Tíminn - 03.03.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.03.1965, Blaðsíða 14
14 TIMINN MIÐVIRUDAGUK 3. marz 1965 85 ára í dag: Halldór Sigfússon í dag er Halldór Sigfússon, Há- túni 8 í Reykjavík 85 ára. Hann er Svarfdælingur að ættemi, fædd ur í Brekteu í Svarfaðardal 3. marz 1880. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigfús Jónsson og Anna Björnsdóttir, er bjuggu í Brekku. Er Halldór bróðir Snorra Sigfús- sonar fyrrum námsstjóra. Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum. Var j þó á unglingsárum sínum hjá i Guðlaugu systur sinni og manni hennar, er þau bjuggu í Blakks- gerði og víðar. Þá var hann um skeið í vist á Tjörn hjá prestshjón unum séra Kristjáni E. Þórarins- syni og Petrínu Hjörleifsdóttur. Árið 1908 5. jan. kvæntist Halldór Guðrúnu Júlíusdóttur frá Syðra- Garðshorni, mestu dugnaðar -og | gæðakonu. Um tíma bjuggu þau í Brekkukoti í Svarfaðardal, en fluttu síðan til Dalvíkur og áttu heima þar um áratugi eða þar til fyrir fáum árum að þau fluttu til Reykjavíkur. Þau hjón eignuð ust fjögur börn, sem upp komust og hafa mannazt vel. Eru þrjú þeirra á lífi og búa í Reykjavík. Eiga þau Guðrún og Halldór nú marga afkomendur. Ungu hjónin ásettu sér að verða sjálfbjarga og láta ekki erf- ið kjör og aðstæður beygja sig. Til þess áttu þau nægan kjark, kapp og viljastyrk. Þetta hefur þeim líka tekizt, þó að til þess hafi þurft eljif og atorku. Þau hafa að vísu aldrei orðið rík af veraldar auði en þó oft miðlað öðrum og verið fremur veitandi en þiggjandi «enda mun skaphöfn þeirra og hjartalag frekar hafa kosið þá nið urstoðu. Engin kynni urðu á milli okk-! ar Halldórs fyrr en nokkru eftir að hann kom til Dalvíkur. En orð heyrði ég fara af verkáhuga hans og hve mikil hamhleypa hann væri til starfa. Síðar gekk ég úr skugga um, að sízt var bað ofmælt. Á Dalvík lagði Halldór gjörva! hönd á æði margt. Hann tók land' til ræktunar og hafði smábúskap stundaði sjó á eigin fleytum. vann við smíðar og múrverk og margt fleira. Og hvað sem hann vann sýndi hann sama víkingsháttinn, að afkasta sem mestu. Það skipti engu, hvort hann starfaði fyrir sjálfan sig eða aðra. Honum var verkið nautn, og ég skil ekki í að sviksemi hafi nokkru sinni að hon um hvarflað. Eg sá Halldór oft við störf og undraðist ákafann^og hrað ann. Það var iíkt og hann gengi berserksgang. Hann gleymdi öllu í kringum sig. Meiri vinnugleði hefi ég ekki séð hjá nokkruúi •manni. Hann gat heldur enga stund setið auðum höndum enda var ávallt nóg að gera. Margir leit uðu til Halldórs, er þeim var smiðs vant eða burftu að láta lag færa eitt eður annað. Og úr vand- anum var leyst sins og tök voru á, því að Halldór hefur alla tíð verið með afbrigðum hjálpsamur. Þó að ellin hafi nú gert sínar kröfur til þessa mikla verkmanns og orkan hafi -énað, þá er síður en svo, að um uppgjöf sé að ræða. Eftir að hann flutti til Reykjavík ur hefur hann fundið sér ýmis verkefni, sem gátu verið við hans hæfi og svalað starfslöngun hans og eljan og áhuginn er enn < góðu gengi. Þó að hér hafi verið drepið á nokkra kosti Halldórs, þá á hann marga fleiri og ekki ómerkari. Hann er m.a. mjög samvizkusam- ur og drenglundaður maður hrein skiptinn og heiðarlegur. Hann er ákveðinn í skoðunum og er ekki myrkur í máli, þegar því er að skipta. Og hann er félagshyggju- maður, trygglyndur og vinfasturr. Hér átti ekki að rekja til hlítar ævisögu. Ætlunin var að senda af- mælisbarninu hlýjar kveðjur og árnaðaróskir með þökk fyrir marg háttuð störf í heimabyggð þess. Og ég veit að fjöldi Svarfdælinga tekur undir þau orð mín. Megi svo ævikvöld þessa mæta manns verða farsælt og blessað. H. S. SJÖTUGUR l'ramnaic -l e síðu fundi í Vestur-Skaftafellssýslu, í góðum mannfagnaði, við spilaborð, eða í fyrri daga í kröppum sjó og tvísýnum, þær fyrnast eigi. En holl var sú hönd, er okkur leiddi yfir brim og boða og studdi við fót á tæpri tó, er lífsbjörgin var sótt í hengiflug hamranna. Sú er ósk mín, að hún megi ieiða okkur enn. Með kærri kveðju Óskar Jónsson. konur sem frömdu stríðsglæpi á tímum nazista við störf í Vestur-Þýzkalandi, lágt- eða háttsettir, þótt margir hafi þeg- ar komið fyrir dómstól og ver- ið dæmdir síðustu 20 árin. Það er því eðlilegt., að margir hafi fyllzt reiði og vandlætingu, þeg ar útlit var fyrir, að allir þess- ir stríðsglæpamenn sem órefsað er fengju sakaruppgjöf 8. maí n.k. en þá áttu stríðsglæpir að vera fyrndir í Vestur-Þýzkal. Nú er aftur á móti útlit fyrir, að frestur þessi verði fram- lengdur, og ber að fagna því, þar sem glæpir á borð við þá, sem nazistar frömdu á tímum Þriðja ríkisins, verða aldrei að eilífu fyrndir. Hjúkrunarkona framdi fjöldamorð vegna þess, að hún óttaðist, að eftirlaun hennar yrðu minnkuð, ef hún neitaði að myrða sjúklinga sína. Marg- ,ir aðrir myrtu fólk af því, að þeim þótti það gaman. Sum- ir þessara manna voru algjör- lega misheppnaðir í lífi sínu og starfi fyrir tíð nazista, en litu á sig sem þýðingarmestu menn heimsins eftir að hafa verið dubbaðir upp í herbún- ing. Menn, sem fremja glæpi á borð við þá, sem hér hafa verið ræddir, eru að einhverju leyti sjúkir andlega. En marg- ir þeirra, og þeirra líkar, lifa enn góðu lífi í Þýzkalandi. Það er því engan veginn að ástæðulausu, að sumir óttast, að Þjóðverjar, ef aðstæður skipast þannig, muni endur- taka villidýrsæði Þriðja ríkis- ins. 12 milljónir morða eru næg ástæða til að óttast. E-J. Frá íilbingí t'ramhaid 7 síðu aðstaða til fiskiðnaðar. Þyrfti því að setja samskonar ákvæði og gilda um raforkuver og fiskveið ar og fiskverkun í landhelgi, og tryggja að fiskiðnaður hér á landi verði aðeins í höndum íslenzkra manna. Einnig tók Einar Oigeirsson til máls og var málinu visað til 2. umr. og nefndar ao umræðunni lokinni. ENGU VAR ÞYRMT Framhald af 9. síðu. staðar mikil, þá var hún þó verst í Rússlandi. oums stað ar á Ítalíu gilti sú regla, að ef þýzkur henmaður særðist.. skyldu 50 ítaiir vaírlir aí. handahófi og skotnir, en fyrir hvern dauðan Þjóðverja skyidi drepa 100. Ekkí er ætlunin að rekja hér nánar þýzka stríðsglæpi, heldur benda á, hversu stór; hópur Þjóðverja tók þátt í þoim. Stríðsgiæpamennirnir eru ekki aðeins æðstu xáða- menn Þriðja ríkisins, heldur fjölmargir aðrir, allt frá her- mönnum og herforingjum til dómara, lækna og hjúkrunar- kvenna. Nazistaæðið greip um sig meðal mikils hluta þýzku þjóðarinnar — og það svo, að jafnvel þeir sem svarið höfðu lækniseiðinn, tóku þátt í því að myrða fólk. pynda það, sví- virða og limlesta Enn eru margir menn og VÍÐAVANGUR Framh af bls 3 orð mín hér, ef það mætti verða til þess að skýra mn- mæli hans, sem vitnað er í hér að framan“. Matthías viðurkennir þarna hreinlega, að mikið menningar- slys hafi orðið, og hann viður- kennir einnig oi-ð sín við Lagcr- crantz. En í næsta orði hleypur hann til að mæla hersjónvarp- inu bót, svo að enginn veit, hvaff upp snýr eða niður á manninum í greinarlok. HVERNIG ÆTTI .... Framhald a.f 5. síðu. undantekningarlaus eða nær undantekningarlítil regla í Vestur-Evrópu, að erlend fyr- 'rtæki, sem fá að starfa þar- verða að hlíta nákvæmlega sömi; skattalögum og skatta reglum og innlend fyrirtæki. Eg veit ekki betur en ao Norð- menn hsíi fylgt þessari reglu í samningum við þau erlend aluminiumfyrirtæki, sem starf rækja aluminiumvinnslu i Nor- egi. Sagt er, að einhverjir Norð v.enn telii þetta ekki beppi- !egt,' og hallist fremur að sér- stöku framleiðslugjaldi. Vera má, að einhverjir Norðmenn sóu þeirrar :-knð\mar en jafn víst er hitt, að þetta er ekki al- menn eðs ráðandi skoðun í Noregi. í mörgum blaðaskrif- um og þingræðum nor.skra stjómmálamanna, sem ég hefi lesið um þessi mál, hefi ég séð iagða áherzlu á, að erlendum nðiium verði ekki levfður at- vinnurekstur í Ngreai nema á þann veg að þeir búi við önn- ur og betri skattakjör en norsk ir atvinnurekendur. Það er lágmarkskilyrði í samningum við erlend fyrir- tæki, sem rætt verður við nú eða síðar um atvinn'méMindi hér, að þau búi ekki við önnur og betri skattakjör en innlend fyrirtæki. Miklu skipt- ir, að þessa sjónarmiðs verði vandlega gætt í samningum við aluminiumhringinn, ef úr samn ingum við hann verður, þar sem sá samningur, verður þá fyrsti stóri samningurinn, er j við gerum um þessi mál, og því fordæmi allra annarra samn- inga, er gerðir kunna að verða síðar. Þ.Þ. | HEIMILI VANGEFINNA iTamriaia at ols iti þarna verði rúm fyrir 10 börn í| þeim húsakynnum, sem fyrir eru,1 og verður það því eins og stórt og gott héimli, en ekki stofnun með tugum barna og vandamála. Lítil sundlaug og fró.ðurhús munu einn' ig rísa við heimilið, sem er vel í sveit sett og með góðu landi í kring. Er heildarkostnaður við allar framkvæmdir áætlaður 3 •milljónir króna, og mundi margur segja að það væri vel sloppið með öll þessi mannvirki á sí dýrari og erfiðari tímum. Enda er það svo, að þessir áhugamenn hafa hvar- vetna mætt skilningsríkum mönn- urn, opinberum embættismönnum, iðnaðarmönnum, einstaklingum, og stjórnendum fyrirtækja. Stærsta framlagið hefur komið úr „tappasjóði" svonefndum, sjö hundruð og fimmtíu þúsund krón- ur, en auk þess frá Reykjavíkur- borg og Lionsklúbbum í Rvík, sér- staklega Þór og Nirði. Formaður styrktarfélagsins, sem reisir barna heimilið fyrir vangefin börn að Tjaldanesi, er Friðfinnur Ólafsson í Háskólabíói, og með honum í stjórn eru þeir Sigurður Magnús- son forstjóri, Hafsteinn Sigurðs- son lögfr., Hilmar Garðars for- stjóri og Kristinn Olsen flugstjóri. Gjafir til starfseminnár eru að sjálfsögðu mjög vel þegnar, og skal mönnum bent á að framlög eru undanþegin skatti. RAUÐI KROSSINN Framhaid a1 ois 16 selja lyklakippur með litlum, rauð um krossi hangandi á ,og munu þær verða seldar á 25 krónur. Reykjavíkurdeildin er nú að fá enn einn sjúkrabílinn til lands ins ,enda mikil þörf á að fá hann. Á s.l. ári fóru sjúkrabílarnir hór í borginni á sjöunda þúsund ferðir með sjúka og slasaða. Rauði krossinn hvetur foreldra til að levfa börnu mað selja þessi j merki .Byrjað verður að selja kl. i 9.30 á öskudagsmorgun, og fá I bömin tíu prósent í sölulaun. Þá treystir Rauði krossinn á alla iandsmenn að taka vel á móti sölubörnunum og kaupa af þeim merki dagsins og styðja um leið góðan rnálstað. ( FUNDU EKKI VATN !•'fatr, (í:íc :<> siðu A þessu stigi er uppruna þessa vatns enn ósvarað og frekari rannsóknarþörf segir í niðurstöð um. Jón Jónsson skrifar um jarð , fræði í skýrslunni og segir þar,! að fræðilega virðist ekki útilok! að að mögulegt sé að fá ferskt' vatn undir Vestmannaeyjum. Sá möguleiki byggist á því, að hugs anlegt er að samfelld berglög (basalt) nái ofan af landi (Rang- árvöllum) og út undir eyjarnar, sem þá væru myndaðar ofan á þeim berglögum. Síðan telur Jón upp ýms skilyrði, sem þurfa að vera fyrir hendi til að slík berg lög flytji vatn. Þar ræður aldur og þéttleiki. Virðist bergmyndun á Rangárvölium á Rangárvalla- svæðinu vera fremur jákvæð hvað vatnsburð snertir. Framhaldsrannsóknir á hol- unni í Eyjum eru fyrirhugaðar. Fengin verður ný dæla til próf unar á holunni, einnig er væntan legur nýr rafstrengur til ýmissa athugana í holunni og áhald til sýnishornatöku á mismunandi dýpi hefur þegar verið smíðað. Vatnssýnishorn verða síðan efna og ísótópagreind. Vonazt er til að þessar rannsóknir gefi upplýs- ingar um hugsanlegar vatnsæðar og skýri það ósamræmi, sem fram hefur komið í efnainnihaldi og ísótópasamsetningu þess vatns, sem áður hefur fengizt úr hol unni. Þá er áformað að gera ítar lega bergfræðilega rannsókn á bormylsnunni og mun væntan- lega varpa nokkru ljósi yfir jarð sögu landsins, einkum að því er snertir afstöðu láðs og lagar. Samanburður á jarðlögum hol- unnar og því, sem vitað er um jarðlög á Suðurlandi, gefur tilefni til ýmissa spurninga um gerð berggrunnsins við suðurströnd landsinsj sem hugsanlegt væri að fá svarað með jarðeðlisfræðileg- um rannsóknum. Þessi hola er því mikilvægur þverskurður og hún veitir upp- lýsingar um hið ótruflaða hita- ástand berggrunns landsins eins og búast má við að það sé utan við jarðhitasvæðin. JAFNVÆGISSTOFNUN Framhald aí 1 siðu í Reykiavík og verði landsbyggðar- fólk að sækja til þeirra um of. Til þess að tryggja búsetu fólks um land allt þurfi stefnubreytingu í þjóðfólaginu um staðsetningu þjónustu- og valdastofnana, enn- fremur skóla og annarra ríkisstofn ana. Þá þurfi að að styðja betur atvinnufyrirtæki í byggðum, sem höllum fæti standa, og beina þang- að stórauknu fjármagni. Þá er og bent á fordæmi Norð- manna, sem hafa við svipuð vanda- mál að glíma, en þeir hafi tekið mál þessi föstum tökum með góð- um árangri. Nefndin segir, að tryggja verð' fé til þessara ráðstafana og gæti komið til álita að taka hluta af _ útsvörum embættismanna ríkisins. hvar sem þeir eru búsettir, og nota það fé m.a. sem tekjustofn fyrir byggðaj afnvægisstofnun ríkisins. Nefndii bendir og á, að fyrir Alþingi liggi tillögur um þessi vandamál, og vilji búnaðarþing með ályktun þessari undirstrika nauðsyn þess, að verkefni þetta fái skjóta úrlausn. Hugheilar þakkir færum við öllum er auðsýndu samúð og vln- semd vlð andláf og minningarathöfn, Hreins og Skúla Hjartarsona frá Hvammstanga Einnig þökkum við sérst>klega Slysavarnafélagi íslands og öll- um sem leituðu trillubátsins Valborg GK 243. Vandamenn. Faðir okkur, tengdafaðir og afi, Sigurjón Jóhannesson, er lézt að heimili sínu Akurgerði Álftanesi, 24. febrúar s.l. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. marz kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. -JHBMIHB—BHroaB——————

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.