Alþýðublaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 3
Sunmidagur 30 sept. 1956 álþý SublaSlð S Myndlislarskólinn byrj-ar kennslu í íulloröins deildum mánudaginn 1. okt. næstk. kl 20. — Kennslugréinar: teikning, málaralist, höggrnyridalist. Kennarar: Asmundur Sveinsson myndhöggvari og Hörður Ágústsson listmálari. — Innritun í skólann í dag kl. 14—16. — Sími 1690. Kennsla í barnadeildum héfst 15. okt. næstkom- andi. — Innritun auglýst síðar. Sláfur Ðilkasláíur, svið, lifur, hjörtu, mör. Kjöt í heilum skrokkum. Kjöfverzlunin Sími 82750 - Lmdargöiu Saga af reynslu bifreiðastjóra — Álit hans á dSrukknum mönnum við stýri — Hvað þarf að gera? J. B. SKRIFAR mér á þessa leiff: „Ég sé að þú skrifar meira og betur um umferðarmálin. heidur en affrir, sem rita í blöð. J»ess vegna Iangar mig til þess að segja þér af minni reynslu núna síðustu dagana — og drepa ram leið á ýmislegt annað þess- ram vandamálum viðkomandi í vom um að þu annaðhvort birtir bréfið eða gerir það, sem ég hef að segja, að umtalsefni. Geri ég þetta í von um að það komi að gagni þegar rætt ér um þessi mál. ÉG Á FÓLKSBIFREIÐ og er stundum með sendiferðabifreið. Ég ætla að segja þér sögur af báðum þessum bifreiðum. Einn daginn var ég að aka Laugar- nesveginn. Jeppi kom á móti mér á miklum hraða og ,,svín- aði“ svo hrottalega á mér, að á- réltstur varð og bifreiðin, sem ég var í stórskemmdist. Lögregl an kom á staðinn, eins og lög gera ráð fyrir — og það var allra álit að sá, sem var með jeppann, hefði brotið allar regl- ur og verið í algerum órétti. HVAÐ IIELDER ÞÚ að mað- urinn í jeppanum hafi sagt sér til afsökunar? Hann sagði: ,,Ég sá þig ekki.“ Sannleikurinn var sá, sð hann gaí ekki komizt hjá því að sjá mig fyrst hann var á annað borð á veginum, því að ekki var um blint horn að ræða. Hefði hann sagt: „Ég hélt að ég rriundi sleppa, og reyndi því að ,,sviná“, þá hefði harm haft satt að mæla. ÉG HAFÐI LAGT minni eig- in bifreið þar sem ég á heima. Hinum megin víð götuna var maður í bífreið sem stóð kyrr. Hann ætlaði að fara að taka hana af stað. Allt í einu sé ég hvar fólksbifreið kémur á mikl- um hraða eftir götunni. Ég sá ekki manninn við stýrið. Þegar þessi bifreið var að koma á milli bifreiðar minnar og þeirrar, sem hinum megin stóð, var sú síðar- talda tekin a£ stað. Um léið svéigði bifreiðin, sem var að koma og rakst á mína bifreið, með þeim afleiðingum, að hún stórskemmdist. ÉG ÞAUT ÚT. Drukkinn mað ur stóð við bifreiðina með handa pati, en tveir, sem mér virtust ódrukknir, stóðu hjá honum, svo og bifreiðarstjórinn, sem hafði verið að leggja af stað og telpa á að gizka 10 ára gömul. Hinn drukkni átti bifreiðina, en hann sagði: ,,Ég ók ekki, því að ég var búinn að smakka svolít- ið.“ Tveir menn, sem þarna voru sögðu: ,,Þú ókst víst.“ Og telpan sagði, að hann hefði ek- ið. Hins vegar báru báðir menn irnir, sem með honum voru í bifreiðinni, að annar þeirra hefði ekið. SÍÐAR, þégar ég reyndi að afla mér vitna að því að drukkni maðurinn hefði ekið, reyndist mér það ekki auðvelt, en við bíðum og sjáum hvað setur. — Ég er sannfærður um, að það er rétt, sem þú heltíur fram, að lin- kintí er allt of mikil í þessum málum. Það á að svipta þá, sem aka drukknir, rétti sínum til aksturs í heilt ár — og jafnvel lengur — og það á líka að taka bifreiðina úr umferð um langari tíma. Það verða að gilda áðrar hegningarreglur fyrír þá, sem teknir eru ölvaðir við stýri en aðra, sem valda árekstrum eða slysum. Drukkinn iriaður við stýri er glæpamaður af verstu tegund.“ ÞANXIG VAR BRÉF J. B. Saga hans er Ijót, en hún er urh léið lærdómsrík. Hannes á horninu. Kennaraiélag yjafjarðar (Frh. af 8. síðu.) upp dálitlu bókasafni og eru í því nær- eingöngu bækur um uppeldi- og kenrislufræðileg efni. Bækurnar eru lánaðar fé- lagsmönnum. Stefán Jónsson námsstjóri árnaði félaginu heilla á afmæl inu og Snorri Sigfússon rifjaði upp gamlar rninningar. Hann er nú heiðursfélagi Kennarafélags Eyjafjarðar. Félaginu barst heillaskeyti frá fræðslumála- skipa: Hannes J. Magrmsson for stjóra. Núverandi stjórn félagsins maður, Eiríkur Sigurðsson rit- ari og Páll Gunnarsson gjald- keri. Á fundinum urðu miklar um ræður og samþykktar noklsrar ályktanir og meðal annars eftir farandi: „ASalfundur Kejinarafé- Iags Eyjafjarðar haldinn á aídarfjórðungsafmæli þess, telur að sú staðreynd blási nú þegar við augum, að hugur hinnar yngri kynslóðar stefni nú meir frá franlleiðslusíörf- um og líkamlegri vinnu en telja verður æskilegt með fá mennri þjóð í Iítt numdu Iandi. Lítur fundurinn svo ó, að þótt benda megi á ýmsar ytri orsakir til þessa fyrirbæris, þá kunni þó aðrar og lítt athug- aðar ástæður að valda hér miklu um. Þess vegna telur fundurinn æskilégt, að ríkisstjórnin skipi nefnd hæfra manna til þess að athuga uppeldishæíti' þjóðarinnar riú, skemmtanalíf og Kfsvenjur nieð það fyrir augum, að leitað sé að ágöIL- um, sem á þessum þáttum í uppeldi hennar og menningu kunna að Ieynast og tillögur gerðar til úrbóta. Fundinum var slitið laust fyrir miðnætti á laugardags- kvöld. Rúmir 50 kennarar eru nú í Kennarafélagi Eyjafjarð- ar. leiðréifur. MEÐAL samþykkta. sém gerðar voru nýlega á aðalfundi Kennarasambands Austurlands og birtar hafa verið í útvarpl og blöðum, var ein, er snerti Bókabúð Menningarsjóðs. — Taldi fundurinn „það mjög illa farið og til mikilla óþæginda fyrir skólana, ef Bókabúð Menningarsjóðs hætti störfum, því hún hefur reynzt kennur- um mjög hjálpleg við útvegun skólatækja“. í samþykkt þessari gætir þess misskilnings, ao í ráði sé að leggja Bókabúð Menningar- sjóðs niður. Mér vitanlega héf- ur það ekki komið til rftála. Hins végar er í ráði, að jafn- skjótt og Ríkisútgáfa námsbóka hefur aðstöðu til, e. t. v. um naestu áramót, taki hún að sér vérzlun þá rfteð skólavörur og fyrirgreiðslu um öflun skóia- tækja, sem Bókabúð Menning- arsjóðs hefur haft með hönd- um. Unz þar að kemur, mun Bókabúð Menningarsjóðs leit- ast vrð að bæta úr brýnni þörf í þessum cfnum. Reykjavík, 28. sept. 1956. Gils Guðmundsson. verður flutt 2. október úr Austurstræti 7 í THQRVALDSENSSTRÆTI 6 — (gengið inn frá Kírkjustræíi). Viðtalstími kl. 2—3 nema laugardaga kl. 11—12. Símar: Stofa 81472, heima 9420 og 9928. KRISTJÆNA HELGAÐÓTTIR LÆKNIR. Sýningar hefjast 6. okíóber og verða næstu tólf kvöld i Auslurbáejarbíói kl. 7 og 11,15. BarnasýmngE Laugardag Iclukkan 5. Sunnudag klukkan 3. ASgöngurniðasala f Austurbæjarbíói daglega frá M3. 2—8 e. h. — Sími 1384. Miðapöntunum veitt móttaKá í síma G056 frá kl. 5 —1(1 é. h. Tryggið ykkur miða í tíma. BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS. Þórscafé iu og ny Þórscafé I Þórscafé í kvcld Sími 6497. ■ r. n v< n n n r, ti ■ r * tngotfseafé í Ingólfscafé í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 2826. LiiitmciiiiBrMi MIIIItlItL II til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: KLEPPSHOLTI RAUÐARÁRHOLTI VESTURGÖTU GRETTISGÖTU HVERFISGÖTU LÖNGUHLÍB LAUGAVEGI HÖFÐAIIVERFI SMÁÍBÚÐAHVÉÉFI KÁRSN ESBRAUT GR í MSSTAÐ AHOLTI TJARNAÉG-ÖTU. laiið við afgreiðsluna - Sími 4!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.