Tíminn - 05.03.1965, Side 5

Tíminn - 05.03.1965, Side 5
FÖSTUDAGUR 5. marz 1965 Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driBi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur > Eddu- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti ' Af- greiBslusimi 12323. Auglýsíngasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi !A300. Askriftargjald kr 90,00 á mán innanlands - t lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Einróma uppsagnir t byrjun þessarar viku voru birt úrslit í atkvæða- gr ! jlu, sem hafði farið fram meðal félagsbundinna starismanna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um það, hvort segja skyldi upp kjarasamningum. í atkvæða- greiðslunni höfðu rúm 73% þeirra, sem voru á kjör- skrá, neytt atkvæðisréttar síns, eða 3639 af 4975. Af þeim, sem neyttu atkvæðisréttarins, höfðu rúm 95% eða 3468 greitt atkvæði með uppsögn samninga. Aðeins 128 eða 3.5% höfðu greitt atkvæði gegn uppsögninni. Þá fór fram um seinustu helgi atkvæðagreiðsla hjá Starfsmannaféiagi Reykjavíkur um það, hvort segja bæri upp kjarasamningum. Úrslitin urðu þau, að 367 greiddu atkvæði með uppsögn, en 24 á móti. Síðast en ekki sízt er svo að geta þess, að um síð- ustu helgi var haldinn mjög fjölmennur fundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík, þar sem ein- róma var samþykkt að segja upp gildandi kjarasamn- ingum. Á fundinum kom glöggt í ljós, að fylgismenn núv. stjórnarflokka voru ekki síður fylgjandi uppsögn en aðrir félagsmenn. Þessar einróma uppsagnir kjarasamninga tala vissu- lega ótvíræðu máli. Þær eru ómótmælanlega staðfesting þess, að svo grálega hefur dýrtíðarstefna ríkisstjórnar- innar leikið launþegastéttirnar, að hjá þeim er ekki neinn ágreiningur um það, að óhjákvæmilegt sé orðið að hefja volduga og samstillta kjarasókn. Allar dylgjur Morgun- blaðsins, Vísis og Alþýðublaðsins um það, að ábyrgðar- laus áróður stiórnarandstöðunnar sé meginuppspretta kjarabaráttunnar, hafa verið kveðnar niður. Það er dýrtíðarstefna ríkisstjórnarinnar, sem þrengir svo að laun þegum, að uppsagnirnar eru samþykktar einróma. Þetta þarf ekki heldur að undra neinn, sem ber sam- an efnahagsþróunina hér og í nágrannalöndum okkar seinustu árin Meðan kaupmáttur tímakaupsins hefur stóraukizt þar, hefur hann stórminnkað hér. Þessari öfugþróun geta launastéttirnar vitanlega ekki unað. Það er ekki heldur hægt að finna nein réttlætanleg rök fyr- ir því, að slík öfugþróun skuli eiga sér stað á tímum hins mesta góðæris í sögu þjóðarinnar. Skýringin getur ekki verið, og er ekki önnur en sú, að hér hefur verið fylgt alrangri stjórnarstefnu í þágu braskara og gróðamanna. Það er heilbrigð krafa, að stjórnarstefnunni verði breytt þannig, að hægt sé að koma til móts við eðli- legar kröfur launþega. Treysti ríkisstjórnin sér ekki til þess, á hún tafarlaust að segja af sér. Hún er búin að sitja nógu lengi og stjórna á flestan hátt andstætt því, sem hún hefur lofað. Sveinn Björnsson Mbl. reynir i gær að verja árás Bjarna Benedikts- sonar á Svein Björnsson. Blaðið sneiðir þó framhjá þeirri fullyrðingu Bjarna, að Sveinn Björnsson hafi mynd að utanþingsstjórnina haustið 1942 til þess að koma í veg fyrir lýðveldisstofnun á árinu 1944 Mbl. hefur sjálft birt rökfastar greinar, þar sem þessari fullyrðingu Bjarna er fullkomlega hrundið Vill Mbl. kannski detta í sama forarpyttinn cg Bjarni og halda því fram, að það hafi verið ásetningur Sveins Björnssonar með myndun utan- þingsstjórnarinnar að hindra iýðveldisstofnun á árinu 1944? Fróðlegi væri að fá svar Mbl. við því. TÍMINN____________________________________* C. L. SCHULZBERGER: Reisa Krupp og pólska ríkið sameiginlegt stðrfyrirtæki ? Þetta verður einstæð samvinna, ef hún tekst! Hinn kunni ameríski blaða maSun C. L. Sulzberger hef- ur undanfarið dvalizt í Þýzka landf og sent blaði sínu, New York Times, greinar þaðan. M. a. hefur hann ritað grein um viðræður Krupps og pólska ríkisins um stofnun og reksturs sam- eiginlegs fyrirtækis í Pól- landi. Þar sem mál þetta vek- ur nú mikla athygli, þykir rétt að birta þessa grein Sulzbergers: VESTUR-ÞJÓÐVERJAR ein skorða sig við að rækja ekki stjórnmálasamband við neitt það ríki, sem viðurkennir stjórn Austur-Þýzkalands, að Ráðstjórnarríkjunum einum undanteknum. Veldur þetta mjög miklum takmörkunum í utanríkisstefnu Vestur-Þýzka- lands. Engu að síður leggur stjórnin í Bonn sig fram á marg an hátt um að auka efnahags leg sambönd við Austur-Evr- ópu og treysta þau. Þetta er í samræmi við þær kenningar de Gaulles, — sem mikinn hljómgrunn. hafa hér í Vestur-Þýzkalandi um þessar mundir, — að einnig Evrópu yrði mjög til að stuðla að end ursameiningu Þýzkalands. Og þetta er einnig í fullu sam- ræmi við viðleitni vestur- þýzkra viðskiptajöfra til þess að ná á ný undir sig mörkuð um, sem þeir höfðu hér áður fyrr. Verið er að reyna að koma á sérstæðum skiptum milli Krupps í Essen. hins fræga kola- stál- og (fyrrum) her- gagnahrings, og kommúnista- stjórnarinnar í Póllandi. Telja verður þetta einhverja hina stórfenglegustu tilraun á þessu sviði. Pólverjar og Krupp gera sér vonir um að koma fram sameiginlegu stórátaki ríkis- fyrirtækis í kommúnistaríki og risavaxins auðfyrirtækis, sem talið er eiga að baki sér sér- lega ógeðfellda fortíð. í HUGUM flestra manna minnir nafn Krupps fyrst og fremst á stórvirk skotvopn og skriðdreka, en stjórn fyrirtæk- isins virðist staðráðin í að koma fram breytingu á því. Alfred Krupp von Bohlen und Halbaeh er einn eigandi að hinni risavöxnu iðnfyrirtækja samstejTJu. Bandamenn tóku hann til fanga sem stríðs- glæpamann á sinni tíð. Eftir að hann var látinn laus sór hann þess dýran eið, að fást aldrei framar við vopnafram leiðslu. Og Krupp hefir með öllu forðast vopnasmíði, þó að sum hliðarfyrirtækjanna framleiði ýmis skyld hjálpartæki. Sam- steypan fæst nú við allt mögu- legt milli brúarsmíði og stein- efnaframleiðslu, og jafnvel blómarækt. Þegar Alfried Krupp tók aft Gomulka ur við forustunni í fyrirtæki sínu réði hann til sín sem framkvæmdastjóra stórsnjall- an mann að nafni Berthold iftíÞta ðaif: -frá Bommcrn. Beitz starfaði í Póllandi meðan það var hernumið af nazistum í stríðinu, og hann ávann sér virðingu Pólverja fyrir að reyna að draga úr þjáningum. Beitz hefir síðan borið í brjósti brennandi þrá til að bæta sam búð Pólverja og Þjóðverja, jafnframt því, sem hann hefir reynt að fegra mynd Krupps í hugum fólks. FYRIR ári hóf Beitz undir- búningsviðræður við Pólverja. Þá fýsti að auka iðnfram- leiðslu sína og hraða henni og munaði í að njóta góðs af tæknikunnáttu starfsliðs Krupp-verksmiðjanna í smíði verulega vandaðra véla og góðra áhalda til vélasmíði. Nú er búið að ganga frá drögum að samkomulagi um að reisa í tilraunaskyni verksmiðju skammt frá Varsjá, fyrir allt Beitz að 10 milljónum dollara. Verk smiðjan á að starfa í þágu Pólverja undir þýzlari stjórn. Verkfræðingamir verða þýzkir en verkamennirnir pólskir. Báðir aðilar leggja fram stofnkostnaðinn, sem reikna á út í dollurum, ef samkomulag næst um dollaragengi slotys- ins. Yfirvöldin í Varsjá eiga eftir að undirrita hið endan lega samkomulag, og einstakir gallharðir kommúnistar eru gersamlega andstæðir hug- myndinni sjálfri. En svo er að sjá, sem Bonn-stjómin sé tilrauninni hliðholl, og sama er að segja um stjórnarand- stæðinga, Sócíal-Demókrata. Og Beitz heldur því fram, að bandarískir framámenn hafi hvatt til framkvæmda. „EG LÍT á þetta sem braut- ryðjendastarf," segir Beitz „fyrsta sameiginlega fram- leiðsluátak fyrirtækis í einka eigu og sósíalistaríkis. Það hlýt ur að hafa afdrifarík eftir- köst. Aðferðir okkar og hagn aður verkamannanna hljóta að verða Pólverjum nýstárlegar fyrirmyndir. Þegar menn fara að venjast hugmyndinni er mjög sennilegt að gerð verði svipuð sameiginleg átök hér og hvar annars staðar. Og hver getur sagt fyrir um, hverjar afleiðingamar kunna að verða?“ Takist vel til um þessa til- raun hlýtur það að stuðla mjög að því, að menn breyti hugmyndum sínum um Krapp, sem til þessa heíir einkum verið settur í samband við „Stóru - Bertu“ og önnur hin hræðilegustu drápstæki. Þýzk færni og hugmyndaauðgi get- ur á ný farið að hafa fjárhags leg áhrif í Austur-Evrópu, þeg ar búið er einu sini að skjóta lokum frá hurðum. Að þessu yrði góður hagur fyrir Þjóð- verja og það ætti um leið að örva og efla hina slöku fram leiðslu hjá kommúnistum. ÞJÓÐIRNAR, sem lúta kommúnistum, eru farnar að kenna á óvæntum erfiðleikum í framleiðslunni. Aukningu iðnaðarframleiðslu Sovétríkj- anna hefir hrakað úr 11% árið 1959 niður í 7% árið sem leið. Tékkar og Rússar em famir að grípa til hálfgerðra auð- valdsaðferða til örvunar í framleiðslu og nýrra hátta við sölu. Svo gæti litið út sem tákn rænni og erfiðari tálmun væri úr vegi rutt milli austur og vesturs ef fyrrverandi mesti vopnasmiður í Þýzkalandi get ur sannfært þá þjóð, sem fyrst varð fyrir barðinu á Hitler, um að hann sé hættur að smíða annað en plóga og önn ur gagnleg tæki. Snjallt er það hjá Krupp að reyna að koma í kring þeim viðskiptum, sem fyrirhuguð eru, Pólveriar þurfa verulega dirfsku til og árangurinn gæti orðið ærin ögrun fyrir hin stríðandi kenn ingakerfi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.