Alþýðublaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 1
 „Útvarp Reykjavík“ ^ á 3. sí3u. A 8. sí3u: „Sophia Loren klippti fagurt skegg“. XXXVI. árgangnr Miðvikudagur 21. desember 1955 259. tbl. Hvort verður oían á: ingsgjald Þingmönnum stjórnarflokkanna hefur veriÖ afhent álifsgerð hagfræðinganna, áður en þingheimur fær að sjá hana ÞESSA DAGANA og allt fram aft áramótum munu stjórn- arflokkarnir makka um það hverjar ráðstafanir eigi að gera til aöstoðar sjávarútveginum. Enn hefur komið í Ijós að gömtu úrræðin reyndust haldlaus. Hagfræðinefnd stjórnarflokkanna muh nú liafa lagt til að reynd verði vísitölubinding og alls- mun valda því að mörgum í stjórnarliðinu finnst útvíkkun báta herjar innflutningsgjald en hræðslan við verkalýðssamtökin gjaldeyriskerfisins æskilegri leið. Er alþingi var frestað laug- ardaginn 17. desember, höfðu þingmenn enn elíki fengið að líta álitsgerð hagfræðinganefnd arínnar. Báru þingmenn Al- þj^ðuflokksins þó fram um það kröfu, að álitsgerðin yrði þegar lögð fram. Kvað Ólafur Thors þá ókleift fyrir ríkisstjórnina að birta plaggið að svo komnu máli og ræddi um álitsgerðina sem eitthvert leyniskjal ríkisstjórn arinnar. En nú hefur Alþýðu- blaðið frétt, að á þessari sömu stundu og Ólafur gaf yfirlýs- ingu þessa hafi þingmenn stjórnarflokkanna haft álits- gerðina í fórum sínum. YeðriS í dag Austan kaldi, skýjað nieð köflum. Virðist hér um vitavert bak- tjaldamakk stjórnarflokkanna að ræða. Greinargerð opinberr- ar nefndar er fyrst látin ganga íil gæðinga stjónarvaldanna áður en löggjafarsamkoma þjóð arinnar fær hana að líta. ALLAR BYGGINGAVÖRUR Á BÁTAGJALDEYRI? Ríkisstjórnin mun nú hafa plagg hagfræðinganna til athug unar. Er talið, að ríkisstjórnin sé álíka hrædd við vísitölubind ingu fyrir kosningar og gengis lækkun, enda yrðu viðbrögð verkalýðssamtakanna svipuð við báðum ráðstöfunum. Er því af mörgum talið að þrauta- lending stjómarflokkanna verði veruleg útvíkkutn bátagjald- eyriskerfisins og hefur verið rætt um, að allar byggingavör- ur yrðu settar á bátagjaldeyris listann. Launalækltunartilraunir íhalds og komma: Vildu lækka laun opinberra slarfsmanna um allt að 4ÖÖ kr. ÞAÐ HEFUR vakið mikla fufðu almennings, að einn af þingmönnum kommúnista skyldi leggja lið íillögu íhaldsþingmanns um að lækka laun opinberra starfs- manna, ekki aðeins með því að greiða henni atkvæði, heldur einnig með því að tala fyrii* henni. En þessir tveir þingménn, sem vildu lækka laun opinberra starfs manna voru þeir Jón Pálma son og Sigurður Guðnason. 3—400 KR. LAUNA- LÆKKUN. Ef þeir félagar hefðu feng ið framgengt vilja sínuni hefðu laun í lægsta launa- flokknum lækkað um 3—400 kr. á mánuði. Laun tollvarða, póstafgreiðslumanr,a, sím- ritara, toll- og skattritara, talsímakvenna, sendimanna og ritara hefðu lækkað um 299 kr. á mánuði. Laun bréf bera, húsvarða, afgreiðslu- manna og ýmissa iðnaðar- manna í opinberri þjónustu hefðu lækkað um 336 kr. á mánuði og laun barnakenn- ara hefðu lækkað um 96 kr. á mánuði. Það er fróðlegt að bera þessa afstöðu íhalds og kommúnistaþingmannsins saman yið skrif Morgunblaðs ins og þá ekki hvað sízt Þjóð viljans þessa dagana. Hver fremur tilræ^iðl í LEIÐARA Morgunhlaðs- ins í gær er rætt um „hið nýja tilræði minnihlutaflokk anna við Reykjavík" (!) og er þar sagt, að gera verði ráð fyrir 25,5% í fjárhagsáætl- rn bæjarins vegna hækkunar á launum verkamanna vegna síðasta verkfalls. Nú vita all ir menn, að launahækkun verkamanna var um 12%, þ. e. a. s. rúmlega helmingi minni. Þá er það einnig stað reynd, ,að framleiðendum innlends varnings, sem háð ur er hámarksverði, var ekki leyft að hækka vöru sína nema um 4—5% eftir mik- ið þref. Hvaða samræmi er nú á milli þessara talna og ívaða hækkanir er bæjar- stjórnarmeirihlutinn að búa sig undir með þessu? Aukna risnu, eða hvað? Augljóst faliðr að tveir bræð- ur hafi drukknað í Hvítá ft]á iðu s, l iaugardagskvöfd TALIÐ ER nú alveg víst, að tvcir bræður, Jón og Kristinn Sæmundssynir, sem starfað hafa við bygginguna í Skál- holti hafi drukknað í Hvítá hjá Iðu s.l. Iaugardagskvöld. Fóru starfsmenn Slysavarnafélags- ins ásamt verkfræðingi hjá Al- menna byggingafélaginu, sem sér um byggingar austur þar, og 5 bændum af næstu bæjum í gær og leituðu meðfram vök, sem er í ánni, þar sem talið er, að mennirnir hafi farið í ána, en urðu einskis varir. Komust þeir að sömu niðurstöðu og þeir, sem átíur höfðu leitað þarna, að mennirnir muni hafa drukknað strax og sennilega gengið samtímis í vökina. Bræðurnir tveir’, Jón, múrara meistari og aðalverkstjóri við framkvæmdirnar í Skálholti, og Kristinn trésmíðameistari lögðu af stað frá Skálholti kl. 7.30 á laugardagskvöld og ætluðu í heimsókn að bænum Ósbakka á Skeiðum, en þeir bræður voru uppaldir á Skeiðum. Var bæði nefnt við þá, hvort þeir ætluðu ekki að hafa með sér prik og hvort þeir ætluðu ekki að hafa samráð við bóndann á Iðu, hin um megin árinnar svo sem venja mun vera, en hvorugt gerðu þeir, enda munu þeir hafa talið sig þekkja vel alla stað- hætti. i Ingólfur bóndi Jóhannsson á Iðu kveðst hafa tekið eftir daufu ljósi við nýja brúarstöp- ulinn á ánni, er hann kom úr fjósinu um 8 leytið. Kveðst hann hafa álitið, að þar væru ■ menn á ferð, en ekki dottið í hug, að þeir ætluðu sér yfir ána, þar eð ekki hafði neitt ver ' ið hringt að Iðu til þess að láta vita um mannaferðir, svo sem þó er venja. RANNSÓKN. Nákvæm athugun var gerð á slysstaðnum í gær, og kom í ljós, að ísinn á ánni var alveg snjólaus og grænleitur, svo að illt var að sjá mun á honum og lygnu yfirborði vatnsins í op- inni vökinni, jafnvel um há- bjartan dag, hvað þá í myrkri. Þá kom það og í ljós, að vakar- barmurinn er afar sterkur allt fram að vatnsborði, svo að ekki brakaði einu sinni í. Þar eð mennirnir höfðu nú aðeins lé- leg ljós og ékkert prik, er talið víst, að þeir hafi gengið fram • af vakarbarminum, án þess að I verða hans varir. Var leitað ná- kvæmlega meðfram allri vök- inni, sem er 5—600 metra löng niður frá brúarstæðinu, og nið- ur fyrir hana, en ekkert fannst. Hafa menn á bæjum niður með ánni verið beðnir um að hafa auga með, hvort iík mannanna reki. Skipverjar á Norðlendingi gerðu kröf u til þess að fá kaup greiti Neituðu að starfa við veiðar, nema kaup yrði gert upp fyrir ákveðinn tíma, sem ekki varð RÉTTARRANNSÓKN hófst á Akureyri kl. 10 í gærmorg- un vegna máls 25 skipverja á togaranum Norðlendingi, sem neituðu að starfa við veiðar, ef þeir fengju ekki uppgjört kaup sitt, eins og blaðið skýrði frá í gær. Kom í Ijós við rannsóknina m. a„ að skipverjar hefðu reynzt góðir sjómenn og hefðu kom ið fram af fullri kurteisi, en aðeins heimtað kaup sitt. Málavextir voru þeir, að því er fréttaritari blaðsins á Akur- eyri símaði í gærkvöldi, að tog arinn Norðlendingur fór beint af veiðum til Þýzkalands, seldi þar og hélt síðan beint á miðin aftur. Töldu allir skipverjar, er yfirheyrðir voru, að þeir hefðu haft hugmynd um, að fara ætti beint á veiðar á ný, en það hefði ekki verið formiega til- kynnt. MIKLAR INNEIGNIR. Áður en skipið fór til Þýzka- lands töluðu sumir skipverja við fjölskyldur sínar, sem flest- ar eru á Ólafsfirði, og fengu þær upplýsingar þar, að erfið- lega gengi að fá kaup greitt hjá útgerðinni. M.a. bar einn skip- verji það, að hann hefði átt 12 þúsund krónur hjá útgerðinni, áður en lagt var af stað til Þýzkalands, heimtaði þá 8 þús- undir, en aðeins fengið 3 þús- und. Kom í ijós við yfirheyrsl- ur í gær, að flestir áttu inni 3—12 þúsundir króna. Þegar skipið kom upp að land inu s.l. laugardag, náðu skip- verjar sambandi við Ólafsfjörð og fengu þá enn þær fréttir, að lítíð fengist greitt .af kaup.i. Tii- kynnti þá trúnaðarmaður Verka lýðs- og sjómannafélags Ólafs- fjarðar um borð skipstjóranum. að fengist ekki uppgert kaup allt fram að Þýzkalandsferð og hún greidd hálf, yrði lögð nið- ur vinna við veiðar frá kl. 18 á sunnudag. Skipstjóri hafði þá samband við útgerðina, sem tók til við greiðslur, en þegar trún- aðarmaðurinn hafði samband við varaformann félags síns rétt fyrir klukkan sex á sunnu- dag, var að visu farið að greiða. en ekki fékkst loforð um fullnaðargreiðslu fram að Þýzkalandsferð. Tilkynntu þá 25 skinverjar með undirskrif- (Frh. á 2. síðu.) Ensk messa í Haligríms kirkju annað kvöki ENSK MESSA verður í Hall- grímskirkju annað kvöld kl. 8 og predikar séra Jakob Jónsson. Sá siður, að hafa enska messu einhvern síðustu dagana fyrir jól, er nú orðinn nokkurra ára, og hefur notið vinsælda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.