Tíminn - 05.03.1965, Blaðsíða 16
Sjónvarp eykur of-
beldishneigð barna
MB—Reykjavík, fimmtudag.
f fréttabréfi frá upplýsingaskrif-
HERRANOTT
Á AKUREYRI
ÞaS var glatt á hjalla í gær-
morgwi niSur viS Menntaskól
ann í Reykjavík þegar aSstand-
endur Herranætur 1964 voru aS
leggja af staS norSur á Akur-
eyrl, en menntaskólanemarnir
ætla aS sýna Akureyringum
Grímudansinn núna næstu daga,
og er ekki aS efa aS norSan-
menn munu kunna vel aS meta
þessa heimsókn héSan aS sunn
an. Hér á myndinni fyrtr ofan
sjáum viS allan hópinn áSur
en lagt var af staS norSur, og
er GuSmundur Björnsson for-
maSur lelknefndar M. R. annar
frá vinstri. ‘Wmamynd G. E.)
Búnaðarþing í gær:
TOLLAR k LANDBdNADAR-
VÉLUM VERDIAFNUMDIR
AK—Reykjavík, fimmtudag.
Á fundi Búnaðarþings í dag
voru tvö mál afgreidd með sam-
hljóða ályktunum frá þinginu. Var
önnur ályktunin um niðurfellingu
tolla af búvélum, og hin um mið-
stöðvar fyrir heyverzlun.
Gísli Magnússon lagði fram er-
indið um niðurfellingl tolla af
búvélum, og jarðræktarnefnd lagði
fram um það svofellda tillögu, sem
var samþykkt samihljóða:
„Búnaðarþing felur stjórn Bún-
aðarfélags íslands að gangast fyrir
því við ríkisstjórn og Alþingi, að
tollar og söluskattur af innfluttum
landbúnaðarvélum, þar með taldar
þungavinnuvélar til ræktunarsam-
banda, verði felldur niður, og
landbúnaðurinn búi við sömu kjör
og sjávarútvegur og stóriðnaður
hvað þetta snertir. Ennfremur að
f
800 í Mýrar-
hyrnusjóðinn
JHM-Reykjavík, fimmtudag.
Timanum bárust i gær
tvær peningagjafir í Mýrar-
hyrnusjóð. Fyrri gjöfin kom
H frá fjölskyldu nokkurri hér
í bæ, o>g voru það 500 krón-
ur. Hin gjöfin var þrjú
hundruð krónur frá sauma-
klúbb, »g með henni kom
Ioforð um að konurnar i
klúbbnum væru tilbúnar til
að hjálpa til við að bera
staurana í girðinguna.
I
lækka eða fella alveg niður 35%
tollinn af innfluttum varahlutum,
er árlega þarf til þeirra véla, er
landbúnaðurinn notar.
í greinargerð segir, að mikil
bót hafi verið að því, er tollur af
innfluttum landbúnaðarvélum var
læbkaður í 10%, hins vegar sé
það eðlileg krafa, að landbúnaður-
inn búi við hliðstæð kjör um inn-
flutning véla og hinn aðalatvinnu-
vegur þjóðarinnar, sjávarútvegur.
Með því að hafa svo háa tolla á
bráðnauðsynlegum vélum landbún
aðarins er stefnt að hækkun land-
búnaðarvara, er svo kallar á aukn
ar niðurgreiðslur úr ríkissjóði,
og má ætla, að tollurinn étist j
þannig upp og vel það.
Hitt málið, sem afgreitt var, varj
eftirfarandi ályktun, borin fram ;
af allsherjarnefnd samkvæmt er- ]
indi Búnaðarsambands Suður- j
lands: j
„Búnaðarþing samþykkir að
beina því til stjórnar Búnaðarfé-
lags íslands, að hún láti gera at-
hugun á því, hvort tiltækilegt sé
að framkvæma þá heyverkun,
heymjöls- og heykögglagerð, sem
með hagkvæmni og á fjárhagsleg-
um grundvelli gæti innt af hendi
það hlutverk að tryggja fóður-
birgðir í landinu og útflutning
heys þannig verkað á erlendan
markað.”
J
Þá voru þrjú mál tekin til
fyrri umræðu á fundinum. Hið
fyrsta var erindi Búnaðarsambands
S-Þing. um þjóðnýtingu Áburð-
arverksmiðjunnar. Er það hið at-
hyglisverðasta mál, og verða vafa
lítið um það töluverðar umræður,
svo og áburðarmálið allt síðar á
þinginu, en nú var því vísað um-
ræðulítið til síðari umræðu.
Annað mál var frumvarpið um
sáðvörur, innflutning, meðhöndl-
un og framrækt, sem getið hefur
verið áður ,og þriðja erindi Bún-
aðarsambands S-Þing. um ferða-
kostnað dýralækna og erindi sama
um aðstoð við dýralæknahéruð.
Var málunum vísað umræðulítið
til síðari umræðu og fundur stutt
ur á Búnaðarþingi í morgun.
stofu Sameinuðu þjóðanna á Norð
urlöndum, sem blaðinu barst í
dag, er fjallað um sjónvarpsgláp
bama og unglinga. Er þar greint
frá grein í febrúarhefti UNESCO-
ritsins Courier, sem bandarískur
sérfræðingur í fjölmiðlunartækj-
um, prófessor Schramm, skrifar.
Styðst ritgerð hans við rannsóknir
og ritgerðir frá mörgum löndum,
sem hann hefur kynnt sér. Niður-
stöður hans era m.a. þær, að ekki
sé óalgengt, að böm eyði eins
miklum tíma í sjónvarpsgláp og í
skólanum, og að hin mörgu of-
beldisatriði á sjónvarpsdagskránni
auki líkurnar á, að hluti áhorf-
enda eigi eftir að fremja ofbeldis-
verk síðar á ævinni.
Annars er rétt að birta þennan
hluta fréttabréfsins í heild, svo
að ekkert fari á milli mála:
Rannsóknir á sjónvarpi og á-
hrifum þess á börn í mörgum lönd
um leiða í ljós, að það er alls
ekki óalgengt, að bömin eyði jafn
löngum tíma fyrir framan sjón-
varpstækið og í skólanum. Hvem-
ig orkar þá allt þetta sjónvarps-
gláp á börnin? Um það virðist
ekki ríkja neinn ágreiningur, að
hin mörgu ofbeldisatriði á sjón-
varpsdagskránni auki líkurnar á,
að hluti áhorfenda eigi eftir að
fremja ofbeldisverk síðar á ævinni
en áhættan sé mun minni fyrir
þau börn, sem lifa í hlýju og ör-
uggu heimilisumhverfi.
Þessar upplýsingar er að finna
í febrúar-hefti UNKSCO-ritsins
„Courier”, sem birtir fróðlega
grein eftir bandarískan sérfræð-
ing í fjölmiðlunartækjum, Wilbur
Sohramm, prófessor. Hefur hann
útbúið ítarlega heimildaskrá fyr-
ir ritið með sínum eigin athuga-
semdum um efnið „The Effects
of Television on Children and
Adoleseents” (Áhrif sjónvarps á
böm og fullorðna.) Ritgerð hans
Tapaður víxill
Talið er, að tapazt hafi í febr.
, 8.1. samþykktur víxill ásamt trygg-
ingarbréfi að fjárhæð rúmar eitt
hundrað þúsund krónur. Grunur
leikur á, að skjöl þessi hafi fund-
izt og þeim verið skilað til manns,
sem ekki hafði rétt á þeim.
Rannsóknarlögreglan væntir
þess, að ef einhver gæti gefið
upplýsingar í þessu máli, geri
hann það án tafar.
styðst við rannsóknir og rifcgerð-
ir frá mörgum löndum, sem hann
hefur kynnt sér.
Allt bendir til þess, að sköía-
nemendur á aldrinum 6—16 ára
horfi á sjónvarp 12—24 tíma í
viku hverri, og horfa yngri bömin
meira á það en þau eldri. Á
samanlögðum skólatíma, sem tekur
yfir t.d. 12 ár, verður fjöldi sjón-
varpsstundanna 6000—12.000.
Hærri talan er ekki langt frá
þeim stundafjölda, sem nemandi
eyðir að jafnaði í skólanum á
þessu árabili, þegar frá era talin
frí og helgidagar .
Framhald á 14. sfðu
Gottkynn
ingarrít
um ísland
EJ-Reykjavlk, fimmtudag.
Komið er út í fjórða sinn hið
glæsilega kynningarrit um ísland,
„Velkomin til fslands“, en það er
Anders Nyborg í Danmörku, sem
gefur ritið út í samvinnu við Flug-
félag fslands. Hefur rit þetta far-
ið víða um lönd og orðið hin
bezta kynning fyrir Island.
Rit þetta, sem er 100 blaðsíður
að stærð, er offsetprentað. Af
efni ritsins má nefna viðtal, sem
Chr. Bönding hefur við Bjaraa
Benediktsson, forsætisráðherra.
Guðmundur Þorláksson, cand.
mag., skrifar „Staðreyndir um ís-
land”, sérstakur þáttur er um
veðurfar, gjaldeyris- og tollalög,
sendiráð og ræðismannaskrifstof-
ur, hótel og veitingahús, ferða-
skrifstofur og aðrar upplýsingar.
Þá skrifar Davíð Ólafsson, fiski-
málastjóri, um íslenzkan fiskiðnað
og sérstök grein er um íslenzka
hestinn, en þá grein skrifar Gunn-
ar Bjarnason. Margar fagrar
myndir eru í blaðinu, mikið af aug
lýsingum íslenzkra fyrirtækja og
íslandskort.
Rit þetta var kynnt fyrir blaða-
mönnum á fundi, sem Anders Ny-
borg hélt í dag, en Sveinn Sæ-
Framhald á 14. síðu
ÆSKUL ÝDSDAGUR ÞJÖD-
KIRKJUNNAR Á SUNNUDAG
] Æskulýðsdagur Þjóðkjrkjunn-
1 ar er á sunnudaginn kemur.
Þessi dagur er sérstaklega helgað
ur ungum piltum og stúlkum á
i íslandi. í öllum kirkjum borgar
j innar verða haldnar sérstakar
; æskulýðsguðsþjónustur, þar sem
ungt fólk tekur virkan þátt í guðs
þjónustunni, les pistil og guðs
spiall dagsins o. s. frv. Einnig
verða æskulýðsguðsþjónustur víð
ast hvar úti á landi með sama
sniði.
Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar
eykst með hverju árinu, sem líð
ur með vaxandi þátttöku unga
fólksins. Æskulýðsfélög kirkjunn
ar eru starfandi víða um landið,
allt frá Grímsey norður við heim
skautsbaug og suður að Faxa-
flóa.
Á vegum Þjóðkirkjunnar hafa
farið fram nemendaskipti við
Bandaríkin undanfarin ár og verð
ur svo enn í ár. Nú er ætlunin að
auka þessa starfsemi á þann veg,
að einnig gefist kostur á dvöl í
nokkrum Evrópulöndum. Unga
fólkið dvelst á heimilum í þess
um löndum í eitt ár, kynnist þar
vel fjölskyldulífi, kirkjulífi og
skölalífi. Einnig eru ráðgerðar í
sumar vinnubúðir í samvinnu við
skozku kirkjuna eins og nokkur
undanfarin sumur.
Sumarbúðir eru mikilvægur lið
ur í æskulýðsstarfinu. Eins og
kunnugt er hófst starfsemj sumar
búðanna við Vestmannavatn I
Þingeyjarsýslu s.l. sumar. Einn
ig voru sumarbúðir reknar á veg
um Þjóðkirkjunnar að Núpi í
Dýrafirði og á Kleppjámsreykj
um í Borgarfirði. Einnig ráku að-
ilar innan kirkjunnar sumarbúð
ir. Á nokkrum stöðum er verið að
reisa sumarbúðir eða í undirbún
ingi t.d. í Skálholti og við Kleifar
vatn í Kjalamessprófastsdæmi.
Á æskulýðsdaginn fer fram
merkjasala á vegum Æskulýðs-
nefndar Þjóðkirkjwnnar um land
allt. Ágóði merkjasölunnar rennur
til sumarbúðastarfsins víðs vegar
um landið. Nefndin vill hvetja
foreldra til að leyfa börnum sín
um að selja merkin og heitir á
alla að taka vel á móti sölubörn
unum. Merkin verða afhent í
barnaskólum borgarinnar á sunnu
dagsmorgni.