Alþýðublaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. október 1955
Atþýðublaftið
3
ustmarkaðu
Seljum daglega á haustmarkaði vorum:
Folaldakjöt af nýslátruðu:
Heilir og hálfir kropppar
Frampartar
Læri
Tryppakjöt af nýslátruðu:
Heilir og hálfir kroppar
Frampartar
Læri
Hrossakjöt af nýslátruðu:
Heilir og hálfir kroppar
Frampartar
Læri
kr. 11.00 pr. kg.
— 11.00------------
----- 14.00 — —
kr. 10.00 pr. kg.
— 9.00 — —
— 13.00 — —
kr. 9.00 pr. kg.
— 8.00---------
— 12.00 — —
Sögum og söltum fyrir þá, sem þess óska —
Þaulvanir menn annast sölíunina.
Seljum kjöttunnur. Sendum hcim.
Tökum á móti pöntunum í símum 7080 og 2687.
Kjötmarkaður SÍS,
Við Laugarnesveg.
«111 llll
i!H A N N E S A H O R N I N U
VETTVANGVR DAGSíNS
Rakkað við Nobclsverðlaunaskáldið William
Faulkner niður við flæðarmál.
WÍLLIAM FAULKNER, Nob-
elsverðlaunaskáldið og bóndinn
frá Mississippi, er farinn heim
eftir að hafa dvalið hér nokkra
claga. Mér gafst tvisvar tækifæri
til að hitta hann. Hann er ákaf-
Iega látlaus maður og minnti
mig hvað eftir annað á Stephan
G. Stephansson, en hann sá ég
aldrei, en hef hins vegar lesið
margar lýsingar á honum.
Faulkner er þögull maður, svar
ar aldrei strax spurningu, eins
og hann hugsi sig um, og hann
talar gjarna með pípuna milli
íannanna.
VIÐ STÓÐUM góða stund á
sunnudagsmorguninn á svölum
húss við Ægissíðu, þar sem býr
forstöðumaður upplýsingadeild-
ar Bandaríkjanna hér, Peterson.
Faulkner horfði á svarta f jöruna
framundan, yfir á Álftanes, til
Bessastaða og austur til fjall-
anna. Hann langaði mikið að fá
að vita um þróun í þjóðarþú-
skap og atvinnurpálum. Sérstak-
lega spurði hann um það, hve
mikið ríkið ætti af landi, hvaða
fyrirtæki ríkið ræki, bæjarfé-
lög og einstaldingar.
MÉR VIRTUST þessar spurn-
ingai1 stafa af því, að í þessu efni
væri hér allt öðru vísi en í Banda
ríkjunum. Honum fannst um-
skiptin hafa verið furðulega
snögg hér, en það hafa þuu líka
orðið í hans hans landi. Hann
kvaðst ekki verða var við mik-
:inn auð hér, sterk auðfélög —
og því áttaði hann sig ekki til
fulls á hinum stórfenglegu fram
förum.
MIG UNDRAÐI það, hve
Faulkner virtist tregur að ræða
um bókmenntir, nema þá helzt
fornsögur okkar. Það vakti aug-
sýnilega athygli hans, að Snorri
Sturluson hefði ekki aðeins ver-
ið mikill rithöfundur, heldur
hefði hann verið auðugur og
kvenhollur.
ÉG SPURÐI IIANN, hvort
hann áliti að náttúran, þar sem
maður er borinn og barnfædd-
ur, setti svip sinn á einstakling-
inn hið ytra og innra. Hann hugs
aði sig lengi um, en svaraði svo:
„Það er deilt um þetta. Ég veit
það ekki.“ — Ég spurði hann,
lrvort ekki væri erfitt að draga
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXi
markalínu rnilli þjóðfélagslegr-
ar skáldsögu og þeirrar sögu,
sem kölluð væri skáldsagan um
einstaklinginn.
„ÉG BÝST VIÐ þVÍ“, svaraði
hann. „Annars skapar verkið sig
sjálft. Það er eins og það ráði
sjálft örlögunum. Maður lýsir
lífinu eíns og það kemur manni
fyrir sjónir og það er ekki hægt
að skilja einstaklinginn frá sam-
félaginu.“ Þetta var lengsta svar
hans. við spurningum mínum.
Ég sagði: „Þér hafið lýst ein-
staklingum í bókum yðar, en
lýsingar yðar hafa og mótazt af
þjóðfélagslegum aðstæðum á
tímum þeim, sem persónurnar
lifðu.“ ,,Já,“ svaraði hann. „Það
er óhjákvæmilegt.“
MIG FURÐAR dálítið á þeim
röddum, sem heyrzt hafa hér, að
Faulkner sé andvígur þjóðfé-
lagslegum skáldsögum. Ég er
hræddur um, að þeir, sem túlka
þannig skoðanir hans, skilji eklti
eðli þjóðfélagslegra skáldsagúa.
Það má ekki stimpla hverja þjóð
félagslega skáldsögu sem áróð-
ur. Það virðist Morgunblaðið
gera, en ekki Faulkner.
WILLIAM FAULKNER þekk-
ir Noreg bezt Norðurlanda. Þar
hefur hann dvalið vikum sam-
an og leigt sér bát og farið um
firðina. Þegar hann minntist á
Noregsdvöl sína færðist líf í
han'n, annars er hann þögull og
hæggerður, vegur hvert orð eins
og diplómat. Hann var í köflótt-
um jakka og leðurtaætur á oln-
bogum. Það er víst jakki hag-
sýninnar. Hann spurði mig um
Snæfellsjökul, en ég gat ekki
sýnt honum hann. í fyrsta lagi
var hann að húsabaki og svo var
ilka mistur.
ÉG HAFÐI áður hlýtt á upp-
lestur hans í hópi nokkurra rit-
höfunda og skálda, sem nær all-
ir voru ungir að árum. Að lok-
um gaf hann umgang á borðin.
Menn voru fljótir úr staupun-
um — og að því loknu hvarf
Nobelsverðlaunaskáldið. Flest-
ir sátu eftir og héldu áfram. —
Við höfðum aldrei fyrr komizt
í snertingu við svo frægan mann
— aldrei kynnst svo látlausum
rithöfundi, jafnvel ekki svo lát
lausum bónda.
Ur öllum
átlum
CKXXXXXX
xxx^xxx:
í DAG er föstudagurinn 21.
október 1955.
FLU GFERÐIR
Loftleiðir.
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg í fyrramálið
kl. 8 frá New York. Flugvélin
fer kl. 9 til Bergen, Stavanger,
Luxemburg. Einnig er væntan-
leg annað kvöld kl. 19.30 Edda
frá Hamborg, Kaupmannahöfn,
Osló.
SKIPAFRÉTTIR
Ríkisskip.
Ilekla er á Austfjörðum á
norðurleið. Esja á að fara frá
Reykjavík á morgun vestur um
land í hringferð. Herðubreið
kom til Reykjavíkur í gærkveldi
frá Autfjörðum. Skjaldbreið fer
frá Reykjavík kl. 16 í dag vest-
ur u nrland til Akureyrar. Þyrill
fór frá Reykjavík í gærkveldi á-
leiðis til Frederikstad í Noregi.
Skafífellingur á að fara frá Rvík
í dag til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell fer frá Norðfirði í
dag áleiðis til Finnlands. Arnar-
fell er á Akureyri. Jökulfell fer
í dag frá London til Álaborgar.
Dísarfell fór frá Hamborg í gær
til Rotterdam. Litlafell er í olíu-
flutningum í Faxaflóa. Helgafell
kemur til Húsavíkur í dag. Lou-
siana er í Hafnarfirði.
DAGSKRA ALÞINGIS
Efri deild: 1. Eftirlit með
rekstri ríltisins. 2. Prentréttur.
Neðri deild: 1. Kjörskrá í Kópa
vogskaupstað. 2. Gjaldaviðauki
1956. 3. Tollskrá o. fl. 4. Verð-
lag, verðlagseftirlit og verðlaga-
dómur. 5. Landkynning og ferða
mál. 6. Varnarsamningur milli.
íslands og Bandaríkjanna. 7.
Hvíldartími háseta á botnvörpu
skipum.
— * —
Bazar.
Kvénfélag Háteigssóknar held
ur bazár 15. növ. n.k. Nefndin.
Faðir minn,
EYJÓLFUR GÍSLASON, í i
andaðist á heimili sínu, Grettisgötu 38, 19. þessa mánaðar.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna.
Reynir Eyjólfsson.
IÍINN 12. þ. m. var undirrit-
að í Genf samkomulag úm fram
lengingu viðskipta- og greiðslu
samninga Islands og Rúmeníu,
sem falla áttu úr gildi við næstu
áramót. Gilcla samningarnir ó-
breyttir til ársloka 1956.
Samkomulagið undirritaði
fvrir íslands hönd Þórhallur Ás
geirsson, skrifstofustjóri í við-
skiptamálaráðuneytinu, og fyr-
ir hönd Rúmeníu M. Petri, for-
stjóri í rúmenska utanríkisverzl
unarráðuneytinu.
tar ☆ ☆ -*
ÚTFREIÐIÐ
ALÞÝÐUBLADIÐ!
Telpu>
golflreyju
Verð frá kr. 90.00
Toledo
Fischersundi,
Verkamanrtafélagið Hlíf, Hafttarfirði
Frá og með deginum í dag gildir á félagssvæði Vmf.
Hlíf eftirfarandi
T a x t i við áhnýtingu, uppsetningu línu og beitingu:
1. Fyrir ákvæðisvinnu við að hnýta tauma á öngla
pr. þúsund grunnl. 14.59
2. Fyrir uppsetningu á línu hvítri eða
• litaðri —- 26.73
3. Fyrir uppsetningu á línu, tjargaðri — 31.52
4. Fyrir að beita bjóð úr stokk — 17.00
5. Fyryir að beita bjóð úr haug — 24 00
Á taxta þennan greiðist verðlagsuppbót eftir kaup-
gjaldsvísitölu eins og hún er hverju sinni að víðbætt-
um 10 stigum.
Hafnarfirði, 21. okt. 1955.
Stjórn Verkamannafél. Hlíf.
sesn getnr brunnið
nnansto
skemmasf oft á tíðum miklum mun meira held-
ur en húsið sjálft — þó ékki sé um neinn veru-
Iegan eldsvoða að ræða.
Þér ættuð því ekki að draga að
tryggja húsgögn yðar, föt og
annað, sem heimili yðar til-
heyrir.
Hringið í síma 1700
og þér fáið allar upplýsingar
jóvátryqqifoifflðfj Istands!
Reiðhjol
Höfum til sölu reiðhjól með Ijósaútbúnaði og
bögglabera, sem seljast. ódýrt.
Garðar Gíslason h.f.
Bifreiðaverzlun.