Alþýðublaðið - 03.07.1956, Qupperneq 5
Þriftjuclagur
2. jálí IÍÍ58
ÆíþýSiefefaStg
5
Á ííðandi stund
ÚRSLIT kosninganna eru
enn almennt umræðuefni ís-
lendinga. Flokkarnir bera sig
karlmannlega að vanda og
þykjast hver um sig hró'sa sigri.
Samt munu þeir allir vonsvikn
ir og óánægðir. Mannalæti
Morgunblaðsins og Visis geta
til dæmis naumast huggað Ing-
ólf Flygenring, Gísla Jónsson,
Einar Ingimundarson, Jónas
Rafnar . og Lárus Jóhannesson,
sem lágu eftir á glímupallinum
að viðureigninni lokinni. Banda
lag umbótaflokkanna hefur aft-
,ur á móti markað tímamót í
sögu íslenzkra stjórnmála og
kannski lagt grundvöll að því,
'að tveggja flokka kerfið komist
hér á í framtíðinni. Hins vegar
xnistókst því að fá hreinan
meirihluta að þessu sinni, þó að
•irijóu munaði. Alþýðubandalag-
ið jók fylgi Sósíalistaflokksins
■frá alþingiskosningunum 1953
og bæjarstjórnarkosningunum
1954, en slíkt eru varla stórtíð-
indi eins og hagur íslenzkra
kommúnista var orðinn undir
forustu Brynjólfs Bjarnasonar
óg Einars Olgeirssonar. Valda-
hlutföllin á albingi breyttust
þannig, að Sjálfstæðisflokkur-
inn tapaði tveimur þingsætum,
en Alþýðuflokkurinn vann' tvö,
Framsóknarflokkurinn eitt og
Alþýðubandalagið eitt. Þjóð-
.■varnai’flokkurinn hvarf af sjón
arsviðinu. brátt fvrir vinsældir
og áhrif Gils Guðmundssonar.
Og nú spyr þjóðin, hvað við
taki. Þeirri spurningu verður
ekki svarað hér. Blöðin hljóta
að bíða þess eins og háttvirtir
kjósendur, að stjórnmálamenn-
irnir ráði fram úr vandanum.
En margir spá og sitt sýnist
hverjum.
_ Sjálfstæðisflokkurinn hefur
raunverulega tapað kosningun-
um. Hann er tveimur þingmönn
um fáliðaðri, þegar hinir flokk-
arnir eiga allir auknum liðs-
kosti að fagna. En ekki nóg með
það: Ólafur Thors er kominn í
eins konar pólitíska sjálfheldu.
Framsóknarflokkurinn sagði
upp skiprúminu fyrir kosningar
og tekur ekki í mál að setjast á
ný undir árar hjá strandkaptein
inum. Sumir gera sér í hugar-
lund, að Alþýðubandalagið
komi þar í staðinn. Slíkt virðist
þó ósennileg tilgáta. íhaldið er
eini stjórnmálaflokkurinn, sem
ekki hefur virt stefnuvfirlýs-
ingu Alþýðusambands íslands
viðlits, enda fer það með um-
boð atvinnurekendavaldsins og
gætir dýggilega hagsmuna auð-
stéttarinnar. Enn fremur vill
Sjálfstæðisflokkurinn erlendan
her á íslandi um ófyrirsjáanleg
an tím'a og sér hvorki né skilur,
að friðarhorfurnar í heiminum
hafi breytzt til hins betra, þó
að Kóreustvrjöldinni sé lokið,
Bsrlínardeilan úr sögunni og
stórveldin byrjuð að afvopnast.
Kosningarnar urðu vinstri sig-
ur ,um land allt, enda þótt
Reykjavík og Gullbringu- og
Kjósarsýsla björguðu íhaldinu
frá atkvæðahruni. Hitt er ann-
að mál, hvort vinstri flokkarnir
bera gæfu til samstarfs og
lausnar á þeirn vanda, sem
rekja má til stefnu og áhrifa
Sjálfstæðisflokksins undanfar-
ið. Á það mun nú reynt. Og
sannarlega verður athvglisverL
og lærdómsríkt að fá úr því
skorið, hverjir bregðast skyld-
unni, þegar íslenzkir kjósendur
ætlast til vinstri stjórnar og
binda vonir sínar við þá til-
raun. Við bíðum og sjáum hvað
setur.
Presfasfefiiu tilands l@
PRESTASTEFNU ÍSLANDS lauk í fyrradag. Hún hófst á
þriðiudaginn og fundir hafa verið haldnir þessa þrjá daga og
ýmis merk mál ítekin fyrir til umræðu og afgreidd.
Meðal umræðuefna presta-
stefnunnar voru námsefni
foarna- og unglingaskóla, Skál-
lioltshátíð, fermingar og ferm-
ingaraldur, talað var um frum-
vörp, er væru á döfinni hjá al-
þingi, og skipan og störf bisk-
wps og vígslubiskupa. Sorprit
voru fordæmd og hvatt til bar-
áttu gegn þeim, og skorað er á
foóksala landsins að hafa slík rit
ekki til sölu, jafnframt leggur
prestastefnan megináherzlu á
það að stórum verði aukin út-
gáfa sígildra bókmennta við
hæfi barna og unglinga og heit-
ir á barnaverndarnefndir,
foarnaverndarráð og dómsmála-
ráðherra að beita valdi sínu og
foanna útgáfu og sölu siðspill-
andi rita. Prestastefnan leggur
til að hæfum manni verði falið
að vinna að heildarútgáfu á
vexkum Matthíasar Jochumsson
ar.
Stefnan heitir á kirkjuráð að
Vinna að því, að þjóðkirkjan fái
ein útgáfurétt að sígildum ís-
lenzkum bókmenntum, hún tel
ur æskilegt að komið verði á
Stofn sjóði, sem veiti lán til við
Jiaids og fegrunar kirkjugarða.
Prestastefnan skoraði á útvarps
ráð að taka upp kennslu í sálma
söng einu sinni í viku. Auk þess
skoraði hún á alþingi að veita
500 þús. kr. í því skyni að þjóð-
in eignist sem fyrst biskups-
' garð í Reykjavík. Stefnan sam
þykkti að þakka Gideons félag-
^ inu fyrir að gefa öllum 12 ára
börnum á íslandi Nýja testa-
mentið. Prestastefnan s</-
I þykkti ýmsar fleiri tillögur og
. ályktanir, þar á meðal um að
undirbúningur fermingarbarna
| sé sem rækilegastur og að tekin
sé upp skipuleg samvinna
I kirkju og skóla um námsskrá í
) kristnum fræðum.
j Á prestastefnunni var rætt
' allmikiö um Skálholt og fram-
tíð staðarins. Samþykkt var til-
laga á þessa leið:
Prestastefna íslands ákveður
að kjósa þriggja manna nefnd,
I er athugi allar tillögur, er fram
, hafa komið varðandi endurreisn
biskupsstóla í Skálholti og á
Hólum, svo og biskupskjör og
* verkaskiptingu biskupa. Skal
nefndin skila áliti sínu til bisk-
( ups og kirkjumálaráðherra og
' fylgja málinu fram við stjórn
J arvöld og alþingi.
í þessa nefnd voru kosnir
þeir Magnús prófessor Jónsson,
, séra Sigurður Stefánsson og
séra Jakob Jónsson. Biskupinn
setti prestastefnuna og var í for
sæti hennar, en ritarar voru
séra Friðrik A. Friðriksson, séra
Gunnar Árnason, séra Jón ís-
feld og séra Mágnús Guðmunds-
son.
Kjördæmaskipunin dæmist
ranglát einu . sinni enn. Henni
þarf að breyta. En hvenær og
hvernig? Krafa Sjálfstæðis-
flokksins um að ,,Ísiðrétta“ kjör
dæmaskipunina með því að níð
ast á Alþýðuflokknum nær
vissulega engri átt. Kosningarn
ar voru háðar samkvæmt nú-
gildandi lögum, en íhaldið vill
hefna þess á alþingi, ssrn hall-
aðist í héraði. Slíkt er ofbeldis-
viðleitni. Úrslitum verður ekki
breytt eftir á. Endurbótin skal
ætluð framtíðinni. Og hver á
hún að verða?
Stjórnmálaflokkarnir munu
allir undir þá sök ssldir að hafa
vanrækt að marka skýra og skil
merkilega afstöðu í kjördæma-
málinu. Tillögur um kjördæma-
skipun framtíðarinnar liggja
enn í þagnargildi. Þær verður
þjóðin að heyra. Sérfróðir aðil-
ar ættu að fjalla um þetta stór-
mál og, undirbúa það vandlega,
flokkarnir að taka kjördæma-
skipunina á dagskrá. blöðin að
koma skoðununum á framfæri
og áhugasamir leikmenn einnig
að láta til sín heyra. Væntan-
lega kjördæmabreytingu á ekki
að miða við raunverulega eoa
ímyndaða hagsmuni einstakra
stjórnmálaflokka í dag. Hún
skal verða sanngjörn og vitur-
leg skipun, er gildi til frambúð-
ar og allir megi sæmilega við
una. En hún fæst ekki með
þeirri aðferð, sem vakir fyrir
Sjálfstæðisflokknum. Alþýðu-
blaðið vill innan skamms gera.
þessu máli rækileg skil til að
hefja umræður og undirbúa
það, sem koma skal. Sérstaða
Islendinga er augljós í þessu
efni, en núgildandi kjördæma-
skipun hefur þegar gengið sér
til húðar. Samt mun rangt að
telja hana brjóta í bága við lýð-
ræði og frjálsan vilja kjósend-
anna. Hún er úrelt og fær ekki
staðizt í sanifélagi nútímans
vegna þeirrar gerbreytingar,
sem komið hefur til sögunnar
með röskun fólksflutninganna
og nýjum þjóðháttum. Þær
staðreyndir verður að leggja til
grundvallar og samræma gam-
alt og nýtt á farsælan hátt.
Spaugilegasta fyrirbæri kosn
ingaúrslitanna var víst þing-
maður ríkisútvarpsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk tvö upp-
bótarsæti að firnm kjördæma-
kosnum þingmönnum sínum
föllnum. Útvarpið tilkynnti, að
annað þeirra myndi koma í
hlut Þorvaldar Garðars Krist-
jánssonar, sem enn féll í Vest-
ur-ísafjarðarsýslu með fárra at-
kvæða mun og virtist því eiga
góðu hlutfallsgengi að fagna.
En þetta reyndist stutt gaman
skemmtilegt. Leiðréttingin kom
eftir nokkrar mínútur og
hermdi, að Friðjón Þórðarson
sýslumaður væri ellefti lands-
kjörinn og Þorváldur Garðar
yrði að sitia heima.
Fyrri tiikynningin réði hins
vegar þeim úrslitum, að sam-
herjar Þorvaldar Garðars í
Heimdalli flykktust heim til
hans að samfagna honum, og
hófst þar rausnarleg veizla, er
stóð langt fram á nótt. Hirtu
menn ekki um að hlusta á út-
varpið í gleði sinni. svo að leið-
réttingin örlagaríka fór fram
hjá húsráðendum og veizlu-
Framhald á 7. síðu.
Brezki herinn fær nú þjálfun í ýmsu.því, er Iýtur að heiina-
varnarstörfum. Hér sést liðþjálfi úr hernurn nota mælítæki, er
mæla má með geislavirkni o. fl.
BRAGI ÁSGEIRS30N hélt
sjálfstæða málverkasýningu í
Kaupmannahöfn dagana 12.—
25. maí s.l. Aðsókn að sýning-
unni var mjög góð allan tímann,
og 7 myndir seldust. Bragi Ás-
geirsson hélt fyrstu sýningu
sína hér í Reykjavík í fyrra.
Hér fara á eftir dómar um sýn-
inguna, sem birtust í aðalblöð-
um Kaupmannahafnar:
Maria Marcus skrifar í Ia-
formation 17. maí: .jslenzki list
málarinn Bragi Ásgeirsson, sem
heldur sýningu um þessar
mundir hjá Erlingi Hagfelt,
fæst ekki við einhliða formtúlk
un, heldur tjáir hann sig bæði
á myndrænan og nær algerlega
óhlutrænan hátt. í mörgum
verkum hans, m.a. í 3 tréstungu
myndum, birtist okkur fvrst og
fremst hinn mikilhæfi og gáf-
aði listamaður, en ánriars' stað-
ar verður vart beinnar innlif-
hin óhlutrænu tilbrigði um
landslag tónræn viðfangseíni.
unar. Sérstaklega á það við um
Bragi er nefnilega óhræddur við
sterka liti og kann um leið að
fara með þá. Þess vegna tekst
honum jafnvel þar. sem við-
fangsefnin eru hvað óhlutræn-
ust, að forðast alla fábreytni. og
í hinni stóru mynd ..Tilbrigði
um hafið 1“ túlkar hann þau á-
hrif, sem hann hefur orðið fyrir
af blikandi, skínandi hafi. Hin
ríku blæbrigði og hin lifandi
litagleði eru beztu eiginleikar
hans.“
Sigurd Schultz, forstjóri Thor
valclsenssafnsins, skrifar grein
urn Braga Ásgeirsson og sýn-
ingu hans í Dagens Nyheder
25. maí undir fyrirlÖgriinni:
„Ungur, íslenzkur kraftur“,
undirfyrirsögnin hljóðar svo:
„Listmálari sem gefur mikil fyr
irheit og sýnir bæði styrk og
fógun.“
Greinin hljóðar svo: „En
hvað þeir eru í rauninni
sterkir hinir ungu íslendingar.
Það má skynja feiknlegan sjóð
af ónotuðu afli að baki þsim,
jarðveg, sem aldrei hefur verið
yrktur.
Þetta flýgur manni strax í
hug, þegar maður lítur í sýn-
ingarglugga Erlings Haghfelts í
Breiðgötu, en sá er munurinn j
á Braga Ásgeirssyni, sem þar ^
sýnir verk sín, og svo mörgum,
öðrum íslendingum, að þetta
afl er ekki hrjúfur kraítur villi- I
mennskunnar, heldur fágaður
styrkur, sem lýtur listrænni
stjórn, og ber listgáfum hans
glöggt vit.ni.
Bragi er eitt af hinum mest
hrífandi dæmum um ungan og
ört vaxandi hæfileikamann,
sem við höfum lengi séð í þess-
ári borg, þar sem við erum far-
in að sakria einhvers, er hafi
safa og vaxtarmagn. Hann er
aðeins 25 ára. Af sýningunni að
dæma er hanri á miðri leið frá
hvössum, skörpurn stíl, sem
mann langar til að kalla ,,sögu-
stíl‘% yfir til óhlutrænnar túlk-
unar í lifrænni hrynjandi.
Hin myndrænu verk hans eru
þó enn áhrifamest. Á borði und
ir gleri liggur í.d. steinprentun
í svörtu og hvítu af naktri fyr-
irmyn'd. séðri frá hlið. Stórkost-
leg myna, sem véldur óróa, en
veitír þó u'iin leið fróun vegna
áhrifa hins mikla, áþreifanlega
forms og litræns styrks svarts
og hvíts. Þetta er í rauninni
merkilegur samruni lisírænna
eiginleika. sem í eðli sínu eru
alls óskvldir.
En það er greinilegt, að Braga
er bað eðlilegt að hverfa yfir í
óhlutræna myndbyggingu, sér-
staklega í málverkunum. Hann
nær áhrifum með hreyfingum
línanna, sem ganga í föstu hljóð
falli um krákustíga upp um háa,
granna mvndfleti eða líða í
furðumyndum frá einni hlið
myndarinnar til annarrar á hin-
um breiðu myndflötum, um leið
og þær binda heildarflöt mynd-
aririnar í net sterkra og áhrifa-
ríkra meginþráða. Þær líða frá
einum Iítaáhrifum til annarra.
I mynd, sem nefnist „Tónsveifl
ur“, liggur leiðin frá dökkleit-
um hárauðum lit til Ijósleits,
rauðguls, frá rnildum laufgræn-
um lit til hárauðs og hvíts og
endar efst í samhljómi svarts
og dökkblás næiursorta.
Tónfall línanria er upphaf
myndarinpar, en litaáhrifin hin
föstu ' / sem skoðandinn er
gripinn. Þessi a'ðferð getur ver-
ið næsta einföld. En hve hluí-
irnir liggja þó ljóst fyrir þess-
um mamii. —- ‘Hin listræna hugs
un hans er jafntær og kristal-
skær fjallalind.
Sá litastigi, sem við skynjum,
er skapaður af sjálfstæðum, til-
finninganæmum listamanni.
Það er þess vegna, sem hann
(Frh. á 7. síðu.)