Alþýðublaðið - 16.10.1956, Blaðsíða 5
ÞriSjudagur 16. okíóber 1956.
AlþýgublaClg
MÉR barst í gær dánarfregn
jníns gamla kennara og' góða
vinar, Lárusar Bjarnasonar.
Eitt sinn hafði það verið ætlan
mín að skrifa nokkuð um þá
þremenningana, sem , urðu
kennarar mínir, er ég kom í
Flensborgarskóla haustið 1916,
Ögmund Sigurðsson skóla-
stjóra, Lárus Bjarnason og séra
Janus Jónsson. Af þeirri ætlan
varð það eitt að framkvæmd, að
ég ritaði grein um Ögmund og
kennslu hans í Iðunni fyrir
mörgum árum. Nú er Lárus
allur, og þó að þessi orð mín
verði færri og fátæklegri en
Lárus hefur efni til sett, finnst
mér einhvern veginn, að ég geti
ekki vikið því af mér að minn-
ast hans nokkrum orðum. Ég
er einn hinna fjölmörgu, sem
eiga Lárusi mikið að þakka.
Frábæra leiðsögn ogkennslu, er
ég kom mjög lítt undirbúinn í
skóla, kappsamlega eggjan óg
drengilegá uppörvun á náms-
brautinni, þó að oft væri
þröngt um fjárhag og þungt
'undir fæti. Og loks það, sem
mestu varðar, óbrigðula vin-
áttu, sem nú hefur enzt um
fjóra tugi ári og aldrei borið
skugga á. Þannig hygg ég Lár-
us hafa verið öllum þeim nem-
endum sínum, sem hann átti
þess kost að hafa samskipti við,
eftir að námi þeirra lauk undir
hendi hans. Og mörgum þeirra
varð hann reyndar sá drengur
í raun, sem enginn varð annar
betri, og hikaði þá ekki við að
rétta hjálparhönd langt um
fram það, sem takmörkuð efni
hans leyfðu.
! ir.
Lárus Bjarnason fæddist 1.
marz 1876 að Prestsbakka á
Síðu, en fluttist kornungur með
móður sinni, Sigríði Lárusdótt-
ur bónda í Mörtungu og stjúp-
föður sínum Jóni Þórarinssyni,
vestur undir Eyjafjöll og ólst
þar upp. Voru þeir systrasynir
mafnarnir, Lárus Bjarnason og
Lárus Helgason alþingismaður
að Kirkjubæjarklaustri og
kippti báðum í kyn um harð-
fylgi og dugnað. Lárus ólst upp
við mikla fátækt og var kom-
jnn í vinnumennsku þegar fyr-
ir fermingu, en brauzt þó til
þeirra mennta, sem auðið var
að fá, bæði með ötullegu sjálfs
námi og tilsögn séra Jes A.
Gíslasonar, er þá var sóknar-
prestur hans. Fleiri kunna þar
og að hafa orðið Lárusi að
nokkru liði. Gerðist hann svo
barnakennari í sveit sinni 19
ára að aldri og þótti vel farn-
ast. En árið 1900 brauzt hann
í því að komst í Möðruvalla-
skóla nálega félaus og lauk
þaðan prófi eftir tvö ár með
fyrstu einkunn. Lauk hann svo
kennaraprófi úr kennaradeild
Flensborgarskóla nokkru síðar
og kenndi næstu fimm árin. Ár-
ið 1909 settist hann í kennara-
háskólann í Kaupmannahöfn
og stundaði þar nám í tvö ár í
eðlisfræði, stærðfræði, dönsku
og grasafræði. Hann þótti illa
undirbúinn, er hann kom í
þann skóla, en vann sig þar
smám saman upp í fremstu röð
nemenda. Fjórum sinnum fór
Lárus utan síðar á ævinni til
náms og mátti segja, að hann
væri- að læra fram í háa elli.
Eftirlætisgreinar hans voru
eðlisfræði og stærðfræði, eink-
um stærðfræði, áhuginn sívak-
andi fyrir henni og hugurinn ó-
trauður að glíma við ný við-
fangsefni. Hann varð að dómi
lærðra manna í þeim fr.æðum
ágætlega að sér í stærðfræði,
og syo mikill áhugamaður og
verkmaður í kénnslu, að læri-
sveinar hans munu lengi minn-
ast. Hef ég raunar engan kenn-
ara þekkt, sem af slíku kappi
og trúmennsku leitaðist við að
korria lærisveinum sínum til
þroska og svo traustlega var
urn hnúta búið, að fræði þau,
er Lárus kenndi, gleymdust
trauðlega, þó að menn legðu
ekki síðar á þau sérstaka
stund. Má ég vel tala þar úr
flokki, því að ég hef ekki sýslað
við stærðfræði síðan námi
mínu lauk í Menntaskólanum,
og gersamlega gleymt öllu, sem
ég nam í þeirri grein, nema því,
sem Lárus kenndi mér til gagn-
fræðaprófs. Veit ég þá fjöl-
marga fleiri, sem lagt hafa
stund á húmanistísk fræði, er
sömu sögu hafa að segja.
• III.
Eftir að Lárus lauk námi í
kennaraháskólanum gerðist
hann skólastjóri barnaskólans
í Hafnarfirði til 1914. Þá varð
hann annar kennari við Flens-
borgarskóla, én hvarf til Akur-
eyrar 1918, er Stefán skóla-
meistari Stefánsson bauð hon-
um að gerast stærðfræðikenn-
ari við skólann þar. Gegndi
hann því starfi við hinn ágæt-
asta orðstír til 1930. Hann hvarf
þá aftur að Flensborgarskóla og
varð nú skólastjóri hans í tíu
ár til 1941. Varð hann þannig
síðasti skólastjóri í gömlu
Flensborg og stýrði hinum
nýja, glæsilega skóla fyrstu
fjögur árin. Lárus lét af skóla-
stjórn sextíu og fimm ára að
aldri, en kenndi þó við Flens-
borgarskóla næstu sjö ár. Ann-
ars mátti heita, að Lárus væri
síkennandi til dauðadags, því að
síðustu ár sín kenndi hann
fjölda manns stærðfræði undir
landspróf og stúdentspróf mála
deildar. Hann var sæmdur ridd
arakrossi Fáikaorðunnar fyrir
& iiiiiumiiiiiiiaeiiixiiiii ■■(■■■•■(■■naR b bbb » a tiu *»«' *»**■■ »1 .
Mör hefur nú Iækkað um helming í veroi. Kostar
nú aðeins kr. 9,45 kílóið. Mör fæst í næstu kjötbúð.
^^//futéasaian
KJ SÍMAR 7080,
frábær kennslustörf sín og á 70.
afmælisdegi hans færði Hafnar
fjarðarbær honum myndarlega
heiðursgjöf.
IV.
Margar á ég minningar um
Lárus og allar góðar. Mér er
enn sem ég sjái fyrir mér bekk
inn okkar í Flensborg og vinnu-
brögð Lárusar. Hann var á
þeim árum upp á sitt bezta, af-
renndur að afli og harðfylgi,
kappsamur og ærið eftirgangs-
samur, en þó jafnan hlýr og
nærgætinn. Hann gat verið
funabráður, en stillti að jafnaði
vel skap sitt, og engan mann
hef ég þekkt, sem hjartanlegar
kunni að gleðjast yfir fallegum
úrlausnum eða skörulegri
frammistöðu. Þá var sem hon-
um hefði verið gefin stórgjöf.
Mjög var honum títt að halda á
lofti afrekum fyrri lærisveina
sinna til eggjunar þeim, sem
honum þótti beita sér linlega,
og var sýnt um að hleypa mönn
um kappi í kinn. Var og óspar
á viðurkenningu, ef vel þótti
takast. Þegar við höfðum lýst
því yfir fyrir Lárusi fimm sam-
an, að við ætluðum að taka
gagnfræðapróf við Menntaskól-
ann, jók hann enn umhyggju
sína fyrir okkur, hafði með
okkur aukatíma og gekk dögum
oftar til Reykjavíkur til þess að
fylgjast með lestri okkar og
prófum, leiðbeina okkur og
örva. Þetta var allt gert af svo
falslausri óeigingirni og góð-
vild, að betur lilaut að duga en
nokkur brýning önnur. Hann
hafði mikinn metnað fyrir
hönd skóla síns og lærisveina
og honum var það djúp, per-
sónuleg sorg, ef ógiftusamlega
tókst til fyrir einhverjum
þeirra síðar á ævinni. Hitt var
honum sífellt gleðiefni, er læri
sveinum hans gekk til mann-
dóms og sæmdar, og fylgdist af
Alþýðuflokksféiag Reykjavíkur
h e I d u r
félagsfund
í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
D A G S K R Á :
1. Félagsmál.
2. Viðhorf í ísl. utanríkismálum. Frummælandi:
Emil Jónsson utanrikisráðherra.
3. Önnur.mál. Stjórnin.
Pilfur eða sfúlka
óskast til sendiferða hálfan eð'a allan daginn.
OFNASMIÐJAN,
áhuga með ferli þeirra utan
lands og innan.
Lárus hafði sjálfur reynt þá
þungu raun að bera í brjósti
framaþrá og mennta, en vera
fjötraður af fátækt og erfið-
um ástæðum, þó að þrek hans
og vitsmunir ynnust honum til
þess að sigrast á þeim. Vera má
að þessi reynsla hafi að nokkru
verið uppistaðan í einstakri
hjálpsemi hans og drenglund.
En aðaluppistaðan var hjarta-
göfgi og sú sómamennska að
kveða sér annarra böl að bölvi.
Hann hjálpaði fjölda nemenda
sinna við erfiðar ástæður, gaf
þeim vinnu sína og fyrirhöfn,
greiddi fyrir þeim um fæði og
húsaskjól, lánaði þeim fé. Og
Lárus kunni ekki að ganga eft-
ir skuldum. Hann var fésýslu-
maður enginn, en ól fátækt sína
á Iíknsemd við fátæka, éins og
kveðið var um annan ágætis-
mann. Lárusi var svo farið, að
hann gat ekki séð hæfileika
fara forgörðum, ef hann fékk
borgið, og það ætla ég, að erf •
iðlega mundi nú ganga að virða
eða telja tölum það liðsinni,
sem hann veitti með mörgum
hætti. Eru slíkt miklir ágætis-
menn, sem svo er farið.
Lárus kvæntist aldrei og var
í vissum skilningi einmani og
einfari, þó að hann ætti fjölda
vina. Lærisveinar hans voru
honum það, sem öðrum mönn -
um flestum er fjölskylda og
venzlamenn, farnaður þeirra
metnaðarmál hans og gleði.
Hann var karlmenni til hvers
þess verks, er reyna skyldi,
vammlaus drengskaparmaður
og slíkur uppalari ungra
manna, að fáir einir verða slík -
ir í hverri kynslóð.
Nú láti Guð honum raun lofi
betri, og er þó minna að öllu
kveðið og fátæklegar en hæfa
myndi minningu Lárusar
Bjarnasonar.
Holti, 12. okt. 1956.
Sigurður Einarsson.
NNAÞATTUR
Ritsíjóri Torfhildur Steingrímsdóttir
MISHEPPNUÐ
HATTASÝNING
BLAÐAM ANN AKABARETT
INN hefur verið ákaflega vin-
sæll hjá bæjarbúum undanfar-
ið og skemmtiatriðin talin
hvert öðru betra. Þó verður
þessi skemmtun að burðast með
eitt atriði, sem er dálítið mis-
heppnað, en það er hattasýning
frá Hattabúðinni Huld.
Eru þarna sýndir nokkrir
hattar, flestir í sama mótívi
með háum kolli, sem slútir
fram á ennið. Er þetta nú hæst
móðins í Ameríku og eru nær
eingöngu amerískir tízkulitir,
sem þarna er um að ræða.
Þarna gat að líta m. a. svart-
an fjaðrahatt, sem segja má að
sé klassískur og því ekkert nýtt
fyrirbrigði. Enn fremur var
þarna annar klassískur hvítur
hattur, sem vel sómir sér hve-
nær sem er.
Um aðra hatta á sýningu þess
ari er varla annað hægt að
segja en að jafnvel rússneska
kringlukastkonan Nina, sem
fræg er orðin, hefði varla lagt
sig niður við að stela þeim, þar
sem þeir voru svo einhliða að
allir hlutu að verða þreyttir á
að sjá svo mikið af því sama.
Þarna var varla hægt að sjá
annað en að hattarnir væru
j ,<a^Ps!
valdir samkvæmt smekk einnar
konu, sem hefði helzt í huga
sem viðskiptavini konur, er á
næstunni væru á förum til Am-
eríku. Hinar, sem ætla að sitja
heima og klæða sig eftir Evrópu
tízkunni, fengu ekki neitt,
nema þá kannski helzt tildurs-
legan brúðarhatt, sem vel hefði
getað verið ósýndur að því er
smekkleigheit snertir.
Með tilliti til hagsmuna les-
endanna setjum við svo hér
myndir af tveim hausthöttum
samkvæmt.Evróputízku.
Hinir djúpu klukkuhattar,
sem sýndir voru, eru síðan í
vor, samkvæmt Evróputízkunni
eru hattarnir nú aftur að
grynnka. Auk þess sem orange-
liturinn var tízkulitur í vor, en
ekki í haust. Verður að teljast
vafasöm kurteisi við kaupend-
ur að bjóða þeim þannig upp á
vortízku á haustin.
Tízkulitirnir á höttum hausts
ins eru hins vegar: Svart, krem:
að, fjólulitt, grátt, hindberja-
rautt og blátt (þó sízt).
Efri hatturinn er e. t. v. sá,
sem líklegastur er til þess að
verða hversdagshattur hausts-
ins. Er hann frá París og krem-
aður að lit.
Sá neðri er aftur einn af
þeim beztu. Velourhattur í
brons, rauðum og lilluðum lit-