Tíminn - 05.03.1965, Side 2
FÖSTUDAGUR 5. marz 1965
TfMINN
NTB—Moskvu. — Sovétríkin
vöruðu í dag Bandaríkin við
því, að árásirnar á Norður-Víet
nam græfu undan friðsamleg-
ri sambúð þessara tveggja stór-
velda. Jafnframt var sagt, að
bandarísku loftárásimar sam-
ræmdust illa yfirlýsingum
Bandaríkjastjómar um, að hún
óski eftir betri sambúð við
Sovétríkin.
NTB—Nairobi. — Moise
Tshombe, forsætisráðherra Kon
gó, kom í dag til Nairobi frá
Leapoldville til þess að verja
stefnu stjómar sinnar á fundi
utanríkisráðherra aðildarríkja
Einingarbandalags Afriku.
NTB—Stokkhólmi. — Louise
Svíadrottning varð skyndilega
alvarlega veik í dag. Var henni
ekið á sjúkrahús, og hún þar
skorin upp við blóðtappa. Líð-
an hennar er eftir atvikum þol
anleg.
NTB—Bonn. — Vestur-þýtki
innanríkismálaráðherrann, Her
mann Hoecherl, birti í dag
skýrslu, þar sem segir, að
hreyfingum öfgamanna til
hægri hraki nú í Vestur-Þýzka-
landi ,en að erlendar nýnazista-
hreyfingar haldi enn áfram til-
raunum sínum til þess að fá
stuðningsmenn í V-Þýzkalandi.
í skýrslunni segir, að í V-Þýzka
landi séu alls 119 öfgasinnaðar
hægri-hreyfingar með um 22500
félagsmenn. Fyrir fimm árum
voru þar í landi 85 slíkar hreyf
ingar með 56000 félagsmönnum.
f fyrra var 66 erlendum öfga-
tímaritum dreift í Vestur-Þýzka
landi.
NTB—Haag. — Leið'togi kat-
ólska flokksins í Hollandi, Nor
bert Schelzer, hélt í dag áfram
tilraunum sínum til þess að
mynda nýja samsteypustjórn,
en ríkisstjórn Hollands baðst
lausnar fyrir viku. Stjórnmála-
fréttaritarar telja, að Schelzer
hafi litla möguleika á að mynda
nýja stjórn.
NTB—Saigon. — Bæði Víet
Cong-hermenn og hermenn rík
isstjórnar Suður-Víetnam búa
sig nú undir frekari átök, að
því er heimildir segja í Saigon.
Segja heimildirnar, að Víet
Cong-menn séu jafn fjölmennir
eða fjölmennari, á fjölmörgum
stöðum í landinu. Bandaríkja-
menn í Saigon skýrðu nýlega
frá því, að Víet Cong hefði
um 60% af Suður-Víetnam á
sínu valdi, en S-Vietnamstjórn
^ðeins 20%, aðallega þéttbýl-
isstaði og herstöðvar. Hin 20%
eru baráttusvæði.
NTB—Trivandrum. — Um 60-
70% þeirra um 8.5 milljóna
kjósenda, sem kosningarrétt
höfðu í kosningunum í Kerala
í Suður-Indlandi tóku þátt í
kosningunum í dag. Þeir áttu
að kjósa 135 manna löggjafar-
þing. 15 flokkar buðu fram,
en frambjóðendur voru alls
558. Engin læti voru í sambandi
við kosningarnar. Kommúnista
ar, sem sitja í fangelsum i
Kerala, fengu að greiða átkvæði
í fangelsinu, og alls 39 fangar
voru á listum komúnista.
Egyptar handtaka þýzka njósnara
NTB—Kairó, fimmtudag.
Leyniþjónusta Egyptalands til-
kynnti í dag, að Þjóðverji einn
væri leiðtogi ísraelsks njósna-
hrings, sem starfað hefði í Egypta
landi, og hefði njósnahringur
þessi m.a. notað leynilegan scndi
og sápustykki, fyilt sprengiefni,
við starf sitt. Leiðtogi hringsins,
Wolfgang Lotz, og kona hans,
Waldrud, hafa verið handtekin,
svo og önnur þýzk hjón, Franz
Kiesow og kona hans, Nadia, sem
er egypzk.
Blaðið AL AHRAM, sem hefur
góða heimildarmenn innan
egypzka hersins, segir í dag, að
njósnahringurinn hafi sent pakka
með sprengiefni í til þýzkra vís-
indamanna, sem starfa að smíði
egypzkra eldflauga. Leiðtogi
hringsins, Wolfgang Lotz, sem er
hestatemjari, á að hafa afhent slík
an pakka til dr. Wolfgang Pilz,
eins hinna þý2ku vísindamanna.
Pilz lifði sprenginguna af, en
einkaritari hans særðist alvar-
lega. Segir blaðið, að leiðtogar
hringsins hafi játað njósnastarf-
semi sína, og komi það fram af
játningum þeirra, að ísrael hafi
staðið að baki njósnahringsins.
Wolfgang Lotz, kona hans og
foreldrar hennar eru meðal þeirra
sjö þýzku ríkisborgara, sem sendi-
ráðið í Kairó tilkynnti í síðasta
mánuði, að saknað væri. 27. febr.
s.l. var tilkynnt, að Ijóstrað hefði
verið upp um njósnahring, sem
Þjóðverjar væru flæktir inn í.
Segir AL AHRAM, að handtökurn
ar hefðu verið framkvæmdar
vegna þess, að einn af aðalmönn-
um njósnahringsins hafi verið í
þann veginn að hverfa úr landi.
Vestur-þýzka sendiráðið í Kairó
neitaði að segja neitt um þetta
mál í dag annað en að ræðismað-
urinn, Heinz Fiedler, hefði fengið
leyfi til þess að heimsækja hina
handteknu Þjóðverja innan
skamms.
ISINN -
Framhald af 1. síðu
nokkuð mikill ís var á vestan-
verðum Skagafirði, alla leið inn á
Laxárvog, sem er utan við Tinda-
stól.
ísinn er eins og fyrr segir,
mjög þéttur undan Hornströnd-
um, en hann gisnar um það er
kemur fyrir miðjan Húnaflóa, eða
svo, og þaðan er hann svo gisnari
austurum og er sennilegt að aust-
urbrún þéttasta íssins liggi í all-
stórum boga í norðaustur fyrir
Kolbeinsey, en austan til teygist
hins vegar tunga suður á bóginn
vegna Austur-íslandsstraumsins.
Fyrir öllu Norðurlandi er svo
ís á stangli og allt austur til
Langaness. Þetta er hrafl og stak-
ar smábreiður, sem liggur upp
undir land við Skagafjörð og er
stutt frá landi á Siglunesi og
Sauðanesi. Þröstur kvað ísinn
ekki þéttan og í góðu-veðri myndi
hægt að sigla um þetta svæði á
degi til. Þröstur kvaðst álíta að
ísinn fyrir Norðurlandi og 50—
60 mílur út væri að þéttleika frá
3—5/8.
Á Þistilfirði er svo talsvert ís-
hrafl og þéttist það mikið við
Langanes og liggur svo suðaust-
ur af því og meðfram landi allt
suður til Seyðisfjarðar og er að-
eins um tvær mílur frá landi við
Strandhöfn, utarlega við norðan-
verðan Vopnafjörð. Frá Seyðis-
firði liggur ísröndin svo beint til
norðurs og var flogið meðfram
henni allt til 68. breiddargráðu.
fsinn í jaðarnum er mjög smá-
gerr og kurlaður, en þéttist og
verður stórgerðari eftir því sem
vestar dregur. Síðan flaug flug-
vélin vestur með 68. breiddar-
gráðunni, unz hún var stödd norð-
ur af Grímsey, en þá var hald-
ið suður. Þeir töldu isinn um
4/8 að þéttleika frá því 60 mílur
fyrir norðan Grímsey og suður
undir hana.
Þröstur kvaðst áætlá að sigl-
ingar séu varasamar fyrir Vest-1
fjörðum ,einkum ef vestanátt og
suðvestanátt verða þar, nema ítr-
ustu varkárni sé gætt. Hann kvað
það mikið íshrafl við Kögur og
Straumnes, að þar væri einnig
varasamt nema í góðu skyggni,
og fyrir Horn er þýðingarlaust
: að reyna að brjótast eins og nú er
: ástatt.
Jón Eyþórsson sagði, að ísinn
væri heldur minni og greiðari fyr-
ir Norðurlandi, en hann hefði bú-
1 izt við eftir norðangarðinn, og þ.að ;
hefði komið í ljós við þetta flug,
að ísinn fyrir miðju Norðurlandi
væri talsvert dreifðari en búizt
hefði verið við. Hins vegar hefði I
hann rekið saman við Hornstrand-!
ir, eins og eðlilegt væri í norðan-
og norðaustangarði. ísinn fyrir
Austurlandi hefði færzt nær land-
inu, en hann væri smágerður og
mjög kurlaður, og ekki hættuleg-
ur nema hann ekki keyrðist upp
að landinu og frysi saman, en það
væri allt undir veðri og vindum
komið,- hvernig úr þvi rættist.
Norður undir 68. breiddarbaug
væri áberandi að nokkur nýr ís
eða krap væri að myndast í sjó-j
lokunum og hem á milli jakanna.
Ekki eru þó horfur á því ,að j
við séum laus við ísinn, samkvæmt |
; upplýsingum Knúts Knudsen, I
veðurfræðings í kvöld. Hann kvað
gert ráð fyrir hægri suðlægri og
suðvestlægri átt á morgun vestan
og norðanlands, en hægviðW
eystra, en aðfaranótt laugardags-!
' ins myndi ganga í norðanátt um
allt landið, en ekki væri gert ráð
fyrir því, að hún yrði mjög hvöss.
Blaðið átti í dag tal við nokkra
frétaritara sína á ísasvæðinu, og
fara frásagnir þeirra hér á eftir:
Guðmundur Sveinsson á fsafirði
kvað í kvöld vel greiðfært með-
fram Vestfjarðakjálkanum vestan-
verðum. Enskur togari hefði kom-
ið til ísafjarðar frá Látrabjargi ;
með bilaða ratsjá, og sigldi hann
um eina mílu frá landi. Bátarnir
frá ísafirði, sem stunda veiðar út
af Breiðafirði munu koma heim í
nótt.
Kristinn bóndi á Dröngum sagði
í viðtali við Bjarna Jóhannsson á
Siglufirði í morgun, að hafísinn
væri við strendur þar hvert sem
litið væri og eins langt út og
sæist, en skyggni var þá allsæmi-
legt á Dröngum. Kristinn kvaðst
sjá austur í Drangaskörð og norð-
ur í Geirólfsgnúp ,og á öllu þessu
svæð'i væri mjög þéttur ís land-
fastur. Á stöku stað sæjust smá-
vakir, en að öðru leyti væri sjór-
inn algerlega þakinn hafís eins
langt út og sæist.
Guðmundur í Gímsey kvað mik
inn ís að sjá, og nú væri hann að
reka frá landi aftur. „Þetta er
hálfgerður hringdans á honum”,
sagði Guðmundur. í morgun var
gengið upp á eyjuna, þar sem hæst
er ,og sást þá enginn ís í austur-
át, en hillti undir hann í norð-
austri. Stór spöng, 4—500 metra
breið er landföst austan á eynni.
f vestri er íshringur, eins langt
og sést, og er ísinn á lítilli hreyf-
ingu, enda gott veður, þó aðeins
suðvestan gola. Guðmundur kvað
lítið kvikt sjást í ísnum, þó hefðu
tveir selir sézt, annar í gær og
hin í dag. Guðmundur kvað von á
Drangi á morgun, og væru menn
vongóðir með, að hann kæmist til
eyjarinnar, ef ekki versnaði frá
því sem er í dag.
Björn Stefánsson á Ólafsfirði
kvað hafísinn hafa hreinsazt þar
af firðinum strax í gærkvöldi
með útfallinu, enda lyngdi í
gærkvöldi þar og gerði síðan sunn
angolu, sem flýtti fyrir. í dag er
þar enginn ís, utan nokkrir smá-
jakar.
MAUGHAM SJÚKUR
NTB—St. Jean Cap Ferrat,
fimmtudag.
Brezki rithöfundurinn Som-
erset Maugham liggur sjúkur
í St. Jean Cap Ferrat á
frönsku Rivierunni. Læknar
hans tilkynntu þetta í dag.
og sögðu að hann hefði fengið
inflúenzu og ætti í erfiðleikum
með blóðrásina í öðru lung-
anu.
Einkaritari Maughams, Alan
Searle, sagði Reuter í kvöld,
að Maugham hefði orðið alvar
lega veikur á miðvikudags-
kvöldið. Læknarnir tilkynntu í
dag, að líðan hans væri
nokkru betri og að hitinn hefði
minnkað.
Maugham, sem varð 91 árs
25. janúar s: 1., reykir venju-
lega 40 — 50 vindlinga á degi
Maugham |
hverjum, en nú fær hann ein-
ungis að reykja 10—12 vindl-
inga.
ísinn í mynni Eyjafjarðar í gær
Þanlg var umhorfs í mynrrl Eyjafiarðar i gærmorgun, þegar Erlingur DavfSsson, ritstjóri Dags á Akureyri flaug meS Tryggva Helgasynl út
til Grímseyjar til að sjá hvað ísnum liSi á þessu sævSi. Þá var ísinn mikiS farinn aS reka norSur, enda komin suðlæg átt. ísinn var farinn frá
Óiafsfirði og aðeins hröngl norSur undir Grímsey. Á þessari mynd sjást mynni HéSnisfjarSar og Ólafsfjarðar. (Tímamynd ED)