Alþýðublaðið - 20.07.1956, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 20.07.1956, Qupperneq 8
Handknattleiksmennirni komnir heim_ — Ljósmynd: Haukur Helgason. Hafnfirðingar fagna ' • BÍLNÚMERIN í Reykj a vrík . eru nú komin yfir 9000. Fólk veitir athygli bílum, i sem bera svo nýstárleg númer, förunum ve! við heimkomuna Handknattleikslið F. H. lék 6 leiki og vann þá aSIa. HANDKNATTLEIKSFLOKKUR karla úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kom til landsins í gær. Hafnfirðingar tóku á móti I liðinu sem hetjum eftir hina frækilegu siguför, en liðið lék 6 Ieiki í Danmörku við sterkustu félög Dana og vann liðið alla leikina. ífjögurra stafa númer, sem 'byrja á 9, og strákarnir kepp- ast um að sjá sem flesta bíla > með númerum hærri en 9000. 'Alþýðublaðið sneri sér til Bif- »>eiðaeftirlitsins og fékk þær • upplýsingar. að um 100 númer séu nú komin í umferð ýfir 9000. Um bílafjölgun í bænum «)■• þó ekki hægt að fullyrða Jpieitt að sinni, en aðalskoðun •stendur nú yfir Piltarnir komu með flugvél Flugfélags íslands rétt fyrir kl. I 6 í gær. Voru þá á flugvellin- um samankomnir margir Hafn firðingar, bæjarstjórnin öll og formenn íþróttafélaganna, —- Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Stefán Gunnlaugsson, ávarpaði komumenn og sagði meðal ann ars: „Ég býð ykkur hjartanlega velkomna úr þessari frækilegu sigurför. Þið eruð fyrsti hafn- firzki íþróttaflokkurinn, sem keppir erlendis og þið hafið orð ið bæjarfélagi ykkar og landi til mikils sóma“, og ennfremur: „þetta er svo glæsilegur árang ur, að Hafnarfjörður er stollt- ur yfir því að eiga svo ágæta og dugmikla íþróttamenn og þið eruð“. Þá gekk fram lítil stúlka, Snjólaug Stefánsdóttir, 5 ára gömul, dóttir bæjarstjórans og færði fararstjóra liðsins fagr- an blómvönd. Hörð gagnrýni á brezku sijórn- ína fyrir afsföðuna fil Kýpur Griffiths, fyrrveraodi oýlendumálaráð- herra, sakar stjórnina um að veita Tyrkjum neitunarvald í málurn. LONDON, fimmtudag. (NTB-AFP). — Stefna brezku stjórnarinnar í Kýpurmálinu sætti harðri gagnrýni af hálfu ;jjf’iaðannanna í umræðum í neðri málstofunni. Fyrrverandi Ktýlenduniálaráðherra og varaformaður þingsflokks jafnaðar- rnanna, James Griffiths, hóf umræðurnar fyrir stjórnarand- stöðuna og sakaði stjórnina um að hafa gefið Tyrklandi vald til [ þess að beita neitunarvaldi við öllum tillögum um lausn á Kýpurdeilunni. ur hafa nokkrar jákvæðar nið- urstöður í för með sér, nema hann fengi tækifæri til að ráðs laga við grísk-kaþólska kirkju- ráðið á Kýpur og við Makarios erkibiskup. Hann hélt því fram, að það befiði verið vegna þvingana frá tyfcknesku stjórninni, að ný- lendumálaráðuneytið hefði fall iðifrá sinni upphaflegp áætlun um að ákveða tíma, er íbúar á Kýpur fengju að neyta sjálfs- ákvörðunarréttar síns. Með þessu hefði stjórnin að sínu áliti brotið þá meginreglu, að Jnál, er snertu nýlendusvæðin, væru einkamál Stóra-Bret- iands. x. FULLKOMIN UPPLAUSN. ■ Griffiths hélt því ’fram, að austurhlið NATO í Miðjarðar- iháfinu væri í fullkominni upp- .láusn og gagnrýndi stjórnina mðð hörðum orðum fyrir að Tháfa ekki lagt Kýpurmálið fyr- > jr ráðherranefnd NATO. Engin :Iausn á vandanum væri mögu- leg án samstarfs við Makarios ; erkibiskup, og beindi Griffiths ;;í;erkum tilmælum til stjórnar- iiaOar um, að flytja Makarios til SVAR SELWYN LLOYDS. Selwyn Lloyd, utanríkismála ráðherra, svaraði gagnrýninni og viðurkenndi, að frá lögfræði legu sjónarmiði væri Kýpur- málið mál, sem eingöngu snerti Stóra-Bretland, en eng- inn gæti neitað því, að málið hefði einnig sínar alþjóðlegu hliðar. Samkvæmt áliti utan- ríkisráðherrans var ómögulegt að ímynda sér, að Stóra-Bret- land gæti leyst Kýpurmálið eitt sér. Lloyd hélt því fram, að Kýpur væri ómissandi, ef tak- ast ætti að vernda brezka hags- muni, ekki aðeíns vegna skuld- bindinga Bretlands sem með- lims NATO, heldur einnig vegna þess að það hefði skyld- djondon frá Seychelles-eyjun-' um að gegna sem aðili að Bag tm, þangað sem hann var flutt ur eftir brottflutninginn frá ‘Kýpur. Griffiths kvaðst ekki vera truaður á, að hin sérstaka sendi . för Radciiffes lávarðar til Kýp dad sáttmálanum, og vegna þrí- velda yfirlýsingarinnar frá 1950, sem Baridaríkin, Bretland og Frakkland undirrituðu um að viðhalda valdajafnvæginu í (Frh. á 5. síðu.) MÓTTAKA í HAFNABF. Þegar liðið kom til Hafnar- fjarðar, blökktu fánar við hún um allan bæ og yfir götuna, framan við ráðhúsið var borði, sem á stóð: Velkomnir til Hafn arfjarðar. Formaður I.B.H., Þor geir Ibsen skólastjóri, flutti á- varp og lúðrasveit Hafnarfjarð ar lék. Eiríkur Pálsson flutti kvæði í tilefni heimkomunnar og Hallsteinn Hinriksson farar- stjóri þakkaði góðar móttökur. Fjöldi fólks var við móttökuat- höfnina og fagnaði sigurförun- um vel. KEPPNISFÖRIN. Lið F.H. hefur verið úti í 15 daga og léku 6 leiki. Frá 4 leikj unum hefur áður verið skýrt. Þeir unnuzt við erfiðar aðstæð- ur, tveir fyrstu í dembandi rigningu, 11:10 og 11:7, og næstu í 30 stiga hita, 21:14 og 22:13. Þessir leikir voru í Kaupmannahöfn og Óðinsvé- um. Fimmti leikurinn var í Otterup, harður leikur og skemmtilegur og jafn allan tíman og endaði 16:15. Síðasti leikurinn var við Frem og vannst 21:11, en markafjöldinn gefur þó til kynna of mikla yfirburði. GÓÐIR DAGAR. Liðin eru öll meðal sterkustu liða Dana, en leikurinn við Fangel, sterkasta liðið, varð að falla niður. Hafnfirðingarnir hlutu lofsamlega blaðadóma og eru hæstánægðir með ferðina. Þeir hafa skoðað sig vel um og skemmt sér, og piltarnir létu svo um mælt 'í gær, að allir dagar ferðarinnar yrðu sér ó- gleymanlégir. Brezki sendiherrann, J. Thyne Henderson, læíur aí síörfum hér Stingur wpp á, hvort ekki muni tiltæki* legt að layfa erienda fisksöiu. BREZKI senðihcrrann á íslandi, J. Thyne Hendcrson, br.í» nr verið kallaður hei n og fer utan með Gullfossi á .mórg-un^ Enn er ekki vitað hvert hann verður sendur, né hver .vrrðuii eftirmaður hans hér. Blaðamenn ræddu stundarkorn við s herrann í gær í tilefni af brottför hans. Kvaðst hann n ' hafa' verið hér þrjú ár og væri það annað hvort of stutt n of langt. Hann væri nú farinn að kynnast fólki vel og þæ. i kitt að sjá af því. Sendiherrann kvaðst gjarna hefði viljað, að tekizt hefði að útkljá fiskveiðideiluna milli lands síns og íslands, áður en hann færi, eða að deilunni hefði a.m.k. verið ýtt til hlið- ar, og ennfremur, að ísland hefði tengzt NATO sterkari böndum. Hann kvað deiluna þó vera nú vinsamlegri en áður. ÁLIT ALÞJÓÐLEGU L AG ANEFND ARINN AR. Sendiherrann benti á, að nú hefði alþjóðlega laganefndin skilað áliti, er lagt yrði fyrir Sameinuðu þjóðirnar, og mundi því ekki líða á löngu, áður en eitthvað fast fengist til að byggja á í landhelgismálum. Bretar hefðu haldið fram 3 mílna reglunni sem grundvall- arreglu, sem farið skyldi eftir. Mr. Henderson kvaðst hafa ferðazt nokkuð hér innanlands. Hann hefur t.d. farið með skipi kringum land, auk þess sem hann hefur farið vestur á Snæ- fellsnes, til Víkur í Mýrdal, Kirkjubæjarklausturs og niður í Meðalland. Sendiherrann kvað Breta vilja hafa samvinnu við íslend inga eftir beztu getu. Hann kvaðst vera þeirrar skójunár, að æskilegt væri, að íslending- ar seldu vesturlandaþióuunum meiri fisk, en þar væri við> ramman reip að draga, þar sem. væri hið háa verð á fiskinum. héðan. , FISKUR ÚR ERLENDUM'. TOGURUNUM. Loks skaut Mr. Hendersotv fram þeirri hugmynd, að e.t„ v. gæti verið hagkvæmt fyrir Islendinga að leyfa nú erlend- um togurum að selja afla sm« til frystihúsa hér á Iandi^ einkum þar eð vitað væri, a'5 frystihúsin væru stundun® verkefnalaus og gætu því slík fiskkaup verið hagkvæm fyrir báða aðila. Að sjálfs'jgðu yrði greitt fyrir aflan í íslenzkunsi krónum. Sú staðreynd, aS greitt væri fyrir aflan í ís- lenzkum gjaldeyri mundí koma í veg fyrir, að ofmikið* * framboð yrði á fiski úr er- lendum togurum. Blaðið vill að lokum: kveðja sendiherrann kærlega og óskai honum góðs gengis í hinu nýja starfi. Blindrafélagið hefur fengið lóð og fjárfesfingu fyrir húsí Byggingaframkvæmdir eru að hefjfísf® AÐALFUNDUR Blindrafelagsins var haldinn 7. júlí í húsl félagsins við Grundarstíg ll_ Á fundinum var skýrt frá þvi. að* félagið hafi nú fengið lóð og fjárfestingarleyfi fyrir nýja húsS undir starfsemi félagsins. Eru byggingaframkvæmdir að byrja. Á fundinum gaf stjórnin skýrslu yfir afkomu og starf- semi félagsins á liðnu ári. Eign ir félagsins nema í árslok um kr. 840 þús., en tekjuafgangur ársins kr. 152,427,00. Vörusala ársins var um 460 þús. og vinnulaun greidd blindum á ár- inu kr. 66 þús. í vinnustofu Blindrafélagsins starfa nú 9 blindir menn og konur og hefur verkefni verið nægt í þeirri starfsemi, er fé- lagið rekur nú, en húsnæði er orðið algjörlega ófullnægjandi til að koma á fjölþættari at- vinnu fyrir blinda menn. Var mjög rætt á fundinum um hinar nýju framkvæmdir, er félagið er nú að hefja í byggingarmálum sínum, en fé- lagið hefur fengið lóð á góðum stað í bæunm og einnig fjár- festingarleyfi, og hefur þegar hafið undirbúning, hvað þetta snertir, og var á aðalfundinum kosin 5 manna nefnd til að starfa að þessu ásamt félags- stjórninni. NOKKUR OPINBER STYRKUR. ! Félagið hefur nokkurn styrl^ frá ríki og bæ, og nýtur í vax* andi mæli stuðnings "jölmargraj manna og kvenna víðsvegar unn landið, og vill í því sambandS geta þeirra Ragnheiðar Kjart’* ansdóttur Laugaveg 46 A, e^ arfleiddi félagið að öllum sín* um eignum eftir sinn dag, og* Guðrúnar Valdimarsdóttur, et færði því rausnarlega gjöf. Þessum konum ásamt ölluná hinum, er hafa stuðlað á eiraS eða annan hátt að framgangi félagsins, eru færðar hinaý beztu þakkir af hálfu félagsins* og hefur það verið félaginu öfl- ug hvatning til að ráðast í þæV framkvæmdir, er geta orðið til mikilla heilla fyrir aila blind4 menn í landinu. 'J Stjórn félagsins var enduf-* kosin, en hana skipa: Benedikfi K. Benónýsson, Margrét Andr* ésdóttir, Guðmundur Jóhanneá son, Kr. Guðm. Guðmundssori og Hannes M. Stephensen. ý

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.