. Þetta strandaði hins vegar á hægra armi kristilega flokksins, er taldi Saragat of róttækan. Kristilegi flobkurinn tefldi því fram eigin forsetaefni, en fékk hins vegar ekki nægan stuðn- ing annarra flokka. Að lokum dró flokkurinn frambjóðanda sinn í hlé, en hægri armurinn fébkst samt ekki til að styðja Saragat. Eftir tuttugu atkfæða greiðslur í þinginu, sem kýs forsetann, höfðu þeir Nenni og Saragat flest atkvæði, en vinstri armur kristilega flokbs- ins studdi þá Saragat, en komm únistar studdu Nenni. Nenni dró sig þá í hlé, en Saragat skoraði á alla lýðræðissinna og andfasista að kjósa sig. Koimm únistar töldu sig þá geta kosið hann og hlaut hann því að lok- Eramhald á bls. 13. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.