Alþýðublaðið - 20.06.1956, Qupperneq 4
4
AlbvðublaðiS
5IiSvikuc!agiir 20. Júní 1356
4f
Ú
#
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Heródes og Pílatus
#
§
EINN af áhrifamönnum
Bjálfstæðisflokksins hefur
komizt svo að orði í kosn-
ingabaráttunni, að samtök
Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins séu árásar-
bandalag, en samfélag Hanni
bals Valdimarssonar og kom
múnista aftur á móti varn-
arbandalag. Hvort tveggja
má til sanns vegar færa. Al-
þýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn leggja til
atlögu við sérhagsmuni og ó-
stjórn íhaldsins og ráðast
gegn spillingu þess og þjóð-
svikum. Það er sú árás, sem
íslenzk alþýða hefur beðið
eftir í tuttugu ár. En komm-
únistamir eru varnarbanda-
lag íhaldsins. Sjálfstæðis-
flokkurinn virðist vonlaus
um, að Þjóðvarnarflokkur-
inn verði honum lengur að
gagni með því að dreifa at-
kvæðum vinstri manna. Og
þá eru kommúnistarnir einir
eftir. Þess vegna setja Ól-
afur Thors og Bjarni Bene-
diktsson von sína og traust á
þá.
Báðir þessir höfuðleið-
togar Sjálfstæðisflokksins
bergmáluðu á landsfundi í-
haidsins í vor skrum Hanni
bals Valdimarssonar um
áhrifin af fundahöldum
hans víðs vegar um land.
Þeir höfðu ekki fyrir því að
meta sannleiksgildið, en
gripu dauðahaldi í hálm-
sírá blekkingarinnar. Og nú
heitir Hannibal ekki ó-
lukkufuglinn eða vitlausi
niaöurinn í skutnum, þegar
Morgunblaðið gerir hann að
umræðuefni. Þvert á móti
kallar íhaldið hann öðru
hvoru mikilhæfan verka-
lýðsleiðtoga og cðrum slík-
um sæmdarheitum. Sigurð
ur Bjarnason hefur látið í
ljós þann fögnuð, að nú
standi Hannibal við hlið
sér í baráttunni. Og Bjarni
Benediktsson er steinhætt-
ur að fordæma stefnu og
framferði Rússa í utanrík-
ismálum. Heródes og Píla-
tus eru orðnir vinir einu
sinni enn.
Allt þetta sýnir og sannar,
að samfélag Hannibals Valdi
; marssonar og kommúnista er
varnarbandalag íhaldsins.
Þess vegna fellur hvert at-
kvæði, sem Alþýðubandalag
inu er greitt, að minnsta
kosti hálft á Sjálfstæðisflokk
inn af því að það veikir sig-
urmöguleika Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarflokksins
og torveldar þá stefnu, sem
Hannibal Valdimarsson þyk-
ist vilja, en hefur raunveru-
lega svikið með sundrung-
ariðju sinni og þjónustu við
kommúnista. Alþýðubanda-
lagið verður í vonlausum og
lánlausum minnihluta að
kosningunum loknum. Sósíal
istaflokkurinn tapaði 2000
atkvæðum 1953. Sú þróun
mun halda áfram á sunnu-
daginn kemur, því að dular-
gervið er götótt og úlfshárin
koma hvarvetna í ljós. Hlut-
verk Alþýðubandalagsins get
ur aðeins orðið það eitt að
hjálpa íhaldinu.
Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn taka
ekki í mál samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn að kosn
ingunum loknum. Bandalag
þeirra er stofnað til þess að
svipta Sjálfstæðisflokkinn
völdum og áhrifum. Og
sama er að segja um afstöð-
una til Alþýðubandalagsins.
Kommúnistum stoðar ekk-
ert að halda því fram, að
þeir geti fengið úrslitaáhrif
í kosningunum og komizt í
ríkisstjórn. Alþýðuflokkur-
inn og Framsóknarflokkur-
inn hafa báðir lýst sig slíku
samstarfi andvíga og hafn-
að tilboðum þess efnis.
Kosningarnar fara einmitt
fram í sumar ári fyrr en
kjörtímabilinu Iýkur Iögum
samkvæmt af því að í-
haldið og kommúnistar eru
ósamstarfshæfir aðilar að
dómi umbótaflokkanna.
Staðreyndin er líka sú, að
Sjálfstæðisflokkurinn einn
hefur stofnað til þeirrar á-
byrgðar að tnia kommún-
istum fyrir landsstjórnar-
völdum.
íslenzkir kommúnistar
hafa verið varnarbandalag í-
haldsins í 17 ár og eru það
enn. Þeim óheillakapítula
stjórnmálasögunnar þarf að
ljúka á sunnudaginn kemur,
og það geta lýðræðissinnaðir
umbótamenn tryggt með því
að veita Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum þing-
meirihluta og láta draum al-
þýðunnar í tuttugu ár ræt-
ast.
Askriffasímar blaðsins
eru 4900 og 4901.
Neita að skipta u
skoðun á Hanniba
Nóg að skipta um skoðun á Statin
ÞEGAR kosningar nú í
sumar voru ákveðnar, urðu
kommúnistaforsprakkarnir
miður sín af ótta. Þeir
mundu eftir því, að þeir
höfðu TAPAÐ RÚMLEGA
2000 KJÓSENDUM í síðustu
kosningum. Þeir bjuggust
auðvitað við því, að fylgis-
tapið mundi halda áfram.
Þegar Stalins-málið bættist
við, fóru þeir að óttast algert
hrun flokksins.
Um tíma settu þeir traust
sitt á, að þeim yrði nokkur
síyrkur að liðsirini Hanni-
bals. En nú hefur livort
tveggja skeð, að þeir hafa
séð, að fylgi lians er miklu
minna en hann hrifði sjálfur
talið þeim trú um, og svo
hitt, sem vcrra er, að fjöldi
kommúnista neiíar að kjósa
Hannibal. Þeim finnst nóg að
hafa þurft að skipta um skoð
un á Stalin. Þeir segjast ekki
láta bióða sér að skipta líka
um skoðun á Hannibal, enda
sé Stalin þó dauður, en
Hannibal sorelllifandi og
samur við sig.
Dönsk lisliðnaöarsýning hald’
in í Reykjavík á næsla hausli
Isfenzk þátíitaka í listiðnaðarsýningu s
Augsburg í Þýzkalandi í sumar
AÐ UNDANFÖRNU hefur félagið íslenzk listiðn staðið í
samningum við da'nska Iistiðnaðarfélagið um, að haldin \ erði
dönsk Iistiðnaðarsýning í Reykjavík n. k. haust eða vetur. Eru
nú miklar líkur á því að úr þessu geti orðið.
Kosningaskrlfsfofur Al-
þýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins
FRAMSÓKNAR- OG AL-
ÞÝÐUFLOKKURINN hafa
kosningaskrifstofur á eftirtöld-
um stöðum:
AKRANES
Skólabraut 12. Sími 173. Opin
alla daga frá 10—12 f. h. og
1—10 e. h.
ÍSAFJÖRÐUR
Austurvegi 2 í húsi kaupfé-
Iagsins, efstu hæð. Sími 400.
Opin 10—12 f. h., 1.30—7 og
8.30—10 e. h.
SAUÐÁRKRÓKUR
I húsi Kaupfélags Skagfrið-
inga. Opin alla daga 9—12 f.
h., 1—7 og 8.30—10 e. h.
SIGLUFJÖRÐUR
Aðalgötu 12. Sími 15. Opin
10—12 f. h. og 1—10 e. h.
AKUREYRI
Skrifstofa Framsóknarflokks-
ins: Hafnarstræti 95. Sími
1443. — Opin alla daga frá kl.
9 f. h. til 10 e. h.
Skrifstofa Alþýðuflokksins:
Hafnarstræti 107. Síinar 2018
og 2019. — Opin 10 f. h. til
10 e. h. alla daga.
SELFOSS
Skrifstofan hefur síma 73. Op-
in alla daga frá 10 f. h. tií 10
e. h.
VESTMANNAEYJAR
Strandgötu 42. — Opin alla
daga frá 1—10 e. h.
KBFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
Skrifstofan er í Turnerhverfi
við flugvöllinn. Sími 709. —
Opin alla daga frá 10 f. h. til
10 e. h.
KEFLAVÍK
Alþýðuhúsinu, Túngötu 1. —
Sími 710. — Opin frá 2—10
e. h. alla daga.
HAFNARFJÖRÐUR
Alþýðuhúsinu við Strandgötu.
Símar: 9985 og 9499. — Opin
alla daga frá 10 f. h. til 10 e. h.
KÓPAVOGUR
Álfhólsveg 8. Sími 7006. —
Opin 2—10 alla virka daga,
sunnudaga 2—6 e. li.
Stuðningsfólk Framsóknar-
og Alþýðuflokksins er hvatt til
að hafa samband við kosninga-
skrifstofurnar og veita upplýs-
ingar, sem að gagni mega koma
í kosningunum.
KOSNINGASKRIFSTOFA
stuðningsmanna Renedikts
Gröndal er að Skólabraut 12,
sími 173.
Borgfirðingar, sent dveljið
utan kjördæntisins, kjósið
hið allra fyrsta hjá næsta
yfirvaldi.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
Isfirðingar!
KOSNINGASKRIFSTOFA
stuðningsmanna Gunnlaugs
Þórðarsonar er að Austur-
vegi 2, sími 400.
Isfirðingar, sem dveljið uí-
an Isafjarðar, kjósið hið
allra fyrsta hjá næsta yfir-
valdi.
Fimmtudaginn 14. þ.m. hélt
félagið „íslenzk listiðn“ aðal-
fund sinn í Sjálfstæðishúsinu.
Formaður félagsins, Lúðvíg
Guðmundsson skólastjóri, flutti
skýrslu um nokkrar helztu fram
kvæmdir félagsins á liðnu strfs-
ári. Ritari félagsins, Björn Th.
Björnsson listfræðingur, sem
var fulltrúi félagsins á sýningu
og alþjóðlegu þingi um listiðn-
aðarmál í Helsingborg í fy-1 a,
skýrði frá störfum þingsins.
ÞÁTTTAKA í ERLENDUM
SÝNINGUM.
I samvinnu við vörusýninga-
nefnd ríkisins tók félagið „ís-
lenzk listiðn“ þátt í alþjóðlegri
listiðnaðarsýningu í Munchen
vorið 1955. Öðru sinni tók fé-
lagið þátt í hinni alþjóðlegu
listiðnaðarsýningu, sem aftur
var haldin í M'unchen í vor.
Hlaut íslenzka sýningin hina
beztu dóma almennings og
kunnáttumanna. Einn af ísl. sýn
endunum, frú Ásgerður Ester
Buadóttir hlaut heiðursskjal og
gullverðlaun frá ríkisstjórninni
í Bayern fyrir myndofið vegg-
klæði. Skömmu eftir að sýning-
unni í Munchen lauk, barst fé-
laginu boð um, að taka þátt í
sýningu á nýtízku silfur- og
gullsmíði, sem haldin verður í
Augsburg í Þýzkalandi síðar í
sumar. Mjög er vandað til þess-
arar sýningar í Augsburg, en
borgin er frá fornu fari víðfræg
fyrir listrænt silfur- og gull-
smíði. Aðeins 14 löndum, utan
Þýzkalands, er boðið að taka
þátt í sýningu þessari.
NORRÆN LISTIÐNAÐAR-
SÝNING.
í árslok 1957 verður haldin
mikil norræn listiðnaðarsýn-
ing í París. Menntamálaráðu-
neytið franska, sem stendur að
sýningunni, hefur boðið mennta
málaráðuneyti íslands að hafa
forgöngu um þátttöku af íslands
hálfu.
STJÓRNARKJÖR.
A aðalfundinum var stjórn
kosin og hlutu þessir kosningu:
formaður Lúðvíg Guðmundsson
skólastjóri, varaform. Sveinn
Kjarval húsgagnaarkitekt og
meðstjórnendur Björn Th.
Björnsson listfræðingur, Ragn-
ar Jónsson hæstaréttarlögmað-
ur, Þorleifur Kristófersson hús-
gagnateiknari og Gunnar J.
Friðriksson forstjóri. Endur-
skoðendur voru kosnir Sigurð-
ur Guðmundsson arkitekt og
Ágúst Sigurmundsson mynd-
skeri.
Loks var á fundinum ákveð-
ið, að stofna fimm manna sýn-
inga- og gæðamatsnefnd.
j Frá kosningaoefnd:
| Ulankjörsfaða alkvæða-
n
greiðsla slendur yfir
■
| I REYKJAVÍK er kosið hjá bæjarfógeta. Kosið er
; hvern virkan clag kl. 10—12 f. h. og 2—6 og 8—10 e. h.
■ en á sunnudögum kl. 2—6. Kjörstaður er Melaskólina
• (leikfimissalurinn).
' Kjósendur, er dveljasí erlendis geta kosið í skríf-
; stofum sendiráða, aðalræðismanna, ræðismanna og vara-
• ræðismanna íslands erlendis. AHar upplýsingav eru veití-
• ar í skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hverf-
: isgötu, símar 5020 og 6724.
; Gerið skrifstofunni upplýsingar um þá kjósendur,
• er'dveljast að heiman, hvort heldur er hér eða crlendis,
: Greiðið atkvæði sem fyrst.
: KOSNINGANEFND.
■
iUimuiiiiiiiiiiiHiiMiiimiM(timiiiiiiii( ■■■■■■ ■■■■■■■
ALÞÝÐUFLOKKURINN