Alþýðublaðið - 20.06.1956, Qupperneq 1
*
*
*
)
„Stuðningur við AI-
[jýðubandalagið að-
stoð við íhaldið“.
Sjá 8. síðu.
*
*
S
s
s
s
s
s
„Neita að skipta um
skoðun á Hannibal“
á 4. síðu.
XXXVII. árg.
Miðvikudagur 20. júní 1956
137. tbl.
Útvarpsumrœðurnar í gœrkveldi:
r vinstri menn sjá nú loks möguleika
inum meirihluta á Alþingi
Öfgaflokkarnir til hægri og vinstri skelfast bandalag umbótaflokkanna
ALMENNAR s'tjórnmálaum
ræður hófust í útvarpinu í
gærkvöldi og var þá ein um-
ferð. í kvöld lýkur umræðun-
um og umferðirnar verða þá 3.
Af hálfu Alþýðuflokksins töl-
úðu í gærkveldi Haraldur Guð
mundsson, formaður flokksins,
og Guðmundur f. Guðmunds-
son, varaformaður flokksins,
og Áki Jakobsson frambjóð-
ándi Alþýðuflokksins á Siglu-
firði. Lögðu þeir áherzlu á
það, að nú loksins sæju um-
bótasinnaðir vinstri menn
möguleika á því, að liægt yrði
að ná hreinum lýðræðissinn-
uðum vinstri meirihluta á al-
þingi. I fyrsta sinn um áratugi
væru nú möguleikar á því að
ná slíkum meirihluta vegna
vegna kosningabandalags Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins. Og þessi staðreynd
hefur skeflt öfgaflokkana til
hægri og vinstri, Sjálfstæðis-
flokkinn og kommúnista. Þess
vegna hafa þeir í kosningabar
áttunni gripið til liinna ófyrir-
leitnustu herbragða. Ræðu-
menn Alþýðuflokksins bentu á
það, að stefna ihaldsins og for-
ysta þess í efnahags- og at-
vinnumálum, einkum þó sjáv-
arútvegsmálum, hlyti að leiða
til stöðvunar, liruns og hörm-
unga, ef ekki yrði spyrnt við
fótum í tíma, nú þegar. Þeir
bentu og á, að Sjálfstæðisflokk
urinn hefði nú rofið einingu
lýðræðisflokkanna í utanríkis
máluin, þar eð flokkurinn væri
nú alls ófáanlegur til þess að
efna það loforð við þjóðina að
láta herinn hverfa á brott úr
landinu, er friðvænlegra á-
stand hefði skapazt. Alþýðu-
flokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn vildu efna þetta
loforð, en Sjálfstæðisflokk-
urinn krefðist þess, að
herinn yrði kyrr enda þótt
aldrei hefði verið til þess ætL
azt að lierinn yrði hér til lang
frama og alls ekki í friðartím-
um. Skoruðu ræðumenn Al-
þýðuflokksins á kjósendur að
f.ylkja sér um umbótaflokkana
í kosningunum og veita íhald-
inu lausn í náð.
Kjósendafundurinn í Kópavogi
Háff á þriðja hundrað sóffi
Kópavogsfundinn
f á MikiII áhugi fyrir kosningasígri
Guðmundar í. Guðmundssonar
KÓPAVOGSFUNDURINN í fyrrakvöld tókst með ágæt-
Uin, og sótti hann hátt á þriðja hundrað manns. Áheyrendur
fögnuðu máli ræðumanna óspart, og ríkir í Kópavogi mikill á-
húgi fyrir því að gera sigur Guðmundar í. Guðmundssonar
sem mestan á sunnudaginn kemur.
Fundarstjóri var Ólafur
Sverrisson, en ræðumenn Guð-
mundur í. Guðmundsson, fram-
bjóðandi Alþýðuflokksins í
Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Hermann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins, Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri, Helgi
Sæmundsson ritstjóri og Har-
aldur Guðmundsson, formaður
Alþýðuflokksins. Var orðið gef
ið frjálst að loknum framsögu-
ræðum, en enginn fundarmanna
hreyfði andmælum.
Ræðumennirnir röktu ýtar-
lega stjórnmálaviðhorfin í kosn
ingabaráttunni og nauðsyn sam-
vinnu Alþýðuflokksins og Fram
sóknarflokksins. Lögðu þeir á-
herzlu á, að kosningasigur Guð-
mundar í. Guðmundssonar
kynni að ráða úrslitum þess, að
umbótaflokkarnir fengju meiri-
hluta á alþingi, þar eð Gull-
bringu- og Kjósarsýsla er næst
stærsta kjördæmi landsins, svo
að úrslitin þar geta valdið miklu
um, hve uppbótarþingmenn Al-
þýðuflokksins verða margir.
; Er Togliatti Sialin-1
isli! Hvað er Einar!
■ ■
■ ■
■, ■
I Olgeirsson!
; SÚ FREGN barst út um|
jheim í gær, að Togliatti, á-j
: þrifamesti kommúnjstaleið- :
; togi utan Sovétríkjanna, hafij
jmannað sig upp í að gagn-j
: rýna Krústjov og Búlganin:
;og gefa í skyn, að ekki getij
jþeir verið alsaklausir af öll-j
; um glæpum Stalíns. :
j Þetta eru miklar fréttir, j
j en hvernig stendur á, að Ein- j
; ar Olgeirsson og Kristinn ■
j Andrésson steinþegja hérj
j heima um allt þetta. Eru þeir:
: með Stalín eða eru þeir með;
; Krústjov? j
Samstarf umbófaflokkanna markar tímamót
Ræðumenn beggja umbótaflokkanna, Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins, lögðu áherzlu á það, að markmið flokkanna væri að koma á heilbrigðu
og réttlátu stjórnarfari í landinu, og gat Hermann Jónasson,, formaður Fram-
sóknarflokksins þess, að þeir vildu beita sér fyrir því að koma hér á sams konar
stjórnarháttum og í nágrannalöndunum, en þeir stjórnarhættir væri hvarvetna
taldir til fyrirmyndar. Ailar umræðurn einkenndust mjög af þeim þáttaskiptum,
Sem eru að verða í íslenzkum stjórnmálum með samstarfi umbótaflokkanna.
Haraldur Guðmundsson tal-
aði fyrstur fyrir Alþýðuflokk-
inn. Ræddi hann einkum stefnu
íhaldsins í atvinnumálum og þó
aðallega sjávarútvegsmálum.
Haraldur sagði, að íhaldið
dreifði nú kosningapésum um
allan bæ með þeim upplýsing-
um, að allar framfarir hér á
landi í atvinnumálum væru
Sjálfstæðisflokknum að þakka.
En allir erfiðleikar þjóðarinnar
í þessum málum fyrir stríð
hefði verið samstjórn Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins að kenna.
GRUNDVÖLLUR SÍÐARI
FRAMFARA.
Haraldur hrakti þessar fá-
ránlegu blekkingar íhaldsins
og sagði m.a.: „Þess er að engu
getið, að þegar Alþýðuflokk-
urinn og Framsóknarflokkur-
inn tóku við stjórnartaumun-
um 1934, var bæði útgerðin og
landbúnaðurinn á heljarþröm,
heimskrcppan í algleymingi og
Spánarmarkaðurinn að lokast.
Afurðasalan var í algeru öng-
þveiti og verðið til útvegs-
manna og foænda langt fyrir
neðan framleiðslukostnað.
Lánstraust erlendis var þrotið
og innflutningshöft í algleym-
ingi. Þrátt fyrir þessa ömur-
legu aðkomu tókst þjóðinni að
rétta úr kútnum og hefja nýtt
framfaraskeið. Á þessum árum
var afurðasölunni innanlands
og sölu á fiski og síld til út-
landa komið í fast og skipu-
legt horf og atvinnuvegunum
á þann hátt bjargað frá hruni.
Þá voru sett lögin um alþýðu-
tryggingar og margvísl. félags
mál. Framlög til bygginga
verkamanna og bænda stórauk
in. Þá var Sogið virkjað og
verklegar framkvæmdir meiri
en fyrr. Þá voru uppteknar nýj
ar verkunaraðferðir, hraðfryst
ing, skreiðarframleiðsla o.s.
frv., nýn-a markaða aflað og
fjölbreytni framleiðslunnar
aukin. Með þessum aðgerðum
var lagður grundvöllur að
þeirri framleiðslu, er færði
okkur mest fé eftir að stríðið
hófst. Öllu þessu er gleymt í
Framhald á 7. aíöu.
Kjósendafundur stuSnings-
manna A-listans á föstudag
STUÐNINGSMENN A-listans í Reykjavík halda almenn^
an kjósendafund í Gamla bíói n.k. föstudagskvöld og hefst
hann kl. 9.00 síðdegis. Fluttar verða margar stuttar ræðttt.
Þetta verður síðasti kjósendafundur A-listans fyrir kosningam
ar á sunnudag. Alþýðuflokksfólk, Framsóknarfólk og annað
stuðningsfólk A-listans, fjölmennið á fundinn og sýnið, að um
bótaflokkarnir eiga vaxandi fylgi að fagna í höfuðstaðnum.
íhaldið kastar grímunni í varnarmálunum Vj
Segist vilja afturkalla samþykkt alþingis
Þjóðarhneisa, ef Sjálfstæóisf Iokkurinn ynni á í kosningunum
ÞAÐ vakti furðu meðal
alþjóðar, þegar það vitnað
ist, að ráðherrar íhaldsins
heituðu að standa að til-
kynningu til Bandaríkja-
stjórnar um samþykkt al-
þingis í varnarmálunum.
Hitt hefur vakið enn þá1 tj|, þá muni hann aftur
meiri undrun og reiði með kalla samþykkt alþingis.
al þjóðhollra íslendinga, Fn hann fær enga aðstöðu
i
að Morgunblaðið hefur (til þess. Um það munu
lýst því yfir að ef Sjálfstæð ^ kjósendur sjá á sunnudag
isflokkurinn hefur aðstöðu inn kemur. t